Morgunblaðið - 18.05.1957, Blaðsíða 1
16 síður og Lesbók
44. árgangur
110. tbl. — Laugardagur 18. maí 1957.
Prentsmiðja Morgunblaðsin#
Ný ofsóknarfrumvarp, stjórnarliðsins lögð fram á Alþingi í gœr:
ÞRJÚ BANKAFRUMVÖRP SEM HAFA
ÞANN TILGANG AD STOFNA NÝ
BANKASTJÓRAEMBÆTTI OG
RÁÐSTAFA ÖÐRUM
Kommúnislar fú þýðingarmiklar
slöðnr ■ bankakerfinu
IMiðurlagning IJtvegsbanka Is-
lands h.f. — eignarnám hluta-
bréfa og stofnun nýs ríkisbanka
FRUMVÖRP til nýrrar bankalöggjafar, sem stjórnarflokkarnir
hafa boðað og beðið hefur verið eftir allan þingtimann, voru
lögð fram á Alþingi í gærdag.
Meginatriðin í frumvörpunum eru að setja seðlabanka Lands-
bankans undir sérstaka stjórn 5 manna, en af þeim eru tveir jafn-
framt bankastjórar seðlabankans. Útvegsbanki íslands h.f. er lagður
niður sem hlutafélag og tekin eignarnámi hlutabréf í einkaeign.
Er síðan stofnaður nýr banki, Útvegsbanki Islands, sem er ríkis-
banki. Loks er gert ráð fyrir „endurskipulagningu" á bankaráði
Framkvæmdabanka fslands.
Þetta eru aðalatriðin að formi til, þó ljóst sé að raunverulegi
tilgangurinn er að leggja bankana undir yfirstjórn ríkisstjórnar-
liðsins og leiða kommúnista þar með til sætis og valda í bönk-
unum. Fá þeir þar með nýjan vettvang fyrir moldvörpustarf sitt.
Sú bankalöggjöf, sem á að um-
bylta með hinum nýju frv. var
sett fyrir forgöngu Framsóknar-
manna sjálfra. Fyrir atburðanna
rás hafði sá flokkur um skeið
ekki þau tök á stjórnum bank-
anna, sem hann óskaði og eru
hin nýju frv. framkomin til að
veita núv. stjórnarflokkum að-
stöðu til fullra yfirráða í öllum
bönkunum, eins og áður er sagt.
Er hér um beina ofsóknarher-
HELSINGFORS, 17. maí. —
Stjórn Fagerholms hefur ákveð-
ið að taka lausnarbeiðni sína aft-
ur. Finnski þjóðflokkurinn ákvað
í dag að hætta aðild að stjórn-
inni. Flokkurinn átti einn ráð-
herra í stjórninni, prófessor Eino
Saari, félagsmálaráðherra. -—
Fagerholm sagði í dag, að þessi
ákvörðun þjóðflokksins kæmi
engum á óvart, það hefði fyrir
löngu verið vitað, að hann vildi
ekki bera ábyrgð á aðgerðum
stjórnarinnar. — NTB.
Sokkinn kafbátnr?
HAAG, 17. maí. — Danskt skip
á Norðursjó sá í kvöld bauju,
sem kastar frá sér ljósi með
ákveðnu millibili. Sjómenn segja,
að þarna sé um neyðarbauju að
ræða og hafi kafbátur sokkið á
þessum slóðum. Brezka flota-
málaráðuneytið hefur tilkynnt,
að engir brezkir né bandarískir
kafbátar hafi verið á siglingu
þarna.
ferð að ræða, en þær margra
mánaða tafir, sem orðið hafa á
framlagningu þessara frumvarpa
stafa ekki af því, að stjórnar-
flokkarnir hafi ekki komið sér
saman um að gera sjálfa herför-
ina, heldur hefur ágreiningur um,
hvernig deila eigi herfanginu,
valdið drættinum. Hefur bardagi
um hvernig skipta eigi stöðunum
milli flokkanna staðið allan þing-
tímann.
