Morgunblaðið - 02.04.1957, Page 20

Morgunblaðið - 02.04.1957, Page 20
Veðrið Hægviðri, víða léttskýjað t)rgwt#íííi>iíí> 77. tbl. — Þriðjudagur 2. apríl 1957. Bækur Sfalins Sjá grein á bls. 10 Yorhugur um land allf Skemmdarverk ESSA dagana hefur ríkt vor- hugur um land allt. Veð- urblíða hefur verið síðan fyrir helgi, stillt veður og bjart, svo milt að jafnvel trén eru tekin að lifna. Harðgerð víðiafbrigði hér í Reykjavík eru tekin að skjóta brumi. ••• Á sunnudaginn var mik- ill vorblær yfir götulífinu í bænum. Mikill fjöldi fólks naut góðviðrisins á skemmtigöngu við höfnina og suður með Tjörn. ••• Um miðjan dag í gær var 9 stiga hiti hér í Reykjavík og skýjað loft, en á Akureyri, þar sem jafnhlýtt var í veðri, var glampandi sólskin, svo þar hafa hlýindin verið miklu meiri, þ.e.a.s. í sólinni. ••• Þessum sunnanþey, en hingað norður liggur hlýr loft- straumur sunnan úr Atlantshafi, veldur háþrýstisvæði, sem er yfir Bretlandseyjum og Norðurlönd- um og svo grunn lægð, sem er yfir vestanverðu Atlantshafi. ••• Veðurstofan sagði Mbi. í gær að næstu daga mætti búast við slíku vorveðri um land allt. Ólafur Thors talar á fundi Sjálfsfæðis- manna í Kópavogi LJÓSMYNDARI Mbl. brá sér í gærdag með flugvél aust- ur yfir Sanda með ljósmynda- vélina og tók hann þá þessa mynd af belgiska togaranum Van der Weyde frá Ostende, þar sem hann liggur þversum í flæð- armálinu á hinum rennslétta sandi á Skarðsfjöru á Meðal- landssandi. Hin myndin er af skipbrotsmönnunum 19, sem flestir eru ungir menn og hinir myndarlegustu. Hefur áhöfnin öll yfirgefið skipið og komu skip- brotsmenn hingað til Reykjavík- ur í gærkvöldi. Um björgunartilraunir við hmn stóra togara virtist nokkur óvissa ríkja í gær, enda þótt talið sé að með skipi mætti ná togaranum skjótt út, þar eð veður er hagstætt á strand stað. Landhelgisgæzlan hefur ekki verið beðin um að senda t. d. Þór með sinn mikla vélakraft togaranum til hjálpar. í dag og á morgun er þó stærstur straum- ur þar á söndum og verði togar- á bíl bre/ka anum ekki náð á flot nú, getur það dregizt. í gærdag voru fisk- lestar skipsins opnaðar og fengu þá Meðallendingar að flytja heim til sín eins mikið af fiski úr tog- aranum og hver vildi og gat. Mátti sjá úr flugvélinni jeppa- kerrur á leið milli skips og bæja með fisk. Á fjöru mátti komast þurrum fótum út í skipið í gær. Myndin af skipbrotsmönnum er tekin á flugvellinum við Kirkf ubæjarklaustur. Skipstjóri togarans er í fremri röð lengst til vinstri í hvítum stuttjakka. seiidilierrans f FYRRINÓTT var framið skemmdarverk á bifreið brezka sendiherrans, þar sem hún stóð við bústað sendiherrans við Laufásveg 33 hér í bæ. Hefir ein- hver mölvað tvær rúður bifreið- arinnar með grjóti þá um nótt- ina. Er hér um Landroverbíl að ræða. Ekki hefur upplýstst hver unnið hefir þetta skemmd- arverk. SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Kópa- vogskaupstaðar efnir í kvöld til fundar í barnaskólahúsinu. Hefst hann kl. 8,30. Umræðtuefni er stjórnmálaviðhorfið og er Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðis- fiokksins, málshefjandi. Ennfrem ur verður rætt um bæjarmá]. Allt Sjálfstæðisfólk í Kópa. vogskaupstað er velkomið á fundinn. Ungur Færeyingur stelur irú löndum sínum í verhúð ¥¥ÉR í Reykjavík var í gær til yfirheyrslu, en síðan sendur í sjúkrahús, tvítugur Færeying- ur, sem tók peninga frá löndum sínum tveim austur á Eyrar- bakka. Þessi ungi maður kom hingað til Reykjavíkur á fimmtudaginn var að austan. Hafði hann áður en