Morgunblaðið - 13.06.1957, Síða 11
Fimmtudagur 13. júní 1957
MORCVNBLAÐIÐ
11
Dýrtíbarskrúfu-konungurinn
eftir Jón Pálmason
í ELHÚSDAGSUMRÆÐUNUM
27. f.m. vék ég nokkuð að þeim
aðferðum og framkomu, sem
reynslan hefir sýnt hjá þeim ráð-
herra, sem lengst hefir verið í
ríkisstjórn hér á landi Eysteini
Jónssyni.
Það sannaðist í ræðu ráðherr-
ans hið fornkveðna, „að sannleik-
anum verður hver sárreiðastur“
svo bólginn var hann af reiði, þá
er hann fór að svara, að hann
gætti sín ekki svo sem rosknum
og stjórnvönum manni œtti að
hæfa.
Þar sem ég hafði ekki tækifæri
til andsvara þykir mér rétt að
minnast nokkuð frekar á þau at-
riði sem til mála koma, enda þó
í blaðagrein sé eigi hægt að ná til
allra sem á útvarp hlýða.
Ráðherrann taldi það heldur
óeðlilega ásökun frá minni hálfu,
að minna á það, að hann gæti
verið í öllum stjórnum og samið
og svikið sitt á hvað, af því að
ég hafði verið stuðningsmaður
Nýsköpunarstjórnarinnar 1944—
’46. Sú rikisstjórn sprakk af
ágreiningi um utanríkismál, enda
þó i þeirri tíð væri allt annað
ástand i heimsmálum, en síðan
hefir verið, þar sem Vesturveldin
voru í samvinnu við Rússa gegn
Þjóðverjum í stríðinu. Keflavíkur
samningurinn 1946 Atlantshafs-
samningurinn 1949 og hervarnar-
samningurinn 1951 voru allir
gerðir í fullri andstöðu við
kommúnista. Um þá stóðu saman
þrír flokkar og þegar árásin var
gerð á Alþingi 30. marz 1949
töldu margir að kommúnistar
hefðu lokað hurðum á hæla sér,
ættu því ekki að óbreyttu ástandi
í heimsmálum aftur kost á stjórn
arsamvinnu við aðra flokka.
Aðstaðan 1944 og 1956 var bví
algerlega ósambærileg. En Ey-
stein Jónsson er þekktur að því,
að taka ekkert tillit til stefnu eða
stjórnmála siðferðis. Gildir það
jöfnum höndum um innanlands
og utanríkismál. Þau hátíðlegu
loforð sem hann og fleiri gáfu í
síðustu kosningum um að vinna
aldrei með kommúnistum, var
hann manna fljótastur að svíkja,
enda sá af okkar stjórnmála-
mönnum sem sízt er hægt að
treysta, þegar völdin eru annars
vegar svo sem reynslan hefir
sannað.
f öðru lagi blés þesi ráðherra
sig ákaflega út af þeirri ófyrir-
leitni frá minni hálfu að kenna
honum um hækkun ríkisgjald-
anna skattanna tollanna o.s.frv.
hafa miklu hærri. Þetta 7 ára
blóðugu stríði við Sjálfstæðis-
menn út af því, að halda niðri
gjöldum, sem þeir hefðu viljað
hafa miklu hærri þetta 7 ára
stríð ráðherrans er mikil þörf að
ræða nánar. Ætti honum ekk; að
vera fjarri skapi, að fá tækiíæri
til að skrifa söguna af sínum
frækilega vopnaburði á þeim
vettvangi.
Hinar gífurlegu kröfur frá ráð-
herrum Sjálfstæðisflokksins um
sífellt aukin ríkisgj., er það sem
hin blóðuga orusta ráðherrans
hefir staðið gegn, að hans eigin
dómi. Þó ég sleppi nú öllu gamni
í tilefni af þessari grobbsögu ráð-
herrans, þá má nú byrja á því, að
minna á, að síðasta árinu af bess-
um 7 er honum óhæltt að sleppa,
því áður en það byrjaði var hann
búinn að svíkjast aftan að sínum
samstarfsmönnum Sjálfstæði-
mönnum og farinn að semja við
andstæðinga stjórnarinnar um
þingrof, kosningalagabrot, stjórn
arskrárbrot og nýja stjórnarsam-
vinnu á kommúnistískum grund-
velli. Hin 6 árin voru frá því um
miðjan marz-mánuð 1950 til jafn-
lengdar 1956. Á þeim tíma var
þessi maður fjármálaráðherra í
samstjórn með Sjálfstæðismönn-
um. Á því tímabili stóð hans
blóðuga stríð, sem hann mundi
þó allra manna sízt hafa viljað
hverfa frá með því að segja af
sér.
