Morgunblaðið - 06.04.1957, Qupperneq 20
Veörið
SA-goIa eða kaldi. Lítilsháttar
rigning.
81. tbl. — Laugardagur 6. apríl 1957
Íþróftir
Sjá blaðsíðu 9.
Rólegt við „línima“
kringum allt landið
Margir togarar leita á mibin nybra
OVENJURÓLEGT hefur verið undanfarið á miðunum kringum
landið, þótt hávertíð sé, sagði Pétur Sigurðsson forstjóri
Landhelgisgæzlunnar í samtali við Mbl. í gærkvöldi.
Undanfarið hafa verið mjög
góð skilyrði til gæzluflugs yfir
„línunni", en flugið auðveldar
landhelgisgæzlunni að staðsetja
rétt varðskipin. Eru þau nú á
víð og dreif kringum landið.
LÍTIL AÐSTÖÐ
Lítið hefur verið um bilanir
hjá bátum eða svonefnda netja-
hnúta og þess háttar sem venju-
Haroldur Guðmundsson
skipaður ambassudor í Ósló
UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ tilkynnti í gær að forseti íslands
hefði þann dag skipað Harald Guðmundsson fyrrverandi AI-
þingismann og forstjóra Tryggingarstofnunar rikisins til þess að
vera ambassador íslands í Ósló.
Haraldur Guðmundsson er einn af kunnustu stjómmálamönnum
þjóðarinnar. Hann er tæplega 65 ára gamall, fæddur í Gufudal í
Barðastrandasýslu. Foreldrar hans voru Rehekka Jónsdóttir frá
Gautlöndum og séra Guðmundur Guðmundsson síðar ritstjóri á
ísafirði.
Haraldur Guðmundsson
legast fylgir illviðrum, en að-
stoð sem varðskipin verða að
veita bátum af þessum sökum
tekur oft mikinn tíma.
Pétur Sigurðsson sagði það
vera mjög áberandi á þessari
vertíð hve togararnir hafa leitað
og leiti enn á miðin út af Norð-
urlandi. Voru t. d. í gærdag all-
margir togarar út af Rauðanúp.
ÖLL VARÐSKIPIN ÚTI
Öll varðskipin eru nú við
Utanríkisráðh.
til Helsingfors
GUÐMUNDUR í. Guðmundsson,
utanríkisráðherra, fer árdegis í
dag flugleiðis til Helsingfors til
þess að sitja þar fund utanríkis-
ráðherra Norðurlanda dagana
9.—10. apríl. í för með ráðherr-
anum er Henrik Sv. Björnsson,
ráðuneytisstjóri utanríkisráðu-
neytisins.
Haraldur Guðmundsson var'®’
ritstjóri Alþýðublaðsins árin
1928—1931. Hann var fyrst kos-
inn á þing á ísafirði árið 1927.
Var hann þingmaður ísfirðinga
til ársins 1931. I>á varð hann
bankastjóri á Seyðisfirði og var
kosinn þingmaður Seyðfirðinga
það ár. Var hann þm. Seyðfirð-
inga fram til ársins 1942. Eftir
það hefur hann lengstum verið
landkjörinn þingmaður eða þing-
maður Reykvíkinga. Ráðherra
var hann árin 1934—1938.
Formaður Alþýðuflokksins
hefur hann verið nokkur undan-
farin ár. Lét hann af því starfi
á s.l. hausti.
Haraldur Guðmundsson er
kvæntur Margréli Brandsdóttur,
sem er ættuð úr Reykjavík.
Ársliátíð Dansk-
íslenzka félagsins
ÁRSHÁTÍÐ Dansk-íslenzka fé-
Iagsins verður haldin í Sjálfstæð-
ishúsinu í kvöld og hefst með
borðhaldi kl. 6,30. Dagskráin
verður fjölbreytt að vanda, og er
þess vænzt, að þeir sem áhuga
hafa á að sækja hátíðina, vitji
aðgöngumiða í Ingólfs apótek. —
Þess má geta, að hinir kunnu gest
ir Peter Freuchen og Erik War-
burg verða á árshátíðinni.
