Morgunblaðið - 06.04.1957, Síða 8

Morgunblaðið - 06.04.1957, Síða 8
8 MORCVNBT AÐ!Ð Laugardagur 6. apríl 1957 Milly: Hvað ætlast þeir til að þú gerir? Lifir á mínum peningum, er það ekki? Crocker-Harris: Engum hefir nokkru sinni dottið slíkt í hug. Ég mun verða fullkomlega fær um að vinna fyrir mér. Ltsýn efnir til þriggja hópferða næsta suntar FERÐAFÉLAGIÐ Útsýn mun gangast fyrir nokkrum hópferSum til Evrópu á komandi sumri. Yerður þetta þriðja starfsár fé- lagsins, en það var stofnað í þeim tilgangi að gefa almenningi kost á skemmtun og fróðleik í sumarleyfum með því að efna til vel skipulagðra hópferða erlendis á kostnaðarverði. Félagið hefur nú tilkynnt þrjár ferðir í sumar. Eru það Vestui-- Evrópuferð, ferð til Parísar, Sviss, Rínarlanda, Hamborgar og Kaupmannahafnar og loks er Spánarferð. Því vilja forráðamenn Leik- félagsins sannast sagna ekki trúa; þeir eru miklir bjart- sýnismenn, og því verða ein- þáttungarnir tveir sýndir aft- ur annað kvöld. ★ ★ Við skiljum satt að segja ekk- ert í þessu sagði Jón Sigurbjörns son, formaður Leikfélagsins í við tali við blaðið í gær. er mjög samþjappað og því er mikill hraði í því og spenna, sem aldrei slaknar. Þar er engu atriði ofaukið. Og fæstir munu efast um, að hér hefir Jón rök að mæla. „Browningþýðingin" er eitt bezta leikrit Rattigans, en hann ber nú hæst meðal brezkra leikrita- skálda. Kvikmyndað var það fyr ir nokkrum árum og lék þá Mic- hael Redgrave aðalhlutverkið við mikið lof. Leikritið hefir nýlega verið sýnt á Norðurlöndum við VESTUR-EVRÓPUFER® í byrjun júlí verður farið flug- leiðis til London og dvalizt þar í nokkra daga, en síðan haldið til Parísar. í París verður höfð vikudvöi, og gefst þá kostur á að kynnast hinni glaðværu heims- borg, sögu hennar, söfnum og skemmtistöðum. Skroppið verður í ferðir um nágrenni borgarinn- ar, m. a. til Versala. Frá París verður haldið um Belgíu og Hol- land og gist í Brússel og Amster- dam, síðan um Norður-Þýzka- land og dvalizt tvo daga í Ham- borg. Þaðan verður ekið um Danmörku til Kaupmannahafnar. Á leiðinni frá París til Hafnar hefur hópurinn langferðabifreið til umráða. í Kaupmannahöín verður 4 daga dvöl, en haldið heimleiðis þaðan með Gullfossi og komið við í Skotlandi. PARÍS — SVISS — RÍNARLÖND — HAMBORG — KAUPMANNAHÖFN Þessi ferð hefst um miðjan ágúst, og verður þá haldið beint til Parísar með flugvél. Að lok- inni nokkurra daga dvöl í París verður ekið í langferðabifreið til Sviss, og verður dvalizt þar í 3 um fegurstu stöðum landsins, m. a. í Genf, Bern, Interlaken, Grindelwald, Luzern og Zúrich. Grindelwald við rætur Jung- frau er einn fegursti staður I Sviss, og verður dvalizt þar í 3 daga. Gefst þá tækifæri til hvíld- ar og útivistar í hinu heilnæma fjallaloftslagi, gönguferða og fjallaíþrótta. Frá Sviss liggur leið þessa hóps norður Þýzkaland með viðstöðu í Heidelberg og Rínarlöndum. Gist verður 2 næt- ur í Hamborg og 3 í Kaupmanna- höfn, en haldið heimleiðis þaðan með Gullfossi. SPÁNN í SEPTEMBER í athugun er að efna til Spán- arferðar í september. Verður þá Framh. á ° Mynd þessi var tekin af glöðum ferðafélögum í ferð Útsýnar til Sviss s.l. ár. Milly: Ef þú kæmir ekki þá myndi ég drepa þig. sjaldan hafa tekizt jafnvel og' í túlkun sinni á hinum „kokkál- aða“ eiginmanni, sem eiginkona hans hefir fyrir