Víst hækkuðu útgjöldin mikið
á þessum tíma, óþarflega mikið.
Er sú saga á þessa leið: Sam-
kvæmt ríkisreikningi fyrir árið
1949, og sem Eysteinn gekk frá,
en ekki fyrrverandi fjármálaráð-
herra Jóhann Þ. Jósefsson, voru
öll gjöldin á sjóðsyfirliti 403 millj.
króna. Fjárlögin fyrir árið 1956
sýna áætluð útgjöld á sama yfir-
liti 661 milljón króna. Þau voru
afgreidd af fyrrverandi ríkis-
stjórn. Hækkunin er 258 millj.
króna. Við þetta er svo óhætt að
bæta áætluðum útgjöldum „Fram
leiðslusjóðs" sem voru 152 millj.
króna. Hækkunar upphæðin á
þessu 6 ára timabili er því ljót.
Hún er 410 milljónir króna, eða
sem svarar 68,3 milljónum króna
að meðaltali á ári.
Þetta þótti Eysteini Jónssyni
hrein óhæfa. „Ómögulegt að
leysa efnahagsmál með Sjálf-
stæðismönnum“ lét hann sam-
þykkja á flokksþingi Framsókn-
arfl. í marz 1956. Sjálfsagt þótti
því að stofna til þingrofs og kosn-
inga, brjóta kosningalögin og
stjórnarskrána. Ganga síðan í
samvinnu við andstæðinga fyrri
stjórnar, sem maðurinn var sjálf-
ur fjármálaráðherra í. Þar með
skyldi blóðuga stríðinu vera lok-
ið. Nýtt tímabil skyldi hefjast.
Tímabil „varanlegra ráða í
efnahagsmólum", með allsherjar
vinnufriði og stöðvun allrar dýr-
tíðar m. m.
Síðan þetta gerðist er eitt ár.
Það er ár mikilla lærdóma í fjár-
málum og atvinnulífi íslendinga.
Þetta ár hefir líka sýnt nokkuð
ljósar inn í hugskot Eysteins fjár-
málaráðherra, en almenningur
hafði áður séð. Allt að því eins
langt og við sumir vorum búnir
að renna grun í. Fjárlög fyrir
árið 1957 voru afgreidd. Þau
sýna á sjóðsyfirliti 811 milljónir
króna. „Framleiðslusjóður" var
skýrður upp. Hánn heitir nú
„Útflutningssjóður“. Tekjur hans
eru áætlaðar 500 milljónir króna.
Þar af er ætlað inn í fjárlögin
108 milljónir. Eftir standa til út-
gjalda 392 milljónir króna. Gjöld-
in því samtals áætluð 1203 millj.
króna. Hækkunin frá fyrra ári
samtals 390 milljónir króna. Við
það er svo bætt stóreignaskatti
sem áætlaður er 80 milljónir kr.
auk margvíslegra annara smærri
útgjalda. En á þessu ári var ekki
að tala um blóðuga stríðið við
ráðh. Sjálfstæðisflokksins gegn
hærri gjöldum. Nú voru það ást-
arhótin og blíðmælin frá ráðherr-
um Alþýðuflokksins og Alþýðu-
bandalagsins. Nú mátti fjármála-
ráðherrann ráða öllu sem hann
vildi. Hann fékk að hækka út-
gjöldin eftir vild. Þá hækkuðu
þau um 390—470 milljónir króna
á einu ári eftir því hvort stór-
eignaskatts^ böggullinn er með
eða ekki. í hinu blóðuga stríði
við Sjálfstæðismenn var hækk-
unin ekki nema 68 milljónir á ári
að meðaltali í 6 ár. Hvernig átti
slíkur maður sem Eysteinn Jóns-
son, að geta unað slíku. Hann
sem alltaf segist vera að stöðva
dýrtíðina og bjarga framleiðsl-
unni. Það er líka mér og mörgum
öðrum kunnugt fyrir löngu, að
hann er einn þeirra manna, sem
alltaf talar og skrifar mest um
það hve nauðsynlegt sé að forðast
þau verk, er hann ætlar að vinna
og vill vinna. Því til sönnunar
er það, að enginn maður Lefir
oftar talað um að stöðva dýrtíð-
ina. En enginn einn maður á fs-
landi hefir skrúfað dýrtíðina eins
upp og Eysteinn Jónsson. —
Hann er líka búinn að vera allra
manna lengst í ríkisstjórn hér á
landi. Það er óhætt að fullyrða,
að hann er afdráttarlaust mesti
dýrtíðarskrúfu konungur sem
þjóðin hefir eigi\azt. Það skal
verða betur sannað þó að síðar
verði.
