Morgunblaðið - 06.06.1957, Qupperneq 12
12
MORGUNBL 4f)ff»
Fimmfudagur 6. júní 1957
1 Austan | Fd lens eítir John Steinbeck 1 52 i
• - - i
Hún átti sæti í kjörstjórn og
hafði forgöngu um alla velgerða-
starfsemi. Þetta var mjög erfitt
starf og því fylgdu meiri skyldur
og skuldbindingar en flesta
grunaði. Kennslukonan hafði
ekkert einkalíf. Allir reyndu að
þefa uppi einhvern brest í skap-
gerð hennar. Hún gat ekki leigt
nema eitt kennslumisseri í einu
hjá sömu fjölskyldunni, því að
annars olli það öfund og afbrýðis-
semi. Fjölskylda öðlaðist aukna
mannvirðingu við það að hafa
kennslukonu í húsi sínu. Væri
sonur í fjölskyldunni brást það
ekki að hann færi á fjörurnar við
kennslukonuna og leitaði ásta
hennar; og væru biðlarnir fleiri
en einn, þá var barizt um hylli
hennar. Þrír synir í Aguita-fjöl-
skyldunni höfðu nærri drepið
hvor annan vegna Olive Hamil-
ton. Kennslukonurnar entust
sjaldan lengi til að kenna við
sveitaskólana. Starfið var svo
erfitt og bónorðin svo tíð, að þær
giftust venjulega eftir skamman
starfstíma.
□----------------□
Þýðing
Sverrir Haraldsson
□----------------□
En þá leið var Olive staðráðin
í að velja ekki. Sá tími er hún
dvaldi í Salinas, styrkti hana í
þeim ásetningi, að verða ekki
bóndakona. Hún vildi eiga hcima
í borg — kannske ekki eins stórri
og Salinas — en a. m. _k. ekki á
afskekktu sveitabýli. í Salinas
hafði Olive lært að meta æðri
lystisemdir — kórsöng og sam-
komur, sem tengdar voru bisk-
upakirkjunni. Hún hafði kynnzt
listum og leikhúsum — séð leiki
margra farandflokka — já, jafn-
vel óperur, ævintýralegan og
heillandi boðskap frá hinum
stóra, fjarlæga heimi. Hún hafði
verið í samkvæmum, farið í
orðaleiki, lesið upp ljóð, starfað
í kórum og hljómsveitum. Salinas
hafði freistað hennar. Þar gat
hún farið á samkomur, sam-
kvæmisklædd og komið heim í
sömu fötum, í stað þess að troða
þeim í hnakktösku, hossast á
hestbaki tíu mílna veg heim og
taka þau þar aftur úr töskunni
og strjúka úr stærstu brotunum.
Enda þótt Olive væri oftast
önnum kafin við kennslustörfin,
þá saknaði hún samt stórborgar-
lífsins og þegar ungi maðurinn,
sem hafði reist kornmylluna í
King City, bað hennar mjög há-
tíðlega, tók hún honum, en þó
með því skilyrði, að trúlofun
þeirra yrði haldið leyndri fyrst
um sinn. Hún sem sé vissi það
fyllilega að ef trúlofunin kæmist
í hámæli, þá myndu ungu menn-
irnir í sveitinni gera einhvern
uppsteit.
Olive hafði ekki þegið að erfð-
um gáfur föður síns, en hún hafði
mjög sterka kímnigáfu, auk þess
sem hún hafði hlotið í vöggugjöf
hinn sterka, ósveigjanlega vilja
móður sinnar.
A þeim tímum er saga vor ger-
ist hafði almenningur reist heil-
an múr fordóma og hégilja gegn
menntun og lærdómi. Menn vildu
að börnin kynnu lestur og reikn-
ing, en svo alis ekki meira. —
Meiri menntun gat hæglega gert
þau óánægð og kviklynd. Og
hversu oft var það ekki þessum
lærdómi að Kenna, að drengir
yfirgáfu sveitina sína og fluttu
til borgarinnar — álitu sig meiri
og betri feðrum sínum? Næg
reikningskunnátta til að mæla
land og timbur, næg leikni í
skrift til að panta vörur og skrifa
ættingjum, næg lestrarþekking
til að lesa blöðin, almanakið og
búreikninga, næg söngnienntun
til að taka þátt í trúarlegum og
þjóðlegum hátíðahöldum — þetta
var sú kunnátta sem komið gat
hverjum manni að góðu gagni, án
þess að afvegaleiða hann. Lær-
dómur var fyrir lækna, lögfræð-
inga og kennara, stétt æðri og ó-
skyldri alþýðu manna. Að sjálf-
sögðu voru þarna undantekning-
ar til, eins og t.d. Samúel Hamil-
ton og hann var virtur og vin-
sæll, en hefði hann ekki getað
grafið brunn, járnað hest eða
stjórnað þreskivél, ja, þá má guð
vita hvað fólk hefði hugsað um
hann og fjölskyldu hans.
