Morgunblaðið - 24.04.1957, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.04.1957, Blaðsíða 13
Miðvíkud. 24. apríl 1957. MORCTJNBLÁÐ1Ð 15 Fimmtugur í dag: Óðinn Geirdal Akranesi RÍÐASTA aldarfjórðunginn hef- w hugur fjölmargra landsmanna beinzt að Akraneskaupstað og þeirri þróun sem verið hefur í lífi og starfi fólksins sem þar býr. Stór hópur manna hefur á þessu tímabili tekið sig upp og brugðið búi í byggðarlagi sínu og fluttst búferlum á Akranes. Flest er þetta fólk að ætt og uppruna af Vestfjörðum og Norðurlandi. Augu fólksins í nyrstu byggð þessa lands, Grímsey, sem er út- vörður lands vors á mótum kaldra og hlýrra strauma í norð- urhöfum, hafa einnig fest sjónir á Akranesi. Fyrir aldarfjórðungi fluttist þangað úr Grímsey merkur og fjölhæfur maður, sem á fimm- tugsafmæli í dag, Óðinn Geirdal skrifstofustjóri. Foreldrar hans, Steinójfur Eyjólfsson Geirdal frá Múla í Geiradal við Gilsfjörð og kona hans Hólmfríður Sigurgeirs dóttir frá Parti í Aðaldal í Suður- Þingeyjarsýslu fluttust frá Húsa vík til Grímseyjar á síðari hluta fyrsta áratugs aldarinnar. Var Steinólfur um áratuga skeið skóla stjóri við barnaskólann þar og mikill forystumaður í framfara- og félagsmálum eyjarskeggja, en Hólmfríður kona hans gengdi þar finningu fyrir því að allar leik- reglur séu í heiðri hafðar og að öll framganga sé með virðulegum brag. Óðinn er söngvinn maður. Hef- ir hann lengi verið þátttakandi í karlakór staðarins sem getið hef- ir sér gott orð heima og heiman. Hafa kórfélagar lagt mikla rækt við söngmenntina og leitað víða til fanga um uppbyggingu hins göfuga starfs. Leiklistaráhugi er mikill á Akranesi. Hefir þar með hverju árinu sem liðið hefir nú upp á síðkastið, verið færzt meira og meira í fang. Nú síðast með þvl að setja á svið Gullna hliðið, hinn stórbrotna og vandmeðfarna leik Davíðs Stefánssonar frá Fagra- skógi. Eigi verður slíkum fram- förum, sem hér hafa orðið, náð nema með því að fórna miklum tíma og fyrirhöfn við æfingar, því án þess fá þeir leikhæfileikar sem fólkið býr yfir ekki notið sín. Óðinn hefir með ráði og dáð stutt leiklistarstarfsemina á Akranesi og verið þar tíður gestur á leik- sviði og farizt það vel úr hendi. Sú söngmenntar og leiklistar- starfsemi sem hér hefir verið lýst er engan veginn til orðin af gróða von á fjármálalegan mælikvarða. Hún er af allt öðrum rótum runn- ljósmóðurstörfum og veitti þar læknishjálp í viðlögum því langt in‘ er tyr‘r ^st °S gofgi sem þar heldur um stjórn var læknis að vitja, annaðhvort á Húsavík eða Akureyri. Foreldrar Óðins intu af hendi um langan aldur m'ikið og gott starf í þessu afskekkta byggðarlagi. Óðinn var fæddur á Húsavík og var hann á öðru ári er foreldrar hans flult ust til Grímseyjar. !