Reykjavík, 2. júní ’57
J. P.
Stórt og fjölbreytt nýtt
heftiaf Stefni komið út
N’
ÝTT HEFTI er komið út af Stefni. Það er fyrsta hefti þessa
árgangs og er tvöfalt að stærð. Flytur það óvenjumikið og
fjölbreytt efni, bæði greinar um þjóðmál, smásögur, ljóð og ýmis
konar gagnrýni.
Dr. Franklin.
í þessu nýútkomna hefti Stefn-
is birtast m. a. ljóð eftir þrjú ung
skáld og ljóðaþýðingar eftir tvö.
Eftir Hannes Pétursson er það
kvæðið — Ekki hefur sólin. Jón
Dan á tvö Ijóð í heftinu, sém nefn
ast Ókveðið ljóð og Hönd þín.
Þrjú kvæði eftir Gylfa Gröndal
nefnast Morgunbæn, Hraðíerð og
Skógur. Þá eru ljóðaþýðingar eft-
ir Matthías Jóhannessen.
Athyglisverðar eru einnig þýð-
ingar Málfríðar Einarsdóttur á
ljóðum eftir Ezra Pound, sem
fylgja grein er Sigurður A. Magn-
ússon ritar um þetta höfuðskáld
nútímabókmennta. En Þórður
Einarsson skrifar grein um kynni
sín af enska skáldinu Dylan
Hér
eru óvenju góð skilyrði til
vírusarannsókna
segir hinn
kunni brezki
dr. Franklin
skurðlœknir
UNDANFARIÐ hefur dvalizt
hér á landi kunnur hrezk-
ur skurðlæknir, Mr. Franklin að
nafni. Er hann hingað kominn
á vegum British Council og í
boði íslenzkra lækna til þess að
flytja hér fyrirlestra um læknis-
fræði.
★
Richard H. Franklin er kunn-
ur skurðlæknir í heimalandi sínu.
Hann er nú einn af aðalkennur-
um brezka sérfræðingaskólans,
London Postgarduate School, auk
þess sem hann er aðalskurðlækn-
ir við Hammersmith Hospital og
Kingston Hospital. Hann er einn-
Vestur-íslendingar í heimsókn
VÆNTANLEGIR eru n.k. föstu-
dag í hópferð til landsins eftir-
taldir 18 Vestur-íslendingar:
Sigurður og Kristín Sigurðs-
son, Elfros, Sask; Páll Guð-
mundsson, Leslie, Sask; Vilborg
Anderson, St. James, Man.;
Gerða Ólafsson, Winnipeg; Kat-
rín Brynjólfsson, Winnipeg;
Kristín Johnson, Winnipeg; Anna
Árnason, Winnipeg; Ólafur
Bjarnason, Gimli, Man.; Guðrún
Davíðsson, Pickle Lake, Ont.;
María Sigurðsson, Winnipeg;
Kristín Johnsin, Winnipeg; Guð-
rún Árnason, Gimli, Man.; Guð-
finna Svein dóttir, Glenboro,
Man.; Kristín Þorsteinsson, Gimli
Man.; Jakobína S. Hallsson,
Winnipeg; Jakob og Steinunn
Kristjánsson, Winnipeg.
í sambandi við þessa heimsókn
gengst Þjóræknisfélagið fyrir
samkomu n.k. föstudagskvöld kl.
8,30 í Tjarnarcafé, uppi.
Ennfremur eru allir Vestur-ís-
lendingar, svo og aðrir íslend-
ingar búsettir erlendis, sem nú
kunna að vera staddir hér á landi
hérmeð boðnir til samkomunnar.
Sérstaklega er skorað á allt
félagsfólk, einnig á frændur og
vini gestanna að fjölmenna.
(Tilk. frá Þjóðræknisfél. ís-
lendinga).
ig prófdómari í skurðlækningum
við sérfræðipróf brezku skurð-
lælcnisstofnunina, Royal College
of Surgery. Fréttamaður Mbl.
hitti dr. Franklin að máli fyrir
féum dögum og spjallaði við
hann stutta stund. Hann er mjög
yfirlætislaus og viðkunnanlegur
maður á miðjum aldri, og þegar
talið berst að íslandsdvölinni læt-
ur hann hið bezta yfir henni.