Úr miklu er að moða fyrir
stjórnarflokkana, því stofnaðar
eru tvær nýjar bankastjórastöð-
ur við Seðlabankann og ráðgert
að fella niður umboð núverandi
bankastjóra Landsbankans og Út
vegsbankans hf.
Loks verður svo bankaráð
Landsbankans og Framkvæmda-
bankans skipað að nýju, nýtt
bankaráð sett við hinn nýja rík-
isbanka, Útvegsbankann og þrír
stjórnarmenn settir við Seðla-
bankann. Hér er því væntanlega
eitthvað handa öllum stjórnar-
flokkunum.
Slík ofsóknarherferð, sem
hér er gerð með það fyrir aug-
um, að einstakir stjórnmála-
flokkar geti náð undir sig öll-
um völdum í bankakerfi lands
ins, er til þess fallin að vekja
ótrú á fjármálakerfi landsins
bæði innanlands og út á við.
Verður hér á eftir gerð grein
fyrir aðalatriðum hinna nýju
frumvarpa.
RREYTINGIN Á
LANDSBANKA ÍSLANDS
Landsbanki íslands skal skipt-
ast í 2 aðaldeildir, Seðlabanka
íslands og Viðskiptabanka, sem
hvor um sig lýtur sérstakri
stjórn. Veðdeild og stofnlána-
deild sjávarútvegsins falla undir
Seðlabankann, en sparisjóðsdeild
undir Viðskiptabankann. Skal al-
Framh. á bls. 2
Meiri möguleikar
LUNDÚNUM, 17. maí. — Har-
old Stassen, fulltrúl Banda-
ríkjanna í afvopnunarnefnd-
inni, kom í dag til New York
í leið sinni til Washington,
þar sem hann mun ræða við
Eisenhower Bandarikjaforseta
um afvopnunartillögur Rússa.
Stassen sagði við fréttamenn
á flugvellinum í New York,
að nú væru meiri möguleikar
í því, að eitthvert samkomu
lag næðist um afvopnunar-
málin en nokkru sinni fyrr.
— t dag fór Zorin, fulltrúi
Rússa í afvopnunarnefndinni,
áleiðis til Moskvu, þar sem
hann mun ræða við leiðtoga
Rússa um viðræðurnar í Lund
Ovíst, hvort Mollet stenzt
eldraun í franska þinginu
Hann biður um nýja skatta — og traust
IDAG hófust í franska þinginu umræður um nýjar skattaálögur,
sem eiga að standa straum af hernaði Frakka í Alsír og við
Súez. Stjórnina skortir 150 milljarða franka til þessara hernaðar-
aðgerða sinna. Fréttamenn segja, að fjáröflunartillögur stjórnar-
innar eigi erfitt uppdráttar í þinginu og sé engu hægt að spá um
afdrif jieirra.
Eins og skýrt hefur verið frá í fréttum var Coty Frakklandsforseti
í heimsókn á Ítalíu og kom þá m. a. í Vatíkanið til Píusar páfa. —
Heimsókn hans þangað þótti sögulegur atburður, því að nú eru
liðin meira en 1000 ár frá því að þjóðhöfðingi Frakka hefur gengið
á fund páfa. Næstur á undan Coty var Karlamagnús, sem krýndur
▼ar í Péturskirkjunni árið 800. — Myndin er af Píusi páfa og René
Coty Farkklandsforseta,
Stjórnarandstaðan lagði í upp-
hafi umræðnanna fram tillögur
þess efnis, að þeim yrði frestað,
en hún var felld, svo að líkur
benda til, að stjórn Mollets muni
standast eldraunina í þinginu. —
287 þingmenn greiddu atkvæði
gegn tillögunni, en 145 með
henni. Um 150 þingmenn voru
fjarverandi. — Tillagan var bor-
in fram af óháðum íhaldsmönn-
um og fékk stuðning hjá poujad-
istum, en einnig greiddu ýmsir
þingmenn annarra flokka henni
atkvæði. Jafnaðarmenn, kristi-
legir demókratar og radíkalir
greiddu atkvæði gegn tillögunni.
