Morgunblaðið - 16.06.1957, Blaðsíða 2
2
MORCVyBLAÐIÐ
Sunnudagur 16. júnl 1957
16 þjóðir í heimsmeist-
arakeppni stúdenta í skák
Mólið verður hér - Rússar sferkastir
4 HKIMSMEISTARAKEPPNI stúdenta í skák verður haldin í
Reykjavík dagana 11.—26. júlí n. k. — 16 þjóðir hafa tilkynnt
þátttöku og verið getur að 2 bætist við. Verður þetta stærsta kapp-
Kiót sem hér hefur verið haldið, því hingað koma um 100 erlendir
skákmenn til keppninnar. Teflt verður í Gagnfræðaskóla Austur-
bæjar dag hvern frá 7.—12. að kvöldi en biðskákir tefldar að
morgni. —
* ÞÁTTTÖKU ÞJÓÐIRNAR
Þessar þjóðir hafa nú tilkynnt
þátttöku: Bandaríkin, írland,
ísland, England, Danmörk, Sví-
þjóð, Finnland, A.-£>ýzkaland,
Tékkóslóvakía, Pólland, Rúmen-
ia, Ungverjaland, Búlgaría, Rúss
land, ísrael og Ytri-Mongólía. —
Auk þess hafa Equador og Júgó-
slafía gert fyrirspumir og má
búast við að Júgóslavar komi, en
þeir eru nú í keppnisför í Banda-
ríkjunum.
Ef þátttökuþjóðimar verða 16
ekis og nú horfir, verður teflt í
einum riðli, það er allar við eina
eg em við allar, en verði þær
fleiri verður skippt í tvennt og
keppt í A og B flokki.
★ FRÆGIR SKÁKMENN
' Margir frægir skákmenn eru
aoeðal keppendanna en þó
liggja enn ekki fyrir endanleg-
ar upplýsingar um þá alla.
Rússneska sveitín verður án
efa sterkust, en hana skipa 1.
borð Spasskí, heimsmeistari
unglinga, 2. borð Tal, núver-
andi Rússlandsmeistari, 3.
borð Nikitin og 4. borð Polug-
ajavski. Danska sveitin verður
og sterk, Bent Larsen á 1.
borði tefla annars þessir ma.:
meistari á 2. borði. Á fyrsta
borði tefla annar þessir m. a.:
England: Persitz, Tékkósló-
vakía: dr. Filip, Ungverja-
land: Benkö, A-Þýzkalandi:
Dittmann, Bandarikin: Lom-
bardy, ísland: Friðrik Ólafs-
Svefnlausi brúðgum-
inn á Akureyri
HAFNARFIRÐI — Leikfélag
Hafnarfjarðar fer 20. þ. m. i leik-
för til Akureyrar og mun sýna,
þar hinn bráðsnjalla gamanleik
Svefnlausa brúðgumann, eftir
Arnold og Bach í þýðingu Sverris
Haraldssonar.
Leikurinn var sýndur 35 sinn-
um hér syðra við geysilegar vin-
sældir og frábærar undirtektir
áfaorfenda, enda af kunnugum tal
iun einn bezti gamanleikur þess-
ara góðkunnu höfunda.
Klemens Jónsson hefir sett leik
inn á svið, en leiktjöldin málaði
Lothar Grundt.
Leikendur eru Friðleifur Guð-
mundsson, Þóra Borg, Margrét
Magnúsdóttir, Sólveig Jóhanns-
dóttir, Eiríkur Jóhannesson, Sig-
urður Kristins, Sverrir Guð-
mundsson, Eyjalín Gísladóttir,
Nlna Sveinsdóttir, Kristín Jó-
hannsdóttir, Sína Arndal og Jó-
hannes Guðmundsson.
Fyrsta sýningin á Akureyri
verður á fimmtudagskvöldið 21.
júní. — Ekki þarf að efa, að
Svefnlausi brúðguminn mun afla
sér áþekktra vinsælda á Akur-
eyri og hér syðra, og mun því
ráðlegt fyrir þá Akureyringa, sem
hafa hug á að sjá leikinn, að
tryggja sér aðgöngumiða tíman-
lega, því að sýningar nyTðra geta
ekki orðið nema örfáar.
í júiímánuði mun svo L. H.
heimsækja Rangæinga, Árnes-
inga, Borgfirðinga og Akumes-
inga með Svefnlausa brúðgum-
ann, svo þeim gefist kostur að
hlæja ósvikið eina kvöidstund.
í
★ STÓRT MÓT OG DÝRT
Skákmennirnir koma 9. og 10.
júlí flugleiðis. Greiðir ísland
sem svarar 2/3 af ferðakostnaði
4 manna sveita frá hverju landi
frá Kaupmannahöfn. Mótið er því
dýrt fyrirtæki og kostar langt
umfram það sem bær og ríki hafa
styrkt stúdentaráð og skáksam-
bandið, sem sjá um mótið. Margir
hafa svo hlaupið undir bagga, en
vonast er eftir að enn fleiri geri
það. Ýmis tengslafélög íslands og
annarra landa hafa boðist til að
greiða kostnað við dvöl skák-
sveitar viðkomandi lands d. t.
greiðir félagið Suomi dvöl Finn-
anna og fleiri slík félög hafa lof-
að hinu sama eða eru að athuga
möguleika á að gera svo.
