Morgunblaðið - 06.04.1957, Síða 11

Morgunblaðið - 06.04.1957, Síða 11
Laugardagur 6. aprfl 1957 MORGVISBLAÐIÐ 11 Hann hirti lítt um skambyss- una sem honum vai fengin Warburg rektor á viðburbarika fortib 'C’RIK WARBURG, rektor Kaupmannahafnar-háskóla, kom til Reykjavíkur í fyrradag. Hann hefir verið rektor háskólans síðan í haust, og kemur hingað í boði Dansk-íslenzka félagsins. Mun hann m. a. flytja fyrirlestur í Læknafélagi Reykjavíkur, en hann er víðkunnur sérfræðingur í hjartasjúkdómum. Warburg er nú 65 ára að aldri, fæddur í Kaupmannahöfn af efn- uðu foreldri. Snemma komu fram miklar og fjölbreyttar gáfur hjá honum. Hann varð sjálfkjörinn leiðtogi félaga sinna í mennta- skóla og háskóla, og strax eftir embættispróf vann hann sér gott orð meðal starfsbræðra sinna í læknastétt. LITRÍKUR PERSÓNULEIKI Warburg ætlaði ekki að verða læknir. Hann hafði meiri áhuga á eðlis- og efnafræði, og marg- ir litu það hornauga þegar hann Erik Warburg hvarf af hinum háu tindum vís- indanna niður á sléttur hins dag- lega lífs meðal sjúklinganna. E. t. v. báru sumir kvíðboga fyr- ir, hvað gerast mundi, þegar þessi skapmikli og gáfaði maður færi að starfa í sjúkrahúsi. Það gat ekki hjá því farið, að maður eins og Warburg, hlaðinn „raf- magni“ og lífskrafti, slægi litrika gneista. Og kannski hafa sumir þessir gneistar brennt nokkur hár á ýmsum þeim, sem nálægt hon- um voru; en væri ekki heimur- inn ömurlegur, ef allir menn væru orðvarir og skaplausir miðlungsmenn? Warburg hefur tilhneigingu til að ganga fram af mönnum; hann getur verið þræls lega hreinskilinn, og það er ekki alltaf til þess fallið að afla manni vina. Þessir eiginleikar eiga þó sinn stóra þátt í því, að Warburg er það sem hann er í dag, en grundvallareiginleikar hans eru viðkvæmni og gætni___ og ríkur mannskilningur. Hann býr yfir miklum persónutöfrum og á auðvelt með að vekja traust manna, en hann á Jafnauðvelt með að „slá menn út af Iaginu“, jafnvel vekja vantraust. „HYSTERÍAN MIKLA“ Þetta kom m. a. fram 1 stríð- inu. Þegar hann var fangi í Horseröd, er sagt, að erfitt hafi verið að skera úr um það, hvorir færu þar með völd, Þjóðverjarn- ir eða prófessorinn. Hann var snillingur í þeirri list að gera orð sín margræð, enda kom það sér vel á stríðsárunum. Einu sinni hélt hann fyrirlestur fyrir stú- dentana um „hysteríu" sem sjúk- dóm og vék þá nokkrum orðum að „hinni miklu hysteríu". Þeg- ar Þjóðverjar báðu um nánari skýringu á ummælum hans, gat hann alls ekki skilið, hvernig í ósköpunum þeim hefði dottið í hug, að hann ætti við Hitler; hann hefði haft Kristján II. í huga. SKAMMBYSSAN Árið 1944 var gert tilræði við Warburg, en hann lét sér hvergi bregða og hélt áfram vinnu sinni í Ríkisspítalanum, eins og ekk- ert hefði í skorizt. Einasta breyt- ingin, sem varð á háttum hans, var sú, að hann fékk skamm- byssu — einn af þeim fáu hlut- um sem hann hefur alls ekkert vit á. Hún lá venjulega innan um verkfærin í tösku hans. Ekki var að sjá, að hann gerði mikið úr alvörunni, sem tilræðið bar með sér. Hann gat jafnvel spaug- að með það. — Hann sýndi þá betur en nokkru sinni, að hann átti mikið hugrekki, sem grimmi- legustu staðreyndir gátu ekki haggað. INNBLÁSTUR Warburg hefur jafnframt unn ið mikil afrek í baráttunni við hjartasjúkdóma. Kennslubækur hans eru notaðar um öll Norð- urlönd, og hinar miklu framfarir á sviði skurðlækninga á hjarta- sjúkdómum eru að miklu leyti ávöxtur af samvinnunni við læknadeild hans, en þar fara fram hinar nákvæmu og oft mjög torveldu rannsóknir á þoli hjart- ans. Við þetta má bæta þeim vísindalega innblæstri, sem frá honum er kominn. Hann virðist vita, hvað menn vilja, jafnvel áður en þeir segja það, og hann hefur einstakan hæfileika til að nota hugmyndir þeirra til nýrra og óvæntra hugsana eða uppgötv- ana. Það hefur verið sagt, að Warburg væri sjálfkjörinn Nóbelsverðlaunahafi, ef