Morgunblaðið - 11.05.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.05.1957, Blaðsíða 2
s MORCIJNBL 491Ð Laugardagur 11. maí 1957 — Sogsvirkjuri Frh. af bls. 1. írritaðir samningar um kaup á vélum og rafbúnaði til nýju stöðvarinnar við lægstbjóðend- ur: Almanna Svenska Elektriska AB (ASEA), Vásteras í Svíþjóð, um tvo rafala, spenna og rafbún- að fyrir 12.5 mill. króna. B. Meier K-G, Brackwede- Bielefeld, Vestur-Þýzkalandi, um tvær Kaplan-túrbinur fyrir kr. 5.360.000.00. Afgreiðslutími er að sjálfsögðu einnig við það miðaður, að raf- magnsframleiðsla geti hafizt í nóvember 1959.“ LÁN FVRIR 80% KOSTNAÐAR Mbl. átti í gær tal við Stein- grím Jónsson rafmagnsstjóra og fékk hjá honum upplýsingar til viðbótar við þá tilkynningu, sem birt er hér að ofan: í gær barst staðfesting á því að Vilhjálmur Þór bankastjóri mundi undirskrifa í Washington samning um lántöku í Bandaríkj- unum, sem rynni til greiðslu á erlendum gjaldeyri, sem þyrfti tU erlendra efniskaupa og greiðslu erlendrar þjónustu vegna Sogsvirkjunarinnar. Eru þá fengin lán í Bandaríkjunum bæði til greiðslu á því, sem að ofan getur, og eins til greiðslu á innlendri vinnu og efni. Þetta nemur um 80% af heildarkostn- aði við nýju virkjunina. Ríkissjóður og Reykjavíkur- bær hafa ábyrgzt greiðslu á eft- irstöðvum kostnaðarins, sem að sjálfsögðu verður aflað með lán- töku. 27 ÞÚS. KW. AUKNING Rafmagnsstjóri gat þess að þegar Irafossstöðin tók til starfa 1953, þá bættust 31 þús. kw. við þau 26 þús. kw., sem fyrir voru. Þá var áætlað að írafosstöðin yrði fullnotuð á haustinu 1959 og er útlit fyrir, að sú áætlun geti staðizt, eftir því sem séð verður á rekstrinum á undanförnum ár- um. Nú framleiðir nýja stöðin 27 þús. kw. og verður þá heild- arorkan frá Soginu komin í 74 þús. kw., auk 10 þús. kw., sem fást frá varastöðinni við Elliða- árnar. Arleg aukning á notkun raf- magns hefur á undanförnum all- mörgum árum verið um nær 3000 kw. á ári og ekki útlit fyrir að sá vöxtur fari minnkandi í bráð. Með sama vexti ætti nýja virkjunin að verða fullnotnð 9 árum eftir að hún tekur til starfa og er þá reiknað með að vara- stöðvarnar verði notaðar eins og áður. EKKI TIL SETUNNAR BOÐIÐ Það er augljóst að þó nýja virkjunin fullnægi orkuþörfinni um allmörg ár, þá tekur undir- búningur að nýjum virkjunum svo mörg ár, að ekki er til set- unnar boðið I þvl efni, sagði raf- magnsstjóri ennfremur. Meðan á virkjun Irafoss stóð voru gerðar rannsóknir á virkjun í Efra-Sogi og frumáætlanir gerðar í árslok 1954. Frá því útboð var haft fyrri hluta árs 1955 og til þessa dags, að lánin eru fengin, hafa liðið rúmlega 2 ár. Til haustsins 1959 eru 2% ár, sem er skemmri tími en virkjunartími bæði Ljósafoss og trafoss var, en vonir standa til að hafa megi virkjunartím- ann styttri nú vegna meiri tækni, sem nú er fyrir hendi. Ef sami háttur væri hafður og áður um undirbúning nýrra virkjana, ætti útboðslýsing þeirrar stöðvar, sem næst yrði byggð, að liggja fyrir árið 1960 eða jafnvel fyrr, því virkjunartíminn í stóránum er mun lengri en í minni vatnsföll- um. Þau vatnsföll, sem næst koma til greina eru einkum Jök- ulárnar, Þjórsá, Hvítá og Jökulsá á Fjöllum. AFGANGSORKA TIL KEFLAVÍKURFLUGVALLAR Þess má geta að Vilhjálmur Þór hefur nú fengið lán vestra, að auki við lánið til Sogsvirkj- unarinnar, handa Rafmagnsveit- um ríkisins til að leggja raf- leiðslu