Morgunblaðið - 06.04.1957, Qupperneq 6
6
MORGVNBLAÐ1Ð
Laugardagur 6. apríl 1957
Um skrúðgarða og
skipulagningu þeirra
I BLAÐINU í dag hefst þáttur
um skipulagningu skrúðgarða
viS íbúðarhús. Er það áform
blaðsins að veita almenningi með
því aðstoð við það vandasama
verk að skipuleggja garða um-
hverfis hús sín.
Jón H. Björnsson skrúðgarðaarki
tekt mun annast þessa þætti, sem
munu birtast hér í blaðinu viku-
lega á næstunni. Hrólfur Sigurðs-
son listmálari mun gera teikning-
arnar, sem fylgja greinunum. —
Fer hér á eftir fyrsti þátturinn:
IÞÁTTUM þessum verður leit-
azt við að gefa leiðbeiningar
við skipulagningu skrúðgarðs.
Skipulagning garðsins hefst með
skipulagningu bæja eða hverfa.
Lögun lóðar og lega með tilliti til
sólar eru þýðingarmikil byrjun-
aratriði. Staðsetning íbúðarhúss,
bifreiðageymslu og annara mann
virkja má ekki ákveða án tillits
til garðskipulagningar, ef vel á
að takast.
Rétt er að hafa hugfast, að
góður garður hefur þrennt til að
bera: 1. götugarð, 2. húsgarð, 3.
einkagarð.
Götugarður eykur á fegurð
húss frá götu, hann á að vera
sem mest opinn frá götu og gefa
húsi hlýlega gróðurumgjörð.
f húsagarði er bifreiðageymsla,
snúrur, grænmetisgarður, bak-
dyr eða kjallarainngangur, sorp-
geymsla o.fl.
Einkagarður er aðalhluti garðs
ins og er til dvalar. Þar á að
vera stétt og rúmgóð gras-
flöt, einnig blóm, tjörn, fugla-
bað eða annað til augnayndis.
Þessi garðhluti er umvafinn
gróðri. Náið samband á að vera
milli innri hluta húss og þess
garðhluta, og fæst það með stór-
um gluggum og ef til vill garð-
dyrum. Húsið sjálft á að vera
þungamiðja þessa garðhluta.
MYNDIRNAR eru af
90 m2 húsum og 600 m2 lóðum.
Hlutfall milli húsa og lóða er
gott. Oftast fer bezt á því að
gluggahlið húsa snúi að mestu í
suðurátt. Þess vegna liggur lóð
A miklu betur við sól heldur
en lóð B.
„ i, ,
Á lóð A fáum við góðan götu-
garð og okkur tekst með hlý-
legri gróðurumgjörð að leggja á-
herzlu á dyraumbúnað hússins,
sem húsameistari gerir oft að að-
alatriði (þungamiðju). Húsagarð-
ur er vel skipulagður. Bílskúr
vel staðsettur, þannig að bak við
hann má hafa snúrur og matjurta
garð. Bakdyra- eða kjallarainn-
gangur er við innkeyrslu og gef-
ur gott samband við húsagarð
allan. Einkagarður liggur vel við
húsi. Stétt er á góðum stað í
horni milli húss og bifreiða-
geymslu þar sem síðdegis-
sólar nýtur vel. Hús nýtur sín
vel frá aðalgarðhluta.
Á lóð B hefur orðið að snúa
húsinu á annan veg vegna legu
lóðar, og athugið nú vel hvaða
áhrif þetta eina atriði hefur á
garðinn. Götugarður missir
marks, dyr eru nú í sambandi
við húsagarð, staðsetning bif-
reiðageymslu verður lakari, bak-
dyrainngangur er nú frá aðal-
garðhluta, og innri hlutar húss-
ins njóta ekki aðalgarðhlutans.
Frá gluggahlið hússins er tiltölu-
lega stutt út að lóðarmörkum.
