Morgunblaðið - 12.05.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.05.1957, Blaðsíða 3
Sunnudagur 12. mal 1957 MORGVNBLAÐIÐ 3 Or verinu TOGAR^RNIR. Framan af vikunni voru suð- lægar áttir, en hækkaði síðari hlutann. Yfirleitt var alltaf gott fiskiveður. Flest skipin hafa verið út af Vestfjörðum, og á Halanum og austan við ísafjarðardjúp og nokkur í djúpinu út af Skaga- grunni. Nokkur skip eru komin til Grænlands. Aldrei þessu vant hefur undan farna viku verið góður afli hjá togurunum út af Vestfjörðum, og mörg skip fengið þar mikinn afla, þorsk og sprak. Fylltu skip- in sig þar á tiltölulega skömmum tíma og komu þaðan jafnvel með fisk á þilfari. Það kemur oft hlaup þarna um þetta leyti. Ann ars virðist nú einnig vera fisk- ur fyrir öllu Norðurlandi, og tog arar og togbátar hafa aflað ágæt- lega t.d. út af Skagagrunni. Sjó- menn eru að vona, að þetta end- ist eitthvað, svo að skipin nái a. hlaup þarna um þetta leyti. Ann ars er feiknaurmull af skipum þarna, allra þjóða. Við Grænland hefur verið frek ar dauft yfir aflabrögðunum. ís hefur þó ekki hamlað þar veið- um, heldur virðist fiskur enn ekki genginn. Það er eftirtektarvert, að Egill Skailagrímsson fékk ágætis karfaafla í kantinum út af Skaga, en fór þaðan fljótt, er fréttist um aflabrögðin fyrir vestan. FISKLANDANIR. vestmannaeyjar. Lítill afli hefuf borizt á land síðustu viku. Nokkrir bátar voru með net sín úti fyrrihluta vik- unnar, en í fyrradag kom síðasti báturinn með netin í land. Var aflinn 500 fiskar. Er nú unnið að því að þrífa bát ana og gera við þá. Þeir fáu, sem róa með hand- færi, aíla lítið, enda ekki verið hagstæð sjóveður fyrir þá. V.s. Katla kom í fyrradag á út- leið og tók allmarga Færeyinga. Voru þeir mjög ánægðir yfir að þurfa ekki að kosta sig suður. Næsti hópur fer með Dr. Alex- andrine, en eitthvað hefur geng- ið illa að fá skipið til þess að koma við, þó er það ekki nema klukkustundar töf. VIÐBRÖGÐ ÚTGERÐAR- MANNA VI® AFLABRESTINN Margir útgerðarmenn eru á- hyggjufullir nú um lokin yfir, hvernig þeir eigi að komast fram úr því „að gera upp“ eftir þessa lélegustu vertíð í minni a.m.k. allra miðaldra manna. Hvar á að taka fé til þess að forða sjóveðum á miklum hluta af flotanum? Karlsefni 127 10 Jón forseti 176 12 Skúli Magnúss. 245 13 Jón Þorlákss. 237 12 Hallv. Fróðad. 233 22 Úranus 277 12 Geir 200 14 Egill Skallagr. 270 10 BÁTARNIR. Afli bátanna hefur verið lítill undanfarna viku og eru flestir búnir að taka upp netin. Hand- færabátar hafa aflað lítið. KEFLAVÍK Allir línubátar hættu i fyrra- dag nema einn. Afli var sára- tregur allt til loka, eða 2—4 lest- ir á skip, komst upp í 5 lestir. Allir netjabátar eru búnir að taka upp. Þetta er rýrasta vertíð, síðan vélbátarnir komu, miðað við all- ar aðstæður, tilkostnað og mögu- leika til að ná í fiskinn. Árið 1936 var eymdarvertíð, en þá voru líka bátarnir miklu minni, styttra sótt og minni tilkostn- aður. Reknetjaveiðin hefur gengið vel, t.d. fengu þeir fjórir bátar, sem eru byrjaðir, við 600 tunnur í fyrradag eða við 150 tunnur að meðaltali. Á handfæri er áfli mjög léleg- ur. AKRANES. Allir bátar eru nú hættir veið- um nema einn. Er það aflahæsti báturinn, sem er með afla við 600 