Morgunblaðið - 11.05.1957, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.05.1957, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 11. maí 1957 Rannveig Einarsdóttir Vik i Mýrdal í DAG er til grafar tiorin í Vík í Mýrdal, Rannveig Einarsdóttir, en hún lézt á heimili dóttur sinn- ar, Þorgerðar, hinn 5. þ. m. nær níræð að aldri. Rannveig hafði borið aldurinn mjög vel, gekk um þorpið létt í spori til hinzta dags, fylgdist ávallt vel með um menn og mál- efni og hélt minni óskertu. En skyndilega var æviskeiðið á enda — lífi lokið. Rannveig Einarsdóttir var fædd á Strönd í Meðallandi 6. sept. 1867, dóttir merkishjónanna Einars Einarssonar oddvita og Rannveigar Magnúsdóttur Magn- ússonar, dannebrogsmanns á Skaftárdal. En hann var alkunn- ur dugnaðar- og athafnamaður. Á Strönd var Rannveig uppal- in — þar var æskuheimilið kæra, sem hún minntist oft þakklát- um huga. Er vafalaust, að það heimili var með beztu heimilum sveitarinnar á þeim árum og um margt til fyrirmyndar. En þegar Rannveig minntist æskuheimilis síns barst talið oft að trúrækni og kirkjusókn á þeim árum, er Minningarorð hún var að alast upp og var auð- heyrt, hversu hugljúfar voru minningarnar um hátíðastund- irnar í Langholtskirkju, sóknar- kirkjunni hennar. Gott var vega- nestið, er þau systkin höfðu að heiman og reyndist vel. Alla ævi var trúin styrkur Rannveigar og athvarf. Árið 1892 giftist Rannveig Jóni Brynjólfssyni frá Litlu-Heiði í Mýrdal. Voru þau fyrstu 2 árin á Heiði, en fluttu þá að Höfða- brekku og bjuggu þar næstu árin á hálfri jörðinni, en hinn hlutann höfðu þau Sveinn Ólafsson og Vilborg Einarsdóttir, systir Rann veigar. Höfðabrekka hefur ávallt verið talin mikil jörð og höfuð- ból, en erfið nokkuð og mann- frek, ef vel skyldi setin og nytj- uð. Mikið starf beið því hinna ungu hjóna. Jón Brynjólfsson var alkunnur dugnaðarmaður, gæddur miklu þreki og einbeitt- um vilja. Var hann oft að heim- an við smíðar, aflaföng og að- KjóBaefni Þýzk gerfiull — 10 litir. Halldór Jónsson, heildverzlun Hafnarstræti 18 — Sími 2586. Storesefni í fiölbreyttu úrvali. Gardínubúðin Laueaveei 18 V a n t a r TRÉSMIÐI Gissur Sigurðsson Sími 6871 Ræstingakonu vantar nú beear. Verzl. Axels Sigurgeirssonar Barmahlíð 8 2ja til 3ja herbergja íbiíð óskast Tilboð merkt: ..Norðmaður — 2893“ sendist Mbl. fyrir þriðjudagskvöld. Laghentir menn Logsuðumenn geta fengið fasta atvinnu. h/fOFNASMIÐJAN IiNhOLII »0 - •IVKIAVI» - ÍSIANOI Suraorstnrf oð ÚHIiótsvatni Kvenskátaskólinn að Úlfljótsvatni tekur til starfa 22. júní og starfar um 8 vikna skeið. Umsóknir um skóla- vist, þar sem tekið er fram aldur, heimilisfang og sími og hve lengi viðkomandi vilji dvelja í skólanum, sendist skrifstofu Bandalags íslenzkra skáta, pósthólf 831, Reykja vík. Upplýsingar í síma 6445 frá 11—12 f.h. og 5484 frá 5—6 e.h. næstu daga. drætti, og hlaut það þá að koma í hlut húsfreyjunnar að hafa alla umsjón úti sem inni. Þau hjónin eignuðust 10 börn; af þeim lifðu sjö þeirra; og með þau fluttust þau hjónin frá Höfðabrekku til Víkur árið 1907. Þar stundaði Jón smíðar og síðar vegaverkstjórn um fjölda ára, en hann lézt fyrir nokkrum árum. Margar kærar minningar á ég um þau Jón og Rannveigu og heimili þeirra í Vík. Þar var mannmargt og oft gestkvæmt. Heimilið átti mikinn þátt í öllu menningar- og félagslífi þorps- ins, enda börnin öll prýðilega gefin og hið mesta myndarfólk. En þau eru: Magnús, húsasmíðameistari í Reykjavík; Ólafur, verzlunar- maður í Vík; Þorgerður, hús- freyja á Grund í Vík; Brynjólf- ur, skipstjóri, Reykjavík; Guð- rún, ekkja, Reykjavík. Látin erui Einar, bifvélavirki, Reykjavík. en hann lézt nú I vetur, og Stein- unn, húsfreyja, Vík, dáin 1M6. Merk kona hefur lokið miklu ævistarfi. Gott er hennar hlut- skipti, er hún nú hverfur til þeirra lífssviða, sem hún sá í ljóma himneskrar dýrðar. Það var hinzta náðargjöf guðs til hennar, að hún fékk að skilja við þetta jarðlíf, án þess að þurfa að líða þá ellikröm, sem er hlut- skipti margra. Ég veit að fjölmennt verðúr i Víkurkirkju í dag við jarðarför Rannveigar Einarsdóttur, sem um 50 ára skeið var ein af merk- ustu konum Víkurkauptúns. Blessuð sé minning hennar. I. Þ. 4 SKiPAUTGCRft RIKISiNS SKJALDBREIÐ vestur um land til Akureyrar hinn 15. þ.m. Tekið á móti flutn- ingi til Súgandafjarðar, Húna- flóa- og Skagafjarðarhafna, Ól- afsfjarðar og Dalvíkur, á mánu- dag. Farseðlar seldir á þriðjudag. 22440? Vinnuveitendur athugið Stúlka óskar eftir atvinnu í mötuneyti hjá einhverju fyrirtæki eða vinnuflokki, (hvar sem er á landinu). Er með 3ja ára barn. Tilb. send ist afgr. Mbl. fyrir 20. þ.m., merkt: „Sumarvinna ■— 2902“. — Utanborðsmóforar í stærðum frá 2% til 33 ha. Ef þér hafið hug á að eign- ast utanborðsmótor, ættuð þér að leita upplýsinga hjá okkur. F. Th. Jónsson & H. Halldórsson Bolungarvík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.