Olive giftist unga manninum
og flutti búferlum fyrst til Paso
Robles, því næst til King City og
að lokum til Salinas. Hún var
fljótfær og skjótráð. Allar henn-
ar ákvarðanir byggðust á stund-
ar geðhrifum, en ekki rólegri
yfirvegun. Hún hafði erft hina
frammjóu höku og söðulnef móð-
ur sinnar, en fallegu, bláu augun,
voru arfur frá föðurnum. Hún
var viljasterkust allra í fjölskyld
unni, að móðurinni undanskil-
inni. Guðshugmynd hennar bar
undarlegan svip írskra álfa ann-
ars vegar og Jehovah Gamla-
testamentisins hins vegar. Himna
ríki var í hennar hugsun eitthvert
frjósamt kostaland, þar sem látn-
ir ættingjar hennar bjuggu og
erjuðu jarðir sínar. Ytri og ó-
þægilegri staðreyndum hafnaði
hún með því einfaldlega að neita
að trúa þeim. Og ef einhverjar
þeirra stóðust vantrú hennar,
fylltist hún réttlátri reiði. — Sú
saga var um hana sögð, að ein-
hverju sinni hefði hún grátið
beisklega yfir því, að geta ekki
farið á tvo dansleiki sama
fimmtudagskvöldið. Annar dans-
leikurinn var haldinn í Grenn-
field og hinn í San Lucas — milli
staðanna voru tuttugu mílur Til
þess að komast á báða dansleik-
ina og síðan heim, hefði hún þurft
að ríða sextíu mílna vegaiengd.
Þetta var staðreynd, sem vantrú
hennar gat ekki haggað og því
grét hún af reiði og fór á hvorug-
an dansleikinn.
Ný sending
Sumarkjólar
FORD Thunderbird
Til sölu er nýr Ford Thunderbird sportbíll, gegn
nauðsynlegum leyfum. Sala þó hugsanleg án þess
að leyfi fylgi.
Upplýsingar í síma 3410 eftir kl. 7, í kvöld og
annað kvöld.
Júlíus Maggi Magnús,
Ægisíðu 76.
Giæsilegt úrval
af hötfum
fyrir hvítasuniiuna.
UrJ. j/.
enni^
Skólavörðustíg 13 A.
Mikið úrval af
ódýrum
sumarkjólum
VESTURVERI
i^H‘*K,,HM>,^*X”>‘^''I*<>,IK****,IM»,*i*********4****‘***4*‘''í***'*^*‘*,«*,«*****«******M*M*4,**4»**‘*,******I'*W,,!,*H‘‘I*,!*‘X”i',X*‘J.M,X**WMil,!MI»4H»*I”>,>*M4,>*I‘*X*,X,*!,»>,!,»XM>*>*X‘*!í»!«!*<*'
M A R K U S Eftir Ed Dodd
A SUDDEN SUST OF
WIND HAS THHOWIM THE
BISTHEE OUT OF LINE
AND OLD JOWN WALKINS-
AWAV IS TOO SLOW
IN JUAAPINS ASIDE
1) — Vindkviða hefur svift
trénu til hliðar, svo að endinn
kastast í Jóa.
2) — Markúsi bregður i brún I 3) — Hann lyftir gamla mann-
þegar hann sér þetta. inum upp og ber hann heim að
* bænum.
