Morgunblaðið - 06.04.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.04.1957, Blaðsíða 1
20 síður 44. árgangur 81. tbl. — Laugardagur 6. apríl 1957 Prentsmiðja Morgunblaðsins Er Hussein konungur fallinn og ríki hans að hrynja? London, 5. apríl. UM það gengur nú þrálátur orðrómur, að Hussein konungur í Jórdaníu hafi annað hvort sagt af sér eða verið settur af. Þetta hefur ekki verið borið til baka opinberlega, og má því segja, að líkurnar séu sterkar. Það er almennt vitað, að konung- inum hefur mistekizt sú viðleitni að koma í veg fyrir æ nánari tengsli Jórdaníu og kommúnistaríkjanna, en slík tengsli þykja orðin sterk í Sýrlandi og Egyptalandi. HUSSEIN er hann oltinn? Fyrir nokkru fékk Hussein stjórnina til að samþykkja bann gegn fréttum Tass-fréttastofunn- ar og annarra miðstöðva komm- únista-áróðurs, sem dreift er um löndin fyrir botni Miðjarðarhafs frá Sýrlandi. En þótt þessu banni hafi ekki verið aflýst opin- berlega, er það sýnilega í engu gildi, því stjórnin leyfir eftir sem áður dreifingu áróðurs. kommúnista- Rakosi rekinn af þingi og kosningum frestað! Búdapset, 5. apríl. Frá Reuter. SAMKVÆMT áreiðanlegum heim ildum i Búdapest verður kosn- ingunum, sem áttu að fara fram í næsta mánuði, frestað um a.m.k. tvö ár. Það verður þingið sjálft, sem ákveður þessa frestun. 4 ára kjörtímabili yfirstand- andi þings áttl að ljúka 17. maí, en nú mun það koma saman og setja bráðabirgðalög tii að fram- lengja setu sína. Þingið hefur ekki komið saman síðan fyrir byltinguna í október sl., en nú mun það samþykkja brottrekstur allra þingmanna, sem hafa „van- helgað virðingu þingsins". Meðal hinna óhelgu verður Mathias Rakosi, fyrrverandi leiðtogi ung- • Abba Eban sendiherra ísraels í Bandaríkjunum hefur látið svo ummælt við Herter að- stoðarutanríkisráðherra Banda- rikjanna, að enginn samningur um Súez-skurðinn, sem ekki veit- ir öllum þjóðum sama rétt til siglinga um hann, geti haft laga- legt eða siðferðilegt gildi. Þessi sjónarmið ísraels eru i samhljóð- an við ályktun Öryggisráðsins frá september 1951, sagði Eban, og það er óþarft að leita ráða Al- þjóðadómstólsins um málið. verska komnrúnistaflokksins. sem nú ku vera staddur í Moskvu og ýmsir af stuðningsmönnum hans, sem flúðu land í bylting- unni. BREF TIL NASSERS Viðsjárnar milli hins unga konungs og ríkisstjórnarinnar urðu enn alvarlegri, þegar hann sendi Nasser persónlegt bréf, án þess að ráðgast við stjórnina, þar sem hann biður egypzka einræðis herrann að koma í veg fyrir þá undirróðursstarfsemi, sem rekin sé gegn sér bæði frá Egyptalandi og Sýrlandi. Sagt er, að afrit af þessu bréfi hafi verið sent til Sauds konungs í Saudi-Arabíu. ÚRSLITAKOSTIR Afleiðingin varð sú, að Nabulsi forsætisráðherra reit konungi lausnarbeiðni fyrir stjórn sína, sem var í rauninni úrslitakostir til hans. — Á Bretar lina tökin á Kýpurbúum þriðjudaginn átti Nabulsi hálf- tíma viðræður við Hussein, en eftir það sat stjórnin á fundi í tvo tíma. Eftir fundinn sagði Nabulsi hlæjandi, að nú væri allt í bezta lagi. Þetta þótti gefa til kynna, að stjórnin hefði dregið