Morgunblaðið - 18.05.1957, Blaðsíða 6
6
MORCUl\BLAÐIÐ
Laugardagur 18. mal 1957
Atmœlismót Trjálsíþrötfaráðsins í
7,05 í langst. og 15,19 í kúliav. o.
gefa vonir um afrek í sumar
T SÆMILEGU veðri, en frekar köldu þó, fór fram annað frjáls-
íþróttamót sumarsins. Var það mót Frjálsíþróttaráðs Reykja-
víkur og náðist þar mjög athyglisverður árangur £ sumum grein-
»im, jafnvel þó þeirri staðreynd sé gleymt, að enn er aðeins 16.
aoa og aldrei hafa mótin byrjað jafnsnemma og nú.
-( ★ )-
Það sem hæst ber á mótinu
er árangur í langstökki, 7,05
hjá Vilhjálmi Einarssyni og
í kúluvarpi 15,19 hjá Skúla
Thorarensen. Þessi tvö afrek
gefa sannarlega ljósar vonir
um árangur síðar í sumar.
Svipaða sögn er að segja
um stangarstökk Valbjöms,
4,00 m og kringlukast Þor-
steins Löve á 48. metra.
Hlaupararnir áttu erfiðast upp
★ ÚRSLIT
A. fl. 100 m.:
1. I>órir Þorsteinsson Á
2. Guðm. Vilhjálmsson ÍR
3. Daníel Halldórsson ÍR
B. fl. 100 m.:
1. Guðm. Guðjónsson KR
2. Unnar Jónsson, ÍR
3. —4. Björn Jóhannss. ÍBK
3.—4. Trausti Ólafsson Á
400 m.:
1. Þórir Þorsteinsson Á
2. Svavar Markússon KR
1500 m. hl. unglinga:
1. Kristl. Guðbjörnss. KR
2. Daníel Njálsson UMFÞ
3. Agn. B. Sigurvinss. ÍBK 4:35,8
3000 m.hL:
1. Sigurður Guðnason ÍR 9:08,4
51,0
51,6
4:07,4
4:29,8
Valbjöm: — Stökk 4 metra 16.
maí. Hvað gerir haun síðar i
sumar?
dráttar. Veðrið hefur mest áhrif
á getu þeirra. Árangur Krist-
leifs í 1500 m hlaupinu og Sig.
Guðnasonar í 3000 m er allgóð-
ur. Þórir er okkar bezti á styttri
vegalengdum, því að það er af-
rek að vinna 100 og 400 m á
sama móti.
★ ★ ★
Örn Clausen var meðal kepp-
•nda og náði næstum persónu-
legu meti í kúluvarpi. Vonandi
sést hann á fleiri mótum í sumar.
Stökk
stangorstökk
tótbr otinn!
í stangarstökkskeppninni á
frjálsíþróttamótinu vildi það
óhapp til, að einn keppenda,
Brynjar Jensson, fótbrotnaði.
Slysið vildi þannig til, að
Brynjar kom skakkt út úr
stökkinu og kom illa niður.
Dofnaði fótur hans þegar, og
þó að hann hefði eymsli, hélt
hann áfram keppninni.
Nokkra siðar jókst verkurinn
í fætinum og við athugun kom
í ljós að ristin var brotin.
Orsök slyssins má fyrst og
fremst telja þá, að mjög lítill
sandur var í stökkgryfjunni.
Slíkt er alveg óhæft, því að
undir slíkum kringumstæðum
eru öll stökkin hættuleg kepp-
endum. Sé allt með felldu er
sjaldgæft mjög að slys hendi.
Verður að krefjast þess, að
stökkgryfjiur séu í sómasam-
legu ástandi. Alvarlegt slys
hefur hlotizt við stangarstökk
þar sem aðstæður voru víta-
verðar, og ætti það að
minnsta kosti að kenna okkur
að búa svo um að ekki megi
kenna aðstæðum um, ef slys
verða.
Englond vnnn Danmörkn 4:1
AMIÐVIKUDAGINN s. 1. léku Danir og Englendingár lands-
leik í knattspyrnu, en sá leikur er liður í undankeppni heims-
meistarakeppninnar. Leikurinn fór fram í Kaupmannahöfn og
unnu Englendingar með 4:1. Á s. 1. hausti léku þessi lið á ensk-
um velli og unnu þá Englendingar með 5:1.
