Morgunblaðið - 13.06.1957, Qupperneq 9
Fimmtudagur 13. júni 1957
MORGVWBl AÐIÐ
9
Urvai tékkneskra knattspyrnumanna
yngri en 23 ára kemur á sunnudaginn
Leikur hér 4 leiki í boði Víkings
ASUNNUDAGINN kemur hingað 20 manna flokkur Tékka. Þetta
eru knattspyrnumenn, sem hingað koma í boði Víkings. Þeir
munu leika hér að minnsta kosti fjóra leiki og er sá fyrsti þeirra
n. k. þriðjudagskvöld og mæta þeir þá íslandsmeisturum Vals.
Þetta tékkneska lið dvelur hér í níu daga, en íslandsförin er
liður í keppnisferð um Þýzkaland, England og Danmörku auk
íslands, svo allir mega sjá að hér eru ekki neinir aukvisar á
ferðinni.
„LANDSLIГ
Þetta tékkneska lið er skip-
að ungum mönnum. Það er
úrvalslið sent lit af örkinni
af tékkneska knattspyrnu-
sambandinu og af því kallað
landslið yngri manna — eða
manna yngri cn 23 ára. Meðal
aldur liðsmanna er um 22 ár.
★
Tékkar eru mjög góðir knatt-
spyrnumenn og skipulagning
knattspyrnumála sem annarra
íþróttamála er hjá þeim mikil
og eftir fylgt af hálf- eða alopin-
berum stofnunum, sem í öðrum
eustur-Evrópuríkjum. Það er
tryggt að þegar lið frá þessum
löndum fará út fyrir landamærin,
þá eru þar á ferð góð lið.
Lið það sem hingað kemur
mætti kannski kalla „framtíð
Tékka“ í knattspyrnu. Þetta eru
yngri mennirnir, en þó allt að því
eins gamlir og okkar beztu og
reyndustu menn.
inn 25. júní gegn úrvalsliði lands-
liðsnefndar KSÍ, sem hefur borið
nafnið „Úrval Suð-Vesturlands.“
G<M)UR ÁRANGUR
Forráðamenn Víkings sögðu
í gær, að þeir vonuðust til að
í þessum leikjum fengju á-
horfendur að sjá það bezta í
ísl. knattspyrnu og því hefðu
mótherjar Tékkanna verið
þannig valdir. Sjálfir kváðust
þeir ekki efast um getu Tékk-
anna, þeir hefðu á keppnis-
Abranes og
★
UEIKURINN
Liðið leikur hér 4 leiki, sem
fyrr segir. Fyrsti leikurinn er
gegn Val, þriðjudaginn 18. júní.
Fimmtudaginn 20. júní keppa
þeir við Akranes. Sunnud. 23.
júní mæta þeir Hafnarfjarðar-
liðinu og lokaleikurinn sam-
kvæmt áætluninni er þriðjudag-
Miðskóli
Slykkishólms
STYKKISHÓLMI, 4. juní —
Starfi 3. bekkjar Miðskólans í
Stykkishóhni lauk 1. júní s. 1.
Skólanum hafði verið slitið fyrr.
10 nemendur luku miðskólaprófi
þar af 6 landsprófi. Hæsta eink-
unn fékk Reynir Vilhjálmsson frá
Narfeyri á Skógarströnd, 9,02 við
landspróf og 9,15 við miðskóla-
próf og eru það hæstu einkunnir,
Bem gefnar hafa verið við skól-
ann síðan hann byrjaði.
Rotaryklúbburinn í Stykkis-
hólmi veitti Reyni viðurkenningu
og auk þess fékk hann verðlaun
úr sjóði Egils Hallgrímssonar
kennara fyrir ágæti í stærðfræði-
xiámi. Auk þess veitti skólinn
verðlaun fyrir dugnað við nám,
umsjón, félagsstörf og stundvísi.
Hafnar eru framkvæmdir við
byggingu heimavistarhúss við Mið
skólann. —Á. H.
í KVÖLD kl. 20,30 fer fram 5.
leikur 1. deildar og eigast þá við
Valur og Akurnesingar.
Verður það 1. leikur íslands-
meistaranna, Vals, í mótinu, en
3. leikur Akurnesinga, sem eru
efstir með 4 stig í 2 leikum. í
fyrra kom Valur mjög á óvart
með að sigra Akurnesinga 3:2 og
ruddi sá sigur brautina til ís
landsmeistaratitilins.
