Morgunblaðið - 02.04.1957, Page 13

Morgunblaðið - 02.04.1957, Page 13
Þriðjudagur 2. apríl 195? MORCUNBLAÐIÐ 13 Skýrsla Péturs Benediktssonar bankasfjóra á fundi Lands- banka íslands 28. marz s.l. Óhagstæð þróun innlána olli samdrætti í útlánum bankana í FRAMHALDI af þeirri skýrslu, sem nú hefur verið flutt um reikninga Landsbankans og af- komu á liðnu ári, þykir fram- kvæmdastjórninni hlýða að bæta við nokkrum athugasemdum um þróun peninga- og gjaldeyris- xnála og horfur í þeim efnum. Eins og kunnugt er, jukust út- lán bankanna stórlega á árinu 1955 ,og gjaldeyrisstaðan versn- aði mjög. Enda þótt miklar birgð ir útflutningsafurða um áramót- in 1955—56 bættu nokkuð út skák, var það ljóst, að óbreytt þróun hlaut brátt að leiða til vandræða í gjaldeyrismálunum, ef ekki kæmu til stórauknar tekj ur í erlendum gjaldeyri eða veru legar erlendar lántökur til ým- issa stórframkvæmda í landinu. Til þess að draga úr peninga- þenslunni og skapa þar með grundvöll bættrar gjaldeyrisaö- stöðu hefur framkvæmdastjórn bankans því á árinu 1956 gert það eitt af höfuðstefnumálum sín um að hamla á móti frekari út- lánaaukningu seðlabankans. Snemma á árinu voru í þessu skyni settar strangari reglur en áður um lánveitingar seðlabank- ans til viðskiptabankanna, svo að þeir verða nú m.a. að greiða mjög háa vexti, ef skuldir þeirra fara fram yfir það hámark, sem samið hefur verið um. Það verður að játa, að ekki tókst á árinu 1956 að ná því marki að bæta stöðu viðskipta- bankanna gagnvart seðlabankan- um, þótt þess hefði verið full þörf. Nettóskuldir þeirra hækk- uðu enn um 2 millj. króna. En þegar þessi aukning er borin sam an við það, að skuld þeirra við seðlabankann hafði aukizt um 75 millj. kr. á árinu 1955, verður því ekki neitað með sanngirni, að nokkur árangur hafi náðst. í þessum tölum er ekki tekið tillit til endurkaupa á afurðavíxlum, en þau endurkaup höfðu aukizt um 102 millj. kr. á árinu 1955 og jukust um 39 millj. kr. á árinu 1956. Þess má geta, að reglum um endurkaup afurðavíxla var ekki breytt á árinu, og stafar aukningin svo til eingöngu af hærri lánum út á landbúnaðaraf- urðir vegna aukinnar fram- leiðslu. Afstaða ríkissjóðs og ríkisstofn ana gagnvart seðlabankanum batnaði um 2 millj. kr. á árinu. Þess ber þó að gæta í því sam- bandi, að undir árslok tók bank- inn skuldabréf vegna stóreigna- skatts, 15 millj. kr., til greiðslu á skuldum ríkissjóðs. Einnig var, eins og síðar verður minnzt á, dollaralán tekið undir árslok, og voru um 35 millj. kr. af því notaðar til lækkunar á skuldum, sem ríkissjóður hafði stofnað til við seðlabankann vegna Rækt- unarsjóðs og Fiskveiðasjóðs. í gjaldeyrismálunum kann við fyrstu sýn svo að virðast sem góðum árangri hafi verið náð. Ef ekki eru taldar ábyrgðir vegna væntanlegs innflutnings og aðr- ar greiðsluskuldbindingar, batn- aði gjaldeyrisstaðan um 16 millj. kr. á árinu, en þá er talið til gjaldeyristekna 65 millj. kr. doll- aralán, sem tekið var síðustu daga ársins. Að því frátöldu versnaði gjaldeyrisstaðan