Hinir dönsku áhugamenn stóðu
knattspyrnulega séð að baki hin-
um ensku, en Danirnir komu
samt mjög á óvart. Sýndu þeir ó-
brigðulan baráttuvilja og áttu á
köflum leik, sem ruglaði hina
reyndu ensku atvinnumenn. Dan
ir skoruðu fyrsta mark leiksins
á 34. mín. Skoraði það nýliði í
danska liðinu, John Jensen frá
Árósum eftir góða sendingu frá
fyrirliðanum Aage Rou Jensen,
sem margir íslendingar minnast
er hann leiddi danska landsliðið
til sigurs yfir íslendingum fyrir
fáum árum. — 2 mín. síðar jöfn-
uðu Englendingar (Haynes v.
Skúli: — Varpaði 15,19
Lofar góðu um sauuarið.
metra.
Jón H. Björnsson:
Um skipulagningu skrúðgarða
SJÁLFSAGT er að hafa rúmgóða
stétt á skjólgóðum stað í garð-
inum. Stétt eykur á notagildi
garðsins, og getur verið góður
tengiliður miili húss og garðs.
Þegar sólin skín verður heitara
á stétt heldur en á grasi. það er
þægilegra að dvelja á rúmgóðri
stétt niðri í garði heldur en á
þröngum svölum utan á húsi. Ef
gott samband er á milli húss og
garðs, og stétt er fyrir utan, mun
garðurinn verða miklu meira
notaður af börnum tU leiks og
fullorðnum til dvalar. Smáskin
milli skúra verður þá notað til
þess að fara út í garð og það
jafnvel á inniskóm.
Stéttar má gera úr steyptum
hellum og náttúrulegum steini.
Ef steyptar hellur eru notaðar,
er æskilegt að hafa þær frá-
brugðnar gagnstéttarhellum við
götur bæjarins. Það má gera með
því að lita hellurnar, hafa aðra
áferð á yfirborði þeirra eða leggja
þær í alls konar mynstur. Séu
hellurnar litaðar, fara jarðlitir
bezt, þ. e. brúnu eða gráu litirn-
ir. Áferðinni má breyta með því
að bursta hellurnar með strásópi
áður en þær harðna. Af náttúr-
legum steini má nota sléttar
hraunhellur sunnan úr Kapellu-
hrauni og athugandi væri að
nota flísar úr stuðlabergi.
Útlínur stétta eiga að vera 1
samræmi við skipulag garðsins.
Línur í stéttum eiga að beina
athygli augans að áhrifamiklum
stað í garðinum og útsýn af stétt
á að vera þvert á útlínu hennar.
Rétt er að hafa stétt undir svöl-
um húsa sem ná út yfir garð-
mn, þar þrífst yfirleitt ekki gróð-
ur vegna vætuskorts. Slíkir stað-
ir geta þá verið þægilegir til þess
að geyma garðstóla þegar þeir
eru ekki í notkun.
innh.). Þannig stóð þar til 20
mín. voru til leiksloka, að danski
miðframv. Ove Hansen meiddist
og yfirgaf völlinn í 10 mín vegna
höfuðhöggs. Danska vörnin, sem
staðið hafði sig með stakri prýði
fór að huga að sínum fallna
manni, en enskir léku áfram og
skoruðu. Á skömmum tíma bættu
þeir 2 mörkum við, svo að staðan
varð 4:1 og finnst Dönum það
fullmikið (ráðið af blöðum), þó
þeir viðurkenni yfirburði Eng-
lendinganna. Danir líta á þessi
úrslit og leikinn sem sinn sigur
og má það að nokkru til sanns
I vegar færa.
2. Hafst. Sveinsson UMFS 9:35,2
Langstökk:
1. Vilhj. Einarsson ÍR 7,05
2. Valbjörn Þorláksson ÍR 6,31
3. Pétur Rögnvaldsson KR 6,09
Stangarstökk:
1. Valbjörn Þorláksson ÍR 4,00
2. Heiðar Georgsson, ÍR 3,55
3. Valgarður Sigurðsson ÍR 3,55
4. Brynjar Jensson, ÍR 3,40
Kúluvarp:
1. Skúli Thorarensen ÍR 15,19
2. Örn Clausen, ÍR 13,40
3. Eiður Gunnarsson Á 12,96
4. Pétur Rögnvaldsson KR 12,52
Kringlukast:
1. Þorsteinn Löve KR 47,29
2. Friðrik Guðmundss. KR 45,69
3. Tómas Einarsson Á 40,49
4. Örn Clausen ÍR 38.46
Guðm. Hermannsson og Krist-
ján Jóhannsson voru veikir.
V \ \ > •
HÖFN í Hornafirði, 17. maí. —
Sólfaxi, flugvél Flugfélags ís-
lands, kom hingað í gær, til þess
að reyna flugvöllinn hér. Tókst
lendingin ágætlega, og voru flug-
stjórarnir ánægðir með völlinn.
Margt manna safnaðist saman á
vellinum til að taka á móti flug-
vélinni, sérstaklega unglingar.
