Morgunblaðið - 24.04.1957, Blaðsíða 8
8
MORCUNUrAÐIÐ
Miðvíkud. 24. apríl 1957.
20. Skíðamót íslands:
Þingeyingar sigrucu í göngu en
Reykvíkingar 1 Alpagreinunum
Ánægjulegt mót ú Akureyri um púskunu
ÞAÐ er jafnan stór viðburður
þegar hið árlega landsmót
skíðamanna er háð. Að þessu
sinni var þó sérstakt tilefni til
þess að viðburðurinn var óvenju-
lega stór, þar sem var um að
ræða tuttugasta landsmót ís-
lenzkra skíðamanna.
Einar Kristjánsson frv. form.
Skíðasambands íslands ritar um
þetta sérstaka afmæli gagn-
merka grein 1 leikskrá þessa
skíðamóts. Þar sem ég kann ekki
betur sögu þessa atburðar tek
ég mér það leyfi að birta grein
Einars hér í heild. Nefnist hún:
TUTTUGASTA
SKtÐAMÓT ÍSLANDS
Greinin hljóðar svo:
„Árið 1957 mun verða talið
merkisár í sögu skíðaíþróttarinn-
ar. Skíðamót íslands er nú háð
í 20. sinn og liðin eru 35 ár frá
því að í fyrsta sinn var auglýst
keppni á Skíðamóti íslands í blað
inu „Fram“ á Siglufirði 11. marz
1922 eins og meðfylgjandi aug-
lýsing ber með sér.
SKÍÐAKAPPMÓT ÍSLANDS
verður háð í Siglufirði, ef á-
stæður leyfa dagana 1.—4.
april næskomandi.
Képpt verður í loftstökki,
hindrunarlausri brekku — 600
stikur — og 10 rasta göngu.
Stefán Kristjánsson,
meistari í stórsvigi.
Verðlaun: Skíðabikar íslands
og tveir ágrafnir gullpeningar.
Samkvæmt sérstöku leyfi
stjórnar 1. S. t. fá einnig félög
utan f. S. í. að taka þátt í
þessu skíðamóti.
Skíðafélag
Siglufjarðar.
Tildrög þess að til Skíðamóts
íslands var stofnað eru þessi:
Árið 1920 komu nokkrir ungir
menn saman á Siglufirði og á-
kváðu að stofna til félagsskapar
sem hefði það markmið að efla
skíðaíþróttina og var svo gert,
því 8. febrúar það ár var Skíða
félag Siglufjarðar formlega stofn
að.
Strax á næsta ári er ákveðið
að víkka starfssvið félagsins og
setja sér það mark, að gera skíða
íþróttina að íþrótt allra lands-
manna og gefa í þeim tilgangi
Skíðabikar Islands og stofna ár-
lega til keppni um hann og skyldi
sú keppni bera nafnið: Skíðakapp
mót íslands.
Bikarinn var svo keyptur og
um hann samin reglugerð svo
og um keppnistilhögun alla og
önnur verðlaun er skyldu vera
□-
Fyrri grein
-□
□-
-□
tveir ágrafnir gullpeningar.
Reglugerðir þessar eru staðfest-
ar af 1. S. í. þann 9. júní 1922 og
eru að mestu enn til í vörzlu
Skíðasambands íslands.
Það mun varla hafa verið tíma
bært að stofna til Skíðamóts ís-
lands svo fljótt, sem hinir stór-
huga, ungu menn á Siglufirði
töldu, að minnsta kosti varð eng-
inn til að vinna Skíðabikar ís-
lands á næstu árum, en það rýrir
ekki gildi þess stórhugar og þeirr-
ar framsýni, sem lýsir sér í þess-
ari ákvörðun.
