Morgunblaðið - 18.05.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.05.1957, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 18. maí 1957 ÍA ustan Edens eftir John Steinbeck 37 i j vegna kemurðu ekki hingað suður?“ Sex mánuðum síðar kom annað kort frá Buenos Aires: — „Kæri Charles! Þetta er nú meiri borg- in! Hér tala menn baeði frönsku og Spænsku. Ég sendi þér bók..!“ En aldrei kom nein bókin. Charles beið eftir henni allan veturinn og langt fram á vor. Og í stað bókarinnar kom svo Adam sjálfur. Hann var brúnn á hörund og fötin hans með fram- andi sniði. „Hvernig líður þér?“, spurði Charles. „Ágætlega! Fékkstu bókina?“ „Nei!“ „Hvað skyldi hafa orðið um hana? Það voru myndir í henni!“ „Ætlarðu að sitja um kyrrt hérna?" 1) Peta, hefurðu séð stóran hund af sankti-Bernhardskyni. . hann er með dapurlegan augna- avip og .... □-------------------□ Þýðing Sverrir Haraldsson □-------------------□ „Ég býst við því. Ég ætla að segja þér ýmislegt um landið". „Ég kæri mig ekkert um að heyra það“, sagði Charles. „Þú ert ekkert sérstaklega alúðlegur!“ „Ég get bara alveg séð það fyr- ir, hvernig gamla sagan á eftir að endurtakast. Þú verður hér svona á.a.g. eitt ár og þá grípur sama eirðarleysið þig og gerir mig líka eirðarlausan. Við ausum illyrðum hvor yfir annan og svo reynum við að v'era kurt- eisir hvor við annan — og það 2) Andi þinn er alveg öruggur, Maxkús. er enn verra!! Svo rjúkum við upp og þú ferð í burtu og svo kemurðu aftur og sama sagan endurtekur sig!“ Adam sagði: — „Viltu þá ekki að ég sé hérna?" „Jú, fjandinn hafi það!“, sagði Charles. — „Ég sakna þín, þegar þú ert ekki heima. En ég sé það bara alveg fyrir mér, hvernig sama sagan á eftir að endurtaka sig!“ Og sama sagan endurtók sig. í fyrstu röbbuðu þeir saman um gamla daga, rifjuðu upp gamla viðburði og sögðu hvor öðrum frá því, er á daga þeirra hafði drifið og að lokum kom svo tími hinna löngu, ömurlegu þagna, tími erfiðis án orðaskipta, tími þvingaðrar kurteisi, tími ónota og reiði. Eitt kvöld sagði Adam: — „Ég er næstum 37 ára. Það er hálf mannsævi!" „Byrjarðu nú aftur?“, sagði Charles. — „Sama gamla þulan 3) Er hann hérna? Prottinn minn. Ég vil lá að sjá hann strax. um þitt glataða líf! Heyrðu Adam, getum við ekki komizt hjá því að verða óvinir, í þetta skipti?“ „Hvað áttu við?“ „Jú ef að líkum lætur, þá rífumst við og skömmumst í 3 eða 4 vikur, þangað til þú tekur saman pjönkur þínar og ferð. Ef þú ert orðinn eirðar- laus, geturðu þá ekki bara farið strax og hlift okkur báðum við öllum þessum óþægindum. Adam hló og hinn lamandi óróleiki, sem lá í loftinu, hvarf á svipstundu. — „Ég á sannarlega ráðsnjallan bróður!“, sagði hann. — „Vertu annars alveg ókvíð- inn. Þegar eirðarleysið grípur mig, skal ég fara, þegjandi og hljóðalaust. Þú mátt treysta því. Þú ert orðinn ríkur, er þad ekki Charles?" „Mér hefur búnazt vel, en það er nú kannske fullmikið að segja að ég sé ríkur!“ „Charles þú hefur gert þetta að fallegustu jörðinni í öllu héraðinu og þótt víðar væri leit- að. Hvers vegna reisum við ekki nýtt hús — með baðkeri, vatns- leiðslu og vatns-salerni? Við er- um ekki lengur neinir fátækl- ingar. Það er fullyrt, að þú sért einn allra ríkasti maður hér um slóðir!" „Við höfum enga þörf fyrir nýtt hús“, sagði Charles þurr- lega. — „Þú ættir að reyna að 4) Gamli maðurinn hefur heyrt allt samtalið. Biddu þangað til þú ert búinn að borða. venja þig af þessum barnalegu hugsunum þínum!“ „Það væri nú ólíkt þægilegra að geta skroppið inn í snyrti- herbergið og þurfa ekki að fara út til að athafna sig!“ „Láttu engan heyra svona vit- leysu!“ Adam var skemmt: — „Kann- ske ég reisi þá fallegt, lítið hús handa mér, yfir í skógarrjóðrinu. Hvernig litist þér á það? Þá þyrftum við ekki lengur að þreyta hvor annan!“ „Ég kæri mig ekkert um að hafa annað hús hérna!