þau væru veitt fyrir uppörvun og innblástur. SKÁLD OG LEIKARI Afrek Warburgs sem læknis og vísindamanns mundu nægja til að tryggja honum virðulegan sess í danskri menningu, en hann hefur látið sig fleira skipta. — Hann hefur alltaf haft lifandi áhuga á manninum og andlegum verðmætum hans. Hann er víð- lesinn í sögu, heimspeki, bók- menntum og trúarheimspeki; og þetta er honum mikils virði, þeg- ar hann stendur í ræðustólnum, en sem ræðumaður þykir hann eiga fáa sína líka í Danmörku. Hann virðist geta blásið lífi í allt, sem hann ræðir um; hann leiðir áheyrendur sína í nýjan sannleika, sýnir þeim hlutina frá nýju sjónhorni og hefur sérstakt lag á að vekja hlátur og kátinu. Danir segja, að Konunglega leik- húsið hafi farið mikils á mis, þegar Warburg valdi háskólann að leiksviði sínu. Hann er bæði skáld og leikari, hefur bæði and- ann og höndina, og það hefur verið honum mikils virði í starfi hans sem háskólarektor. EINS OG MÓTORHJÓL Einn af stúdentum Warburgs hefur líkt fyrirlestrum hans við ferð á mótorhjóli. Það líða nokkr- ar mínútur, áður en hjólið hitn ar, en allt í einu stendur gneist- inn aftur úr því og það þýtur af stað. Ef stúdentinn á aftur sætinu sofnar bara eitt andar- tak, dettur hann af. En geti mað- ur setið hljólið á þessum ógnar hraða, hlýtur maður að segja við sjálfan sig: „Hvílíkur kraftur í þessu mótorhjóli!" HÆRÐUR ÆSKUMAÐUR f sem stytztu máli þýðir þetta, að Warburg prófessor er kröfu- harður, en það er líka gaman að vera í tímum hjá honum. Hann er vinur æskunnar og reynir að leiðbeina henni og hjálpa með hverjum þeim hætti sem hann má. Þrátt fyrir hærurnar, þrátt fyrir efahyggju og glögga sýn á takmörkunum og skuggahlið- um lífsins, elskar hann lífið og æskuna. Þess vegna þótti það vel hæfa, þegar hann var valinn rektor Kaupmannahafnar-há- skóla. Fyrsti alþjóblegi vin.rLuflokkurin.n kemur til íslands Mun aðstoÖa við byggingu Langholtskirkju UNDANFARNA daga hefur verið hér fulltrúi frá Alkirkjuráðinu í Genf til að undirbúa fyrstu alþjóðlegu vinnubúðirnar, sem haldnar verða á íslandi. Þessi maður er séra William A. Perkins, sem veitir forstöðu þeirri grein æskulýðsdeildar Alkirkjuráðsins, sem sér um vinnubúðir víðs vegar í heiminum. f ár verða starf- ræktar 40 slíkar búðir í 27 löndum Evrópu, Asíu, Afríku og Amer- íku, og verða þátttakendur alls um 900. Þátttakendur greiða að mestu sjálfir ferðakostnað til og frá búðunum og vinna síðan kauplaust einn til tvo mánuði. Verkefnin eru margs konar, kirkju- byggingar, vegagerð, viðgerð þorpa, vatnslagnir og margt fleira. —. Flokkurinn, sem verður hér í sumar, mun vinna að byggingu Langholtskirkju. í honum taka þátt 25 manns, og verða 19 þeirra útlendingar, aðallega Bretar og Norðurlandabúar. Helgi Þorláksson, formaður safnaðarstjórnar Langholtspresta kalls, og Þórir Kr. Þórðarson, dósent, sem haft hefur forgöngu um vinnubúðirnar, skýrðu frétta- mönnum frá þv: í fyrradag, að hinn alþjóðlegi vinnuflokkur mundi starfa inni I Langholti mánaðartíma, frá 28. júní til 28. júlí. Þeir íslendingar, sem taka munu þátt í þessu starfi, hafa þegar rnyndað með sér flokk og komið saman öðru hverju til að kynnast og ræða ýms þau mál, sem upp munu koma í vinnufokknum í sumar. í ís- lenzka hópnum verða aðallega stúdentar, en þar er jafnframt einn iðnaðarmaður og tvær hús- mæður. Fyrirliði íslendinganna verður Kristján Búason, stud. theol., en hann tók þátt í vinnu- búðum í Þýzkalandi sl. sumar. VERKLEGT OG ANDLEGT Starf vinnuflokkanna er ekki eingöngu bundið vij verk lega eða efnaiega aðstoð, held- ur er það líka meginatriði, að fólk af ólíku þjóðcrni og frá sundurleitum kirkjufélög- um kynnist og læri að skilja hvert annað, og jafnframt eru vinnuflokkarnir eins konar á- þreifanlegur vottur þess, að kristnir menn bera hag með- bræðra sinna fyrir brjósíi og eru fúsir að leggja nokkuð á í vinnubúðum