Morgunblaðið - 06.04.1957, Page 14

Morgunblaðið - 06.04.1957, Page 14
Ii MORCV1SBLAÐ1Ð Laugardagur 6. apríl 1957 Sigrún Halldórsdóttir Minningaroíð Þ A N N 6. apríl fer fram frá Akraneskirkju, útför Sigrúnar Halldórsdóttir frá- Reyni í Innri- Akraneshrepp. Hún hafði dvalið í Reykjavík rúm 30 ár og siðast á Elliheim- iiinu Grund, þar sem hún lézt þann 31. f. m. eftir mikil veik- indi. Sigrún Halldórsdóttir var fædd að Kúludalsá í Innri-Akranes- hrepp, þann 18. des. 1872. Hún var dóttir hjónanna Gróu Sig- urðardóttir og Halldórs Ólafsson- ar, sem lengst af bjuggu að Reyni og voru börn þeirra oft- ast kennd við bann stað, enda voru æskustöðvarnar þeim eink- um kærar, og síðasta ósk Sig- rúnar sál. var að verða flutt heim, og að fá að hvíla hjá ætt- mennum sínum, í Garðakirkju- garði. Sigrún Halldórsdóttir ólst upp, fyrst með foreldrum sínum og síðar með föður sínum og stjúpu, en Halldór missti Gróu konu sína frá 6 börnum, en gift- ist aftur Þórlaugu Sigurðardótt- ir úr Borgarfirði, sem reyndist börnum hans svo vel að á betra varð ekki kosið. Voru þær Sigrún einkar sam- hentar, enda flutti Sigrún íil hennar og bróðir síns, Guðmund- ar, hingað til Reykjavíkur, en Þórlaug fluttist til Reykjavíkur eftir lát manns síns og áttu þá heimili saman hér, hún og Guð- mundur sonur l'.ennar, og síðar kom Sigrún til þeirra og stóð fyrir heimili bróður síns og ann- aðist stjúpu sína, í margra ára veikindum hennar. Voru þau lengst af á Urðarstíg 6B hér í bæ. Var þá oft gestkvæmt á heim- ili þei-ra, frændfólkið margt, ) sem lagði leið sína til Reykja- víkur, en lítið um það þá að fólk byggi á hótelum, en gisti þá jafnan hjá frændum og vinum. Var þar jafnan gott að koma og man ég hvað þau tóku mér opnum örmum, fyrst þegar ég kom til Reykjavíkur, gamla kon- an með silíurhvíta hárið og syst- kinin Guðmundur og Sigrún. Sigrún giftist aldrei, en eign- aðist eina dóítur, Lilju Jónsdótt- ur, en missti hana aðeins tveggja ára gamla. Þegar ég nú hugsa um líf Sig- rúnar frænku minnar, detta mér 'í hug orð Jesú, þegar hann sagði: — Eg er ekki kominn í heiminn til að láta þjóna mér, heldur til að þjóna öðrum; þannig var líf- Sigrúnar. Hún var með eldri systkinum sínum, en það kemur fljótt í þeirra hlut að hjálpa þeim yngri, svo var hún á heimili föður síns og stjúpu, en þau áttu 8 börn, auk annarra bai na, sem oft voru á því heimili, og var Sigrún önnur hönd stjúpu sinnar að ann- ast um heimilið. Nú eru aðeins 3 eftirlifandi af þessum 15 systkinum, ein al- systir Sigrúnar, Kristín, sem er á Elliheimilinu á Akranesi og tveir hálfbræður, Guðmundur í Vestmannaeyjum og Bogi, sem er búsettur á Akranesi. Upp- eldissystir, Ágústa Þórarinsdótt- ir, býr hér í bæ hjá börnum' sín- um. — Eftir að Sigrún fór að heim- an, vann hún á ýmsum stöðum og var_á Akranesi. Þá, eða 1918, dó Gróa hálfsystir hennar, kona Geirs Jónssonar á Bjargi, frá þrem ungum börnum, var Sig- rún á því heimili þá um tíma og tók því ástfóstri við börnin að í henni áttu þau síðan jafnan sína aðra móður. Þannig var Sigrún okkur öll- i um systkinabörnum sínum og okkar bömum, þessi kærleiksríka góða frænka, sem alltaf var boð- in og búin til hjálpar. Mun ég aldrei gleyma hjálp hennar og fómfýsi þegar veikindi og dauði steðjuðu að mínu heimili, vona ég að nú uppskeri hún laun verka sinna hjá Drottni almáttug um. Hann sem sagði: — Það sem þér gerið einum mínum minnstu bræðra, það hafið ýér mér gert. Marga góða vini eignaðist Sig- rún hér í bæ, sem hún hélt tryggð og vináttu við til æviloka. Reyndust þeir henni mjög vel, vitjuðu hennar