frá virkjuninni við Elliða- ár til Keflavikurflugvallar og á hún að flytja orku til Suðurnesja og Keflavíkurflugvallar. Sala á orku til vallarins hefst þó ekki fyrr en hinni nýju virkjun er lokið. Er út frá þvi gengið að Keflavíkurflugvöllur fái afgangs orku meðan endist, en völlurinn noti þær aflstöðvar, sem þar eru, áfram til að ná þeirri orku, sem á kann að vanta á hverjum tíma. Tilkynning frá ríkisstjórninni VILHJÁLMUR ÞÓR, banka- stjóri, undirritaði í dag fyrir hönd Framkvæmdabanka íslands vegna íslenzku rikisstjórnarinn- ar samning um lán hjá Export- Import Bank, sem bankinn veit- ir f. h. Efnahagssamvinnustofn- tmarinnar (ICA) í Washington. Lánið er jafnvirði allt að $5.000. 000 — fimm milljónum dollara — og greiði í dollurum og Ev- rópugjaldeyri. Lánstími er 20 ár, án afborgana 3 fyrstu árin. Doll- arahluti lánsins á að endurgreið- ast í dollurum og vextir verða 3%. Sá hluti lánsins, sem verð- ur í Evrópugjaldeyri á að end- urgreiðast í dollurum eða ís- lenzkum krónum eftir vali ís- lenzkra stjórnvalda, verða vext- Dregið í Háskóla- happdrættinu SÍÐDEGIS í gær var dregið í 5. fl. Happdrættis Háskóla ís- lands. í þessum flokki eru alls 687 vinningar, samtals að upp- hæð 895,000 kr. Hæsti vinningurinn í flokkn- um eru 100 þús. kr. og skiptust þær á lú-miðann nr. 18071. Er einn miðinn hjá Frímanni Frí- mannssyni, annnar vestur á Borð eyri, þriðji í Vestmannaeyjum og hinn fjórði vestur í Stykkishólini. Næsthæsti vinningurinn 50 þús. kr. kom á V2-miða nr. 35662, sem eru í umboði Helga Sívertsen hér í bæ. — 10 þús. kr. vinning- arnir komu á þessa miða: 4956 — 10102 — 10367 — 18221.. — 5000 kr. vinningar á miða nr. 13681 — 16058 — 31406 — 36649. (Birt án ábyrðar). - Richards Framh. af bls. 1. efnahagsstuðning, bæði til at- vinnumála og til eflingar land- vömum sínum og var því viðast fagnað, að skilningur Bandaríkja manna hefur vaxið fyrir þessum þörfum. Töldu Austurlandabúar það eitt mjög mikilvægt að Bandaríkjamenn væru nú reiðu- búnir að hefja slíkt samstarf. SKYNDIAÐSTOB Richards skýrðl frá því að Bandaríkjastjórn hefði nú heitið nokkrum ríkjum ná- lægra Austurlanda skyndiað- stoð að upphæð 120 millónir dollara. Hann kvaðst þó ekki geta skýrt frá því hvernig þessi upphæð skiptist milli einstakra ríkja fyrr en hann hefði gefið Bandaríkjaþingi skýrslu um för sina. Asókn rússa Ræðumaður kvaðst í för sinni hafa sannfærzt um það, að Rúss- ar kappkostuðu mjög að auka áhrif sín í heimshluta Araba og Múhameðstrúarmanna. — Einna skýrast væri þetta í smáríkinu Jemen, þar sem rússneskir liðs- foringjar þjálfuðu herlið Araba og stjórnuðu í skærum. Margt benti þó til þess að Eisenhower- áætlunin myndi stöðva aukningu rússneskra áhrifa í nálægum Austurlöndurr Steingrímur Jónsson. ir þá 3%, ef greitt er í dollurum en 4% ef greitt er í íslenzkum krónum. Láni þessu verður varið til þess að greiða með erlendan kostnað við virkjun Efra-Sogs svo og erlendan kostnað við lagn- ingu háspennulínu suður • á Reykjaness til Keflavíkur. Ennfremur undirritaði Vil- hjálmur Þór hinn 30. apríl sl. f. h. Framkvæmdabanka fslands samning við stjórnarvöld Banda- ríkjanna um lán að fjárhæð allt að jafnvirði 2.000.000 dollara af fé því sem stjórn Bandaríkjanna eignaðist hér á landi samkvæmt samningi undirrituðum 11. apríl sl. um sölu á tilteknum landbún- aðarafurðum í íslenzkum krón- um til íslands. Lán þetta er til 20 ára, afborgunarlaust í fyrstu 4 árin og vaxtalaust fyrstu 3 ár- in og má endurgreiðast eftir vaii íslenzkra stjórnvalda í dollur- um en 4% ef greitt er í íslenzk- um krónum. Fé þetta verður nær eingöngu notað til að greiða með innlend- an kostnað við virkjun Efra-Sogs og lagningu háspennulínu suður á Réykjanes til Keflavíkur. 