“ „Ég þarf ekki þitt leyfi, bróðir sæll. Á ég kannske ekki hálfa jörðina hérna?“ „Ég skal kaupa af þér þinn helming" „En ég ætla bara ekki að selja hann, fyrst um sinn“ Augun í Charles skutu neist- um: — „Ég myndi kveikja í hel- vítis kofanum og brenna hann til ösku!“ „Ég veit að þú myndir gera það“, sagði Adam, skyndilega alvarlegur.“ Já, ég er viss um að þú myndir gera það. Hvers vegna ertu svona á svipinn?" Charles sagði hægt: — „Ég hefi hugsað mikið um það. Og ég var að vona, að þú myndir færa það í tal. En ég býst ekki við að þú gerir það hér eftir“ „Hvað áttu við?“ „Manstu eftir því, þegar þú sendir mér skeytið og baðst mig um hundrað dollara?" „Ja, hvort ég man! Þeir björg- uðu áreiðanlega lífi mínu! Eb hvað koma þeir málinu við?“ „Þú hefur aldrei borgað mér þá aftur!“ „Ég hlýt að hafa gert það!“ „Nei, þú hefur aldrei borgað mér þá!“ Adam leit niður á gamla borð- ið, þar sem Cyrus hafði setið og barið í tréfótinn með priki Og gamli olíulampinn hékk uppi yfir miðju borðinu og varpaði flöktandi, gulum bjarma urn ailt herbergið. Adam sagði hægt: — „Ég skal borga þér á morgun“ „Ég gaf þér langan umhugs- unartíma og gjaldfrest!" „Já, Charles. Það gerðirðu. Ég hefði ekki átt að gleyma þessu.!“ Hann þagnaði, sat hugsi um stund og sagði loks: — „Þú veizt ekki hvers vegna ég þarfnaðist pen- inganna?“ „Ég spurði þig aldrei um það“ ■ „Nei og ég sagði þér það aldrei. Kannske skammaðist ég mín. — Ég var fangi, Charles! Ég strauk! — komst undan“ Undrunarsvipur kom á andlit Charles og hann starði á Adam, opnum munni: — „Hvað ertu að tala um?“ „Ég ætla nú að segja þér alla söguna. Ég var flakkari og var tekinn fastur fyrir flakk og var látinn vinna nauðungarvinnu úti á þjóvegunum — við vorum hlekkjaðir saman á nóttunum. Mér var sleppt lausum eftir sex mánuði, en var jafnskjótt hand- tekinn aftur. Þannig eru allir vegirnir hjá þeim gerðir. Þegar ekki voru eftir nema þrír dagar af tímanum, strauk ég frá þeim SBUtvarpiö Laugardagur 18. maí: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 19,00 Tóm- stundaþáttur barna og unglinga (Jón Pólsson). 19,30 Einsöngur: Ivar Andrésen syngur (plötur). 20,30 Upplestur: „Hlið himinsins“ smásaga eftir Jóhannes Helga (Helgi Hjörvar). 20,55 Tónleikar (piötur). 21,15 Leikrit: „Keisar- inn og skopleikarinn" eftir Fried- rich Feld, í þýðingu Bjarna Bene- diktssonar frá Hofteigi. (Áður út- varpað fyrir sjö árum). •— Leik- stjóri: Lárus Pálsson. Leikendurt Þorsteinn ö. Stephensen, Baldvin Halldórsson, Valdimar Helgason og Lárus Pálsaon. 22,10 Danslö* (plötur). 24,00 Dagekrárlek. Skemmlileg rishæð TIL SÖLU við Bugðulæk, 5 herbergi, bað, eldhús og geymslur, stórar svalir. Uppl. i síma 6155. Fallegasta sumarhusið sem til er i Fossvogi, er til sölu. Laust strax. Því fylgir 2 ha. af ágætlega ræktuðu erfðafestulandi, svo er þar og bílskúr. Verðið er lítið. Útborgun og greiðsluskilmálar góðir. Uppl. gefur PÉTUR JAKOBSSON, löggiltur fasteignasali, Kárastíg 12 — sími 4492. Bifreiðaeígendur 14. MAÍ rann út greiðslufrestur á iðgjöldum fyrir hinar lög- boðnu ábyrgðartryggingar (skyldutryggingar) bifreiða. Eru því allir þeir, sem hlut eiga að máli, alvarlega varaðir við að draga frekar, að greiða iðgjöld sín. BIFREHöATRYGGINGAFÉLÖGIN. TIL SOLU kfallaraíbúð að mestu ofanjarðar í nýlegu húsi, 3 herbergi og eld- hús, með öllum þægindum. Upplýsingar á Nesvegi 5, kjallara og í síma 80233. Góð kaup 2 hæðir í nýju húsi við Fífuhvammsveg í Kópavogs- kaupstað eru til sölu. Mjög sanngjarnt verð og óvenju lítil útborgun. Hæðirnar seljast sín í hvoru lagi, eða saman. Sala og samningar LAUGAVEGI 2» Sími 6916. Skrúðgarðaeigendur Tökum að okkur alla skrúðgarðavinnu, standsetningu nýrra lóða. Útvegum efni. —Vanir garðyrkjumenn. Skrúður sf. Allar upplýsingar hjá Blóm og Grænmeti, Skólavörðustíg 10 — sími 5474. M A R K Ú S Eftir Ed Dodd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.