Samkvæmt bókum Skíðasam-
bands íslands er fyrsta landsmót-
ið talið hafa farið fram á vegum
Skíðafélags Reykjavíkur í Hvera
dölum árið 1937 þó var ekki
keppt um Skíðabikar íslands fyrr
en á Siglufirði árið 1938. Þá er
keppt eftir nýrri reglugerð og er
nú talið að í. S. I. sé hinn rétti
aðili að mótinu. í áður umgetn-
um reglum frá 1922 er sagt að
Skíðafélag Siglufjarðar sé réttur
aðili að mótinu og að þar skuli
það fara fram. Síðan hefur mót-
ið farið fram árlega að undan-
skildu árinu 1941 og hafa eftir-
taldir menn unnið bikarinn:
1938 Jón Stefánsson, Sigluf.
1939 Jónas Ásgeirsson, Sigluf.
1940 Sami Sigluf.
1942 Sami Sigluf.
1943 Guðm. Guðm.ss., Sigluf.
1944 Jón Þorsteinsson, Sigluf.
1945 Guðm. Guðmundsson, Ak.
1946 Sami Ak.
1947 Jón Þorsteinsson, Sigluf.
1948 Guðm. Guðmundsson, Ak.
1949 Haraldur Pálsson, Sigluf.
1950 Jónas Asgeirsson, Sigluf.
1951 Haraldur Pálsson, Sigluf.
1952 Magnús Andréss., Strönd.
1943 Guðm. Guðm.s., Sigluf.
1954 Skarph. Guðm.ss., Sigluf.
1955 Jónas Ásgeirsson, Sigluf.
1956 Gunnar Pétursson, ísaf.
Það hefur mikið vatn runnið til
sjávar síðan fyrst átti að stofna
til Skíðakappmóts íslands á Siglu
firði árið 1922 og síðan hefur
skíðaíþróttinni bæði sem keppn-
isgrein og almenningseign mikið
fleygt fram og hún hefur tekið
miklum breytingum og tæknin
hefur að sjálfsögðu aukizt. Þó
verður að segja það, að um fram-
för í norrænni tvíkeppni (í göngu
og stökki), eða þeim greinum,
sem keppt er í um Skíðabikar
íslands er tæpast að ræða frekar
hið gagnstæða hin síðari ár. Fleiri
en ein ástæða veldur því og verð-
ur ekki fjölyrt um það hér.
Það væri vel þess vert að minn-
ast þessara tveggja tímamóta í
sögu Skíðabikars íslands og
þeirra stórhuga manna sem
hrundu hugmyndinni í fram-
kvæmd, með því að allir sem
skíðaíþróttinni unna stigu nú á
stokk og strengdu þess heit, að
innan fimm ára skuli keppendum
á Skíðamóti Xslands sköpuð þau
skilyrði, sem þá enn vantar til
þess að geta stundað, íþrótt sína
eins og keppendur annarra landa.
En það er að á þessu árabili skuli
komið upp fullkominni 70 metra
stökkbraut ásamt skíðalyftu er
flytur keppendur upp á fjalla-
tinda. Þá og fyrst þá getum við
með réttu krafizt af keppendum
okkar, að þeir sýni getu sína í
keppni við aðrar þjóðir og þá
og fyrst þá getum við boðið er-
lendum afreksmönnum á sviði
skíðaíþróttarinnar til keppni hér
heima og gert skíðamót íslands
að því stórmóti og þeim stór-
viðburði, sem það á að vera, og
sem hinir stórhuga brautryðjend-
ur ætluðust til.
Eysteinn Þórðarson meistari í bruni, svigi og Alpa-þrikeppnt. Mynd-
in er tekin að lokinni svigkeppni, en hún var háð í vonzkuhríð.
Sjást klaka- og krapkleprarnir í hári Eysteins. (Myndirnar tók vig.)
hann lauk ekki göngunni. Þing-
eyingarnir ívar Stefánsson og
Helgi Vatnar eru enn sýnilega í
allgóðri þjálfun, þótt ekki standi
þeir jafnfætis Jóni.
Toni Spiess, hinn kattliðugi svigmaður frá Austurríki. Hann hefir
stundum meðal skíðamanna verið nefndur gúmmíboltinn.