10. maí 1957. - Besf Framh. af bls. 1. Hitler. Sannaðist þetta enn gleggra, þegar Röhm kvaddi fjöl- mennar SA-sveitir út, undir því yfirskini að þær ætluðu til æf- inga. ANNABHVORT RÖHM EÐA HITLER Þegar þær fréttir bárust fékk Best fyrirmæli um að flytja „Berlínarvarðsveit" SS-liðsins til Munchen, en foringi hennar var Sepp Dietrich, sem nú er fyrir rétti ákærður um morð á Röhm. Hvaða fyrirskipanir Dietrich hafði að framkvæma í Munchen kvaðst Best ekki hafa vitað, en bætti við: — Byltingaráform Röhms gegn Hitler voru fullgild ástæða til að hefja aðgerðir gegn honum. Ella hefði Röhm reynt að útrýma Hitler. Það hefur verið upplýst í rétt- arhöldum þessum að helzti ágreiningur Hitlers og Röhms, þessara tveggja aðalleiðtoga nas- ista hafi verið viðhorfið til Gyð- inga. Röhm var algerlega á móti Gyðingaofsóknum og hafði gagn- rýnt Hitler fyrir þær. KARL KVARAN listmálari opn- ar þriðju sjálfstæðu málverka- sýningu sína i dag. Að þessu sinni er hún haldin í Sýningar- salnum í Alþýðuhúsinu, en hann sýndi í Listvinasalnum árið 1951 og Listamannaskálanum 1954. — Karl hefur jafnframt tekið þátt í allmörgum samsýningum bæði hér heima og erlendis. Listasafn ríkisins á nokkur verk eftir hann. Frú Sigríður Davíðsdóttir for- stöðukona Sýningarsalarins í Al~ þýðuhúsinu skýrði fréttamönnum frá því í gær, að á þessari sýn- AKRANESI, 10. maí. — í dag var ágætur síldarafli hjá bátun- um héðan. Átta bátar lönduðu í dag, alls um 800 tunnum síld- ar. Var Guðmundur Þorlákur með mestan afla þeirra, 165 tunn- ur. en Ver næstur með 122. O. REYÐARFIRÐI, 9. maf: — í vor var gerð tilraun hér í fyrsta skipti með að veiða í þorskanet innanfjarðar. Hefur þessi til- raun gefizt ágætlega. Hafa tveir menn stundað þessa veiði á opn- um mótorbát í vor og eru það þeir Björn Gíslason, alkunur sjó- Jóiðonlr ókæra Egyptn AMMAN, 10. maí. — í dag sakaði útvarpið í Amman, höfuðborg Jórdaníu, Egypta í fyrsta skipti um að hafa stað- ið að baki samsæri og niður- rifsstarfsemi í Jórdaniu. Sagði útvarpið að það hefði komið í ljós við yfirheyrslur, að mik- ið magn af áróðursseðlum hefði verið prentað og gefið út af fulltrúum egypzku stjórnarinnar í Jórdaníu og sáu þeir einnig um dreifingu slíkra dreifimiða. Þá höfðu Egyptar einnig skipulagt hópa jórdanskra áróðursmanna, greitt þeim laun og stjórnað mörgum þáttum áróðursher- ferðar gegn Hussein konungi. Reuter-NTB. Forseti KolumbíB BOGOTA, 10. maí. — Herinn hefur tekið völdin í Kolumbíu í sínar hendur. í dag skýrði út- varpið í Bogota að forseti lands- ins Rojas-Pinills hefði sagt af sér og útnefnt nefnd hershöfð- ingja til að stjóma landinu. Orð- rómur hermir að Rojas forseti hafi í dag farið úr landi, flug- leiðis til Panama. — Reuter. Krafizt refsinga yfir Sepp og Lippert MÚNCHEN, 10. maí. — Sak- sóknarinn í málinu út af „langhnífanótt“ krafðist þess í kvöld, að Sepp Bietrich og Michael Lippert væru dæmd- ir í 2 ára og 6 mánaða fang- elsi fyrir morðið á Emst Röhm. Þeir eru sakaðir um að hafa gefið fyrirskipanir um morð