Morgunblaðið - 06.04.1957, Side 13

Morgunblaðið - 06.04.1957, Side 13
Laugardagur 6. apríl 1957 MORGVNBLAÐIÐ 13 á mörg heimili, ég lærði að dansa og varð, smátt og smátt, kurteis og menntaður maður, að minnsta kosti hið ytra. En hið innra brann löngunin í ævintýri. Mig grunaði þó ekki, að ég væri frábrugð- inn skólabræðrum mínum, þótt ég á sfundum klæddist mínum gömlu fötum og legði leið mína niður að Nýhöfn til þess að hitta gamla kunningja meðal sjómann anna. Dag nokkurn, þegar ég var kauplaus aðstoðarmaður iækn- anna í Friðriksbergsspítala, var fluttur þangað hræðilega lim- lestur maður. Fyrst í stað var álitið, að hann væri dauður, en svo kom í ljós, að lífsmark leynd- ist með honum. Vesalings mað- urinn var svo brotinn og kram- inn, að það var ekki heil brú í honum. Höfuðkúpan klofin, rif- in brotin og allar sinar sundur- slitnar. En því varð ekki neitað, að hjarta hans bærðist ennþá. Læknarnir voru sammála um, að öll von væri úti. Samt sem áður fóru þeir að tjasla honum saman og reyndu mánuð eftir mánuð að lækna hann, án þess að búast við nokkrum árangri. En ma^urinn var ótrúlega líf- seigur og vildi ekki deyja, og hálfu ári eftir að búið var að staga hann saman var hann al- bata. Þetta var talið kraftaverk, stærsti sigur nútíma handlækn- inga. Læknar streymdu til Kaup- mannahafnar víðs vegar úr Evr- ópu til þess að sjá sjúklinginn. Hann var skoðaður og ljósmynd- aður, það var dáðst að honum og rökrætt um hann. Svo rann upp sá dagur, þegar prófessorinn útskrifaði hann. Nú var hann frjáls og lifandi mað- ur, sem mátti fara ferða sinna. Við kvöddum hann með virktum, og okkur fannst öllum við eiga þátt í því að hafa vakið hann upp frá dauðum. Daginn eftir komst hann aftur — Þjóðleikhúsið í blöðin. Það ók yfir hann spor- vagn. Ekki er að spyrja að því: Hann var steindauður. Ég logaði af vanmáttugri bræði yfir þessu atviki. Mér varð það ljóst, að ég var ekki skap- aður til þess að vinna hið árang- urslausa starf læknisins — ég yfirgaf háskólann. Um þessar mundir var hafinn undirbúningur að því að mæla norðurhluta Austur-Grænlands, sem þá var ókannaður, og gera af honum uppdrátt. Frá Dan- mörku átti að gera út mikinn leiðangur, kostaðan af ríkinu og einstökum mönnum — Danmerk- urleiðangurinn — og hafði Myl- ius-Erichsen forustu hans. Ég hafði ákveðið að hætta lækninga náminu og forða mér frá hinu þjakandi uppgerðarlifi Kaup- mannahafnar, og fór því til fund- ar við Mylius-Erichsen. Undir- tektir hans urðu til þess að á- kvarða lífsstarf mitt upp frá því. Framhald af bls. 6. i ingatækin, með þeim ágætum, að hver læknir væri fullsæmdur af. I — Rúrik hefur að undanförnu sýnt það, að hann veldur fyllilega hinum erfiðustu og vandasöm- ustu hlutverkum, en þó er enn sá Ijóður á leik hans, að hann ber of ótt á, svo að oft er erfitt að greina orðaskil. Ein sannasta og heilsteyptasta persóna leiksins er dr. Parpalaid í frábærri túlkun Lárusar Páls- sonar. — Bílskrjóður gamla mannsins gefur ágætlega til kynna hvar hann er staddur í þróun tímans og það hefur