lestir. Einn vélbátur stundar handfæraveiðar. Handfærabátar hafa aflað sæmilega, 500—600 kg. á skip og allt upp í 2000 kg. Síldveiðarnar hafa gengið á- gætlega, þegar gefur. í fyrra- dag fengu t.d. 8 bátar 799 tunnur eða 100 tunnur að meðaltali. í fyrradag var búið að landa 4550 tunnum, og var hæsti báturinn með 1013 tn. afla. Það virðist vera mikið af síld á miðunum. Síldin er stór og falleg, eftir því sem um er að gera um þetta leyti. Þó virðist hún fallegri úr Grindavíkur- sjónum og sízt minna af henni þar. 70% af síldinni er „full“ og stundum yfir það samkvæmt rannsóknum Fiskifélagsins. Útflútningssjóður, sem átti að vera hjálparhella útvegsins, er engan veginn fær um að gegna hlutverki sínu. Frá fyrra ári standa nú upp á sjóðinn greiðsl ur, sem nema um 90 milljónum króna. Mikill hluti þessarar fjár- hæðar átti fyrir löngu að vera greiddur samkv. samningum. í ár átti svo að greiða uppbæturn- ar einum mán. eftir að varan var flutt úr landi ot. gjaldeyrisskil gerð. Framleiðsmvörurnar hafa verið fluttar ör; it og mikið fé þa.mig gjaldfailið, vart minr.a en 60 milljónir kióua, en ógreitt að langmestu ieyíi. Útgerðumerm eru nú kraföir um vátrygginga.’.- iðgjöld, sem útflutningssjóður á að greiða samkvæmt lögunum í vetur. — En það alvarlegasta í þessu efni er, að tekjur útflutn- ingssjóðs eru ekki það hálfa af því, sem gert var ráð fyrir. Eru þetta allt alvarlegri hlutir en svo, að mönnum geti verið rótt yfir ástandinu. Hlutatryggingarsjóður á að vera tiltækur til aðstoðar útgerð- inni, svo langt sem það nær, þar sem lítið hefur verið greitt úr honum undanfarið nema í sam- bandi við síldveiðarnar, en það er aðskilinn fjárhagur þar á milli og þótt eitthvað hafi verið lánað úr þorskveiðideildinni í þessu skyni, stendur ríkissjóður ábyrg- ur fyrir því, En þarna þarf að bregða skjótt við, ef að tilætluðu gagni á rsð verða. Loks mætti svo vekja athygli á þeirri hjálp, sem það væri að skapa mönnum aðstöðu til að halda veiðum áfram viðstöðu- laust nú að lokinni vetrarvertíð. Vissulega hefjast nú veiðar fyrir norðan og austan, eins og vant er, en hér sunnanlands liggur flotinn venjulega aðgerðalaus, þar til farið er norður á síldveið- ar ,en þangað fara aðeins stærstu og bezt búnu skipin, en hin hafa ekkert við að vera fyrr en kem- ur fram í ágúst, að reknetjaveið- in byrjar. Aukin sala á frosinni síld hefur kveikt þær vonir í brjósti, að hér geti verið um fram tíðarútflutning að ræða, sem geti orðið eins mikill og á þorsk- inum. En til þess að svo gæti orð- ið, þarf að vera unnt að hefja frystingu strax á vorin. Spáir sala á vorsíld til Tékka nú í vor góðu í því efni. Líkur eru til, að fleiri þjóðir hafi áhuga á frystri vorsíld. Allur dráttur á fram- kvæmdum í þessu máli getur rið- ið baggamuninn hjá mörgum eins og ástandið er. Það er því einkum fernt, sem útgerðarmenn verða að setja von ir sínar á við þessi erfiðu tíma- mót: 1. Bankarnir líti með sérstök- um skilningi á erfiðleika útvegs- ins vegna aflabrestsins. 2. Útflutningssjóði verði séð fyrir láni til þess að standa við skuldbindingar sínar. 3. Hlutatryggingarsjóður bregði við skjótt með greiðslur samkv. reglum sjóðsins. 