um 49 millj. kr. á árinu á móti 118 millj. kr. halla árið 1955. Með með- töldum ábyrgðum og greiðslu- skuldbindingum versnaði gjald- eyrisstaðan hins vegar um 19 millj. kr. þrátt fyrir lántökuna, og námu nettóskuldir og skuld- bindingar bankanna erlendis 138 millj kr. í árslok. f þessu sam- bandi ber þess enn fremur að gæta, að birgðir útflutningsvöru lækkuðu um 45 millj. kr. á síð- asta ári. Því fer þess vegna fjarri, að tekizt hafi að halda í horfinu í gjaldeyrismálunum, enda þótt hin hagstæðari þróun í útlánum Fyrri hluti seðlabankans hafi haft töluverð áhrif í rétta átt. Aðalvandamálin, sem fram- kvæmdastjórn bankans þarf dag lega að glíma við, eru tvíþætt: annars vegar það, hvernig beri að snúa sér gagnvart hinni miklu eftirspurn eftir lánsfé, hins vegar að sjá um, að landið geti staðið við skuldbindingar sínar í er- lendum gjaldeyri. Hvorugt vanda málið verður leyst án tillits til hins. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að mjög er nú kvartað undan skorti á lánsfé. Vegna vaxandi kostnaðar þurfa atvinnu vegirnir, — bæði framleiðendur og verzlun, — aukið rekstrarfé, og hinar miklu framkvæmdir ein staklinga og opinberra aðila krefjast fjármagns, sem ekki liggur laust fyrir. Öllum finnst þessum aðilum, að þeirra fyrir- tæki eigi að sitja fyrir, og er ekki sjaldgæft að heyra bönk- unum borið á brýn skilningsleysi, þegar lánbeiðnum er synjað. Á árinu 1956 dró mjög úr inn- lánaaukningunni miðað við und- anfarin ár. Samtals hækkuðu spariinnlán og veltiinnlán allra bankanna aðeins um 58 millj. kr. á árinu á móti 179 millj. kr. árið 1955 og 201 millj. kr. 1954. Spari- innlán jukust um 74 millj. kr., eða svipaða upphæð og árið áð- ur, en aðeins rúman helming þess, sem var árið 1954. Af þess- ari hækkun má áætla, að vaxta- færslur hafi numið um 48 millj. kr., svo að nýtt sparifé, sem lagt hefur verið í bankana, hefur að- eins numið 26 millj. kr. Jafnframt Iækkuðu veltiinnlánin í bönkun- um um 16 millj. kr., en á árinu 1955 hækkuðu þau um 105 millj. kr. Af þessari óhagstæðu þróun innlána samfara strangari skil- málum um lán úr seðlabankan- um leiddi það, að útlánaaukning bankanna varð miklu minni en árið áður, eða 177 millj. kr. á móti 381 millj. kr. árið 1955. Urðu viðskiptabankarnir að skammta lánsfé mjög naumlega, en vegna reglubundinna forgangslánveit- inga til landbúnaðar og sjávarút- vegs og samninga við ríkisstjórn- ina um lán til íbúðabygginga og raforkuframkvæmda hlaut sú skömmtun að koma hart niður á öðrum atvinnurekstri. Til dæmis má geta þess, að á síðasta ári jukust lán sparisjóðs deildar Landsbankans um 65 millj. kr. Lánveitingar til land- I búnaðar hækkuðu um 46 millj. kr., lán til sjávarútvegs um 23 millj. kr., raforkulán um 16 millj. kr. og kaup íbúðalánabréfa um 18 millj. kr., eða samtals um 103 millj. kr. Lánveitingar á flestujn öðrum sviðum lækkuðu því véru lega, eða alls um 38 millj. kr. Mest var lækkun á skuldum verzlunarinnar vegna ábyrgða- skuldbindinga, er bankarnir höfðu greitt fyrir innflytjendur, 