leik- arinn skilið til fulls. Gervi hans er afbragðsgott, svipbrigðin mik- il og skemmtileg og framsögn á- gæt og allt er þetta borið uppi af hárfínum humor. Frú Parpalaid, sem Arnðís Björnsdóttir leikur, er verðugur maki síns aldraða eiginmanns. Hefir Arndís af hugkvæmni og á- gætri kímni mótað hér skemmti- lega persónu í góðu gervi. Af öðrum hlutverkum er sér- stök ástæða að nefna Bumbu- slagarann, drjúgan og kotroskinn náunga, sem Bessi Bjarnason leikur. Er þetta ein af skemmti- legustu persónum leiksins, enda leikur Bessa afbragð. Hef ég ekki séð honum takast betur upp. Þessi ungi leikari býr vissulega yfir ágætri kímnigáfu og hygg ég að hann eigi eftir að láta mikið til sín taka sem gamanleikari. Þá var og skemmtilegur leik- ur Indriða Waage í hlutverki Jean’s bílstjóra dr. Parpalaids. — Af öðrum leikendum má nefna Þóru Borg, er leikur frú Remy, hóteleiganda, Önnu Guðmunds- dóttur í hlutverki svartklæddu konunnar, Regínu ÞórðardóttHr, er leikur bláklæddu konuna og Baldvin Halldórsson, sem Mous- quet lyfsala. — Allt eru þetta fremur smó hlutverk, en vel með þau farið. Leiktjöld og búninga hefur Lárus Ingólfsson teiknað, of unn ið þar ágætt verk. Þýðing Eiríks Sigurbergssonar á leikritinu virtist mér vel gerð á góðu og lipru máli. „Dr. Knock“ er afburðavel saminn og snjall gamanleikur, eða öllu heldur „satira“, enda hef ur leikurinn átt miklum vinsæld um að fagna um áratugi hvar- vetna þar sem hann hefur verið sýndur. Var og auðheyrt á frum- sýningunni hér að áhorfendur nutu leiksins í ríkum mæli, því að hlátrasköllin dundu við hvað eftir annað og að leikslokum var leikstjóra og leikendum þakkað með miklu lófataki. Sigurður Grímsson. — Atþjóðlegur vinnuflokkur til Islands Framh. af bls. 11. þetta rammað inn í guðrækni- stundir dagsins, kvölds og morgna. Einnig verða biblíulestr- ar iðkaðir. Þá er og í ráði að fá kunnáttumenn til að koma og flytja fyrirlestra um sögu landsins, menningu, atvinnu- hætti og stjórnarfar, og fara svo í kynnisferðir í sambandi við erindin. Þó er ráðgert að fara í tveggja daga ferðalag um suður- land til að gefa erlendu þátt- takendunum hugmynd um land- ið. Einnig verða söfnuðir bæj- arins heimsóttir og almennar samkomur haldnar, þar sem al- menningi mun gefast kostur á að kynnast gestunum. LYFTISTÖNG Hér er um »ið ræða nýstár- lega starfsaðferð, sem raunar hefur tíðkazt innan einstakra félaga hérlendis, en nú fyrst á alþjóðlegum grundvelli. Það er von þeirra, sem að þessu standa, að það berði ekki aðeins aðstoðin við bygg- ingu þessarar einu kirkju, sem um munar, heldur verði koma vinnuxlokksins lyfti- stöng kirkjulegum áhuga al- mennings og opni augu manna fyrir því, að lífsmark er með kirkjunni úti í heimi þótt ýmsir komi eklti auga á það hér. VÍÐTÆKT ALÞJÓÐASTARF Alkirkjuráðið er kannski einn ljósasti vottur þess, að kristin kirkja nútímans er að vakna til meðvitundar um ábyrgð sína við mannkyn alli. í ráðiru eru nú 165 kirkjur og kirkjufélög, bæði mótmælendur og grísk- kaþólskir. Rómverska kirkjan hefur ekki enn gerzt