Morgunblaðið - 02.04.1957, Page 10

Morgunblaðið - 02.04.1957, Page 10
10 MORGUNBLIMn l>ri3judagur 2. aprfl 1957 ttttMftfrifr Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjami Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Ami Óla, sími 3045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstrseti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstraeti 6. Sími 1600. Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Hótunarbréf Bulganins Krúsjeff hefur upp raust sína — og bækur Stalins eru boðnar með niðursettu verði. Bækur Stalins á 1 kr. í Höfn ALKUNNUG er dæmisagan um veðmál vindsins og sólarinnar. Þau veðjuðu um hvoru þeirra tækist að fá gangandi mann til að fara úr yfirhöfn sinni. Vind- urinn blés allt hvað af lók en það varð aðeins til þess, að mað urinn vafði skjólflíkinni þéttar að sér. En þá kom sólin og skein sem glaðast svo göngumaðurmn varð feginn að fara úr yfirhöfn- inni, hann þurfti hennar þá ekki lengur með. í samskiptum sinum við aðr- ar þjóðir hafa Rússar reynt báð- ar þessar aðferðir. Á dögum Stalins var skrápnum snúið út, lönd undirokuð og styrjaldir háð- ar. Þetta varð til þess að aðrar þjóðir sáu sitt óvænna og tóku að búast til varna. Þessar varnir voru með tvennu móti. í fyrsta lagi bundust frjálsar þjóðir sam- tökum um að snúa bökum sam- an gegn' ágengni Rússa. Þær gengust undir þær skuldbinding- ar að grípa allar til vopna ef ráðizt yrði á eina þeirra. Ein af þessum samtökum frjálsra þjóða er Norður-Atlantshafsbandalag- ið. Það er stofnað til öryggis öll- um frjálsum þjóðum við norðan- vert Atlantshaf, og hafa þær bundizt heitum um það að eitt skuli yfir þær allar ganga, ef nokkur fari með ófrið á hend- ur einni þeirra eða fleirum. I öðru lagi hafa svo hinar frjálsu þjóðir vígbúizt af kappi. Eftir styrjöldina lögðu þær nið- ur vopn sín og herbúnað en þeg- ar sýnt var að hverju Rússar stefndu í hinu nýja stríði Stalins, tóku þær aftur að vígbúast og munu halda þeirri stefnu áfram, meðan ófriðarhættan að austan vofir yfir. Þannig hafði hið kalda stríð og árásir Stalins þær afleiðingar að andspyrnan gegn yfirráðastefnu Rússa magnaðist með hverjum degi og þjappaði vestrænum þjóð um saman í sterk varnarsamtök. Tími brosa og blíðu Eftir dauða Stalins sáu Rúss- ar að við svo búið mátti ekki standa. Nú skyldi reyna aðferð sólarinnar og tími brosanna og hinna miklu veizluhalda og skála- glaums hófst. Það, sem ekki tókst með hörku, skyldi nú vinnast með brosi. í bili virtist Rússum verða nokkuð ágengt og megum við íslendingar minnast þess, hvernig skammsýnir stjórnmála- menn hér á landi létu ánetjast áróðri Rússa, eins og kom fram í hinni frægu ályktun Alþingis, sem átti ársafmæli fyrir fáum dögum. Kúgaðar þjóðir héldu að nú væri stund frelsisins runnin upp. Það, sem þær höfðu þolað í full komnu vonleysi, varð nú óbæri- legt og menn, heimtuðu frelsi sitt og risu upp. En hið rússneska bros stirðnaði í blóðbaðinu í Berlín, Poznan og Búdapest og vita Rússar nú að vestrænar þjóð- ir hafa séð í gegnum grímu bros- anna og blekkjast ekki framar af henni. Hótanir á ný Eftir að ár veiziuhalda og blíðmála liðu er nú aftur runn- inn upp tími hótana og hörku. Bréf Rússa til Norðmanna og Dana eru glöggt vitni þess. Rúss- ar leita uppi hvern snöggan blett á vörnum Vestur-Evrópu. Þeir freista þess nú að reyna að hræða hinar fámennu þjóðir Norðurlanda til að ganga úr varn arsamtökum Vesturlanda eða takmarka þátttöku sína í þeim, að viðlagðri eyðingu með kjarn- orkusprengjum. Hér hafa Rússar aftur tekið upp aðferð vindsins. En afleiðingin mun verða hin sama og áður. JSTorðurlandaþjóð- irnar munu knýta böndin enn fastar við samtök annarra frjálsra þjóða en fyrr. Handan Eystra- salts