sjúkrar og léttu henni á margan hátt hið langa sjúkdómstímabil. Hún þakkar þeim nú fyrir allt það góða sem þeir auðsýndu henni. — Sömuleiðis þakkar hún öllu hjúkrunarliði Elliheimilisins fyr- ir góða hjúkrun. Henni var það ekki létt tilhugsun, að þurfa að fara á Elliheimili, en þar undi hún hverjum deginum betur, sem hún var þar lengur, enda var hún hvers manns hugljúfi og eignaðist þar góða vini. Hún þakkar þeim og öllu skyldfólki sínu og vinum fyrir allt gott sem þeir ge-ðu fyrir hana. Nú þegar þú ert farin yfir landamærin FEBMING í Fermingarbörn í Hafnarfjarðar- kirkju sunnud. 7. apríl. Brengir: Edward Jóhann Frederiksen, Hringbraut 7. Gestur Breiðfjörð Sigurðsson, Brunnstíg 4. Gísli Guðmundss., Selvogsg. 12 Haraldur Þórðars., Hringbr. 54 Hjalti Jóhannss., Suðurg. 47 Jóhann Reynir Björnsson, Hraunbergi, Garðahr. Jón Aðalsteinss., Suðurgötu 23. Jón Ernest Hensley, Linnetstíg 2. Karel Ingv. Karelss., Hellubr. 7 Kristján Rósberg Róbertsson, Langeyrarvegi 18. Magnús Rafn Guðmannsson, Dysjum, Garðahreppi. Sigurður Ragnar Brynjólfsson, Hringbraut 11. Vilhjálmur Jónsson, Hvaleyrarbraut 11 Þórður Björgvin Benediktsson, Austurgötu 27 Stúlkur: Anna Maggy Pálsd., Suðurg. 10 Ásdís Sigrún Guðmundsdóttir, Vesturbraut 4 miklu, kæra frænka, þá ríkir söknuður í hugum okkar, en við gleðjumst einnig yfir því að þú ert laus við það sjúkdómsok sem á þig var lagt og ósk þín upp- fyllt, um að fá að hverfa héðan og til ástvinanna sem farnir eru á undan þér. Við erum þess fullviss að þú átt vísa góða hcimkomu á landi lifenda. Við blessum minningu þína og felum þig í Drottins hönd. Sértu í faðmi frelsarans falin allar stundir. Vængjaskjóli væru ha»s vaktu og sofðu undir. Fanney Gunnarsdóttir. Halaarfirði Ásth. Bjarnad., Suðurg. 49, Bára Berndsen, Litla-Bergi, Garðahreppi. Guðl. Kolbr. Karlsd. Suðurg. 79 Guðný Ármannsd., Silfurtúni 6, Garðahreppi. Guðrún Signý Guðmundsdóttir, Hringbraut 3 Hanna Kristín Pálmarsdóttir, Álfaskeiði 30. Herdís Erla Magnúsdóttir, Hraunkambi 1 Hlíf Káradóttir, Stekk, Garðahr Jóh. Gunnarsd., Markl., G.hr. Kristín Ing. Jónsd. Öldug. 33 Kristín Magnúss., Köldukinn 12 Ragna Brynjarsd., Selvogsg. 7 Sigríður Traustad., Hr.br. 65 Sigurbjört Þórðard., Hvaleyri Sigurveig Hanna Eiríksdóttir, 'Suðurgötu 51 Svanhildur Guðmundsdóttir, Holtsgötu 20 Sæunn Sveinbjörg Sigursveins- dóttir, Austurgötu 28. Unnur Jónsdóttir, Flókag. 3. Valgerður Erla Friðleifsdóttir, Hringbraut 64. Vilborg Pálsdóttir, Hringbr. 65. Jðrð klakaíaus að meslu BORG í Miklaholtshreppi, 31. marz. — Síðan einmánuður byrj. aði má segja, að hver dagurinn hafi verið öðrum betri, sólskin og sunnan skúrir suma dagana, enda hefur snjórinn horfið fljótt. — Er snjór á láglendi hér á sunnan- verðu Snæfellsnesi að mestu horf inn. Koma nú flóarnir að mestu klaklausir undan snjónum. Undanfarna daga hefur snjó- mokstur af þjóðveginum staðið yfir. Eru því samgöngur að kom- ast í eðlilegt horf. Fyrsta mjólk- urferðin og áætlunarferð með fólk er farin í dag. — Páll. S LESBÓK BARNAN:rA LESBÖK BAB.NANNA S Kæra Lesbók barnanna. Mig langar til að senda eina sögu í blaðið. Hún er svona: Á heimili auðugs Eng- lendings, hafði það lengi verið þrætuefni milli öku mannsins og eldastúlk- unnar, hvort þeirra ætti að sækja mjólkina á morgnanna, til bónda nokkurs, sem bjó þar í nágrenninu. Húsbóndinn kallaði því bæði hjúin fyrir sig, bað þau að skýra sér frá mála vöxtum, og kvaðst að því búnu mundi skera úr þrætu þeirra. Eldastúlkan sagði, að ökumaðurinn væri allan morguninn að slóra í eld- húsinu og þó nennti hann aldrei að sækja mjólk- ina, hvað mikið, sem hún hefði að gera. ökumaðurinn kvað það hins vegar ekki vera í sinum verkahring, að sendast eftir mjólk. „Hvað telur þú þá vera þitt verk?