aðili að því. Alkirkjuráðið er hinn sain- eiginlegi vettvangur allra þess- ara sundurleitu kirkna, sem eiga það þó allar sameiginlegt, að þær boða þá kristnu trú, sem byggð er á fæðingu, krossfestingu og upprisu Krists. Ráöið hefur beitt sér fyrir alls konar fræðslu og kynningarstarfsemi, alþjóðaráð- stefnum presta, biaðamanna, leið- toga alls konar og annarra stétta þjóðféíagsins. Eitt umfangsmesta starf sitt hefur það unnið á sviði flóttamannahjálpar, en það starf verður víst aldrei metið til fjár og er í örum vexti. Þessar fyrstu vinnubúðir Al- kirkjuráðsins á íslandi eru þarft fyrirtæki, bæði frá sjónarmiði Langholtssafnaðar, sem nú er að koma upp nokkru af kirkju sinni, og ekki síður frá sjónarmiði ís- lenzku kirkjunnar í heild, sem allt of lengi hefur sætt sig við að vera einangruð og um marga hluti langt á eftir öðrum kirkj- um heims. Sá maður, sem á einna mestan þátt í því, að stofnað verður til þessara vinnubúða hér í sumar, er Svíinn Bengt-Ture Molander, framkvæmdastjóri æskulýðsdeildar Alkirkj urá ðsins, en hann heimsótti ísland fyrir nokkru. Er þess að vænta, að ís- lendingar taki vel á móti hinum erlendu gestum, sem af svo mik- illi ósérhlífni eyða sumarleyfinu í að reisa með okkur kirkju. s-a-m. I LESBÓK BARNANNA Struturinn RASMUS „H j á 1 p, h j á 1 p,“ hrópaði Sambo. Hann kom hlaupandi á harða spretti utan úr eyðimörkinnl. „Það er einhver að elta mig. Hann nær I mlg, því hann rek- lir sporin mín“. „Þú þarft ekkert að ótt ast“, svaraði Rasmus, „ég skal hjálpa þér“. Rasmus smíðaði sér strax vél, sem gat búið til fótspor í sand inn, og svo dró hann vél- ina aftur og fram um alla eyðimörkina. Nú myndi enginn geta rakið slóðina eftir Sam- bo og óvinur hans gæti aldrei fundið hann, því að eyðimörkin var þakin í fót sporum eftir vélina, sem Rasmus hafði smíðað. kom að notum. í menn- ingarlegu tilliti hefur frl_ inerkið haft afar mikla þýðingu og auðveidað öll samskipti milli einstakl. inga og þjóða, þar sem Segja má að það sé undir- staðan að öllu skipulagi póstmálanna. hvar sem er í heiminum. Ekki leið á löngu þar til sigurganga frímerkisins hófst um allan heim. Það var tekið upp í Sviss og Brasilíu 1843 , U.S.A. 1847 cg þannig bættist hvert landið eftir annað við. Af Norðurlöndunum var Danmörk fyrst til að gefa út frímerki árið 1851. Skrítlur Pabbi, loftvogin er fall in. Jæja, og hvað er hún komin iangt niður? Alveg niður á gólf. Og mölbrotin. Mamma: Andrés, þú ert ennþá óhreinni á hálsinum, en venjulega. Andrés: Nei, mamma, skyrtan er bara hreinni. —o------------- Helgi: Ég get gelt eins hundur, svo að kötturinn setur upp kryppuna og hvæsir. Pétur: Uss, hvað er það. Ég get galað eins og hani, svo að sólin þorir ekki annað en að koma upp. —o------------- Þér hafið engan hraða- mæli. Hvernig getið þér þá vitað, hve hratt þér akið? Það er vandalaust. Þeg- ar ég ek 30 km á klukku- stund, skröltir í lugtunum, I við 40 km hraða hristist öskubakkinn, ef ég fer á 50 skellur í hurðunum . . . Nú, og þegar þér komist upp í 80? Þá glamra tennurnar í munninum á mér. Ráðningar ur síðasta blaði Lárétt: 1. Ó1 — 3. æ — 4. lopi — 8. api — 11.1 —. 