Stétt er ekki á eins hlýlegum
stað og á lóð A. Hér verður að
gera tilraun til þess að staðsetja
einkagarð undir suðurhlið húss-
ins, sem snýr að bakhlið á húsi
nágrannans. Ekki er hægt að ein-
angra þennan garðhluta frá ná-
grannanum með hárri gróðurum-
gjörð, sem gæti skyggt fyrir sól
á dvalarstað og glugga hússins.
Einkagarður færist nær götu, og
húsið nýtur sín ekki vel frá þeim
garðhluta.
Hér hefur þá verið sýnt fram
á hve nauðsynlegt það er að hafa
skipulagningu garðs í huga, áð-
ur en hafizt er handa um lóðaval
og staðsetningu húss.
Þjóðleikhúsið:
Doktor Knock
gamanleikur etiir Jules Romains
Leikstjóri: Indriði Waage
LEIKLISTARLÍF höfuðborgar-
innar hefur á þessu leikári stað-
ið með miklum blóma. Leikfélag
Reykjavíkur hefur sýnt sex leiki
að meðtöldum þeim tveimur ein-
þáttungum, er það sýnir um þess-
ar mundir, og Þjóðleikh'úsið frum
sýndi sl. miðvikudagskvöld átt-
unda viðfangsefni sitt á leikárinu
— gamanleikinn „Dr. Knock“,
eftir hinn heimskunna franska
rithöfund Jules Romains. Mun
það vera fyrsta leikrit þessa höf-
undar, sem sýnt er hér á landi,
en það var flutt í útvarpinu hér
fyrir nokkrum árum. Romains á
að baki sér langan og merkilegan
rithöfund^rferil. Hann var inn-
an við tvítugt er hann birti fyrstu
ljóð sín, og síðan rak hvert skáld
verkið annað frá hans hendi,
skáldsögur og leikrit, þar á meðal
skáldsagnabálkurinn mikli „Les
hommes de bonne volonté“, er
hann samdi á árunum 1932—44.
og er í 27 bindum. Romains er
heimspekingur að menntun og
kennir þess, að vísu á allsérstæð-
an hátt- í verkum hans. Hann setti
snemma fram kenningu sína, sem
nefnd hefur verið „unanimismi“
— og er nokkurs konar þjóðfé-
lags- eða hópsálarfræði. Hann
lítur á manninn ekki aðeins sem
einstakling, heldur einnig og
miklu fremur sem lítinn hluta
heildar, t. d. fjölskyldu, þjóðar,
stétta o. s. frv. í leikritum sínum
dregur höfundurinn oftast fram
einhver dæmi þessarar kenning-
ar sinnar og þá venjulega í ljósi
skops og kímni. Svo er einnig í
leikritinu „Dr. Knock“, þó að
gamanið sé þar að visu nokkuð
grátt. Romains samdi leikrit
þetta árið 1924 og tileinkaði það
hinum frábæra franska leikara
Louis Jouvet, en í aðalhlutverki
leiksins, dr. Knock, vann leikar-
Dr. Knock, frú Parpalaid (Arndís Björnsdóttir) og dr. Parpalaid
(Lárus Pálsson).
shrifar úr •
daglega lifinu
M'
ÓÐIR hefir sent pistlunum
þetta bréf:
Varning skortir
í Skátabúðina
E' G Á nokkur börn innan við
fermingu og tvö þeirra eru
í skátahreyfingunni, piltur og
stúlka. Það þykir þeim mjög
gaman, enda er skátahreyfingin
að mínu viti mjög hollur og
þroskandi félagsskapur, sem hef-
ir mikið uppeldislegt gildi.
En eitt atriði langar mig til að
gera að umtalsefni hér, ekki til
lasta fyrir skátaregluna heldur
til þess að hvetja til þess að
komið yrði henni þar til aðstoðar.