lausnarbeiðnina til baka, og að Hussein hefði látið undan kröfum hennar, en ritskoðunin hefur komið í veg fyrir, að fréttaritarar gætu skýrt frá því, hvort konung- urinn hefði jafnframt sagt af sér. HUSSEIN IÐRAST Það virðist hins vegar augljóst mál, að hann hefur algerlega misst áhrif sín. Ein sönnun þess er sú, að stjórn Jórdaníu hefur ákveðið að taka upp stjórnmála- samband við Sovétríkin og opna sendiráð í Moskvu. Með tilliti til afstöðu konungsins til samskipta við kommúnistarikin, er þessi Framh. á bls. 2. y S $ s i ÞAU fáheyrðu tíðindi hafa j $ gerzt i Moskvu, að valdhaf- s | arnir hafa farið þess á leit við ! S almenning, að hann komi með j S tillögur og taki þátt í umræð- s | um um hina nýju áætlun S S Krúsjeffs, en samkvæmt henni * s á að gera víðtækar breytingar s ■ á efnahagskerfi Sovétríkjanna i s með því að mynda sérstakar | s efnahagsheildir, þ.e.a.s. stór \ • svæði, sem verði að mestu S Nú þykir oss lýra I fa> f-1 ið> eð| NICOSIA, 4. apríl: — Harding, landsstjóri Breta á Kýpur, til- kynnti í dag, að ýmis lög, sem gilt hafa síðan neyðarástandi var lýst yfir á eyjunni yrðu nú af- numin. Kvað hann það gert til þess að ryðja veginn að friðsam- legri lausn Kýpurdeilunnar. Dauða refsing mun nú ekki liggja við öðru en morði eða morð- tilraun. Sagði landsstjórinn, að mál þeirra, sem dæmdir hefðu ver- ið til dauða samkvæmt fyrri lög- um og biðu þess, að dómnum yrði fullnægt, yrði tekið upp að nýju. Þá hefur landsstjórinn heimil- að útgáfu blaða þeirra, er áður höfðu verið bönnuð vegna þess, að þau þóttu espa hefndarverka- menn. Þá munu leigubifreiðir verða teknar í notkun á ný — og Kýpurbúum verður einnig heimilt að nota vélknúin farar- tæki, en notkun þeirra hefur ver- ið bönnuð í nokkurn tíma. Þá hafa tveir af biskupum 19. afómsprenging Rússa London, 5. apríl. — Frá Reuter. KAÐ var tilkynnt opinberlega í London og Washington í dag, að síðastliðinn miðvikudag hafi Rússar gert enn eina tilraun með kjarnorkusprengjur, og er það liður í víð- tækum tilraunum þeirra með kjarnorku- og vetnisvopn, sem nú standa yfir. Sprengingin á miðvikudaginn var 19. kjarn- orkusprengingin, sem gerð hefur verið í Sovétríkjunum, svo vitnazt hafi erlendis. Sú 18. var gerð snemma í marz. Þessi síðasta sprenging kemur samtímis því sem Rússar krefjast þess í afvopnunarnefndinni, að lagt verði blátt bann við öllum kjarnorku- og vetnis-sprengingum. í afvopnunar- nefndinni, sem situr á rökstólum í London þessa dagana, hafa Rússar hins vegar harðneitað að ræða þá tillögu Noregs, Kanada og Japans, að sendar verði út tilkynningar um sprengingarnar áður en þær eiga sér stað, og að haft verði strangt eftirlit með þeim. Bretar og Bandaríkjamenn eru fylgjandi þessum tillögum, hafa enda hagað sínum tilraun- um í samræmi við þær. grísk-kaþólsku kirkjunnar, sem undanfarið hafa setið í stofufang- lesi, verið leystir úr haldi — og kvað landsstjórinn alla verða leysta úr haldi, sem ekki væru á- litnir stofna friðinum á eyjunni í hættu. Leiðtogi tyrkneska minnihlutans á eyjunni hafa tekið tíðindum þessum illa —^og sagt Breta leika sér að