Morgunblaðið - 02.04.1957, Side 9

Morgunblaðið - 02.04.1957, Side 9
Þriðjudagur 2. aprf1 1957 MoncznvBT áðið 9 íslond undir sn jó Myndir telknar yiir Akureyri og nærsveitum Akureyri. Þar til fór að hlána nú fyrir skömmu voru snjóalög mjög mikil við Eyjafjörð og í nær- sveitum. Myndirnar, sem hér birtast voru teknar í fyrri viku. Sýna þær.glogglega það snjókyngi, sem yfir landinu lá. Fyrir ofan Akureyri sjást míklar skíðahrekkur og þar var rennifæri í þeim skilningi, sem Sunnlendingar naumast þekkja. Næst Akureyri er vegurinn út með firðinum allgreinileg- ur í fyrstu, en hverfur siðan í snjó, enda var ófærð á öU- um vegum. Úr Fnjóskadal. Myndln hér að ofan er úr hálendinu vestan Eyjafjarð- ar, en það er einn hrikalegasti fjallgarður landsins. Til vinstri sést Vaglaskóg- ur svartur upp úr snjónum. Þingeyjarsýsla mun vera skógauðugasta sýsla landsins og ef flogið er yfir hana að vetri til má sjá skógar- og kjarrbreiður í hlíðum dal- anna. Áin, sem sést við jaðar Vaglskógar er Fnjóská, en myndin er tekin yfir Vaðla- heiði og sér til suð-austurs. í Þingeyjarsýslu hafa verið öllu meiri snjóalög en í Eyja- fírði, en á norð-austnr-kjálfca landsins hafa snjóþyngslin verið allra mest. Nú hefur brugðið tíl sunn- anáttar á Norðurlandi með mikilli hláku. Þegar sunnan- vindurinn kemur af fjöllum ofan er hann oft mjög heitur og bráðnar snjórinn þá ört. Slíkir heitir sunnanvindar mega heita óþekktir á suð- vestur-hluta landsins, en hin- ir hlýju sunnanvindar norðan lands eru svipað fyrirbæri og hinir þekktu Alpa-vindar, föhn-vindar, sem valda bráðri hláku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.