12. inna — 16. ós — 18. a — 19. nál — 22. æi. Lóðrétt: 1. Óla — 2. lopi — 3. æi 6. pína — 7. I —• 11. Lón — 14. P — 15. A — 17. sa. NAFNAVÍSAN Hulda, Sigga, Halla, Dísa, Hanna, Gunna, Anna, Lísa. Helgi, Siggi, Halli, Raggl, Haukur, Gunni, Addi, Maggi. Hafurinn og hrúturinn EINU SINNI lögðu hafur og hrútur upp í dálítið ferðalag saman. Þeir höfðu poka með sér, sem þeir báru til skiptis. I pokanum höfðu þeir höfuð af úlfi, sem þeir höfðu fundið úti í hagan- um. Þeim fannst rétt að taka það með sér. Þeir gengu og gengu og síðla kvölds sáu þeir hilla undir bál í skógarrjóðri nokkru. „Við skulum sofa við eldinn í nótt, svo að úlfarnir éti okkur ekki“, sagði hrúturinn. En þeg- ar þeir komu að bálinu, var þar einmitt úlfahóp- ur, sem sat að snæðingi. „Gott kvöld, hafur og hrútur", sögðu úlfarnir. „Komið þið hingað og borðið ykkur sadda af grautnum okkar. Á eftir getum við svo étið ykkur báða tvo“. Það fór nú heldur að fara um þá félaga, hafur- inn og hrútinn og hafur- inn fór strax, að hugsa um, hvernig þeir gætu bjargað sér úr þessari klípu. „Þökk þeim sem býð- ur“, svaraði hann, „en við höfum sjálfir nesti með okkur“. Og svo kallaði hann til hrútsins: — „Heyrðu félagi, réttu mér svo sem eitt úlfshöfuð þarna úr pokanum. Hrút- urinn dró upp úlfshaus- inn. „Nei, nei“, kallaði hafurinn, „fáðu mér held ur annað stærra". Hrút- urinn setti nú höfuðið niður í pokann og dró það síðan upp aftur. „Nei ekki þetta", hrópaði hafurinn aftur, „reyndu að finna það stærsta". Úlfarnir stóðu álengdar og horfðu á. Svo sannar- lega var pokinn fullur af úlfshausum! Þetta var hræðilegt! Bara að þeir gætu nú forðað sér. „Eldurinn er að deyja“, sagði einn þeirra, „ég ætla að skreppa og sækja svolítið brenni“. Þar með var hann farinn og sást ekki aftur. „Hvað er þetta?“, sagði annar úlf- ur, „bróðir minn kemur ekki aftur. Ég verð að fara að leita að honum“. Og svo hvarf hann út í skóginn. Svona læddust úlfarnir einn af öðrum í burtu, unz hafurinn og hrúturinn urðu einir eft- ir. Þeir átu allan graut- inn úlfanna og fóru svo leiðar sinnar, glaðir og ánægðir. Þegar úlfarnir hittust aftur í skóginum, skömm uðust þeir sín fyrir að hafa flúið undan hafrin- um og hrútnum. Þeir voru þó bæði fleiri og sterkari. Þeir komu sér saman um að elta þá félaga og ganga að þeim dauðum. Þegar hafurinn og hrút- urinn sáu eftirförina, klifruðu þeir upp í hátt tré. Stærsti úlfurinn sett- ist undir trénu, skellti saman skoltunum, svo að small í hárbeittum tönn- unum og ýlfraði grimmd- arlega. Vesalings hrútur- inn skalf svo mikið af hræðslu, að hann datt niður úr trénu beint ofan á hausinn á úlfinum. Þá kallaði hafurinn of- an úr trénu: „Nú tökum við þann fyrsta. Kastaða þessum stóra til mín“. Þegar stóri úlfurinn heyrði þetta lagði hann umsvifalaust á flótta á- samt öllum hinum úlfun- um. Og síðan hafa úlfarnir aldrei þorað að ráðast á hafurinn eða hrútinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.