Morgunblaðið - 11.05.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.05.1957, Blaðsíða 3
Laugardagur 11. maf 1957 MORGVNBLAÐ1Ð s Þeftta var sannkollað ævintýri sagði Björn Pálsson ilugmaðiar hann kom úr Grænlandsiluginu UM klukkan 1,30 í fyrrinótt kom Björn Pálsson flugmað- ur á sjúkraflugvélinni úr hinu frækilega Grænlandsflugi sínu á litlu Cessna-sjúkraflugvélinni. — Voru meS honum tvær konur og eins árs barn. Eru þær báðar danskar. Önnur konan var nijög veik. Kona þessi var þegar flutt í fæðingardeildina þar sem hún ól andvana barn í gærmorgusi. Hin konan, sem er með barni, fer héðan í dag flugleiðis til Kaupmannahafnar þar sem hún fer í sjúkrahús. Konan ól andvnno bain í gær ferðis, enda er ekki til flugkort yfir þær slóðir. — Það tafði för mína lítilshátt- ar, að ég lenti í annarri Græn- lendingabyggð um 13 km fiá Scoresbysund. Sá ég allmörg hús standa þar í þyrpingu og hélt það vera áfangastaðinn, sagði Björn. — í Scoresbysund lenti ég á ís sem snjór var yfir, metri á lengur en ég nauðsynlega þurfti. Og eins og ég sagði hér á undan gekk heimferðin mjög vel. Á flugvellinum tók aðalræðis- maður Dana hér. L. Storr, á móti konunum, en hann hafði tryggt þeim sjúkrahúsvist. í gærmorgun framköliuðu læknar fæðingu hjá konu þeirri, er í barnsnauð var. Sem fyrr segir fæddi hún andvana barn. — Hafði hún fyrir 8 dögum fætt heima í Scoresbysund barn, sem einnig var andvana. Líðan kon- unnar var eftir atvikum í gær. Björn Pálsson ekur „í hlað“ á Reykjavíkurflugvelli í fyrrinótt, en hann ók beint inn í flugskýlí. Hin konan fer héðan flugleiðis í dag til JCaupmannahafnar. Þarf hún að fara í sjúkrahús. Hún á von á barni eftir um (Ljósm.: Mþl.) tvo mánuði, en skipta þarf um blóð í barni hennar þar sem um er að ræða svonefnt RH fyrir- brigði. Eldri lón Sölnunarsjóis ónppsegjonleg Ungmeyjar í Scoresbysundi undir væng sjúkraflugvélarinnar, bros- leitar f sólinni, því nú fer sumarið að nálgast. Þar var lítilsháttar frost, en bjart. (Ljósm.: Björn Pálsson) var sannkallað ævin- j þykkt. ' sem — Þetta týri, sagði Björn Pálsson við komuna, en á Reykjavíkurflug- velli var allmargt fólk til þess að taka á móti honum. — Ferð- in gekk vel, sagði hann. Frá Scoresbysundi hafði hann flogið í einum áfanga til Reykjavíkur á um ZVz klst. Bjart veður var að heita má alla leiðina, og ameríska herflugvélin frá Kefla- víkurflugvelli stjórnaði fluginu þar eð þar voru siglingafræðing- ar. Björn hafði ekki kort með- Allur hinn mikli fjörður, þorpið stendur við, var ein samfelld íshella og snjór yfir öllu svo hvergi sá á dökkan díl fyrr en út við fjarðarmynnið, en þar voru stórir borgarísjakar. Þegar ég hafði lent þarna í bezta veðri, dreif fljótt að fólk og hundasleðar. Komið var með konuna sem andvana barnið fæddi að flugvélinni á hunda- sleða. Grænlendingar voru glað- lyndir mjög. Víst er að þetta varð eftirminnilegur dagur fyrir Scoresbysundsbúa. Ekki tafði ég f Neðri deild í gær var stuttur fundur. Voru sjö mál á dagskrá og öll afgreidd. Frumvarp um fasteignaskatt var til framh. 3. umræðu, at- kvæðagreiðslu og afgreitt sem lög. Skulu því oddvitar fram- vegis innheimta skattinn í stað sýslumanna og bæjarfógeta áður. Atkvæðagreiðsla var um toll- skrá. Voru breytingatillögur Sjálfstæðismanna felldar og frv. afgreitt sem lög. Útflutningsgjald af sjávaraf- urðum var til 1. umræðu. Vísað til 2. umr. og nefndar. Fiskveiðasjóður íslands var +il 2. umræðu og vísað að lokinni framsögu til 3. umræðu. Frumvörp um iðnfræðslu, rík- isreikning 1954 og sölu Kópa- vogs og Digraness voru afgreidd sem lög. EFRI DEILD í Efri deild urðu nokkrar um- ræður um gjald af innlendum tollvörutegundum. Gunnar Thor- oddsen bar fram breytingartill. um að felld yrðu niður í 3. gr. orðin „og er selt í 150 g. umbúð- um eða stærri“ í 1. tölulið 2. kafla. Er hér um að ræða suðu- súkkulaði, en það fellur undir læga gjald en annað súkkulaði. Gunnar upplýsti að verksmiðjur notuðu yfirleitt 100 g. mót til mótunar á súkkulaði þessu og mundi það valda miklum kostn- aði að breyta því. Bernharð Stefánsson kvað leit- að hafa verið umsagna bæði Fé- lags ísl. iðnrekenda og tollstjóra og hefði sitt sýnzt hvorum um Sjúkraliðsmenn taka konuna fárveika úr sjúkraflugvélinni. Maðurinn í ljósa frakkanum er L. Storr, aðalræðismaður Dana, sem tók á móti konunum á flugvellinum. (Ljósm.: Mbl.) þetta atriði. Eysteinn Jónsson lagði til að málinu skyldi frestað og þetta atriði athugað betur. Var svo gert. FRÁLEIT AFGREIDSLA Á FRUMVARPI UM SÖFNUNARSJÓÐ Nokkrar umræður urðu um Söfnunarsjóð íslands. — Mæltj Eysteinn Jónsson með samþykkt frumvarpsins ásamt breytingar- tillögu Páls Zóphoníassonar, sem felur í sér að óheimilt sé að hækka vexti á eldri lánum sjóðs- ins eða að segja þeim upp. Gunnar Thoroddsen mælti ein- dregið gegn þessu og hafði þar fyrir sér ósk sjóðsstjórnarinnar. Höfðu þeir Jóhann Jósefsson flutt við málið brtill. þess efnis að síðasti málsliður 1. greinar falli niður. Gegn þessu lögðust Eysteinn Jónsson, Páll Zóphoníasson og Bernharð Stefánsson. Var tillaga þeirra Gunnars og Jóhanns felld Og frumvarpið afgreitt að breyt- ingartillögu Páls samþykktri til Neðri deildar með 8 samhljóða atkvæðum. Sjálfstæðismenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna og gerði Gunnar Thoroddsen þá grein fyrir atkvæði sínu, að hann væri fylgjandi frumvarpinu að öðru leyti en 1. greininni. Frum- varpið þannig breytt, sem nú væri orðið, væri alveg fráleitt. Óskaði hann eftir því að fjár- málaráðherra hlutaðist til að ein- hver sómasamleg afgreiðsla feng- ist á málinu í Neðri deild. UMRÆÐUR UM FRUMVARP UM HÁSKÓLA Þá urðu í deildinni allmiklar umræður um frumvarp um Há- skóla íslands. Talaði Alfreð Gíslason fyrir breytingatillögum í 6 liðum er hann hefur lagt fram við frumvarpið. Var það alllangt mál. Gylfi Þ. Gíslason talaði hins vegar gegn þeim. — XJmræðu var frestað. Þá var umræðu einnig frestað um frumvarp um sandgræðslu og heftingu sandfoks, vegna þess að deildin var ekki ályktunarfær, þar sem svo margir þingmenn voru fjarverandi. Sameining Áiengisverzlunar og Tóbakseinkasölu í GÆR var lögð fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um sameiningu Áfengisverzlunar rík isins og Tóbakseinkasölu ríkis- ins, sem þeir Magnús Jówsson og Sigurður Bjarnason flytja. Till. hljóðar svo: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess, að auðið sé að sameina í eitt fyrirtæki Áfeng isverzlun ríkisins og Tóbakseinka sölu ríkisins, og leggja fyrir Al- þingi, svo fljótt sem verða má, tillögur um þær breytingar, sem gera þarf á gildandi lögum um stofnanir þessar í sambandi við sameininguna“. GREINARGERÐ Árið 1950 lagði fjármálaráð- herra í umboði ríkisstjórnarinn- ar fyrir Alþingi frumvarp til laga um Áfengis- og tóbakseinka- sölu ríkisins. í athugasemdum við frumvarpið var svo að orði komizt um tilgang þess: „í frumvarpi þessu er lagt til að sameina í eina stofnun Áfeng- isverzlun ríkisins og Tóbakseinka sölu ríkisins. Ríkisstjórnin hefur leitazt við að finna leiðir til þess að draga úr kostnaði við ríkis- reksturinn og gera hann hagfelld ari. Hefir verið skýrt frá nokkr- um ráðstöfunum, sem ríkisstjórn in hefur ýmist gert í þessu skyni eða mun gera tillögur um. Ein þeirra er sú, að sameina þessi tvö fyrirtæki, svo sem frumvarp þetta gerir ráð fyrir. Telja menn sig mega vona, að af þessu leiði sparnað í beinum rekstrarkostn- aði stofnananna". Frumvarp þetta varð ekki út- rætt, og hefir málið ekki verið tekið upp síðan. Naumast mun verða ágreining- ur um nauðsyn þess að reyna rneð einhverju móti að draga úr rekstrarkostnaði ríkisins, og það var á sínum tí:na álit þáverandi — og einnig núverandi — fjár- málaráðherra, sem manna bezta aðstöðu hefur til að meta þau atriði, að sameining þessara tveggja ríkisstofnana gæti leitt til töluverðs sparnaðar í rekstri fyrirtækj anna. Engin ástarða er til að álíta, að ekki sé nú hægt að ná sama árangri með samein- ingu fyrirtækjanna. Þegar umrætt stjórnarfrum- var flutt áx-ið 1950, mun það m. a. hafa átt töluverðan þátt í að hindra framgang málsins, að for- stjórastaðan við hvorugt fyrir- tækið var þá laus. Nú standa hins vegar svo sakir, að forstjóri annars fyrirtækisins er að hætta störfum, svo að sameiningin þarf ekki að leiða til þess, að af þeim sökum þurfi að láta forstjóra ann ars fyrirtækisins. víkja. Flutningsmenn þessarar tillögu hafa því talið rétt að hreyfa þess- ai-i sparnaðartillögu nú með hlið- sjón af þessum ástæðum. Teljum við réttara að taka málið upp í þingsályktunarformi heldur en endurflytja stjórnarfrumvarpið frá 1950, þar sem nú er orðið álið- ið þings og óvíst, að frumvarp Frh. á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.