4. Tryggt verði, að reknetja- veiði á síld til frystingar og bræðslu geti þegar hafizt á öllum tiltækum skipum. KAUPHÆKKANIR OG SJÁVARÚTVEGURINN Sjávarútvegurinn er meginstoð hins íslenzka þjóðarbúskapar. Blandast nokkrum hugur um, að hann á við mikla erfiðleika að stríða og safnar jafnt og þétt skuldum, jafnframt því sem flot inn gengur úr sér? Er von til, að sá atvinnuvegur, sepi er jafngrátt leikinn bæði sakir aflabrests og þess, hvernig búið er að honum í þjóðfélaginu, geti tekið á sig nýjar og nýjar kauphækkanir. Og þótt það eigi að heita, að verið sé að bæta það upp, þá er það nú svo og svo, og alltaf sígur að minnsta kosti meira og meira á ógæfuhliðina. Stöðvun á kauphækkunum á sl. hausti var sannarlega á 11. stundu. Og ákvörðun Dagsbrún- ar um að halda óbreyttu kaupi áfram til áramóta er hin mikil- vægasta fyrir allan sjávarútveg. En margur er nú kvíðafullur um hvað verkakvennafélagið Fram- sókn gerir 15. þ.m., en þangað til heí'ur hún frest til að segja upp samningum. Verkfall og ef til vill eftirfylgjandi kauphækk- un, þótt ekki væri nema hjá verkakonum, myndi eins og nú standa sakir vera hálfgert rot- högg á fiskiðnaðinn í landinu, eftir að frystihúsin höfðu fallizt á að greiða óbreytt fiskverð um síðustu áramót. Um skipulngningu skrúðgurðu eftir Jón H. Björnsson ÞANNIG er algengt, að fólk planti í garða sína. Venjulega er röð af trjám plantað meðfram girðingu. Trén bera laufkrónu sína langt fyrir ofan grasflöt, og breitt opið moldarbeð er undir. Þegar trén stækka eiga þau I harðri samkeppni hvert við ann- að. Þegar fer að sjá undir lauf- krónuna hætta trén að verka' sem gróðurumgjörð fyrir garðinn. Ó- gerlegt verður að rækta góðan grasblett vegna skugga af trján- um. Moldarbeðin krefjast mikill- ar hirðu. í þessum garði er gróð- urinn ekki látinn skapa fagrar línur. Með samstillingu trjáa og skrautrunna má færa laufþakið niður undir grasflöt. Tilbreyting fæst í útlínu og hæðarlínu gróð- urumgjarðar. Með gróðurum- gjörð má skapa fagrar línur í garðinn, sem geta verið óháðar lóðarlínum. Þannig er hægt með línum og formum að móta lands- lag í garðinn. Línur í garðinum verða að hafa einhvern tilgang, til dæmis geta þær leitt athygli augans að áhrifamiklum stað í garðinum. SALA A SILDAR- FYRNINGUM. Búið er að selja allar fyrning- ar á beitusíld, fyrir sæmilegt verð, samtals 1850 lestir. Það er nú raunar búið að selja þrisvar sinnum allar beitusíldarbirgðarn ar! En það hefur alltaf verið að draga meira og meira úr línuút- gerðinni eftir því sem á vertíðina hefur liðið vegna aflaleysis, svo að komið hefur í ljós að meira og meira hefur orðið eftir af beitu- síld. Þéssi sala er mjög, mikil- væg, því að oft hefur á vorin í vertíðarlok orðið að setja í fiski- mjöl það, sem þá var eftir. Tívolí opnar í dag Ljón og krókódilar verða þar til sýnis TÍVOLÍ, hinn vinsæli skemmtigarður Reykvíkinga, verður opnað- ur í dag. — Þessi skemmtigarður, sem um mörg undan- farin sumur hefur verið ríkur þáttur í lífi bæjarbúa, ungra jafnt sem gamalla, heilsar nú sumri í nýjum búningi. Hefur að und- anförnu verið unnið að breytingum og snyrtingu á garðinum, allt hefur þar verið málað í hólf og gólf, skemmtitæki endurnýjuð og unnið að margháttuðum undirbúningi sumarstarfseminnar. Meðal nýjunga