“, spurði hús- bóndinn. „Að sjá um hestana og vagninn og vera jafnan reiðubúinn að fara í óku- ferðir", svaraði ökumað- urinn. „Þú hefur rétt að mæla“, sagði húsbóndinn, „og ég ætlast heldur ekki til, að þú vinnir annað en þitt starf. Nú skipa ég þér að hafa vagninn til- búinn á hverjum morgni og aka eldastúlkunni, þegar hún fer að sækja mjólkina. Ég vona, að þú neitir ekki, að það sé þitt verk“. Svo þakka ég Lesbók- inni fyrir margt skemmti legt efni, sem hún hefur flutt. Steinunn Ólafsdóttir Reykjavík. Kæra Lesbók! Ég sendi þér hérna dá- litla þraut, sem er svona: Þetta á að draga í einu striki. Ekki má fara yfir línu, né draga sömu lín- una upp aftur. Blýantinn má ekki taka upp. Vertu blessuð og sæl. Árni Jón Baldursson 12 óra, Reykjavík. Kæra Lesbók! Ég ætla að segja þér frá kisu minni, sem heit- ir Hosa. Það var eitt kvöld að gestir voru hjá mömmu og pabba. Kisa er lítið fyrir gesti og fór út. Svo leið á kvöldið og ég fór að undrast um hana, svo ég fór út að leita. Ég kallaði á hana, en hún kom ekki. Morguninn eftir sá ég, hvar kisa sat uppi i staur og villikettir . voru fyrir neðan staurinn. Pabbi kom og rak þá burtu og hjálpaði kisu niður. Hún var orðin ósköp þreytt Nú ætla ég ekki að segja þér meira frá kisu, að þessu sinni. En ég ætla að senda þér eina þraut sem er svona: Leggstu á hnén og settu eldspýtustokk fyrir fram- an þig, mældu svo arms- lengd frá hnénu og að stokknum. Síðan setur þú hend- urnar aftur fyrir bak og reynir að fella stokkinn með nefinu. Það er ekki eins auðvelt og þú gætir haldið. Vertu svo sæl og blessuð. Auður Sveinsdóttir 9 ára, Reykjavík. Kæra Lesbók! Viltu ekki koma með svolítinn frímerkjaþátt, og einstöku sinnum felu- myndir? Gaman er að lesa þig. Svo væri líka gaman, að þú birtir mynd ir, sem við krakkarnir teiknum sjálf, í sögurnar sem við búum til. Vertu blessuð og sæl. Xristinn Eyvindsson 10 óra, Reykjavík. Lesbókinni lízt vel á þessa hugmynd Kristins og þakkar honum fyrir myndina, sem hann sendi. Ef til vill sendir hann okkur síðar sögu, sern Jenna og X eru í feluleik og allt í einu hverfur X. Getur þú séð hver var í feluleiknum með Jennu? Dragðu strik frá 1—50. hann hefur teiknað mynd ir í. Kæra Lesbók! Við sendum þér eina myndagátu og tvær skrýtlur: Hvaða karlmannsnafn getur þú lesið úr þessu: ® UR Pési litli: Hvað var konungurinn að gera til þín, Valdi? Valdi: Hvaða vitleysa er í þér? Pési: Það er engin vit- leysa. Hérna stendur í bókinni: Hann kom til valda árið 1872. ! ! ! Kennarinn: Nú hefur þú hegðað þér svo illa, Hans, að þú átt ekki skil- ið að vera innan um siðað fólk. • Komdu hingað og stattu hjá mér. ! ! ! Okkur þykir öllum gaman að Lesbók barn- anna og vonum að þetta geti birzt í henni. Þrjár tólf ára telpur í Vestmannaeyjum. ISl Frímerk]eþáttur Fyrsta frímerkið. Ennþá var eftir að á- kveða gerð þessa fyrsta frímerkis og menn komu sér ekki strax saman um, hvernig það ætti að vera. Rowland Hill lét þá sjálfur búa til fyrsta Fyrsta frímerkið merkið, án þess að ráð- færa sig við aðra. Þetta heimsins fyrsta frímerki, sem venjulega er kallað Penny Black, (svarta pennymerkið) kom út hinn 6. maí 1840 og þar með er saga frímerkjanna hafin. Þó að Rowland Hill hafi ekki sjálfur fundið upp frímerkið, er það samt sem áður, honum og endurbótum hans á póst- þjónustunni að þakka, að hugmyndin um frímerkið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.