>au Steinólf- ur og Hólmfríður áttu fjölda barna og hafa nokkur af systkin- um Óðins flutzt til Akraness þótt eigi hafi þau fest þar rætur til langframa. Bróðir Óðins, Bragi, reisti bú í nágrenni Akraness- kaupstaðar og býr þar góðu búi auk þess sem hann hefir reynzt góður og farsæll liðsmaður í fé- lagsmálum í hreppi sínum. Öll börn þeirra Steinólfs og Hólmfríðar eru skírð goðanötn- um. Er það eitt af mörgum dæm- um þess hve norrænn andi og ræktarsemi við líf og sögu for- tíðar vorrar á sér djúpar rætur hjá því fólki, sem heyir lífsbar- áttu sína og elur aldur sinn á af- skekktunf stöðum í landi voru. Að loknu barnaskólanámi í Grímsey fór Óðinn í Gagnfræða- skólann á Akureyri og lauk þar prófi. Að námi loknu stundaði Óðinn ýms störf þar nyrðra í nokkur ár eða þangað til hann íluttist á Akranes og settist þar að. — Óðinn er, sem fyrr segir, fjöl- hæfur maður, greindur eins og hann á kyn til og vel menntaður. Á atvinnusviði hefir hugur hans einkum beinzt að verzlunarstörf- um. Rak hann um skeið verzl- un á Akranesi. Síðar seldi hann verzlunina og hefir síðan stund- að skrifstofustörf. Síðustu árin hefir hann verið skrifstofustjóri hjá útgerðarfélaginu Fiskiver. Óðinn er maður bókhaldsfróður, ritar fallega hönd, viss og ábyggi- legur í öllum viðskiptum, og grandvar til orðs og æðis. Óðinn er gæddur ríkri félags- lund. Býr hann í því efni að fyrstu gerð bernskuáranna í Grímsey á heimili foreldra sinna, en þau voru jafnan mjög í farar- broddi um alla félagsmálastarf- eemi í þessum afskekkta stað. — Hæfileikar Óðins á þessu sviði féllu í góðan jarðveg á Akranesi. Þar er eins og alkunnugt er líf og fjör í ýmsum greinum félags- legra samtaka. Mikil rækt hefir um langt skeið verið lögð þar við íþvótta- iðkanir. Hefir hróður knattspyrnu mannanna á Akranesi borizt víða bæði utan lands og innan. Óðinn hefir jafnan starfað af lífi og sál 1 þessum félagsskap og ekki dreg- ið af sér, enda knár og kappsfúll- ur. Þá hefir hann og næma til- völinn. Launin eru fólgin í þeirri ánægju, sem það veldur að lyfta huga fólksins á hærra stig, örfa þær kenndir sannrar gleði og fagnaðar sem ná til hjartans og eru oss til sálubóta. Þá hefir Óð- inn unnið mikið og gott starf í Góðtemplarareglunni á Akranesi. Hefir þar farið saman einlægur vilji til þess að forða mönnum frá skaðsemi og eyðileggingu vín- nautnarinnar og hæfileiki hans til Þess að byggja upp skemmti legan og aðlaðandi félagsskap sem tekur opnum örmum á móti þeim sem veiklundaðir eru og hrösunargjarnt, og leitast við að veita þeim styrk til afturhvarfs og þess manndóms er fær sé um að standa af sér freistingar og allt sem ginnir og glepur. Eins og þetta stutta yfirlit um félagsmálastarf Óðins Geirsdals á Akranesi á því aldarfjóröungs- skeiði. sem hann hefir þar búið, ber með sér, hefir hann ekki hald- ið að sér höndum um að vinna að menningu og framförum þessa byggðarlags. Hvar sem hann geng ur að verki, gerir hann það heills hugar og leggur alla sál sína í starfið. En störf sem unnin eru með slíku hugarfari verða jafn- an farsæl og árangursrík. Óðinn er kvæntur ágætri og geðþekkri konu, Guðrúnu Jóns- dóttur, Jónssonar kaupmanns í Ásbergi og Guðbjargar Einars- dóttur Gíslasonar í Akurprýði. Þau eiga tvö uppkomin börn: Dröfn, sem er gift norskum skóg- fræðingi, Severin Lavik og Njörður, nemandi í menntaskólan um á Laugarvatni. Óefað berast þeim hjónum margar heilla- og hamingjuóskir á fimmtugsafmæli þessa vinsæla félagsmálafrömuðar. Pétur Ottesen. 