Mollet forsætisráðherra hef
ur tilkynnt, að hann líti á það
sem vantraust á stjórn sína,
ef frumvarp hans um nýja
skatta nær ekki fram að
ganga.
Gekk að óskum
LUNDÚNUM, 17. maí. — Mac-
millan, forsætisráðherra Breta,
sagði í dag, að vetnissprengju-
tilraun Breta á Kyrrahafi hefði
gengið að óskum. — Þá hefur
brezka stjórnin tilkynnt, að mæl-
ingar hafi sýnt, að lítil geislun
fylgi í kjölfar sprengingarinnar.
Engin óhöpp urðu í sambandi við
sprenginguna. — NTB.
Stj órnarkr eppan
1 Danmörku
í EINKASKEYTl til Mbl. frá
fréttaritara þess í Kaup-
mannahöfn segir, að á fundi
stjórnmálaleiðtoganna í gær
hafi verið rætt um meirihluta
stjórn, sem margir flokkar
ættu aðild að, en umræður
þessar hafi verið árangurs-
lausar. Því næst var rætt um
möguleika á myndun minni
hluta stjórnar. Jafnaðarmenn
vilja, að H. C. Hansen myndi
nýja stjórn og bæði þeir og
radíkalir ráða frá því, að
mynduð verði stjórn íhalds-
og vinstrimanna einna. —
Aftur á móti eru radíkalir fús-
ir að veita stjórn, sem vinstri-
menn mynda einir, stuðning
sinn. Viðræður stjórnmála-
leiðtoga hefjast aftur á mánu-
dag.
★
Fréttaritari NTB símar, að stjórn-
arkreppan í Danmörku verði
ekki leyst fyrir hina opinberu
heimsókn Bretadrottningar þang-
að. Stjórnmálamenn létu í það
skína í dag, að ný stjórn yrði
sennilega ekki mynduð í Dan-
mörku fyrr en n. k. föstudag.
Síðdegis í dag var haldinn
fundur stjórnmálaleiðtoganna í
forsætisráðuneytinu og kom þar
fram sú skoðun jafnaðarmanna
og radikala, að ekki væri rétt,
að mynduð yrði stjórn íhalds- og
vinstrimanna einna. — Radíkalir
ætla að kalla saman miðstjórn
flokksins nk. mánud. og á hún að
ræða og taka afstöðu til stjórn-
armyndunar. Réttarsambandið
hefur einnig boðað fund flokks-
ráðs síns á mánudag.
„Friendly Persnasion” - - bezta myndin í Cannes
CANNES, 17. maí. — A kvik-
myndahátíðinni hér í dag, var
bandaríska myndin „Friendly
Persuasion“ kjörin bezta mynd
hátíðarinnar. Kvikmyndina tók
William Wyler og leikur Cary
Cooper aðalhlutverkið. — Kvik-
myndin á að gerast í bandaríska
borgarastríðinu.
Þá hlaut pólska myndin „Kan-
al Swer“ einnig verðlaun, svo og
ný sænsk kvikmynd eftir leik-
stjórann fræga, Ingimar Berg-
mann. — Pólska myndin lýsir
baráttu andspyrnuhreyfingar Pól
verja við Þjóðverja. — Þá fékk
rússneska kvikmyndin „Sorkok
Pervyi“ einnig verðlaun.
Bandaríski kvikmyndaleikar-
inn, John Kitzmiller, sem er
blökkumaður, fékk verðlaun fyr-
ir bezta leik karlmanna (í mynd-
inni „Dodiha miru“, sem er júgó-
slavnesk), en ítalska leikkonan
Masína fyrir bezta kvenhlutverk-
ið (í „Notti Di Cabria"), sem
maður hennar Federico Fellini
stjórnaði. Hann er einn af fræg-
ustu leikstjórum ítala („La
Strada“, sem hér hefur verið
sýnd). — Margar fleiri myndir
fengu ágætar viðtökur, þ. á. m.
danska Grænlandsmyndin „Qivi-
tok“.