hans, en ekki að hafa framkvæmt verknaðinn sjálf- ir. — Renter. Brunaverðir f DAG fara héðan flugleiðis til Stokkhólms tveir fulltrúar Bruna varðafélags íslands, til þess að sitja norræna ráðstefnu í Hels- ingfors. Eru þetta þeir Hermann Björgvinsson og Brynjólfur Karlsson. Fara þeir með flugvél Loftleiða árd. í dag til Stokk- hólms. ingu Karls væru 19 myndir, bæði vatnslita-, gouache- og klipp- myndir. Þær væru allar gerðar á árunum 1956—57 og eru falar til kaups. Sýningin verður opnuð boðs- gestum kl. 2 til 7 í dag, en al- menningi er heimill aðgangur frá kl. 7 til 10. Framvegis verð- ur sýningin opin kl. 10—12 og 2—10 fram til 22. maí. Þetta er önnur sýningin ,sem Sýningar- salurinn í Alþýðuhúsinu efnir til. í fyrrakvöld lauk samsýningu 7 myndlistarmanna, sem sýndu verk sín þar. garpur hér eystra og með honura ungur maður Gunnar Þorsteins- son. Afli hefur verið að jafnaði um tvö skippund eftir hvern róð- ur. Þess má til gamans geta að síðastliðna viku öfluðu þeir fé- lagar fyrir 20 þúsund krónur og þykir það vel að verið af tveim- ur mönnum. Aflann hafa þeir látið í salt. — Fréttaritari. Ólafsfirði, 10. maí. TVEIR togbátanna komu að 1 morgun. Gunnólfur með 60 lestir og Sigurður með 50 lestir. Er þetta með bezta afla sem bátarn- ir hafa verið með undanfarið. — Aflinn er hertur og saltaður. Þeir bátar sem voru á Suður- landsvertíð eru komnir heim og byrjaðir róðra héðan með línu. Afli hefur verið um 10 skippund í róðri. Það hamlar mjög veið- unum að mikill skortur er á beitu, Von er þó á beitu frá Skaga- strönd bráðlega. Hafa þeir beitt síld og fá einnig nú síld til við- bótar. — Fréttaritari. - Sfefnubreyting Framh. af bls 1 styrktu Egypta betur en Banda- ríkjamenn, þegar árásin var gerð á Súez. Það er skoðun Bandaríkjanna, að ekki sé réttlætanlegt, að hefja íhlutun í Egyptalandi. Egyptum sé í sjálfsvald sett, hvort þeir vilja samstarf við þær þjóðir sem þurfa að nota skurðinn og ekki sé hægt að þvinga Egypta til að breyta um skoðun. SÚEZ-SKURÐUR GERÐUR ÞÝÐINGARLAUS En hitt er annað mál, að eins og málum er nú háttað, verður ekki hægt fyrir vest- rænar þjóðir að treysta á Súez-skurðinn. — Bandaríkin munu því styðja Evrópu- þjóðir í að verða óháðar skurð inum, bæði með því að flýta smíði risastórra olíuflutninga- skipa og með því að taka þeg- ar í stað til vinnslu hið mikla olíumagn, sem talið er að finnist í Sahara-eyðimörkinni. Þannig muni Evrópu-þjóðir smám saman hætta að nota Súez-skurð. Viðhorf Bandaríkjanna gagnvart Nasser hljóta að breytast, segir Le Monde, þegar það er komið fram, að Nasser ætlar að þverbrjóta fyrirmæli SÞ um siglingar um Súez-skurðinn. — Bandarikin beittu á sínum tíma óbeinum áhrifum sínum til að Bretar, Frakkar og Israelsmenn hlíttu fyrirmælum SÞ. Alveg eins eru nú niður fallin rök fyrir stuðningi Bandaríkjanna við Nasser. Þau munu forðast allt samneyti og stuðning við hann, unz hann hlítir fyrir- mælum SÞ um þessi mál, seg- ir Le Monde. SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKSINS Vinsamlegast munið að gera skil fyrir heimsenda happdrætt- ismíða. Áríðandi er að skilagrein ber- ist afgreiðslu happdrættisins sem allra fyrst. Greiðsla verður sótt til þeirra sem þess óska. Afgreiðsla happdrættisins í Sjálfstæðishúsinu er opin tU kL 6. — Sírni 7100. Karl Kvaran opnar sýningu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.