er keðja af kjarnorkustöðv- um Rússa, sem beinast að Norð- urlöndum. Hvenær sem er geta Rússar látið höggið ríða. Hið eina, sem getur haldið aftur af böðlum Baltnesku landanna, Póllands, Austur-Þýzkalands og Ungverja er óttinn við þá stað- reynd að meðan Norðurlöndin eiga vestræn stórveldi að bak- hjarli, muni árás á Norðurlönd verða og dýr og ef til vill Rúss- um sjálfum til hruns og falls. Við íslendingar stóðumst illa blíðmál Rússa, eins og 28. marz 1956 ber vitni um. Þeirri spurn- ingu má varpa fram hvernig við stæðumst hótanir eins og þær, sem Danir og Norðmenn hafa orðið fyrir. Á þvi er enginn vafi að íslenzka þjóðin mundi vilja svara þeim á viðeigandi hátt. Stórkostlegur meirihluti hennar mundi ekki vilja hvika frá aðild sinni að vestrænum samtökum. Og þeim vilja yrði íslenzka ríkis- stjórnin að fylgja, alveg á sama hátt og þegar hún — eða meiri hluti hennar — hvarf frá þeirri glapræðisstefnu, sem flokkar hennar tóku með þingsályktun- inni, sem nú er fallin og sem lang flestir íslendingar fordæmdu. Ai hverju? STJÓRNARFLOKKARNIR gera nú harða hríð að bönkunum fyr- ir að treystast ekki, vegna minnk- andi fjársöfnunar, til að leggja nú þegar miklar fjárhæðir til húsbygginga. Ríkisstjórninni mátti vera ljóst að innlög í banka hafa stórminnkað fyrir rýrnandi traust manna á íslenzku krón- unni, eftir að núv. stjórn kom til valda. En til eru í landinu fjársöfn á öðrum stöðum og þar hefur ríkisstjórnin tekið lán nú. En þá má spyrja: Af hverju hef- ur ríkisstjórnin dregið í marga mánuði og til stórtjóns fyrir marga, að fá fé hjá Tryggingar- stofnuninni og Atvinnuleysis- tryggingasjóði, þar sem hún vissi að það var fyrir hendi? Er þetta gert í þeim eina tilgangi að koma „sök“ yfir á bankana til afsök- unar fyrir nýrri ofbeldislöggjöf? Ef ríkisstjórnin hefði raunveru- lega haft áhuga á þessum mál- um, hefði hún löngu fyrr leitað eftir fé, þar sem það var fyrir, í stað þess að draga húsbyggjend- ur á lánveitingum svo mánuðum skiptir. U tgefandi einn banda- rískur gaf eitt sinn út bók ó- þekkts rithöfundar, „Tveir á þjóðveginum" hét hún — en bók- in seldist ekki. Þetta er ósköp algengt — og venjulega sitja út- gefendurnir uppi með bókastafl- ann, þegar svo fer. Ef rithöfund- urinn verður einhvern tíma fræg ur, ef hann skrifar einhvern tíma sæmilega sögu — þá losnar út- gefandinn sennilega við staflann. En bandaríski útgefandinn var ekki á því að sitja uppi með sín- ar bækur. Hann gaf ekki út bæk ur til þess að fylla geymslur sín- ar. Þess vegna hóf hann mikla auglýsingaherferð um öll Banda- ríkin og auglýsti: Þrítugur millj- ónamæringur, frekar laglegur og viðfelldinn, óskar að kynnast ungri stúlku, sem líkist sögu- hetjunni í „Tveir á þjóðvegin- um“ — líkist henni eins mikið og hugsanlegt er. Ekki þarf að orðlengja það, að allt upplag bókarinnar seldist á hálfum mánuði — og bókaútgefandinn varð að láta prenta annað upplag til þess að fullnægja eftirspurninni. Það er ef til vill ekki fallega gert að pretta ungu stúlkurnar svona, en er þeim það þá ekki mátulegt — úr því að þær vilja giftast til fjár? En við skulum bregða okkur austur yfir hafið — til Kaupmannahafnar. Þar lauk bókaútgáfa ein við að gefa út verk Stalins skömmu eftir ára- mót í fyrra. Ekki voru bækur Stalíns fyrr komnar út í glugga bókaverzlana — og „Land og Folk“ byrjaði að hvetja menn til þess að kaupa og lesa bækur for- ingjans — en Krúsjeff hóf upp raust sina austur í Kreml — og sagði að Stalín sálugi, þessi fyrr- um fyrirtaks náungi, sem sagður var barngóður fram úr hófi, hefði verið hinn mesti skúrkur — já, meira en það: Hann hefði verið ótíndur glæpamaður — alls ekk- ert barngóður, nema á myndum. Sagt er, að þeir, sem hlustuðu á þennan