Alkirkjuráðsins er fólk af öllum litum, tungum og háttum. Þar ríkir hin kristna hugsjón bræðralags og samhjálpar. Séra William Perkins og kona hans Anna-Britta, sem er sænsk. Þau starfa bæði fyrir æskulýðs- deild Alkirkjuráðsins. sig til að hlaupa undir bagga með þeim, sem eru hjálpar- þurfi. GRIKKLAND — ÍSLAND Undirritaður íók þátt í slík um vinnubúðum í Grikklanc fyrir 6 árum og á þaða-i séi lega skemmtilegar minninga um samhentan og starfsama hóp, sem eyddi tveimur sól heitum mánuðum í að byggj 2 kílómetra vatnsrennu yfi akra fátæks þorps uppi í f jöll um Norður-Grikklands. Að stæðurnar í Langholtinu verð að líkindum ekki eins frum stæðar og þær voru í Grikk landi, en flokkurinn mun á reiðanlega verða Langholtsbú um til mikils gagns og óbland innar ánægju, og er ekki a efa, að vel verður til han gert. TILHÖGUN Vinnunni er þannig háttað, a unnið verður að jafnaði um tíma á dag, eftir því sem verki segir til um. Síðdegin og kvöld in verða svo notuð til marg víslegrar samveru, umræðu funda, kynningar á löndum o menningu þátttakenda og al mennra skemmtana. Allt verðu Framh. á bls. 13 STAKSTEINAR Lubbaskapur Þjóðviljans Hér var í blaðinu í gær sagt frá svari Alþýðublaðsins við skrifum „vinanna“ við Þjóðvilj- ann sl. miðvikudag. Ekki er úr vegi að rifja þau skrif nokkru nánar upp. Grein Þjóviljans heit- ir „Afrek Guðmundar í.“. Upp- haf hennar er á þessa leið: „ÞjóðvMjinn sagði um helgina frá einni veizlu af mörgum sem hernámsliðið og aftaníossar þess halda hér í Reykjavík um þessar mundir með smygluðu áfengi og sérstæðu kvenna vali og hömlu- litlum gleðskap“. Þjóðviljanum er rétt lýst með því að endurtaka þessa frásögn eftir að upplýst er og öllum aug- ljóst, að hin upphaflega frásögn blaðsins er einhver hinn auvirði- legasti lubbaskapur, sem sézt hefur í íslenzkri blaðamennsku. Gamall rógur Skömmu síðar segir í Þjóð- viljagreininni: „Það er vert að veita þessum gleðskap nokkra athygli sökum þess að ekki er annað sýnt en talsverð breyting hafi orðið á samskiptum hernámsliðsins og fslendinga síðan Guðmundur I. Guðmundsson tók við embætti utanríkisráðherra. 1 valdatíð Bjarna Benediktssonar höfðu bandariskir hermenn eins og menn muna heimild til innrása í Reykjavík að eigin geðþótta og notfærðu sér það óspart; þá voru t.d. sett á laggirnar hóruhús hér í bænum í fyrsta skipti í sögu landsins og komu þau mál fyrir dómstólana“. Sök sér er þó að Þjóðviljinn endurtaki gamlan róg sinn um Bjarna Benediktsson. Kommún- istar hafa aldrei stutt hann til valda og heiftaræði þeirra hefur gegn engum snúizt fremur en honum og hefur hann sízt undan því kvartað. Öðru máli ætti að gegna, þeg- ar Þjóðviljinn ræðir um mann, sem blaðið sjálft styður til ríkis- stjórnar og ráðherrar þess bera stjórnarskipulega ábyrgð á at- höfnum hans. Er von að vel fari? Lokaorð Þjóðviljans að þessu sinni voru: „En síðan Guðmundur I. Guð- mundsson settist í stól utanríkis- ráðherra er ekki annað sýnt en að leynireglur Kristins hafi ver- ið feldar úr gildi á nýjan leik og að aftur sé hafið það ástand, sem kennt hefur verið við Bjarna Benediktsson. Bandariskir her- menn eru nú f jölmennari í höf- uðborginni en verið hefur árum saman, þeir virðast sjálfir ráða hátterni sínu og þeir bandarísku lögregluþjónar, sem áður áttu að fylgjast með því að hermennirnir hyrfu úr bænum á tilsettum tíma, sjást ekki lengur á lög- reglustöðinni. Er þetta eina sjá- anlega afrek Guðmundar I. Guð- mundssonar í hernámsmálunum, og væri ástæða til að Alþýðu- blaðið héldi því meir á loft en gert hefur verið að undanförnu“. Auðvitað ofbýður öllum mál- flutningur Þjóðviljans. Látum og vera, að Guðmundur I. láti ill- mælin ekki á sig fá. En hvað um geðleysi flokksmanna hans að una slíku hátterni samstarfs- manna? Er von að vel fari, þegar svona er í pottinn búið?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.