Eftir þennan leik verður gert
hlé á mótinu til 27. júní.
Þróttur á Sauðár-
króki
SAUÐÁRKRÓKI, 12. júní: — Á
annan í hvítasunnu háði knatt-
spyrnufélagið Þróttur frá Reykja
vík þrjá kappleiki hér á íþrótta-
vellinum við UMSS og Tindastól.
Úrslit urðu þau að í 1. fl. knatt-
spyrnu sigraði Þróttur með 3
mörkum gegn 2, 3. fl. Þróttar sigr
aði með 1 marki gegn engu. Hand
knattleik kvenna sigraði Þróttur
einnig með 5 mörkum gegn 2.
Veður var hið bezta. Eftir að
keppendur höfðu setið við kaffi-
drykkju héldu Þróttarfélagar til
Reykjavíkur. — Jón.
Syndið 200 metra
Kaupendur
Höfum kaupendur að 4ra til 5 herbergja íbúðum,
fokheldum eða komnum undir tréverk.
Útborgun getur orðið mjög mikil.
Málflutningsskrifstofa
VAGNS E. JÓNSSONAR,
Aftisturstræti 9,
Sími 4400.
ferð sinni það sem af er náð
góðum árangri. Kváðu Vík-
ingar að Tékkarnir hefðu leik-
ið við B-landslið Þýzkalands
í Þýzkalandi og lauk þeim leik
1:1.1 Englandi keppti liðið við
B-landslið enskra atvinnu-
manna og tapaöi með 2:0. —
Liðið kemur flugleiðis frá
Kaupmannahöfn og leikur í
Höfn annað hvort áður en Is-
landsferðin hefst eða eftir, en
til Hafnar fljúga Tékkarnir
héðan 26. júní.
Enn skal áherzla á það lögð, að
tékkneska liðið er ekki félags-
heild, heldur úrvalslið sem
knattspyrnusamband Tékka
stendur að. Þetta er í fyrsta sinn
sem tékkneskir knattspyrnumenn
koma hingað og verður gaman
að sjá landann í keppni við þeirra
efnilegustu menn.
- "
Krislleifur víSavangs
hlaupsmeistari
REYKJUM í Mosfellssveit, 12.
júní: — Víðavangshlaup meistara
móts íslands 1957 var haldið í
nágrenni íþróttavallar Aftureld-
ingar í Mosfellssveit og sá Ung-
mennasamband Kjalarnesþings
um mótið.
Úrslit urðu þau, að fyrstur
varð Kristleifur Guðbjörnsson,
KR, á 14.37,8 mín., 2. Hafsteinn
Sveinsson, HS. Skarphéðinn,
15.09,8 mín., 3. Margeir Sigur-
björnsson, ÍBK.
Veður var sæmilegt. Rigninga-
laust en suð-austan strekkingur
og leiðin lögð fjölbreytt og
skemmtilega þannig að sást til
hlauparanna alla leið.
sAð afloknu hlaupinu afhenti
Gunnar Sigurðsson, varaformað-
ur UMSK, verðlaunapeninga, en
viðstaddir áhorfendur fögnuðu
íþróttamönnunum. — J.
Fyrir nokkru var hinu gamla en stórglæsilega heimsmeti Varmer-
dans í stangarstökki, 4,77 m, hnekkt. Var þar að verki ungur Banda-
ríkjamaður af pólskum ættum, Gutowski að nafni. Hann stökk 4,78
m, en er líklegur til stærri afreka, því framfarabraut hans hefur
verið óslitin og glæsileg. Hér sést Gutowski í metstökkinu.
„fÚBssmót^ skí^amanRa
í Siglufiarðarslcarði
Siglufirði, 11. júni — Frá fréttaritara Mbl.
EÐAN undirbúningur undir síldarvertíð sumarsins stendur sem
hæst, brugðu skíðamenn sér um hvítasunnuhelgina upp í
Siglufjarðarskarð og þar var haldið „júnímót“ í skíðaíþróttum
með þátttöku ýmissa beztu skíðamanna landsins.
M1
★ ÚRSLIT
Á mótinu var keppt í svigi og
stórsvigi. Hófst keppnin er 15 ára
stúlka, Kristín Þorgeirsdóttir,
sem kalla mætti skíðadrottningu
Siglufjarðar, hafði opnað braut-
ina.
Ný reglugerð um íslands-
mófið í bridge
ÁRSÞING Brldgesambands ís-
lands var haldið í Borgarresi um
síðustu mánaðamót, og sátu það
fulltrúar frá flestum sambands-
félögunum.