reiðilestur félaga Krús- jeffs — og ekki vissu, að Stalín hafði verið svo slæmur — hefðu misst meðvitund um stund. Svo mikið varð þeim um. Aðrir, sem vissu sannleikann, þurrkuðu að- eins svitann af skallanum — og þeir, sem ekki voru sköllóttir, voru þöglir og horfðu í gaupnir sér. Og fiskisagan flaug. Þeir, sem klippt höfðu myndir af Stalín út úr dagblöðum og límt upp á vegg, rifu þær niður í bræði og brenndu. Sama var að segja um þá, sem keypt höfðu bækur Stalíns. Ýmist var þeim brennt eða ekið út á öskuhauga. Þeir, sem enn vildu halda tryggð við gamla „barnavininn" og illsk- uðust við Krúsjeff vegna upp- ljóstrana hans, drógu bækur sin- ar út úr bókaskápnum, röðuðu þeim niður í kassa og báru upp á háaloft eða niður í kjallara. Þar var gott að grípa til þeirra, ef sönnum vinum Stalíns tækist einhvern tíma að koma þessum Krúsjeff fyrir kattarnef — og hefja „barnavininn“ látna aft- ur í hinn forna sess — guðum ofar. En það er ekki þar með sagt, að stór bókaútgáfa geti elc- ið heilu upplagi vel innbundins bókaflokks út á öskuhauga, vegna þess að einhver Krúsjeff leysir frá skjóðunni austur í Kreml. Ekki var heldur hægt að flytja staflana niður í kjallara og bíða þess, að Stalín yrði á ný tekinn í tölu dýrlinga. Hvort- Happdr. Byggða- safns Húnv.féfagsins D R E G IÐ var í Happdrætti Byggðasafnsnefndar Húnvetn- inga sl. föstudag. Vinninga má vitja í Edduhúsið við Lindar- götu 9, efstu hæð, frá kl. 14.30 —19 í dag (þriðjudag). Eftir- talin númer hlutu vinninga í happdrættinu: 1688, 1962, 1741, 1856, 1950, 110, 413, 1734, 1889, 1990, 1879, 1655, 1778, 1536, 2000, 1092, 1922, 1782, 1767, 1614, 1952, 813, 1977, 127, 70, 1975, 1903, 1841, 1909 1788, 1839, 1757, 1749, 1740, 1998, 1958, tveggja var, áð ógerningur var að segja fyrir um það, hve Krús- jeff yrði langlífur — og bókaút- gáfan hafði einnig gefið út fleiri kommúnistarit — og hafði pess vegna þegar full not fyrir kjallar ann til geymslu lítt seljanlegra bóka. K virtust öll sund lok uð. Enginn keypti bækurnar. Mikið fjárhagslegt tap. Ekki gátu þessir dönsku bókaútgefendur far ið að dæmi Bandaríkjamannsins — auglýst: „Ung, lagleg og flug- rík stúlka vill kynnast manni, sem líkist félaga Stalín“. Nei, Krúsjeff hafði séð fyrir því, að ekki var hægt að selja bækurnar. Samkvæmt fréttum Kaupmannahafnarblaðanna er nú farið að auglýsa bækur Stalíns — „með miklum afslætti". Veg- ur Krúsjeffs þótti hafa minnkað það mikið að undanförnu, að bókaútgáfan eygði einhverja von um sölu. En ekki þýddi að bjóða þær á kostnaðarverði. Eintakið kostar nú eina krónu, en upphaf- lega átti það að kosta 30—40 kr. En þrátt fyrir „gjafverð“ hefur lítið sem ekkert selzt — og hinir dönsku bókaútgefendur munu vera farnir að hugsa alvarlega um það að fara að dæmi trúar- bræðra sinna við Tjarnargötu í Reykjavík — og flytja allt rusl- ið á öskuhaugana. 1451, 497, 1062, 1927, 1768, 1048, 1815, 1184, 791, 1844, 1410 1696, 1217 1820, 168, 1917, 1755, 1957, 1693, 1813, 1987, 1602, 1618, 1670, 1658, 1639, 1673, 1615, 171, 1727, 1661, 1622, 1861, 1690, 1050, 1697, 1946, 923, 1826, 1038, 1652, 122, 1795, 1511, 193, 1834, 1914, 114, 1666, 1541, 1957, 1871, 1752, 1698, 271, 192, 248, 1364, 1796, 1869, 1842, 1933, 154, 544, 1847 1862, 1515, 1037, 1959, 1865, 482, 1791, 1810, 1989, 1582, 126, 725, 1668, 252, 198, 1548, 1811, 980, 1150, 1884, 1039, 515, 1691, 1589, 285, 1805, 301, 1095, 394, 1779, 211, 1984, 1807, 1175, 1239, 1970, 160, 1902, 1840, 1910, 181, 1246, 878, 103, 1874, 234, 1523, 512, 429, 1783, 1385, 1222, 1929, 277, 229, 1907, 1012, 284, 1762, 1620, 1524, 1610, 1081, 180, 1754, 1932, 143, 1562, 1547, 1803, 383. (Birt án ábyrgðar).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.