í garðinum má nefna dýrasýningu, fjölbreyttari en þá, sem gerð var tilraun með í fyrra, en hún náði miklum vin- sældum eins og menn muna. Af dýrum að þessu sinni, má nefna, ljón, krókódíla, slöngur, apa, íkorna, fugla, ýmiss konar, þar á meðal uglur, fiska og margt fleira. Komið hefur verið upp litlu kvikmyndahúsi, en þar verða sýndar ýmsar frétta,teikni, skop-, cg fræðslukvikmyndir. — Sýningum verður hagað með svip uðu sniði og tíðkast í erlendum skemmtigörðum. Flughringekja verður í garðinum, en það er eitt vinsælasta tæki erlendra skemmtigarða. Þá er það og ný- mæli, að dansað verður í garð- inum á nýjum palli alla þá daga, sem garðurinn verur opinn og mun þar öðru hverju verða efnt til danskeppni, meðal annars í hinum vinsæla rokkdansi, svo og kunnur danskur prófessor segir: Enginn n ísienzku hnndritin svo rikisstjórnin getur ráðstafað fyeim PRÓFESSOR Alf Ross ritar grein í síðasta hefti lögfræðitímarits- ins Ugeskrift for Retsvæsen um eignarrétt að íslenzku handrit- unum. Kemst prófessorinn að þeirri niðurstöðu að Kaupmanna- hafnarháskóli hafi ekki eignarrétt að handritunum. Ríkisstjórnin geti ráðstafað þeim eins og henni hentar. Alf Ross ræðir um það að nefndin sem skipuð var 1953 til að athuga handritamálið hafi enga skýra afstöðu tekið til þess grundvallaratriðis, hver sé lög- legur eigandi handritanna. — Að vísu kemst nefndin að þeirri niðurstöðu, að íslendingar eigi ekkert lagalegt tilkall til hand- ritanna og einnig er nokkuð »8 því vikið að ríkið geti gefið safn Árna Magnúsosnar, án þess þó að það eigi þetta safn. Enginn hefur tekið skýra af- stöðu varðandi eignarrétt hand- ritanna né það yfirhöfuð, hvort ríkið getur gefið handritin. Tel- ur Alf Ross það furðulegt hjá handritanefndinni að gera sér ekki grein fyrir þessu. Ross kemst að lokum að þeirri niðurstöðu, að enginn eigi raun- verul. eignarréttartilkall til Árna Magnússonar-safsins, hvorki Árna Magnússonar-stofnunin né háskólinn.'Ég get ekki fallizt á annað, ef það er mikilvægt frá þjóðhagslegu sjónarmiði, en að ríkisstjórnin geti hagað þessum málum eins og hún telur réttast. Þar skiptir ekki máli lengur hver var vilji man-ns, sem er látinn fyrir meira en 200 árum. Ross álítur að ríkisstjórnm geti ákveðið með einfaldri stjórn valdsráðstöfun, hvað gera skuli við handritin og það algerlega án samþykkis Árna Magnússonar- stofnunarinnar og háskólans. Þé telur hann að tryggasta leiðin sé að setja lög um meðferð handrit- anna. gömlu dönsunum, og er þar með tryggt að þarna verði eitthvað fyrir alla. Eldri tæki hafa öll verið tekin til gagngerrar lagfær- ingar. Miðasala verður nú höfð við öll tæki til þess að koma í veg fyrir hvimleiðar biðraðir. Komið verður upp sérstökum bamaskemmtunum í garðinum og ýmis úrvals skemmtiatriði verða þar öðru hverju. Verð aðgöngumiða verður, þrátt fyrir vaxandi dýrtíð, óbreytt frá því, sem verið hefir í garðinum undanfarin ár. Skemmtigarðurinn verður ein- göngu opinn laugardaga, sunnu- daga og á sérstökum hátíðisdög- um Strætisvagnar ganga frá Bún— aðarfélagshúsinu gestum til hægðarauka, þegar garðurinn er opinn, og munu Strætisvagnar Reykjavíkur annast farþega- flutninginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.