Börnunum er sagt svo sem eðli-
legt er, að þau eigi að kaupa sér
búning, peysu klút og skátabelti,
og klæðast þannig á skátafund-
um og ferðalögum. Það er ekki
nema gott eitt um það að segja.
En þá kemur að því, að Skáta-
búðin á þessar vörur ekki til
nema endrum og eins, svo gífur-
legum erfiðleikum er bundið fyr-
ir börnin að nálgast þessa hluti,
sem þeim er þó sagt að kaupa
sér. Þau hringja í verzlunina
viku eftir viku eða fara þangað,
en sárasjaldan kemur þangað
það sem þau skortir.
Börnin skilja ekki hverju veld-
ur og eru sífellt þiðjandi um
búninginn, og óánægð vegna þess
að hann fæst ekki.
Nú vildi ég hvetja alla þá sem
að þessum málum standa til þess
að auðvelda skátabúðinni að hafa
ávallt nægan varning á boðstól-
um. Ég býst við að mikill hluti
hans sé fluttur inn frá öðrum
löndum en ekki gerður hér og
af því stafi skorturinn. Því
vildi ég hvetja þá sem með inn-
*
M Jt
flutningsmálin fara til þess að
liðka hér um, svo allt sem góður
skáti þarfnast sé unnt að kaupa
í Skátabúðinni.
Við sveitamenn
erum óánægðir
EINN staðfastasti lesandi Morg
unblaðsins í Þingeyjarsýslu
syðri hringdi hingað suður fyr-
ir skömmu og var mikið niðri
fyrir. Kvað hann útvarpið rækja
heldur illa skyldu sína við lands-
fólkið, sem ekki hefir aðstæður
til að ná í blöðin á hverjum degi
og fylgjast þannig með fréttun-
um.
Á hádegi á laugardaginn birti
útvarpið þá frétt, að togari hefði
strandað við Suðurland og vildu
fjórir mannanna ekki yfirgefa
skipið. Biðu menn síðan næstu
fréttasendingar í ofvæni til þess
að fregna um hver afdrif þeirra
hefðu orðið, hvort þeir hefðu
komizt af eða drukknað. En
næsta fréttasending kom án þess
að neitt væri frekar minnzt á
mennina fjóra í togaranum, rétt
sem þeir væru ekki til, og held-
ur ekki í þeirri næstu. Það var
ekki fyrr en í hinu vikulega
fréttayfirliti, sem útvarpið sá á-
stæðu til þess að skýra lands-
fólkinu frá því að mennirnir
hefðu bjargazt.
Eins var það um einvígisskák
Pilniks og Friðriks. Sagt hafði
verið að síðasta skákin yrði tefld
á tilsettum degi og biðu menn um
kvöldið með blýant og pappír við
útvarpstækin en engin skák kom,
og ekkert var tilkynnt um það
að hún yrði ekki tefld fyrr en
tveimur dögum síðar en upphaf-
lega var ætlað.
Þetta er léleg þjónusta við
hlustendur segir Þingeyingur og
með hana erum við óánægðir.
Listsýning Eggerts
¥ SKRIFAR:
VFíJ Listsýning Eggerts Guð-
mundssonar í Bogasol Þjóðminja
safnsins er mjög fögur. Þó Egg-
ert hafi ferðazt um mörg lönd og
málað þá dylst engum sem sér
þessa sýningu, að ást hans á
íslandi og öllu því sem íslenzkt
er virðist vera efst í huga hans.
Þarna eru margar myndir úr
íslenzku þjóðlífi og sumt sem við
yngra fólk höfum ekki séð áður.
Myndirnar eru svo lifandi, og
þær orka svo á hug manns að
maður sér þær fyrir hugskotssjón
um sínum lengi á eftir. Ég er ekki
í vafa um að unga fólkið hefði
gaman að sjá þessa. sýningu, svo
skemmtilegar og sérkennilegar
eru margar myndirnar, jafnt úr
þjóðsögum okkar sem íslenzkri
fjallanáttúru.
