Morgunblaðið - 13.06.1957, Blaðsíða 14
14
M O RGU N BL AÐIÐ
Fímmtuclagur 13. júní 1957
Peningaskápur
(Lips)
stór og vandaður, til sölu.
IVSjólkurfélag Reykjavtkur
Læknastofur
I.æknir óskar eftir að kaupa húsnæði fyrir lækninga-
stofur. í>arf að vera vel staðsett í bænum. Uppl. gefur
Málflutningsskrifstofa
VAGNS E. JÓNSSONAR,
Austurstræti 9,
Sími 4400.
Vörumerkið
„CELLOPHANE"
Athygli er hér með vakin á því, að British Cellophane
Limited, Bath Road, Bridgwater, Somerset, Englandi, t
iðjurekendur, eru skráðir eigendur á Islandi að neðan-
greindu vörumerki:
„CELLOPHANE“
sem er skrásett nr. 175/1947, fyrir arkir úr cellulose og
cellulose umbúðir og innpökkunarpappír.
Notkunin á orðinu „CELLOPHANE“ fyrir ofangreindar
vörur þýðir, að slíkar vörur eru frá British Cellophane
Limited, og notkun þess fyrir sérhverjar aðrar slíkar
vörur er brot á rétti British Cellophane Limited.
Aðvörun.
Slíku réttarbroti verður mætt með lögsókn í þágu við-
skiptavina og notenda, og af eiganda ofangreinds vöru-
merkis.
Aðeins litib eitt rtægir...
þvi rakkremið er frá
til að fullkomna raksturinn. Það freyðir
fljótt og vel . . . og inniheldur hið
nýja K34 bakteríueyðandi efni, sem
einnig varðveitir mýkt húðarinnar.
Reynið eina túpu í dag.
Gillette „Brush!ess“ krem, einnig fáanlegt.
Heildsölubirgðir: Globus h/f. Hverfisgötu 50, sími 7148.
Nauðsyntegt að efla atvinnulíf
Sauðárkróks
„Skagfirðingi" svarað
Eftir Kristmund Bjarnason, Sjávarborg
i.
HINN 1. MARZ sl. sendir „Skag-
firðingur" mér kveðju sína í Tím
anum og auglýsir mér að kostn-
aðarlausu, að ég sé „eitthvað
kunnur fyrir að þýða rómana",
en lætur þess jafnframt getið,
að svo virðist sem mér láti „öllu
miður“ „samtíma sagnritun".
Láir mér víst enginn, þótt ég sé
ekki jafnfær á svo óskyld við-
fangsefni sem að íslenzka skáld-
rit og semja sagnfræðirit. En höf.
fer um þetta allt líknarhöndum,
ber smyrsl á sárið með því að
kalla mig „sagnritara". Hér er
mikið sagt, svo mikið, að mér
er nær að ætla, að höf. hafi af
misgáningi orðið á að rita „rom-
an“ (slcáldrit) fyrir orðið „reyf-
ari“, sem notað er um minni
háttar skáldsögur, enda mætti þá
segja að hann hefði riðið bagga-
mun af skáldfákinum.