eldinum með háttalagi þessu. ISRAEL BYGGIR OLÍULEIÐSLUR París, 5. apríl. Frá Reuter. ÍSRAELSMENN hafa beðið Frakka um 15 milljón dollara lán til að leggja olíuleiðslu frá Elath fyrir botni Akabaflóans til Haifa á Miðjarðarhafsströnd ísraels. — Ráðgert er, að rörin verði 16 tommur í þvermál, og munu þau flytja um 5 milljón tonn af olíu á ári. Helmingurinn af því magni stendur Frökkum til boða, ef samningar takast, en ísraelsmenn vilja fá að borga lánið á 15 árum. S þess vegna ■ ákveðnar séu lagðar fram ( spurningar, ý .*... vw..h. .....,,..., sem s ; verði ræddar opinberlega. Má i s segja, að þá fari skörin að j • færast upp á bekkinn, þegar S j einvaldar ráðgast við fólkið ■ s um fyrirætlanir sínar. i ! * • „Pravda“, málgagn Sovét- stjórnarinnar, birti í dag grein, þar sem bornar eru til baka frétt- ir blaða víða um heim þess efnis, að spænska gullið sé enn í Moskvu. Segir blaðið, að lýðveld- isstjórnin hafi eytt öllu gullinu, sem flutt var frá Spáni tR Moskvu fyrir 20 árum, í greiðslur á skuldum og kaup á vopnum. — Kunnugir þykjast hins vegar vita, að mikið af spænska gull- inu hafi horfið með öðru móti en eyðslu lýðveldisstjórnarinnar. • Hinn 18. apríl mun lenda á flugvellinum í Moskvu stærsta farþegaflugvél, sem þar hefur komið, ef til þess fæst leyfi rúss- neskra stjórnarvalda. Flugvélin á að flytja Charles Bohlen sendi- herra Bandaríkjanna í Moskvu, til hins nýja starfs hans í Man- illa á Filippseyjum, en þar hefur hann nú verið skipaður sendi- herra. Stórkostlegar breytingar á Spáni Falangistar afneita fasisma og taka upp frjálslynda stefnu Franco greinir frá þessu í blaðaviSfali rRANCO einræðisherra Spánar hefur tilkynnt að nú verði * skyndilega gerðar hinar ótrúlegustu og byltingakennd- ustu breytingar á falangistahreyfingunni, sem hefur verið hinn ríkjandi stjórnarflokkur landsins. Falangista-hreyfingin hefur frá upphafi verið mótuð eftir kenningum fasismans og nasismans. En nú tilkynnir Franco, að falangistahreyfingin ætli að taka upp frjálslynda og jafn- vel vinstri sinnaða stefnu, líkast Jafnaðarmannaflokknum eða frjálslyndum borgaraflokkum í Vestur-Evrópu. Héðan í frá verður falangistahreyfingin ekki hægri flokk- ur og mun afneita fasismanum. ÞRÓUN TÍMANS Franco skýrði frá þessu í löngu og ýtarlegu samtali við spænska blaðið A-B-C. Segir hann að þessi róttæka brevting byggist á því að allar stjórnmálastefnur verði að þróast og breytast með breyttum tímum. Hann bendir á þær miklu breytingar, sem orðið hafa á skömmum tíma á brezka íhaldsflokknum og republikana- flokknum bandaríska. Þessir tveir flokkar hafa beitt sér fyrir víðtækum tryggingar- og örygg- ismálum almennings og hlotið af því miklar vinsældir. FRJÁLSLYNDUR UMBÓTAFLOKKUR Nú hefur falangistahreyf- ingin ákveðið að taka til at- hugunar hina oreyttu tíma. Hún mun strika út úr stefnu fasisma, en gerast frjálslynd- FRANCO — verður honum velt? ur umbótaflokkur, jafnvel fremur vinstri sinnaður. Að vísu verður ekki í skyndi slakað á þeim taumum eftir- lits og valda sem stjómin Framh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.