Morgunblaðið - 18.05.1957, Blaðsíða 3
Laugardagur M. maí 1957
MORCVTSBLAÐ1Ð
3
Ýmis atriði Háskóiaírumvarps-
ins þuria nánari athugunar við
Frá umrœðunum á Alþingi í gœr
GYLFI í>. GÍSLASON menntamálaráðherra og Bjarni Benedikts-
son voru sammála um það á fundi Neðri deildar í gær, að
nauðsynlegt væri að menntamálanefnd deildarinnar tæki til vand-
ákvæði í frumvarpinu um
legði nú til að lögfest yrði.
Bjarni taldi það hæpið ákvæði
í frumvarpinu að svipta dósenta
rétti til að kjósa rektor og valdi
á deildarfundum, enda væru
ákvæðin um dósenta öll óskýr. Þá
taldi hann greinina um setu full-
trúa stúdenta á fundi Háskóla-
ráðs óskýra. Ekki væri nógu
ljóst, hvað átt væri við með því
að fulltrúi stúdenta fengi að vera
viðstaddur þegar rædd væru
„mál, sem varða stúdenta". Ætti
þá fulltrúi stúdenta að vera við
þegar rætt væri t. d. um leik-
fimiskyldu? Og ef það væri rétt,
— ættu stúdentar þá að hafa al-
mennt hönd í bagga með því,
þegar námsgreinar væru ákveðn-
ar?
Þá vakti hann athygli á því,
að ekki væri ástæða til að láta
viðskiptadeild vera sameinaða
lagadeildinni, þótt sumir kenn-
arar kenndu bæði fögin.
★
Einnig kvaðst Bjarni álíta
21. gr. mjög hæpna, þar sem
heimilað er að mæla svo fyrir
að aðeins ákveðinn hópur
stúdenta fái inngöngu í deildir
Háskólans. Þetta fæli í sér
hættur, þar eð ætíð væri hugs-
anlegt, að prófessorar gerðust
verðir þröngra stéttarhags-
muna, sem ekki falla saman
við þjóðarhagsmuni.
Einnig taldi hann að það gæti
verið hæpið að ákveða með
reglugerð, hvernig haga skyldi
eftirliti með námsástundun. Það
væri víðtækt ákvæði og veitti
Háskólaráði og deildum skólans
mikið vald. Einnig væru ákvæði
í 28. og 30. gr. mjög ströng, þar
sem talað er um skyldu til að
ganga undir próf eftir visst tíma-
bil. Oft gætu aðstæður hjá stúd-
entum verið slíkar, að þeir frest-
uðu prófum, en tækju sig svo á
jafnvel ekki fyrr en eftir nokkur
ár, lykju prófi og yrðu þjóð sinni
til gagns og sóma.
Kom ræðumaður inn á fjölda
annarra atriða, sem skipta minna
máli.
Gylfi Þ. Gíslason svaraði og
kvaðst hann fallast á ýmis sjón-
armið síðasta ræðumanns. —
Ákvæðið um takmörkun inn-
göngu í deildir kvað hann nú að
þessu sinni aðeins hafa verið
miðað við tannlæknadeild og
verkfræðingadeild. Málum hag-
aði svo til, að ekki væru til tæki
til að taka nema þrjá tannlækna-
nema á ári, og prófessorar verk-
fræðideildar teldu að það myndi
tefja kennslu, ef menn sem ekki
væru sæmilega lærðir í stærð-
fræði fengju aðgang að deildinni.
Bað Gylfi þingnefnd að taka
þetta mál til ýtarlegrar athug-
unar. Það yrði að koma algerlega
í veg fyrir að hægt væri að tak-
marka tölu nemenda í deildum
Háskólans vegna atvinnusjónar-
miða.