löngu „drepið", eins og hann sjálfur kemst að orði. Ekki skulu fleiri orð höfð um þetta leikrit Terence Rattigan, sem Leikfélag Reykjavíkur sýn- ir nú ásamt einþáttungi Saroy- ans. Það á þökk skilið fyrir að hafa sýnt þessi tvö leikrit og stofnað í öllu svo vel til þeirra sem raun ber vitni. Það eru í sjálfu sér nóg laun fyrir Leik- félagið, því hvergi er þar slakað til á listrænum kröfum. Síðan er það hin hliðin, sem að íslenzkum leikhúsgestum snýr, hvort þeir kunna að meta það sem vel er unnið, og fólk með öðrum þjóðum hefir talið sér til nokkurs gildisauka að kunna skil á. » IMýr fiskur KIRKJUBÆJARKLAUSTRI 30. marz. — Fjöldi fólks úr öllum sveitum austan Mýrdalssands hef- ur farið á strandstað belgiska togarans og fengið sér góðar mat- arbirgðir af hinum bezta þorski, ýsu og flatfiski úr togaranum. Er þessi fiskur kærkominn á mat- borðin, því mjög lítið hefur verið um nýjan fisk hér eystra í vetur, umfram það sem geymt er hrað- fryst hér í frystihúsinu. Aðstað- an til að ná fiskinum úr skipinu er góð, því um fjöru er hægt að aka bíl alveg að skipshlið. Leið- in fram á strandstaðinn er þó 3ein farinn vegna ófærðar eftir rign- ingar síðustu daga og þangað kom ast aðeins bílar með drif á öll- um fjórum hjólum. GB. Rattigan væri afburðasnjallt leikrit og mikið listaverk. — Sumir þeirra tóku jafnvel svo djúpt í árinni að segja að lík- lega væri þetta bezta leikritið, sem sézt hefði á sviði hér í vetur. Og einþáttungurinn, Hæ, þarna úti, eftir Saroyan fékk einnig góða dóma. En hvað gerist? Þau fáheyrðu tíðindi, að eftir að leikritið hefur verið sýnt tvisvar neyðist stjórn Leikfélagsins til þess að af- lýsa næstu sýningu vegna tómlætis bæjarbúa, og verð- ur sýningum hætt, ef ekki rætist úr. Og því er von að sú spurning vakni í hugum manna, hvort Reykvíkingar séu komnir á það menningar- stig að vilja ekki sjá neitt annað í leikhúsum sínum en smeðjufulla ástarleiki með ógnar-hamingjusömum endi, eða lapþunna gamanleiki, Frænkur og Tengdamömmur. Crocker-Harris: Hvað er þetta? Tapiow: Browning-þýðingin, herra. urbjörnsson elskhugann. Hafa þau hlotið ágæta dóma fyrir leik sinn og einkum þykir Þorsteini Stutt spjall um leikrit, sem hvar- vetna hefir hlotið einróma lof, en reykviskir leikhúsgestir eru i /jonn veginn oð „drepa" + TEIKDÓMENDUR Reykjavíkurblaðanna voru allir sammála um það í greinum sínum í síðustu viku, að Browning-þýðingin eftir brezka leikritaskáldið Terence Það er sameiginleg skoðun okk ar að Browningþýðingin sé prýði legt leikrit. Það er sérstaklega vel samið, enda hefir höfundur- inn lengi fengið orð fyrir það að þekkja leiksviðíð jafnvel og stofuna heima hjá sér. Leikritið mikla aðsókn og góðar undir. tektir. Leikrit Rattigans fjallar um miðaldra skólakennara sem kvæntur er ungri og glæsilegri konu. Hún hatar mann sinn og á þá einu ósk að valda honum sem mestum sársauka, og leitast við að auka sálarangist hans með öllum brögðum. Hlutverk eigin- konunnar er mjög sterkt frá hendi höfundarins, hatur hennar til eiginmanns síns. Hér er kominn hinn eilífi þrí- hýrningur, tveir menn og ein kona, hið sígilda leikritsefni um ást, hatur og mannleg örlög. Þorsteinn Ö. Stephensen leik- ur eiginmanninn, Helga Valtýs- dóttir eiginkonuna og Jón Sig- Browning - /^ím^m

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.