Dr. Knock (Rúrik Haraldsson)
og Jean (Indriði Waage).
inn einn af sínum glæsilegustu
leiksigrum. — Efni leiksins er
napurt háð og ádeila á lækna.
Leiðir það ósjálfrátt huga áhorf-
andans að „ímyndunarveiki“
Moliére’s, þó að efnið sé hér tek-
ið allt öðrum tökum, enda ger-
ist leikurinn nú á tímum og ber
•öll merki þess. — Höfuðpersóna
leiksins, dr. Knock, sem kaupir
lélegan „praxis“ af gömlum og
heiðarlegum þorpslækni og gerir
fyrirtækið að hreinni gullnámu á
fáum mánuðum, er ekki aðeins
stórfelldur skrumari svo að nálg
ast skottulækninn, heldur
einnig kaldrifjaður og hættuleg-
ur þorpari, er með djöfullegum
sefjunarmætti sínum hefur tek-
izt að hneppa heilt byggðarlag I
viðjar ótta og ímyndaðra sjúk-
dóma, og tryggja sér með því
örugg og arðbær viðskipti. Að-
ferðin er einföld, en áhrifamikil:
Alls konar dularfull lækninga-
tæki, töflur og myndir og síðast
en ekki sízt, rannsóknir og ná-
kvæmar og óhugnanlegar spurn-
ingar bornar fram með sterkum
svipbrigðum og ógnandi röddu.
Allt er þetta meira en nóg til
þess, að hver maður fer út úr
lækningastofunni með þann ’sjúk
dóm‘, sem læknirinn vill. — Hér
er ekki um að ræða ádeilu á
læknastéttina í heild, heldur
miklu fremur einstaka blekking-
arfyrirbrigði, sem átt geta sér
stað í hvaða sétt sem er og mörg
dæmi eru til. Okkar ágætu
læknar, sem kunna að sjá þennan
leik, geta því áreiðanlega brosað
góðlátlega að þessum framtaks-
sama og hugkvæma kollega sín-
um, enda þótt skopið sé serið
napurt.
Ágæt leikstjórn Indriða Waag®
setur mjög svip sinn á þennan
leik. Indriði hefur réttilega
sneytt hjá þeirri hættu, sem vissu
lega var fyrir hendi, að ádeilan
yrði full-bitur. í stað þess leggur
hann meiri áherzlu á kímnina og
hina broslegu hlið leiksins. Stíg-
andi leiksins, sem er prýðileg frá
hendi höfundarins, helzt fyllilega
allt frá hinni bráðskemmtilegu
bílferð í 1. þætti og til leiksloka,
er jafnvel þorpslæknirinn gamli
hefur orðið kollega sínum að
bráð og tekið sinn „krankleika'*
eins og allir aðrir þar um slóðir.
Heildarsvipur leiksins má teljast
góður, ekki sízt þegar þess er
gætt, að leikendurnir eru margir
og því varla hægt að skipa svo í
hlutverk að valinn maður væri
í hverju rúmi. Þau hlutverk, sem
mest veltur á eru þó í öruggum
höndum, þar sem eru þau Rúrik
Haraldsson, er leikur aðalhlut-
verkið, dr. Knock, Lárus Pálsson,
er leikur þorpslækninn gamla
dr. Parpalaid og Arndís Björns-
dóttir, er fer með hlutverk konu
hans.
Leikur Rúriks í þessu mikla
hlutverki er afbragðsgóður, blæ-
brigðaríkur og sterkur. Gervi
hans er ágætt og látbragð og svip
brigði í senn heillandi unggæðis-
leg og jafnframt öðrum þræði
„demonisk", einkum er hann ræð
ir mikilvægi læknislistarinnar og
hina brjálæðiskenndu afstöðu
sína til sjúkdóma. — Þá eru til-
tektir hans við sjúklingana og
hversu hann handleikur lækn-
Framh. á bls. 13.