4ra herbergja íbúðarhæð með sér hitaveitu við Njálsgötu til sölu. IVýja Fasteignasalan Bankastræti 7, sími 1518 og kl. 7,30—8,30 e.h. 81546. Starfsstúlka óskast að Þórscafé. Uppl. frá kl. 2—3 SJONRUKRR ÚRVALI sjónaukar stækkun ljósop krónur 8 x 30 1189,00 8 x 40 1590,00 10 x 40 1624.00 12 x 40 1659,00 Verzlun Hans Petersen H.f. Bankastr. 4, sími 3213. SÖLUTURN tíl lcigu á bezta stað í bæn- um. Tilboð sendist Mbl., — merkt: „Sölutum — 5472“. SMJÖRBRAUÐS DAMA óskast að veitingaskálanum við Hvítárbrú, í sumar, ca. 3 mánuði. Upplýsingar í síma 6769. TIL SÖLU er Buick Speeial, model ’47. Selst ódýrt. Uppl. í Þver- holtl 15. Sími 81850. Volvo vörubíll 7957 Nýr 5 tonna diesel-bifreið til sölu. — BifreiSasalan Bókhlöðust. 7. Sími 82168. STÚLKA óskast trt afgreiðslu f bakaríi. Tilboð sendist Mbl. fyrir fimmtudagskvöld, — merkt: „L. F. — 5474“. Ford Prefect '55 Sem ókeyrður, til sölu. Bifreiðasalan Bókhlöðust. 7, sími 82168. 2 herbergi helzt með eldhúsi eða að- gangi að eldhúsi, óskast yf- ir sumarmánuðina. Tvennt fullor’Cð í heimili. Upplýs- ingar í síma 3003. Farsgerðarvél Og áleggshnífur til sölu, ó- dýrt. Hentugt fyrir stærri matsölur. Einnig þýzkur peningakassi. Uppl. gefur: Btla & fasteignasalan Vitastíg 8A. Sími 6205. Nýr, þýzkur radiofórm fil sölu Upplýsingar f síma 2160. íbúð óskast Miðaldra kona með 1 barn, óskar eftii íbúð, 1 herb. og eldhúsi, í kjallara eða á hæð. Fyrirframgreiðsla eftir sam komulagi. Tilb. sé skilað á afgr. blaðsins fyrir sunnu- dag, merkt: „íbúð — 5478“. Stúlka óskast í vist, hálfan daginn eða all- an. — Upplýsingar í síma 5726. — Bifvélavirki Reglusamur bifvélavirki óskar eftir vinnu. Húsnæði þyrfti helzt að fylgja. Tilb. með launakjörum og hlunn- indum, leggist inn á afgr. Mbl., merkt: „666 — 5477“. Heimíliselsk kona óskar eftir að annast um heimili fyrir einhleypan mann. 55—65 ára. Gott hús- næði áskilið. Kjör eftir sam komulagi. Tilb. sendist Mbl. til sunnudags, merkt „Fram tíð — 5473“. Vantar leiguibúÖ Get greitt 20—30 þús. fyr- irfram. Fátt í heimili. Tilb. sendist Mbl., merkt: „Aust- urbær — 5476“. PRJÖNAVEL ein eða fleiri og spunaá- höld, með 7 smá mótorum, til sölu. Uppl. gefur Hall- dór Þorgeirsson, Fálkanum. 7/7 leigu strax 100 ferm. risíbúð í Vestur- bænum. Tilb. merkt: „Fyr- irframgreiðsla — 5475“, — sendist Mbl., fyrir fimmtu- dagskvöld. Múrarar athugið Tilboð óskast í múrverk á húsi að utan og innan. Uppl. Grettisgötu 96, fyrstu hæð. — STÚLKA Sendibílastöð Hafnarfjarð- ar óskar eftir afgreiðslu- stúlku strax. Vaktaskipti. Upplýsingar á stöðinni. ÍBÚÐ óskast til leigu, tvð til þrjú herb. og eldhús. Engin fyr- irframgreiðsla. — Upplýs- ingar í síma 80986. Vantar nokkra MENN á handfæraveiðar. Upplýs- ingar í síma 5670 eftir kl. 6. Nokkrar Saumastúlkur óskast. Upplýsingar í síma 6305. — Fatagerðin BI’RKÍNI h.f. Brautarholti 22. Matreiðslukona og afgreiðslustúlka óskast nú þegai-. Hátt kaup. Uppl. í síma 7514 og á staðnum. MiSgarður. Tveir páfagaukar ásamt búri, til sölu. Uppl. Laugavegi 137, III. hæð. — Sími 6082.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.