Höf. skipar sagnfræðinni veg-
legri sess í greinarkorni sínu,
enda þar fremur umvöndunar
þörf, að hans hyggju. Hann segir:
„Sá hefur jafnan þótt einn aðal-
kostur sagnaritara að vera vand-
ur að heimildum og skýra hlut-
laust frá atburðum". Ég er alveg
á sama máli og sýslungi minn,
og ég get bætt því við, að ekki
er vandfýsin ein nóg um val
heimilda, heldur verður sá, sem
notar, að kunna með þær að fara
og brengla þær ekki. Á þessu
hefur orðið nokkur misbrestur
hjá greinarhöf. Ég nefni dæmi:
Hann hefur grein sína með því
að segja, að undirritaður hafi
skrifað grein í Tímann 5. febr.,
„sem hann nefnir þætti úr at-
vinnu- og framfarasögu Sauðár-
króks“. Þetta er rangt. Sögu-
rannsóknin hefur gleymzt. Fyr-
irsögn greinarinnar og greinar-
gerð hennar er samin á ritstjórn-
arskrifstofum Tímans, og mun
ritstjórinn geta staðfest það. Ef
höf. hefði verið lítið eitt kunnari
blaðamennsku og beitt sögurann
sókninni, hefði hann farið nærri
um, að blaðamenn setja fyrir-
sagnir oft og einatt að geðþótta
sínum — og er engin goðgá, þeg-
ar ekki er sérstaklega mælzt til
hins gagnstæða. Grein mín hét:
Siguröur Sigfússon og atvinnulíf
á Sauðárkróki, og ber nafn grein-
arinnar með sér, að aldrei var
ætlun mín að rita um önnur
fyrirtæki en þau, sem S.S. stjórn
ar ,enda kemur þetta og glögg-
lega fram í greininni. Er þá burtu
fallin, að því er virðist, uppi-
staðan fyrir grein „Slcagfirðings“,
en ívafið er af líkum toga.
Ekki tekst höf. betur að fara
rétt með heimildir, sem hann
hefur aflað sér. Hann vitnar í
gamalt kvæði eftir Isleif vin
minn Gíslason, birtir eina Ijóð-
línu og tekst að rangfæra hana:
„Sauðárkrókur er sérleg borg“
í stað „séleg borg“. Slík brengl-
un bendir til þess, að höf. sé
ósýnt um að lesa kvæði sér til
gagns, enda gat honum naumast
hlálegar farið en að bera fyrir
sig þetta hálffertuga skopkvæði
ísleifs, og er raunar óhugsandi,
að hann hefði gert það, ef hann
hefði kunnað kvæðið allt. Svona
„sérlegur" maður ætti að forð-
ast húmoristiskan kveðskap sem
heitan eldinn. Enn segir collega
minn, sagnritarinn, að tilefni
greinar minnar virðist vera „orða
skipti þeirra Hjálmars Theódórs-
sonar og Sigurðar Sigfússonar í
Tímanum 5. og 30. janúar sl.“.
— Maðurinn virðist hafa lesið
alla grein mína sem ónefnd per-
sóna biblíuna, þar eð ég tek fram
í Tímanum, hvers vegna grein
mín sé rituð og þess getið, að
hún sé skrifuð 28. jan. eða tveim-
ur dögum áður en grein S.S.
birtist í blaðinu. Enn er sá sagn-
fræðilegi galli á grein höf., að
honum láist að geta nafns, og er
ég hræddur um, að slíkt þyki
draga úr gildi heimildar, sem
nota á við „samtíma sagnaritun",
enda þótt sumum þyki nafnleynd
benda á lítillæti og hæversku,
þegar gjafir eru gefnar. Ég end-
urtek því: „Sá hefur jafnan þótt
einn höfuðkostur sagnritara að
vera vandur að heimildum og
skýra hlutlaust frá atburðum".
II.
En sagnritarinn er ekki af baki
dottinn, og er furða, hvað hann
situr klárinn. Hann segir: „K.B.
gefur í skyn, að Sigurður Sig-
fússon hafi verið eini atvinnu-
rekandi á Sauðárkróki síðan
1945“. Á öðrum stað vitnar hann
þó orðrétt í grein mína, þar sem
ég get þess, að sláturhús K.S.
geti tekið á móti helmingi fleira
fé til daglegrar slátrunar en slát-
urhús S.S. Og þó segir hann:
„Einhverja mun nú ef til vill
reka minni til þess, að kaupfé-
lagið hafi verið starfandi á Sauð-
árkróki um áratugi, þótt sagna-
ritaranum hafi sést yfir það smá-
ræði“. Aumingja maðurinn. í
greinni hefur mér og láðst að
geta um „rafveitur, hitaveitu og
vatnsveitu o. fl.“. Ég veit ekki
til, að nefnd fyrirtæki séu í svo
nánum tengslum við S.S. og fyr-
irtæki, sem hann stjórnar, að ég
hefði átt að geta þeirra.