Skákmennirnir búa í heimavist
Sjómannaskólans og borða í mat-
sveinaskólanum í sama húsi.
Sérstök nefnd sér um mótið
og er Pétur Sigurðsson háskóla-
ritari, formaður hennar,, en hún
er að öðru leyti skipuð fulltrúum
háskólans, rík isstj órna r: nnar, bæj
arstjórnarinnar, skáksambands-
ins og stúdentaráðs.
100 nýstúdentar kvöddu
Menntaskólann í gærdag
452 nemendur við skólann í veiur.
IGÆR lauk 111. skólaári Menntaskólans í Reykjavik. — Skóla-
slitaathöfnin var rétt að byrjá þá er blaðið var tilbúið til
prentunar, svo ekki er unnt að birta mynd af nýstúdentum eða
rekja skólaslitaræðu hins nýskipaða rektors Kristins Armanns-
sonar. I gær brautskráðust frá skólanum 100 stúdentar.
í upphafi skólaársins voru nem
endur alls 452, þar af 174 stúlkur
og 278 piltar. Flestir nemendur
eru héðan úr Reykjavík eða ná-
grenni.
Undir árspróf gekk 361 nem-
andi, 336 luka prófi, og stóðust
það 311, en 25 féllu, flestir'í III.
bekk.
STÚDENTSPRÓF
Undir prófið gengu 95 skóla-
nemendur, 5 utanskóla, þar af 69
í máladeild, 31 í stærðfræðideild.
Fjórir stúdentar eru með ág.
eink. 50 I. eink., 45 II. eink. og
1 III. eink.
Hæstar einkunnir hlutu þessir:
í máladeild: Jónatan Þórmunds
son, 6 B, ág. eink. 9.66 (prófs-
eink. 9.75). Er þetta hæsta eink-
sem tekin hefur verið við skól-
ann síðan núv. eink. stigi var
tekinn upp.
Gísli Þorsteinsson, 6 B, ág.
eink. 9.47.
Hinn 17. júní árið 1953 brauzt
út uppreisnin í A-Berlín, hin
nafntogaða uppreisn a-þýzkrar
æsku gegn rússnesku oki. Víða
er þessa dags minnzt í virðing-
arskyni við þær fjölmörgu þjóð-
ir, sem sitja í hlekkjum kommún-
ismans. Rússneski herinn í A-
Þýzkalandi hefur og sérstakan
viðbúnað til þess að berja niður
uppreisnartilraunir, því að komm
únistar hafa allt frá því að upp-
reisnin i Ungverjalandi var brot-
in á bak aftur á svo eftirminni-
legan hátt óttazt, að a-þýzkt
æskufólk gerði örvæntingarfulla
tilraun til þess að hrynda drottn-
urunutn af höndum sér.
Þorsteinn Þorsteinsson, 6. B, I.
eink. 8,93.
Svanhildur Sigurðardóttir, 6.
A, I. eink. 8,64. v
f stærðfræðideild:
Gylfi Guðnason 6. X, ág. eink.
9.04.
Tryggvi Ásmundsson, 6. X, I.
eink. 8,72.
Sigurður Bjömsson, 6. Y, I.
eink. 8.70.
Heiðar Hallgrímsson, 6 Y, I.
eink. 8,24.
Tólf stúdentanna hlutu verð-
laun úr hinum ýmsu sjóðum, sem
viðurkenningu veitta fyrir náms-
afrek, iðni, siðprýði og framfarir.
Myndin er tekin á Kastrup-flugvellinum í Kaupmannahöfn, er
leikflokkur Þjóðleikhússins kom þangað. Á myndinni eru frá
vinstri: Brynjólfur Jóhanncsson, Arndís Björnsdóttir, Guðlaugur
Rósinkranz og
Leikflokki Þjóðleikhúss-
ins vel fagnað í Höfn
KAUPMANNAHÖFN, 15. júní. — Einkaskeytí tíl Mbl.
HÚSFYLLIR var í „Folketeatret“ í gærkveldi, er leikflokkur Þjóð-
leikhússins sýndi „Gullna hliðið", enda þótt leikurinn væri flutt-
ur á íslenzku. í leikslok voru höfundar og leikarar kallaðir fram
á sviðið með dynjandi fagnaðarlátum.
Thorvald Larsen, framkv.stj.
„Folketeatret“ steig upp á sviðið
og flutti ræðu. Þakkaði hann leik
flokki Þjóðleikhússins fyrir kom
una. „Ég þakka Þjóðleikhúsinu
fyrir að hafa opnað ævintýraríki
„Gullna hliðsins“ fyrir okkur í
kvöld“ — mælti hann að lokum
— og afhenti Guðlaugi Rósin-
kranz lárvlðarsveig.
Þjóðleikhússtjóri þakkaði fyrir
móttökurnar og sagði það mikinn
viðburð fyrir hið sjö ára islenzka
Þjóðleikhús að heimsækja hið 100
ára „Folketeater".