Sjálfstæðisfélag Akureyrar
. heldur fund um húsnæðismálin
SJÁLFSTÆDISFÉLAG Akureyrar heldur fund um húsnæðis-
málin í Landsbankasalnum mánudaginn 8. þ. m. kl. 8,30. —
Málshefjendur á fundinum verða: Bjarni Sveinsson og Jón H. í*or-
valdsson, bæjarfulltrúi. Öllum meðlimum annarra Sjálfstæðisfélaga
or heimill aðgangur að fundinum.
Húsnæðismálin hafa mikið verið rædd manna á meðal undanfarið
og er greinilegt að ástandið í þeim málum hefur síórversnað í tíð
núverandi ríkisstjórnar, sem engin úrræði hefur fundið til lausnar
þessu þýðingarmikla máli. Er ekki að efa að marga mun fýsa að
heyra þessi mál rædd og eru Sjálfstæðismenn hvattir til að fjöl-
nienna á fundinn og mæta stundvíslega.
gæzlu á miðunum, nema Her-
móður sem Landhelgisgæzlan
hefur á leigu að vetrinum, en
hann hefur verið hér inni 2 daga
til að taka vistir og jm leið hefur
hann aðstoðað við uppskipun á
matvörum úr skipi á vegum
vamarliðsins, sem ristir svo mik-
ið að það kemst ekki upp að
bryggju.
ERLEND EFTIRLITS SKIP
Hér við land hefur brezka eft-
irlitsskipið Lennox verið undan-
farið, en það hélt heimleiðis í
gærkvöldi. Er annað vænt-
anlegt innan skamms til að leysa
þetta skip af. Þá hefur þýzki tog-
arinn Anton Dhorn verið vestur
á Halamiðum til aðstoðar við
þýzka togara. Loks er komið til
landsins brezkt fiskirannsókna-
skip, Explorer, og var það í gær
austur við Ingólfshöfða að veið-
um.
Fíladelfíumenn
vígja kirkju
KEFLAVÍK, 5. marz. — Filadelf-
íusöfnuðurinn hér í bænum hef-
-ur fyrir nokkru lokið við smíði á
kirkju að Hafnargötu 84 og á
sunnudaginn ætlar söfnuðurinn
að vígja hana með vígsluhátíðar-
samkomu og er öllum bæjarbú-
um heimilt að koma, en athöfnin
hefst klukkan 2 síðd. Kirkjubygg
ing þessi er allstórt hús. — Ingv.
Peter Freuchen og kona hans á Arnarhóli í gærmorgun.
(Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.)
Freuchen talar um Crœn-
land í Háskólanum í dag
Fyrirlestur fyrir almenning á morgun
IDAG kl. 3,30 flytur Peter Freuchen fyrirlestur fyrir stúdenta
í hátíðasal Háskólans. Mun hann tala um efnið: Grænland
fyrr og nú. Á morgun flytur hann fyrirlestur í Gamla Bíói fyrir
almenning og sýnir kvikmynd frá Grænlandi. Hefst sá fyrirlestur
kl. 2 e. h.
Varðarkaffi í ValhÖll
í dag kl. 3-5 s.d.
í gær bauð Reykjavíkurbær
Peter Freuchen og konu hans að
skoða bæinn. Voru þeim hjónum
sýndir helztu merkisstaðirnir í
bænum sjálfum og nágrenni
Lögreglumenn leituðu
af 4 manna bíl ■ gær
Umferðarslys á Hverfisgötunni
hans. Bauð bærinn þeim síðan til
hádegisverðar.
f gærkvöldi hélt Stúdentafé-
lag Reykjavíkur kvöldvöku i
Sjálfstæðishúsinu. Sturla Frið-
riksson formaður félagsins bauð
Freuchen velkominn til fslands
og kynnti hann. Freuchen flutti
stutt ávarp til félagsmanna.
