Morgunblaðið - 13.06.1957, Page 12

Morgunblaðið - 13.06.1957, Page 12
12 M O R C U 7V B l. 'A ÐIÐ Fimmtudagur 13. júní 1957 Mikill undirbiiningui undir síldarvertife á Raufarhöfn RAUFARHÖFN, 11. júní. — Mik- ill undirbúningur fer fram á Raufarhöfn undir komandi síld- arvertíð. Verið er að byggja nýja söltunarstöð dótturfélags KEA á Akureyri. Unnið er að stækkun stöðvanna, t. d. Óðins, Haf- silfurs og Hólmsteins Helgason- ar. Þá er unnið að endurbótum á síldarverksmiðjum ríkisins, þeim mestu sem verið hafa síðan nýja verksmiðj an var byggð 1940. Yfir hvítasunnuhelgina lágu hér 3 flutningaskip og biðu los- unar. Á annan dag hvítasunnu var unnið á öllum vinnustöðum. í dag losar Drangajökull tunnu- farm og 2 önnur skip væntanleg næstu daga með tunnur og salt. Munu allar stöðvarnar verða til- búnar til síldarmóttöku um næstu mánaðamót. — Karl. Fjórðungsþing ungra Sjálfsfœðismanna á Norðurlandi Sigmundur Magnússon kosinn formaður sambandsins Frú Þórunn Jakobsdóttir afhendir Karli Karlssyni, vararæðismanni, skrautritað þakkarávarp færeysku björgunarmönnunum til handa. Fœreyingum þokkuð björgun Coðanessmanna Virðulegur sjémannadagur í Neskaupstað hlaut merkasta afreksmerki sjó- mannadagsins í Reykjavík, björg unarafreksmerkið. Var það fyrir hina frækilegu björgun skips- hafnarinnar af vélbátnum Skúla fógeta, en hann sökk í Faxaflóa í nóvembermánuði s. 1. —Fréttaritari. SAUÐÁRKRÓKI, 4. júní: — Fjórðungsþing ungra Sjálfstæð ismanna á Norðurlandi, var hald- ið hér á Sauðárkróki laugardag- inn 1. júní sl. í Félagsheimilinu Bifröst. Þingið sóttu fulltrúar úr Eyjafjarðar- og Húnavatnssýsl- um og frá Akureyri, Ólafsfirði, Siglufirði og héðan úr Skaga- firði, alls yfir 60 manns. Var þetta fjölmennasta þing, sem Fjórðungssambandið hefur haldið til þessa. Á þinginu fóru fram umræður um stjórnmál, skipulagsmál sambandsins o. fl. Ragnar Steinbergsson, formaður sambandsins, baðst undan endur- kosningu, en í hans stað var Sig- mundur Magnússon frá Hjalteyri kosinn formaður. Um kvöldið var almenn skemmtun í Bifröst á vegum F.U.S. í Skagafirði. Formaður fé- lagsins, Jón Björnsson í Bæ, setti samkomuna, en Kristján Skarphéðinsson stjórnaði henni. Þorvaldur Garðar Kristjánsson lögfr. og Stefán Friðbjarnarson frá Siglufirði, fluttu ræður og Neskuapstað, 3. júní. HÁTÍÐAHÖLD sjómannadagsins í Neskaupstað hófust klukkan 10 árdegis með hópsiglingu báta úr flota Norðfirðinga. f siglingunni tóku þátt 7 trillubátar og 14 stærri skip allt að 100 lesta skip- um. Nokkur af stærri skipum bæj- arins eru í slipp til aðgerða fyrir síldarvertíð og gátu því ekki tek- ið þátt. Flotinn lagði af stað frá bæj- arbryggjunum kl. 10 og safnaðist saman innst inni á Norðfirði. Þeg- ar merki var fengið lagði allur flotinn af stað, fremst smæstu bátarnir og aftast þeir stærstu. Réðu litlu bátarnir ferðinni og var siglt hægt út allan fjörð, framhjá bryggjunum og út fyrir Eyri. Þar snéru bátarnir við, og á bakaleiðinni voru þeir látnir fara eins og þeir komust. Dróg- wst þá litlu bátarnir aftur úr, en samt virtust sumir þeirra ganga mjög vel. Mikill gangur var á stóru nýju bátunum, og fallegt að sjá þá bruna marga í hóp á fullri ferð. SJÓMANNAMESSA í kirkjunni var sjómannamessa sem hófst klukkan tvö. Sr. Þor- geir Jónsson, prófastur á Eski- firði prédikaði, en sóknarprestur