Olive brást jafnan óhikað og
einbeitt gegn hverjum þeim erfið
leika er að höndum bar. Þegar
ég — einkasonur hennar — var
sextán ára, fékk ég mjög bráða
lungnabólgu i bæði lungun, sjúk-
dóm, er bannvænn gat kallazt í
þá tíð. Mér hrakaði stöðugt unz
segja mátti að vængbroddarnir á
engli dauðans strykust yfir augu
mín. Olive brást gegn hættunni
afsömu djörfung og venjulega og
vann sigur að iokum. — Prestur
biskupakirkjunnar bað með og
fyrir mér. Abbadísin og nokkrar
nunnur úr nágrannaklaustri báðu
um bata mér til handa, tvisvar
á dag og fjarskyidur ættingi okk-
ar, sem aðhylltist trúarstefnu þá
er kennd er við Christian Science,
útskýrði fyrir mér hjálpræði trú-
ar sinnar. Gripið var til hverrar
þeirrar særingarþulu er menn
þekktu, töfraversa og áheita og
Olive kallaði að sóttaj sæng minni
tvær góðar hjúkrunaikonur,
ásamt bezta lækni borgavmnar.
Þetta hreif. Mér batnaði.
Hún var ástrík og umhyggju-
söm móðir barna sinna, en þau
voru þrjár dætur auk mín,
kenndi þeim heimilisstörf, diska-
þvott, fataþvott og góða siði. —
Þegar hún reiddist varð augna-
tillit henn ar svo ógnandi að jafn-
vel hinum kjarkmesta og ófyrir-
leitnasta strák féll allur ketill í
eld.
Þegar heita mátti að mér væri
batnað, varð ég aftur að fara að
læra listina að ganga. Ég hafði
legið rúmfastur í níu vikur og
allir vöðvar líkamans voru orðn-
ir linir og afllausir. Þegar mér
var hjálpað á fætur, æpti hvert
taugaslitur í mér og kerastungsn
á síðu minni var helaum og við-
kvæm. Ég hneig aftur niður í
rúmið og kjökraði: „Ég get það
ekki. Ég get ekki farið á fætur“.
Olive leit á mig og augnaráðið
var ægilegt: „Upp með þig“,
sagði hún skipandi. „Pabbi binn
hefur unnið hvern dag, myrkr-
anna á milli og vakað hverja
nótt. Hann er kominn í skuldir
vegna þín. Svona nú, drífðu þig
á fætur“.
Og ég dreif mig á fætur.
Skuld var ljótt orð og Ijótt hug-
tak að áliti Olive. Reikningur
sem ekki var greiddur fyrir 15.
mánaðardag var skuld. Orðið
eitt merkti vansæmd, seinlæti og
mannorðsnhekki. Olive, sem trúði
því statt og stöðugt að henr.ar
fjölskylda væri sú bezta í víðri
veröld, gat ekk^ til þess hugsað,
að hún flekkaðist af ógreiddum
skuldum. Hún mnrætti börnum
sínum slíkan otta við allt sem
kallazt gat skuld, að jafnvel nú,
þegar allar aðstæður eru brevtt-
ar, verð ég órólegur ef reikning-
ur liggur ógreiddur hjá mér í
ajlltvarpiö
Finimtudagui' b júní:
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50—14,00 „Á frivaktinni" sjó-
mannaþáttur (Guðrún Erlendsdótt
ir). 19,30 Harmonikulög (plötur).
20.30 Náttúra íslands; VIII. er-
indi: Mórinn (Gskar Bjarnason
efnaf ræðingur). 20,55 Tónleikar
(plötur). 21.30 Útvarpssagan: —-
„Synir trúboðanna" eftir Pearl S.
Buck; XXIII. (Séra Sveinn Vík-
ingur). 22,10 Upplestur: Halldóra
B. Björnsson les frumort kvæði.
22,20 Sinfónískir tónleikar (plöt-
ur). 23,10 Oagskrárlok.
Föstudagur 7. júní:
Fastir liðir eins og venjulega.
13,15 Lesin dagskrá næstu viku.
19.30 Létt lög (plötur). 20,30 „Um
víða veröld“. Ævar Kvaran leik-
ari flytur þáttinn. 20,55 Samleik-
ur á flautu og píanó: Leif Larsen
og Fritz Weisshappel leika. 21,15
Erindi: Hjörleifshöfði (Magnús
Finnbogason frá Reynisdal). 21,40
Islenzk tónlist: Lög eftir fsólf
Pálsson (plötur). 22,10 Garðyrkju
þáttur: Ingólfur Davíðsson, mag.,
talar um runnarækt í görðum. —
22,25 Harmonikulög: Toralf Tol-
lefsen leikur (plötur). — 23,00
Dagskrárlok.