í dag hittir Freuchen þá ís-
lendinga sem fyrr og síðar hafa
dvalizt á Grænlandi og cnæðir
með þeim hádegisvorð. í kvöld
mun hann sitja árshátíð Dansk-
Islandsk samfund í Sjálfstæðis-
húsinu.
LÖGREGLUMENN voru í gærkvöldi að leita að litlum 4ra manna
bíl, en sá sem honum ók, stakk af frá slysi á Hverfisgötunni
klukkan um 7,15 í gærkvöldi. Þegar blaðið var búið til prent-
unar var bíllinn ófundinn. Það var lítill drengur sem fyrir slys-
inu varð.
Drengurinn, sem heitir Atli
Már Kristjánsson, Heiðargerði 2,
var að fara yfir Hverfisgötuna,
rétt austan við mót Rauðarárs-
stígsins, er hann varð fyrir bíln-
um.
Eftir þeim vitnaleiðslum, sem
fram höfðu farið í gærkvöldi,
þykir allt að því fullvíst að
drengurinn hafi orðið fyrir fram.
enda bílsins og hafi þá bílstjór-
inn hlotið að sjá er drengurinn
féll í götuna. En um þetta skeytti
ökumaðurinn ekki og ók á brott.
Þau vitni sem rannsóknarlög-
reglumenn höfðu tal af í gær-
kvöldi höfðu ekki veitt eftirtekt
númeri litla bílsins, en litnum og
stærð lýstu þau: svartur fjögurra
manna bíll.
• •
Atli Már Kristjánsson, sem er
10 ára, var fluttur í Slysavarð-
stofuna og hafði hann hlotið
slæmt fótbrot. Var það opið.
• •
í gærkvöldi hófst þegar leit
hér í bænum að „litla svarta bíln-
um“.
Síðusfy lÆi:
Seint í gærkvöldi tókst lög-
reglunni að finna bílinn. Var
það G-417 og hafði sá sem var
með bilinn fengið hann að
láni. Maðurinn var ódrukkinn.
VINSAMLEG TILMÆLI
Það eru vinsamleg tilmæli
rannsóknarlögreglunnar til þeirra
allra er einhverjar upplýsingar
gætu gefið, að hafa sem fyrst
samband við skrifstofuna.
KLAKI LÍTILL í JÖRÐU
Sumsstaðar eru komnir upp
allgóðir hagar fyrir sauðfé, eink-
um í lágsveitum. En lengra inn
til landsins er haglítið, eins og
t. d. í Fnjóskadal, Bárðardal og
sumsstaðar í Laxárdal og Mý-
vatnssveit.
Dregið í SIBS-
í GÆR _var dregið í Vöruhapp-
drætti SÍBS, 4. flokki. Kom hæsti
vinningurinn, 200,000 kr., á miða,
sem seldur var hér í Reykjavík,
29,316. — 50,000 kr. á miða 48,405.
— Þessir hlutu 10,000 kr. vinning:
21136, 22046, 28347, 29843, 31711,
56902, 58838 og 60159. — Á þessa
miða komu 5000 kr.: 4870, 13651,
22456, 24574, 27247, 35588, 53000,
54951, 59152 og 64784. — (Birt án
ábyrgðar).
Klaki er lítill í jörðu eftir vet-
urinn og má því búast við mikl-
um aurbleytum á vegum á næst-
unni ef áframhald verður á þíð-
viðrinu.
Nú hefur kólnað aftur í veðri
með nokkurra stiga frosti.
—Hermóður.
Komnir upp hagar
í Suður-Þingeyjarsýslu
Árnesi, S.-Þing., föstudag.
HÉR hefur verið ágætt veður síðustu viku með hlýindum. Hefur
snjór brotnað niður. Samgöngur eru orðnar sæmilegar,víðast
um héraðið þótt nokkuð sé það misjafnt. T. d. er ekki enn bílfært
í Bárðardal. Vegurinn til Aukreyrar hefur verið ruddur og er nú
orðinn akfær. Spilltist færð þó nokkuð á Vaðlaheiði í gær sökum
skafrennings á heiðinni.