— Eg hefi komið bæði á Lands-
spítalann og Landakot, segir
hann og einnig heimsótt Reykja-
lund. Eg hefi hrifizt af því sem
ég þar hefi séð og mér þykir ís-
lenzk læknisfræði standa framar-
lega. Sérstaka athygli mína vakti
Reykjalundur og það brautryðj-
endastarf sem þar hefir verið
unnið. í mínum augum er það
mjög athyglisvert, og áhrifamik-
ili þáttur í þeirri baráttu ykkar
að útrýma berklaveikinni að
fullu og öllu. Einnig kom ég að
Keldum og skoðaði þar rann-
sóknarstofurnar og þangað þótti
mér fróðlegt að koma.
Mér þykir þið íslendingar vera
mikil framfaraþjóð. Eg hygg, að
hér séu góð skilyrði til þess að
stunda vírusrannsóknir sökum
fjarlægðarinnar og einangrunar-
innar, mun betri skilyrði en eru
í hinum þéttbýlli löndum svo
sem Englandi.
Eg hefi hrifizt af því að koma
hingað til lands, og það er strax
auðséð að hér fer mikil bylting
fram og miklar breytingar verða
á fáum árum. 1 London hefi ég
kynnzt nokkrum ungum íslenzk-
um læknum og til mín hafa leit-
að allmargir íslenzkir sjúklingar,
víst um 30 talsins. Mér hefir ver-
ið mikil ánægja að því að koma
hingað til lands og hitta marga
þeirra aftur, hressa í bragði.
Talið berst að vélindaaðgerðum
dr Franklins en fyrir þær hefir
hann hlotið mikla frægð í Eng-
landi og víðar. Var hann sam-
starfsmaður próf. Gray Turner,
sem var mikill brautryðjandi á
þessu sviði. Dr. Franklin var
fyrsti enski læknirinn til þess að
gera skurðaðgerð á meðfæddri
vélindislokun í Bretlandi og
fyrsti maðurinn utan Bandaríkj-
anna sem þá aðgerð gerði. Var
það árið 1948.
Meinsemd þessi er algengari
en menn halda, segir dr. Franklin
en stundum uppgötvast hún ekki
en barnið deyr skömmu eftir
fæðinguna. Aðgerðina verður að
gera örskömmu eftir að barnið
fæðist, og er fyrsti sjúklingur dr.
Franklins nú 9 ára gamall. Alls
hefir hann framkvæmt þessa
vandasömu aðgerð um 25 sinn-
um. Bandaríkjamenn hófu fyrst-
ir að framkvæma skurðaðgerðir
við þessari meinsemd, síðan dr.
Franklin og þá skömmu seinna
sænskur skurðlæknir, dr. Sand-
blom.
Höfuðtilgangurinn með kómu
þessa kunna brezka skurðlæknis
hmgað til lands var að halda fyr-
irlestra fyrir íslenzka lækna um
skurðaðgerð þessa en hér á landi
hefir hún ekki verið gerð. Hefir
dr. Franklin bæði flutt fyrir-
lestur fyrir lækna Landsspítalans
um skurðaðgerðina og einnig
fyrir lækna í Háskólanum.
Kona dr. Franklins, Helen, er
í för með honum hingað til lands.
Thomas, sem eins og kunnugt er,
drakk sig í hel.
GREIN UM DAVÍ®
STEFÁNSSON
Þá er í heftinu upphaf merki-
legrar greinar Önnu Z. Oster-
man, um kveðskap Davíðs Stef
ánssonar. Anna er sænskrar
ættar. Kom hún hingað til
lands 1938, sem sendikennari,
en hefur síðan fest tryggð við
landið og unnið merkilegt
starf til kynna á islenzkum
rithöfundum í Svíþjóð. Hefur
hún e. t. v. kannað skáldskap
Davíðs betiur en nokkur annar
maður, og kemur fram í grein
Ezra Found
hennar bæði víðtæk þekklng
og ást á skáldskap hans.
SMÁSÖGUR OG GREINAR
Smásögur eru í Stefni eftir
Jakob Thorarensen (Erfið ferð),
Einar Inga, Gisla J. Ástþórsson
og Svavar Gests, en Sverrir Har-
aldsson hefur þýtt smásögu eftir
Kelvin Lindemann.
Þá er í heftinu Víðsjá, eftir
Magnús Jónsson alþingis-
mann, mjög athyglisverð ræða
eftir sr. Þorstein Björnsson,
en Þorsteinn Ó. Thorarensen
skrifar greinina Nehru og
Ungverjaland, þar sem skýrt
er frá undarlegri afstöðu Ne-
hrus í hinum veigamiklu Ung
verjalandsmálum.Þykir í fram
komu Nehrus þar skjóta nokk
uð skökku við það réttlætis-
hlutverk, sem hann ætlar sér
í heimsstjórnmálunum.
Margt annað efni er í heftinu,
sem er hið stærsta og fjölbreytt-
asta, sem enn hefur komið út af
Stefni.