Þá telur höf. það frumlega
kenningu hjá mér, að sá, sem
tekur að sér byggingaframkvæmd
ir sé atvinnuveitandi, „en ekki
sá, sem kostar bygginguna“.
Skv. kenningu „Skagfirðings“
hafa þá flestir fjölskyldufeður á
landi hér verið atvinnuveitend-
ur, ef þeir þá ekki eru það alltaf,
Ég tel t.d. að telja megi bygg-
ingafyrirtæki S.S. atvinnuveit-
anda á Sauðárkróki, en það send-
ir vinnuflokka þaðan til starfa
við byggingar svo og svo margra
íbúða- og peningshúsa í hérað-
inu. Með sama rétti má kalla
fyrirtæki, sem tekur að sér fram-
kvæmdir í ákvæðisvinnu, at-
vinnuveitanda. Annars mætti
margt um þetta segja, en ég
læt við það sitja, sem ég sagði
í fyrri grein minni um þróun
atvinnulífsins á Sauðárkróki. Það
stendur enn óhaggað. Hitt er svo
auðsætt, að þetta vefst allt fyrir
höfundi, þar eð hann talar um
hinn raunverulega atvinnuveit-
anda, rétt eins og óraunveruleg-
ur atvinnuveitandi væri með f
leiknum, og ef hann vill telja S.S.
óraunverulegan, er það reiðilaust
af mér.
III.
Síðan víkur „Skagfirðingur" aS
sláturhúsmálum héraðsins og sér
allt tvöfalt eins og við mátti
búast. Hann nefnir nokkrar tölur
um sláturfé hjá sláturfélögunum,
en forðast eins og heitan eldinn
að minnast á hrossaslátrun á
undanförnum árum, enda hefði
reikningurinn þá orðið óhagstæð-
ari að mun. Svo klykkir hann
út með þessari setningu: „Þannig
hljóðar nú helmingareikningur
K.B. um slátrunina". Þeir, sem
lesið hafa grein mína, mega gerzt
vita, að ég minnist hvergi á helm-
ingareikning um slátrun. Ég
sagði, að sláturhús S.S. gæti tek-
ið á móti 600 fjár á dag eða
helmingi á móts við sléturhús
K.S. Höf. virðist rugla saman
afköstum og afkastagetu fyrir-
tækja, og er það að vonum. Hitt
veit greinarhöf. vafalítið fullt
eins vel og ég, að fjöldi bænda
er bundinn við K.S. vegna skulda
og fyrirfram gefinna loforða um
fjölda sláturfjár, og sætir ekki
furðu, þótt ríkt sé gengið eftir,
að slík loforð séu efnd. Það er
von mín, að sláturhús S.S. eigi
enn eftir að hlaupa undir bagga
með bændum, er með þarf, en
ef eitthvað er að marka upplýs-
ingar greinarhöf. um slátrun þar
sl. haust, gætu þær bent til þess,
að fyrirtækið sé að draga saman
seglin og ætlun þeirra félaga sé
nú að snúa sér einvörðungu að
útgerðinni.
IV.
Loks eru verzlunarmálin reif-
uð, og enn er höf. við sama hey.
garðshornið. Hann segir: „Þegar
feitfiskvélar þær, sem S.S. fékk
frá Dagverðareyri, stóðu þar
uppi í verksmiðjunni, töldust þær
MAGMETUR ^2-4^1-
Nýkomið mikið af varahiutum:
Dynamoar í Austin 8
Dynamoar í Prefect.
Kveikjur í Prefect.
Anker, margar gerðir.
Coil 6—12 volt
Cutout 12 volt
Þurrkurofar
o. m. fl. af varahlutum.
Verzlun Friðriks Bertelsen
TRYGGVAGÖTU 10 — SÍMI 2872.