Nessóknar flutti messu á Eski- firði. VBÐ SUNDLAUGINA Klukkan fjögur hófst sarnkoma við sundlaugina. Fór þar fram keppni 1 stakkasundi og öðrum gundgreinum, reiptog milli skips- faafna og milli vélaverkstæðis- manna og skipasmiða. Skipshöfn Bjargar, NK-102, dró skipverja af Þráni, NK-70, út í sundlaug- ina, og hið sama gerðu vélaverk- stæðismenn við skipasmiði. Þá var og sýnt björgunarsund. FÆREYINGUM FÆRT ÞAKKARÁVARP Við sundlaugina flutti frú Þórunn Jakobsdóttir, formaður kvennadeildar Slysavarnafélags- ins í Neskaupstað ávarp til Fær- eyinga og þakkaði þeim fórnfúst starf við björgun skipbrotsmann- anna af b.v. Goðanesi, sem fórst við Færeyjar 2. janúar s. 1. Færði frú Þórunn Færeyingum skrautritað ávarp frá deildinni. Ávarpið er svohljóðandi: ÞAKKARÁVARP TIL FÆREYINGA. f nafni okkar kvennanna í Neskanpstað, Norfirði ogr í nafni alira aðstandenda skip- verja af íslenzka togaranum Goðanesi, er fórst við Færeyj- ar 2. nýársdag 1957. Færum við hér með færeysku björg- unarmönnunum og öllum þeim er aðstoðuðu við þessa björg- un og veittu skipverjum hina beztu aðhlynningu og hjálp, okkar aluðarfyllstu og inniieg- ustu þakkir. Færeysku bræðraþjóðinni árnum við allra heilla og bless unar í framtíðinni. Slysavarnadeild kvenna Norðfriði. Ávarpið var í fallegum ra*nma. Umboðsmaður færeysku þjóð- arinnar í Neskaupstað, Karl Karlsson, vararæðismaður Dana, veitti ávarpinu móttöku. Flutti ræðismaðurinn stutt 'ávarp og þakkaði Norðfirðingum þennan viðurkenningarvott, sem frænd- þjóðinni Færeyingum væri sýnd- ur með þessu. Lúðrasveit Neskaupstaðar lék milli atriða við sundlaugina und- ir stjórn Haralds Guðmundsson- ar. — Samkoman við sundlaug- ina var mjög fjölsótt, þrátt fyrir óhagstætt veður. Kalt var í lofti, og þegar reiptogið fór fram fór að snjóa, en allan daginn var loft skýjað, með upprofum þó. Um kvöldið var dansleikur í barnaskólahúsinu. H.G.-sextett- inn lék fyrir dansinum. Var hann fjölsóttur að vanda þenna dag. Má segja, að öll hátíðahöld þessa sjómannadags hafi verið með virðulegum blæ, og ekki dró það úr ánægju Norðfirðinga, að einn úr hópi sjómanna þeirra, Ásmundur Jakobsson, skipstjóri, Skógræktoifékg Suðuraesja gróðursetti 4 þús. plöntur s.l. úr AÐALFUNDUR Skógræktarfé- lags Suðurnesja var haldinn fimmtudaginn'l23. maí s.l. í Barna skóla Keflavíkur. í fundarbyrjun sýndi Snorri Sigurðsson, ráðunautur skóg- ræktarkvikmyndina, og á eftir söng Karlakór Keflavíkur, en kór félagarnir höfðu horft á - þessa fallegu kvikmynd. Merkjasalan til eflingar Skóg- ræktarsjóði Suðurnesja, sem hófst síðasta sunnudag í maí 1956, hefur gengið, vel og virðist áhugi manna í skógræktarmálum fara vaxandi þar syðra, sem í öðrum landshluíum. Á árinu Voru gróðursettar nærri 4000 trjáplöntur í fjórum skógræktargirðingum, og mörg börn úr Gerðaskóla hafa gróður- sett trjáplöntur við heimili sín með góðum árangri. Ný girðing var sett upp í Sól- brekkum á Vogastapa s.l. vor og önnur í vor við Grindavík. Byrjað var s.i. vor á þvi að sá grasfræi og bera áburð í flög og mela innan girðinganna. Bar það góðan árangur og hefir því verið haldið áfram í vor í vaxandi mæli. Þessa starfsemi félagsins hefur Egill Hallgrímsson, kennari frá Vogum stutt með ráðum og dáð. Hagur félagsins er góður, enda má svo heita, að öll störf séu unn- in