Fellur á eigin verkum
og úrrœöaleysi
Forsætisráðherra Suður-Vietnam, sem heitir Ngo Dinh Diem hefur
að undanförnu verið í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum og sést
hann hér á myndinni við komuna til Washington með þeim Eisen-
hower forseta og Dulles utanríkisráðherra. Bandaríkjamenn hafa
mjög fagnað þessum lágvaxna einbeitta forustumanni Asíuþjóðar
og minnzt þess hvernig honum hefur tekizt með stefnufestu og heið-
arleika að sameina þjóð sína og hef ja stórfellda viðreisn.
Mæðradagurinn - Falleg rós
AírÆÐRADAGURINN er á morgun. Það er hinn árlegi fjáröflunar-
■'•" dagur Mæðrastyrksnefndar, en tilgangurinn með söfnuninni
er að veita mæðrum tækifæri til að dveljast í sveit nokkra daga sér
til hvíldar og hressingar. Þetta er gott málefni, sem nýtur almenns
stuðnings, og nú eiga allir að bera mæðrablómið.
legrar íhugunar ýmis varhugaverð
Háskóla Islands.
Umræðurnar hófust með þvi að
Gylfi gerði í framsöguræðu al-
menna grein fyrir frumvarpinu.
Þar ræddi hann mest um stofn-
un þriggja nýrra prófessors-
embætta við Háskólann og benti
hann þingheimi á, að stofnun
embættanna hefði mjög lítil auka
útgjöld í för með sér, í einu til-
fellinu væri jafnvel um sparnað
að ræða.
Embætti þessi eru: í eðlisfræði,
en fyrir liggur að til þess em-
bættis myndu greiðast árlega um
20—30 þús. kr., sem eru vextir
af sjóði, er Vestur-íslendingur
einn ánafnaði Háskólanum. I
uppeldisfræði, en á undanförnum
árum hefur Alþingi veitt um 150
þús. kr. til rannsókna á greind
barna. Með stofnun prófessors-
embættis myndi sú fjárveiting
falla niður, en væntanlegur pró-
fessor fá 70—80 þús. kr. árslaun.
í lyflæknisfræði, en kennslu í
þeirri námsgrein annast nú for-
stöðumaður Lyfjaverzlunar rík-
isins. Mun hann áfram taka laun
þar, svo og þau laun er hann
hefur fengið sem aukakennari
hjá Háskólanum.
★
Þá sagði Gylfi að ágrein-
ingur hefði verið um hvern-
ig haga skyldi skipun kennara
við Háskólann. Hefði Háskóla-
ráð viljað haga henni svo, að
nefnd frá Háskólanum út-
nefndi einn hæfasta umsækj-
andann og skyldi ráðherra þá
skiiyrðislaust skipa hann. —
Gylfi kvaðst hins vegar álíta
að úrslitavaldið ætti að vera í
höndum ráðherra, sem bæri
stjórnskipulega ábyrgð á veit-
ingunni. Því hefði hann mótað
greinina svo, að dómnefnd
aetti aðeins að tilgreina hverj-
ir umsækjenda væru óhæfir
til að gegna starfanum, en
ráðherra veldi svo mann úr
hópi hæfra umsækjenda, og
væri þetta í samræmi við það
reglugerðarákvæði, sem gilt
hefði síðan 1942.
★.
Bjarni Benediktsson sem tók
Eæstur til máls benti á ýmis
vafaatriði í frumvarpinu og gerði
fyrirspurnir um annað sem hann
taldi óskýrt.
Hann kvaðst sammála Gylfa
að úrslitavaldið ætti að vera
í höndum ráðherra. En í þessu
sambandi rifjaði hann það
upp, að hann sjálfur hefði
fyrir nokkrum árum orðið
fyrir árásum Alþýðuflokks-
manna fyrir að beita veitinga-
valdinu á þann veg, sem Gylfi
V E G N A brenglunar og
útúrsnúninga Tímans á ummæl-
um Ingólfs Jónssonar, alþm., í
þingræðu fyrir nokkru eru um-
mælin birt hér í heild. „Tíminn“
hefur viðhaft sína gömiu aðferð
að slíta ummælin úr réttu sam-
hengi.