21 millj. kr. Lán til iðnaðar lækk uðu um 5 millj. kr. óg lán til samgangna um 8 millj kr. Af þessu er ljóst að heita má, að á síðasta ári hafi öll útlánaaukning Landsbankans ver ið óviðráðanleg, — ýmist bund- in beinum samningum við ríkis- stjórnina eða reglum, settum í samráði við samtök aðalatvinnu- veganna, eða þá þess eðlis, að ekki varð hjá henni komizt, ef stórar framleiðslugreinar áttu ekki að komast í þrot. Og aukn- ingin hefði orðið enn meiri, ef ekki hefði tekizt að draga úr út- lánum á ýmsum sviðum. Afleiðing þessa ástands hefur orðið sú, að þjónusta bankanna við viðskiptavini sína hefur rýrn- að stórkostlega síðustu árin, og hafa þeir orðið að neita um lán til margra mjög brýnna þarfa, jafnvel þótt umsækjendur lán- anna hafi verið aðxlar, sem hafi á löngum tímabilum átt miklar innstæður í viðkomandi lána- stofnun. Þegar heilar stéttir hafa talið sig afskiptar um lán, og í þeim hópi eru oft aðilar, sem ráða yfir miklum innstæðum, er ekki að furða, þótt menn úr þess- um hópum hafi róið að því öllum árum, að stofnaðar væru nýjar lánsstofnanir til þess að þjóna hagsmunum þeirra. Síðan 1953 hafa verið settir á stofn í Reykja vík tveir sparisjóðir og einn banki, sem nú hafa samtals um 100 millj. kr. innlánsfé. Þetta er ekki nýr sparnaður, heldur fé, sem ella væri í öðrum lánsstofn- unum. Eldri lánsstofnunum er því enn erfiðara en áður að standa við samninga sína um lán veitingar, án þess að le'ita á náð- ir seðlabankans. íbuð til solu íbúð í smíðum við Njörvasund er til sölu. íbúðin selst fok- held en auk þess með sér miðstöð og einangrun. Uppl. gefur (ekki í síma) Jón N. Sigurðsson, hrl., Lauga- veg 10, Reykjavík. 99 Heimilistrygging SJÓVÁ“ Bætir yður það tjón, sem verður á innbúi yðar, af eftir- töldum orsökum m.a.: Eldsvoða, sprengingu, eldingu, vatnsleka, vatnsflóði, stormi, snjó- eða aurskriðu, innbroti, flugvélum og hlut- um sem úr þeim falla, o. fl. Auk þessa innifelur „Heim- ilistrygging Sjóvá“ óbyrgðartryggingu fyrir tryggingar- taka og fjölskyldu hans og bætir tjón á mönnum allt að kr. 500.000,00, þó ekki hærri upphæð en kr. 250.000,00 vegna slysa á hverjum einstaklingi og mest kr. 50.000,00 fyrir tjón á munum eða eignum. Verði tryggingartaki bótaskyldur vegna slysa er þjón- ustufólk hans veldur við vinnu sína, bætir tryggingin það o.s.frv. Ársiðgjald fyrir 100.000,00 kr. heimilistr. er: í steinhúsi kr. 275,00 í timburhúsi — 425,00 Jafnframt „Heimilistryggingu Sjóvá“ getur tryggingartaki slysatryggt eiginkonu sína og sjálfan sig fyrir krónur 10.000.00 við dauðaslys og allt að kr. 100.000,00 fyrir varanlega örorku yfir 5%, og börn sín getur hann siysatryggt vegna varanlegrar örorku yfir 5% fyrir allt að kr. 100.000,00. Ársiðgjald fyrir slysatryggingu eiginkonu er kr. 50.00 — — — eiginmanns — — 50’.00 ■— — — barns — — 25.00 Látið ekki tjón, sem þér getið afstýrt með heimilistryggingu, verða yður að fótakefli. Tryggið strax í dag. Sjóvátryqqi agíslands ? Sími 1700

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.