endurgjaldslaust. Tvær nýjar skógræktardeildir hafa verið stofnaðar í vor á félagssvæðinu: Skógræktarfélag Miðnesinga 19. maí, og Skógrækt- arfélag Grindavíkur 28. maí, svo að félagsdeildirnar í Gullbringu- sýslu eru nú orðnar sex. Nýir menn frá hinum nýstofnuðu deild um hafa nú tekið sæti í stjórn sýslufélagsins, en hana skipa: Sig uringi E. Hjörleifsson formaður, Huxly Ólafsson varaformaður, Ragnar Guðleifsson, ritari, Þor- steinn Gíslason, gjaldkeri, og meðstjórnendur: Árni Hallgrims- son, Gísli Guðmundsson og Svaf- ar Árnason. í varastjórn voru kjörnir: Her- mann Eiríksson, Ingvar Guð- mundsson og 'Sólveig Ólafsdóttir. — Endurskoðendur: Rögnvaldur Sæmundsson og Karl Björnsson. Snorri Sigurðsson, skógræktar- ráðunautur sat fundinn og leysti greiðlega úr margvíslegum fyrir- spurnum fundarmanna. var máli þeirra beggja prýðilega tekið. Skemmtiatriði önnuðust þeir, Kristinn Hallsson, Sigurður Ól- afsson, Fritz Weisshappel og Skúli Halldórsson. — Að lokum var dansað af miklu fjöri til kl. 2. e. m. Skemmtanirnar sóttu um 400 manns. Var það einróma álit allra er þingið og skemmtanirnar sóttu, að hvorutveggja hafi verið ungum Sjálfstæðismönnum til hins mesta sóma. Sérstaklega var unga fólkið ánægt með hið fjöl- menna þing, sem sannaði ótví- rætt, að Sjálfstæðisflokkurinn á sívaxandi fylgi að fagna í Norð- lendingafjórðungi. — Jón. Innheimfa L. f. flyfur bráðlega INNHEIMTA Landssímans mun bráðlega flytja í hið nýja hús- næði sitt í Landssímahúsinu, ný- byggingunni, og verður gengið þangað inn frá Aðalstræti. í sambandi við þetta verður ýmissi tilhögun breytt, m.a. verða næstu tveir ársfjórðungsreikn- ingar fyrir umframsímtöl miðað- ir við 4 mánuði í stað 3 áður, Þannig miðast júlíreikningurinn við umframsímtöl í jan., íebr., marz og apríl s. 1. Þess má geta, að í júlíreikningnum koma fram umfram-símtöl, sem fóru fram f febrúar s. 1., þegar breytingar fóru fram á sjálfvirkju stöðinni, er orsökuðu talsvert af skökkum númerum. Mun verða athugað, hvort umframsímtöl einstakra notenda hafa þá orðið óeðlilega mörg, og hvort þess vegna telj- ist réttmætt að gefa afslátt á reikningum þeirra. liddari af Pálmaorðunni FRANSKA ríkisstjórnin hefir útnefnt Sigurjón Markússon, fyrrverandi embættismann, bú- settan í Reykjavík, Riddara Pálmaorðu frönsku Akademíunn- ai fyrir starf hans í þágu Menn- ingarsambands Islendinga og Frakka. Heiðursskjalið og heiðursmerk- ið voru voru afhent honum af Ambassador Frakklands á ís- landi, herra Henri Voillery, við móttökuathöfn, sem gerð var í sendiráðinu í þessu tilefni. Guðmundur á Hvítárbakka — ICveðja Þú lyftir þér á herðar bóndans byrði og brást ei trú á líf og heima- svörð, Norðfirðingar fjölmenntu við hátíðahöld Sjómannaðagsins. að sýna grönnum hvers er vert og virði að varða leið og bæta tun og hjörð. Það tókst að kotsð konungsgarður yrði með karlmannlegri athöfn þinni og gjörð svo allra hugir upp í Borðarfirði við útför þína standa heiðurs vörð. Eg stenð í f jarlægð fátækur af orðum, en finn og skil að það er gæfa min að eiga með þér nokkra fundi forðum og fá að muna bros og handtök þin. Það skal ei mitt þér erfiljóð að yrkja, því efni skortir til og snillibrag. Drag skó af fótum, krjúpum, hér er kirkja, við kistu göfugs manns við sólarlag. A. G. E.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.