hann fór stolið frá tve-im fær- eyskum sjómönnum, sem voru sambýlismenn hans í verbúð á Eyrarbakka 1000 kr. ísl. og 160 færeyskum krónum. Frá Selfossi ók sjómaðurinn hingað til Reykjavíkur í bíl og greiddi fargjaldið með 100 kr. færeyskum. Þennan dag fór hann ekki á sjóinn, þar eð hann kenndi þrauta í baki. Þegar hann kom hingað í bæ- inn falsaði hann nafn sitt í gesta- bók gistihússins og þcgar spum- um var haldið uppi um hann að austan tók það lögregluna tvo daga að finna hann. Er lögreglumenn komu inn í herþergi unga mannsins, var hann í þungum svefni og tókst ekki að vekja hann. Stafaði þetta svefndá bersýnilega af ofneyzlu á höfuðskömmtum, en tómar um- búðir skammta voru þar í her- ingana af félögum sínum trausta- taki og það hefði alltaf verið áform sitt að borga þeim féð aft- ur. — Hið mikla magn höfuð- skammta kvaðst hann hafa tekið vitandi að slíkt gæti leitt til berginu. Sjómaðurinn var fluttur dauða, og hefði þar einu mátt í slysavarðstofuna og síðar um gilda, sagði hann. kvöldið, er hann var vaknaður, í gærkvöldi ákvað læknir að | || í hegningarhúsið, þac sem hann maðurinn skyldi fluttur í sjúkra- var hafður í haldi í gærkvöldi. hús til lækningar, en hinn ungi 8 Við yfirheyrslu játaði hann þjófn maður hefur sennilega tognað aðinn, en taldi sig hafa tekið pen- illa í baki. Aprílspaug útvarpsins ÞAÐ VORU MARGIR, sem höfðu gaman af 1. apríl-spaugi útvarps ins í gærkvöldi þegar fréttaauk- inn var fluttur um „fyrirtæki, sem lítill gaumur hefir verið gef inn hingað til“, eins og þulurinn kynnti hann. Fréttaaukinn var um þau furðutíðindi, að nokkrir merkir framkvæmdamenn hefðu tekið sig saman og hafið skips- ferðir til Selfoss! Höfðu þeir keypt til þess 600 lesta skip frá Bremerhaven, 7 ára gamalt á um 7 millj. kr., flat- botna fljótaskip, sem áður gekk á Saxelfi. Var einn fréttamanna um borð í „Vanadís" en svo var skipið skírt, en hinn á Selfossi og lýsti hátíðahöldunum þar. Þennan makalausa fréttaauka tóku þeir saman Stefán Jónsson og Thorolf Smith fréttamenn út- varpsins og fluttu hann. Tilbrigða meistari og leikstjóri var Jón Múli þulur. Strax og fréttaauk- inn hafði verið fluttur hringdi fjöldi manna á fréttastofuna og höfðu flestir haft gaman af. Ein gömul kona var bálreið og þótti þetta óviðeigandi með öllu. Aðrir brugðu á glens við fréttamenn og einn spurði hvort það væri rétt að Jón Axel Péturs son hefði verið fyrsti stýrimaður á Vanadís. Annar hringdi austan af Selfossi og flutti þær fregnir að Vanadís hefði siglt framhjá Lænum og væri nú strönduð uppi í Litlu Laxá! Og víst munu flestir hlustend- ur sammála um að vel hafi hæft svo alvörugefinni stofnun sem útvarpinu, að hleypa í sig nokkr um gáska í tilefni dagsins. Listkynning Morgunblabsins Þessi mynd er af einu málverka frú Kristínar Jónsdóttur listmál- ara, sem nú eru til sýnis í sýningarglugga Morgunblaðsins. Samið um varnarliðs- framkvœmdir fyrir 50-60 millj. kr. SAMKVÆMT áreiðanlegum upplýsingum, sem Mbl. hefur fengið mun nýlega hafa verið samið um áframhaldandi framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli á vegum varnarliðsina fyrir um 50—60 millj. kr. Þegar blaðið leitaði staðfestingar á þessarl frétt hjá Varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins í gær taldi hlutað- eigandi embættismaður sig ekki hafa aðstöðu til þess að staðfesta hana. Hins vegar upplýsti blaðið Tíminn fyrir skömmu, að vænta mætti aukinna framkvæmda á næstunni þar syðra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.