Helztu samþykktir þingsins
voru þessar:
Samþykkt var ný reglugerð
um íslandsmótið í Bridge.
Samkvæmt henni skulu öll fél.
innan sambandsins eiga þess
kost að senda sveitir til þátt-
töku, sem fer eftir félags-
mannafjölda, að undangeng-
inni keppni innan hvers félags.
Samþykkt var að koma á fót
sérstakri keppni, nú þegar á
næsta hausti, um þátttökurétt
í Evrópumeistaramótinu 1958.
Samkvæmt þeirri samþykkt
er öllum meistaraflokkssveit-
um heimil þátttaka í undirbún
ingskeppninni, og skal keppt
aðeins í fjögra manna sveitum.
Beint var til sambandsstjórn
arinnar að athuga um mögu-
leika að fá hingað erlenda
sveit, eða par, á næsta starfs-
ári. Ennfremur hvort fært
væri að gefa út tímarit um
bridge.
í stjórn voru kosnir: Ólafur
Þorateinsson, forseti, og með-
stjórnendur Laufey Þorgeirsdótt-
ir og Júlíus Guðmundsson frá
Reykjavíkurdeild, Björn Svein-
björnsson og Óli Örn Ólafsson
frá Suðvesturlandsdeild, og Karl
Friðriksson og Sigurður Krist-
jásson frá Norðurlandsdeild.
í sambandi við ársþingið var
haldið sumarmót í bridge, þar
sem keppt var bæði í tvímenn-
ings- og sveitakeppni. í tvímenn-
ingskeppninni tóku þátt 44 pör.
Hæstir urðu Lárus Karlsson og
Sigurhjörtur Pétursson, og næstir
Baldur Bjarnason og Sigurður
Guðbrandsson, og þriðju Björn
Sveinbjörnsson og Brandur Brynj
ólfsson. f sveitakeppninni tóku
þátt 23 sveitir, og var spilað eftir
Mitchell-kerfinu. Sigurvegari
varð sveit Ólafs Þorsteinssonar,
en með honum voru í sveit Hallur
Símonarson, 'Símon Símonarsson
og Þorgeir Sigurðsson.
Keppnistjóri mótsins var Eirík-
ur Baldvinsson.
KAISER 7952
Til sölu er góður Kaiser,
ný sprautaður. Skipti á 4ra
manna bíl koma til greina.
Verður til sýnis kl. 1,30—6
í dag. —
Fasteignasalun
Vatnsstíg 5, sími 5535.
Opið kl. 1,30—7 e.h.
Úrslit í stórsvigi urðu þessi:
1. Svanberg Þórðarson, Rvík,
101,0 sek., 2. Ásgeir Eyjólfsson,
Rvík, 3. Hjálmar Stefánsson, Ak-
ureyri. — Brautarlengd var 1600
m og hliðin 73. Keppendur í stór-
svigi voru 11.
Svigbrautin var 1000 m löng
með 55 hliðum. Keppendur voru
10 talsins og sigurvegari varð
Hjálmar Stefánsson, Akureyri.
Tími hans varð 45,1 sek. í fyrri
ferð og 43,8 í síðari. Annar varð
Ólafur Njlsson, Rvik, og 3. Ás-
geir Eyjólfsson, Rvík.
Veður var bjart og gott og var
keppnin hin ánægjulegasta. Kepp
endur sátu boð bæjarstjórnar
Siglufjarðar á 2. dag hvítasunnu.
— Stefán.
Fram sigraði
ísfirðinga
tvívegis
U M hvítasunnuhelgina fóru
Reykjavíkurmeistarar Fram í
knattspyrnu til ísafjarðar í
keppnisferð. Kepptu þeir tvíveg-
is við lið ísfirðinga.
Fyrri leikurinn var á laugar-
dag fyrir hvítasunnu og lyktaði
með sigri Reykj'avíkurmeistar-
anna 4 mörk gegn 3. Síðari leik-
inn — á hvitasunnudag — vann
Fram einnig, en þá með 3 mörk-
um gegn 2. fsfirðingar eru nú
öðru sinni með í 2. deildarkeppn-
inni en eins og kunnugt er mættu
þeir Hafnfirðingum í fyrra i úr-
slitaleik um það hvaða lið skildi
fara upp í 1. deild. Jens Sumar-
liðason, sem lék með Víking fyr-
ir nokkrum árum þjálfar nú ís-
firðinga.