— Gunnar.
ÞINGEYRI, 17. maí. — Þennan
sólarhring hefur fennt í fjöll. Er
nú búinn að vera norð-austan
stormur í nokkra daga með
kulda. Allur gróður sem kominn
var, hefur tekið afturkipp og
skrælnað og fölnað. Sauðburður-
inn er nú í fullum gangi hér og
hefur hann gengið ágætlega
þrátt fyrir kuldann. —Magnús.
shrifar úr
daglega lifínu
BRAGI skrifar:
Fyrir nokkru birtist í Morg-
unblaðinu viðtal við Ásmund
Sveinsson myndhöggvara.
Listaverk Ásmundar.
EG er einn þeirra manna sem
dáist að list Ásmundar og er
sannfærður um að hann mun Jifa
um langan aldur með þjóðinni og
verða enn ástsælli er tímar líða
fram. Ég þekki ekki annan mynd
höggvara sem nú er lifandi, en
Henry Moore, sem ég tel Ásmundi
jafnsnjallan, svo vel lætur hon-
um að meitla hugsanir sínar og
stórbrotnar tilfinningar í stein
og járn.
En því skrifa ég þetta bréf að
mér liggur hugmynd em á hjarta
sem ég vildi gjarnan fá tækifæri
til þess að koma á framfæri í
dálkunum þínum. í blaðinu var
birt mynd af einu listaverka Ás-
mundar. Nú er það svo að lengi
hefir verið um það talað að reisa
hér minnismerki um stofnun ís-
lenzka lýðveldisins 1944. í áður-
nefndri mynd Ásmundar, sem er
afar táknræn, er sál þjóðarinnar
túlkuð og listaverkið innblásið af
trúarþörf hennar. í myndinni
kemur fram saga landsins, ásatrú
in, landfundurinn og kristin
menning. Ég get ekki hugsað mér
neitt verðugra minnismerki en
einmitt’þessa mynd listamannsins
um þann mesta viðburð islenzkr-
ar sögu, er lýðveldið var stofnað.
Myndin er stórbrotið listaverk,
og í henni felst allt það sem ég
álít að hafa beri í huga þegat
um minnismerki um lýðveldið
er rætt.
Apar í Tívolí.
NÚ er Tivoli að opna skemmti-
garða sína og í þetta sinn
verður þar sitthvað fyrir yngstu
kynslóðina, ljón, krókódíll og
slöngur, apar og mikill fjöldi
fugla. Þetta eru mikil gleðitíð-
indi fyrir öll börn því að það er
ekki oft á okkar kalda landi sem
tækifæri gefst til þess að sjá
þessar frumskógaskepnur. For-
eldrar ættu að leyfa þörnum sín-
um að sjá dýrin, því fátt mundi
þeim skemmtilegra þykja enda
hafa fiest þeirra lesið um þau í
sögum. Og er ég illa svikinn ef
Tivolí á ekki eftir að verða vin-
sælasti staðurinn hjá yngstu kyn-
slóðinni í sumar.
Leiðinlegt atvik.
T>LAÐAMAÐUR skrifar:
Ég hefi orðið var við fram-
ferði eins af stærstu happdrætt-
unum okkar sem mér finnst óaf-
sakanlegt með öllu. Það er happ-
drætti Dvalarheimilis aldraðra
sjómanna. Þrennt í fjölskyldu
einni sem ég þekki til átti árs-
miða í happdrættinu en það er
miði sem borgaður er í eitt skipti
fyrir öll á árinu. Nú kom það á
daginn að happdrættið hefir
leyft sér að gefa áfram út mán-
aðarmiða með nákvæmlega sömu
númerum og selja þá öðrum.
Þetta þýðir hvorki meiia né
minna en það að hlutur beggja
er borinn fyrir borð, því hver á
að hljóta vinninginn ef upp kem-
ur á númer sem tveir eiga? —■
Þegar yfir þessu var kvartað
við happdrættið buðust umboðs-
mennirnir hér í Reykjavík til
þess að skipta á seðlum og láta
annað númer í staðinn en sá sem
miðann átti, vildi ekki framselja
hann heldur halda sínu númeri
sem hann hafði réttilega keypt
og greitt fyrir.
Er því allt í óefni og enginn
veit hvemig leikurinn endar. En
það er gjörsamlega óafsakanlegt
af happdrættisins hálfu að láta
slík mistök koma fyrir, því mað-
ur skyldi vona að hér hafi aðeins
verið um mistök að ræða. Meira
eftirlit en svo á að vera haft me'S
sölu miðanna, að þegar ársmiði
er seldur þá séu ekki jafnframt
seldir mánaðarmiðar með sönut
númerunum.