Keppendur á tuttugasta Skíða-
móti tslands og þið, sem unnið
skíðaíþróttinni, gerið þennan
draum að veruleika. Stofnið fé-
lagsskap, sem nær til allra Iands
manna, eins og Norðmenn stofn-
uðu Foreningen til ski-idrættens
fremme, og hrindið málinu í
framkvæmd. Margar hendur
vinna létt verk.“
í HLÍÐARFJALU
Skíðamót íslands hófst að þessu
sinni miðvikudaginn 17. apríl í
Hlíðarfjalli skammt ofan Akur-
eyrar hjá hinu nýreista en ófull-
gerða skíðahóteli Ferðamálafé-
lags Akureyrar. Hermann Stefáns
son formaður Skíðasambands ís-
lands setti mótið með stuttu á-
varpi og bað menn ganga glaða
og reifa til drengilegs leiks.
Síðan hófst 15. km. ganga í
eldri og yngri flokki. Færi var
hjarn svo hart að ekki markaði
fyrir slóð. Allkvasst var af suð-
vestri er gangan hófst, en lægði
er á kvöldið leið, en ganga hófst
ekki fyrr en kl. 18.00. Mjög
snemma í göngunni þótti sýnt
hver sigur mundi hljóta. Jón
Kristjánsson Þingeyingur var
brátt í broddi fylkingar, en hann
fór 6. af stað. Hann hélt for-
ystunni alla leiðina. Sá er talinn
var hans hættulegasti keppinaut-
ur var Árni Höskuldsson frá
ísafirði, en að þessu sinni fann
Árni sig ekki, hefir annað hvort
smurt skakkt eða verið illa fyrir
kallaður. Svo mikið er víst að
ÞINGEYINGAR
í 4 FYRSTU SÆTUM
Úrslit urðu sem sé þau að Þing-
eyingar röðuðu sér í 4 fyrstu sæt-
in. Hinn fjórði var Steingrímur
Kristjánsson bróðir Jóns. Var
mér tjáð að hann væri kominn
um fertugt og nýbyrjaður að
æfa skíðagöngu og hefði aldrei
tekið þátt í landsmóti fyrr. Verð-
ur ekki annað sagt en að þetta sé
góð byrjun. Alls voru skráðir 23
til keppninnar. Fjórir mættu
ekki til leiks og einn lauk ekkl
keppni.
Úrslit í 15 km göngu 20 ára og
eldri:
1. Jón Kristjánss. Þ .... 1,06.27
2. ívar Stefánsson Þ .... 1,09.3»
3. Helgi V. Helgason Þ 1,10.00
4. Steingr. Kristjánss. Þ 1,12.58
5. Páll Guðbjörnss. F .. 1,13.05
6. Gunnar Pétursson I .. 1,13.15
7. Þorkell Pétursson Þ 1,14.09
8. Jóhann Vilbergsson S 1,14.25
9. Oddur Pétursson í .. 1,15.04
10. Sveinn Sveinsson S .. 1,16.26
ARFTAKI
JÓNS KRISTJÁNSSONAR
í 15. km. göngu 17—19 ára
tryggðu Þingeyingar sér einnig
3 fyrstu sætin. Þar kom fram
nýr mjög efnilegur keppandi
Hreinn Hermannsson. Ef hann
heldur áfram eins og hann hefir
byrjað má með sanni segja að
Jón Kristjánsson hafi fengið efni-
legan arftaka, þótt með því sé
ekki sagt að Jón fari að hætta.
því hann virðist sannarlega enn
í fullu fjöri.
Úrslit í 15 km göngu 17—19 áras
1. Hreinn Hermannsson Þ 1,12.16
2. Þorlákur Sigurðsson Þ 1,14.41
3. Sigurður Dagbjartss. Þ 1,17.26
4. Matthías Gestsson A .. 1,18.44
5. Jón Gíslason E ...... 1,20.27
Úrslit í 10 km göngu 15—16 ára:
1. Atli Dagbjartsson Þ .. 54.28
2. Guðmundur Sveinsson F 56,21
3. Þorvaldur Jóhannsson S 56.35
4. Bogí Nílsson S ...... 58,35
5. Steinar Kjartansson Þ .. 60.06
DAGUR ÞINGEYINGA
Þannig lauk fyrsta degi keppn
T.h. er Jóhann Vilbergsson frá Siglufirði, en hann gerði svig-
keppnina æsispennandi og munaði litlu að hann hrifl meistara-
titilinn úr höndum Eysteins. Með honum er fararstjórl Siglfirðing-
anna Ófeigur Eiríksson.