Það sem I. J. sagði var þetta:
Hv. 3. þm. Reykv. (EOl) var að
tala um það hér áðan, að ég hefði
hælzt um það, að litlar líkur væru
til, að lán fengjust til þess að
kaupa togarana. Þetta er regin
misskilningur hjá hv. þm. Ég
vitanlega vildi óska þess, að það
væri hægt að halda uppbyggingu
atvinnuveganna og öllum fram-
kvæmdum hér áfram, þrátt fyrir
það þótt við höfum lélega stjórn
í Iandinu um sinn. Allir hv þm.
hljóta að skilja, að ef fram-
kvæmdirnar stöðvast og ef at-
vinnuleysi heldur innreið hjá
okkur, þá líða allir við það. Það
verður að finna önnur ráð til
þess að koma hæstv. ríkisstj. frá
völdum heldur en þau ein, að
hún fái hvergi lán. Hæstv. ríkis-
stjórn fellur á sínum eigin verk-
um og sinu eigin úrræðaleysi.
Mæðrablómið verður selt í
öllum barnaskólum bæjarins, í
skrifstofu nefndarinnar, Laufás-
vegi 3, og í skóla ísaks Jónsson-
ar. Á flestum götuhornum munu
Reykvíkingar mæta elskulegum
og brosandi konum, er bjóða
mæðrablómið, sem að þessu sinni
er undurfalleg rós og prýði er
að á hvers manns barmi. Þrátt
fyrir allt sem menn segja um
fjáröflunardaga í einu og öðru
skyni, er einhver hreimur í orð-
inu mæðrablóm, sem fær vegfar-
andann til að nema staðar og
kaupa blómið.
Mæðradagurinn var fyrst
haldinn 1933 og þá í sama skyni
og nú, að greiða fyrir sumar-
dvöl einstæðra og fátækra
mæðra. Fyrsta mæðradaginn
söfnuðust 45 krónur, en s.l. ár
nál. 70 þúsund krónur. Fljótt
kom í ljós að sumar konur er
hvíldar þurftu frá heimilunum
komust ekki vegna barnanna, og
tók því Mæðrastyrksnefndin það
ráð að reka á hverju sumri dval-
arheimili fyrir mæður með börn
sín. Hafa þessi heimili nefndar-
innar verið rekin á ýmsum stöð-
um austanfjalls.
Leiguhúsnæðin reyndust mis
jafnlega og langt er síðan Mæðra
styrksnefndin setti sér það mark,
að byggja sitt eigið sumardvalar-
heimili. Nú er þetta langþráða
hús risið á hlýlegum stað í Hlað-
gerðarkotslandi 1 Mosfellssveit
um 20 mín. akstur frá Reykjavík.
Hve fljótt og vel heimilið tekur
til starfa á nefndin undir skiln-
ingi 'og gjafmildi Reykvíkinga.
Heimilið er tilbúið að öðru leyti
en því að innbú vantar. Það skal
kaupast fyrir það fé sem nú
safnast. Það er von margra að
nú verði vel við brugðizt og
heimilið fari myndarlega af stað.
Um leið og við kaupum mæðra-
blómið kveikjum við von í brjósti
gleðivana móður og stuðlum a6
því að koma roða í kinnar lítils,
fátæks barns.
Ók á gaddavírs-
girðingu
AKRANESI, 17. maí — Nýlega
fékk 15 ára piltur skellinöðru að
láni hjá jafnaldra sínum. Piltur-
inn settist á bak og ók af stað.
Skömmu síðar k’om hann að vega-
mótum og var gaddavírsgirðing
fram undan á veginum. Piltur-
inn ætlaði að minnka benzíngjöf-
ina en fór öfugt að svo að hrað-
inn á hjólinu jókst. Ók hann
á fullri ferð beint á gaddavír-
inn og hlaut mikinn skurð á læri
sem sauma þurfti saman með 12
sporum. —Oddur.