Hæstiréttur dæmir
■ frægu landhelgismáli
Þór fékk leyfi forseta til að veita
landhelgisbrjótum eftirför á haf út
FRÆG varð etfirfor sú úr lofti og af sjó, er belgiski togarinn
van Dyck var tekinn fyrir að hafa verið að veiðum í land-
helgi við Ingólfshöfða. Þrjár flugvélar og varðskipið Þór tóku
þátt í þessum aðgerðum gegn togaranum. Hefir skipstjóri hans
nú verið dæmdur í Hæstarétti í 75 þús. króna sekt og þar með
staðfest dóm undirréttar í málinu.
Þeta gerðist í júnímánuði 1955.
Starfsmenn strandgæzlunnar, und
ir stjórn Guðm. Kærnested, lóru
þá í könnunarflug í einum Fax-
anna, og var flogið austur að
Ingólfshöfða, en þar komu þeir að
belgiska togaranum í landhelgi
og var hann þar að veiðum. Land
helgisgæzlumönnum mældist tog
arinn vera um 3 mílur fyrir innan
fiskveiðitakmörkin. Fram til
kvölds var togarinn stöðugt að
veiðum, ýmist innan landhelgis
eða þá rétt utan. Skipta varð um
flugvélar, þvi að sú, er fyrst fór,
hafði ekki nóg eldsneyti.
Varðskipið Þór var þennan dag
í Vestmannaeyjum, en þangað
hafði það flutt forsetann, sem var
í opinberri heimsókn þar. For-
stjóra landhelgisgæzlunnar, Pétri
Sigurðssyni, og skipherranum
Eiríki Kristóferssyni, bárust
fregnir um hinn belgiska togara,
og var beðið um aðstoð varð-
skipsins til þess að taka skip-
stjórann. Barst þessi orðsending
þá er þeir hlýddu messu í Landa-
kirkju og var þá þegar brugðið
skjótt við. Forsetinn gaf leyfi
til þess tafarlaust að varðskipið
færi á vettvang.
Á meðan á þessu gekk og allt
til klukkan 10 um kvöldið var
togarinn að veiðum í og við land-
helgina, en þá setti hann á fulla
ferð og hélt til hafs. Kom nú
þriðja flugvélin á vettvang, kata
linabátur Flugfélagsins, sem elti
togarann til hafs, sveimaði stöð-
ugt yfir honum. Gott sjóveður
var. Togarinn silgdi með fullri
ferð og einnig Þór sem var mun
gangmeira skip og brátt minnk-
aði bilið milli slripanna. Þannig
var hinn belgiski skipstjóri á
flótta fram undir klukkan 3 um
nóttina, en þá nam hann staðar
eftir að skotið hafði verið stöðv-
unarskotum að skipi hans, en það
var þá komið 60 míl. á haf út.
Þór flutti síðan togarann til
Reykjavíkur, en þar viðurkenndi
skipstjórinn fyrir rétti að hann j
hefði verið fyrir innan 4 mílna
friðunarsvæðið, hina gömlu frið-
unarlínu.
f forsedadóm Hæstaréttar segir
m.a., að ekki hafi getað hjá því
farið að skipstjóranum hafi verið
það ljóst, að um gæzluflugvélar
var að ræða. Rétturinn taldi kl.
lögsögu taka til skipsins, þótt það
hafi verið komið svo langt frá
landi, þar eð flugvélin hafi stöð-
ugt fylgt togarnum, unz varð-
skipið tók við eftirförinni og gat
stöðvað togarann.
Ellen Malberg flutti íslenzku
leikurunum þakkir og kveðjur
danska leikarasambandsins og af-
henti Arndísi Björnsdóttur mik-
inn blómvönd í íslenzku litun-
um.
★
í „Berlingske Tidende", segir
Carsten Nielsen í morgun, að
gestaleikurinn hafi verið mik-
ill viðburður á leiklistarlíf-
inu í Kaupmannahöfn. Þetta
var fyrsta heimsókn Þjóðleik-
hússins til okkar, heimsókn,
sem við fögnum, segir hann.
Leikrit Davíðs Stefánssonar er
frekar skáldleg opinberun en
dramatískt skáldverk. — Frá
dönsku sjónarmiði er bygging
leiksins ábótavant, þar vantar
æskilega þróun og vaxandi
þunga. En persónulýsingar —
þar sem hin íslenzku skapein-
kenni koma fram — eru mjög
frábærar. Nielsen lofar sér-
staklega leik Arndísar Björns-
dóttur.
„Socialdemokraten“ segir,
að sýningin í heild hafi ekki
haft mikið listrænt gildi.
Ópercttan „Sumar í Týroól**
nýtur mikilla vinsælda meðal
bæjarbúa og hefur verið uppselt
á flestar sýningarnar.
Þessi skemmtilegi söngleikur
verður sýndur i aðeins tvær vikur
enn, því um mánaðamótin lýkur
leikári Þjóleikhússins.
Myndin er tekin úr þriðja
þætti óperettunnar og sýnir Rósu
Sigurðardóttur og Helga Skúla-
son í hlutverkum sinum.