Útlendur óburðnr hæhknr
um 6-8 uf hundrnði
Ný sumargjöf til bænda
ABURÐARSALA rikisins hefur nú auglýst verð á útlendum
áburðl. Ber auglýsingin það með sér að heildsöluverð áburðar-
tns hefur hækkað verulega frá síðasta ári, eða um 6—8%. Þar að
uukl hefur uppskipunarkostnaður hækkað um 33%, og er verzlun-
un, sem áburðinn selja, heimil álagning fyrir uppskipun, fiutningi
og afhendingu.
Hækkanirnar á útlenda áburðinum eru sem hér segir:
1956 1957
Þrífosfat 45% 100 kg. 142,00 kr. 152,00 kr.
Kalí 60% 100 — 95,00 — 103,00 —
Kalí, brennlst.súrt 100 — 120,00 — 126,00 —
Tröllamjöl 50 — 80,00 — 83,00 —
Garðáburður 50 — 67,00 — 70,00 —
Uppskipunarkostn. pr. 300 — 6,00 — 8,00 —
Uppsklpunarkostn. pr. 50 — 3,00 — 4,00 —
Þessl hækkun er mjög tilfinnanleg fyrir bændur, því að hún
bætist við margháttaðar aðrar hækkanir, sem auka framleiðslu-
kostnaðinn.
Sjóþungur vetur —
Bráðadauði í kúm
Fréttabréf úr Suðurdölum í Dalasýslu
Suðurdölum, Dalasýslu, í apríl.
INN erfiði vetur er liðinn.
Um tíu vikna skeið var
hann hinn snjóþyngsti er hér hef
ir komið síðan 1920, svo að segja
algjört hagleysi var hér um sveit
ir þann tíma.Seinustu daga marz-
mánaða^ brá til einstakrar veður-
blíðu snjór bránaði niður af sól-
skini og suðlægum vindi án
nokkurrar teljandi úrkomu og
stóð svo til páskadags, er snögg-
lega kólnaði og snjóaði mikið 1-2
daga, en aftur hlýnaði eftir 3—4
daga. Nú er auð jörð, vorið bi os-
ir, grænn litur sést í hlað-
vörpum og minnir á hin marg-
háttuðu vorverk er framundan
eru, en alltof fáar vinnandi hend-
ur eru til staðar að inna þau
störf af hendi á réttum tíma.
Bráðadauði í kúm hefir
gjört mikið tjón á stöku stað
í vetur. Við hefij1 borið að 2
kýr af 4 er til voru drápust
eða 1 af 3. Virðist sem þessi
dauðasýki sé að færast í auk-
ana ár frá ári, hvað sem því
vehkir. Sumir ætla að efna-
áburður valdi því að ein-
hverju, aðrir kenna of mikilli
kraftfóðurgjöf o.fl. o.fl., Stað-
reynd er að vanhöldin eru
mikil, og einnig að breytileg
eru þau frá ári til árs. Ýtar-
leg rannsókn í þessu efni er
því hin nauðsynlegasta.
Sauðfjárhöld hafa yfirleitt ver-
ið ágæt í vetur. Sauðfjárskoðun í
þeim hluta Dalasýslu — sunnan
Hammsfjarðargirðingar — er
ekki var skorið niður á í haust
og fyrrahaust, er nú nýlokið, og
ekkert það komið í ljós ennþá
er bendi til að mæðiveiki hafi
borizt suður fyrir varnargirð-
ingu. — Mikil von er þvi
um, að það ólán hendi ekki
suðurhluta Dalanna né Mýra- og
Borgarfjarðarsýslu sem eru í
sama girðingarhólfi að Hvítá.
Heyjabirgðir eru hér undan-
tekningarlítið mjög góðar og fén-
aður vel fóðraður. Mikils kann
þó enn að þurfa við í fóðri ef vor
verður kalt og gróðurlítið um
sauðburð, því þá þurfa ærnar
mikils með til að geta mjólkað
lömbum sínum nóg. Sannmæli
hefur mér reynzt, er einn gamall
og afkomufarsæll bóndi sagði
mér endur fyrir löngu „Blessað-
ar ærnar mínar borga alltaf bezt
seinustu tuggurnar, er ég gef
þeim á vorin, með lömbum á
haustin.
J. S.