Morgunblaðið - 16.06.1957, Blaðsíða 20
Veðrið
M-T kaldi víða léttskýjað
ttttttttlriðMfr
132. tbl. — Sunnudagur 16. júní 1957.
Reykjavíkurbréf
Sjá bls. 10.
Þjódhátíöar-
höldin á morgun
AMORGUN er þjóðhátíðardagurinn 17. júní. — Verður þá að
venju efnt til mikilla hátíðahalda, sem hefjast með skrúðgöng-
um kl. 13.15, en um kl. 13.50 ganga skrúðgöngurnar inn á Austur-
völl. Kl. 13.55 setur Þór Sandholt, form. Þjóðhátíðarnefndar há-
tíðina en síðan verður gengið í kirkju.
Hátíðahöldin á íþróttavellin-
um hefjast kl. 15.30 og fer þar
fram úrslit í 17. júní-mótinu. —
Barnaskemmtunin á Arnarhóli
hefst kl. 16.00, og kl. 17.00 hefj-
ast tónleikar Sinfóníuhljómsveit-
ar íslands við Austurvöll. —
Skemmtun í Tívóli hefst kl. 15.00.
K1 20.00 hefst kvöldvaka á Arn-
arhóli og að lokum verður dans-
að á þrem stöðum í miðbænum
til kl. 2 eftir miðnætti.
Þjóðhátíðarnefnd vill mælast
til þess að fólk verði ekki með
ölvun á almannafæri eða óspekt-
ir og ómerkja þannig þjóðhátíða-
daginn.
□-------------□
Loust embætti
er forseti Islands veitir.
Embætti aðalbankastjóra í
Seðlabanka 'Islands samkvæmt
lögum nr. 33/1957, um breyting
á lögum nr. 10 frá 15. apríl 1928,
um Landsbanka Islands, er laust
til umsóknar.
Umsóknarfrestur til 6. júlí 1957.
Veitist frá 15. s. m.
Forsætisráðuneytið,
4. júní 1957.
(Augl. úr Lögbirtingabl. 15/6.)
□--------=------------□
Brezku ævintýramennirnir við Austin-bílinn áður en lagt var upp
frá Reykjavík í fyrradag. Frá vinstri: Cyril Cooper, Kathlyn
Tootill og Brian Forsey.
í 3 kajökum niður Þjórsá
Brezkir ævintýramenn ætla
a<5'leika Jboð dirfskuhragð
llJrEÐ GULLFOSSI síðast komu allóvenjulegir ferðalagnar til
-!*■* íslands. Það voru þrír Bretar, sem hafa ákveðið að fara í
kajökum niður einhver af straumhörðustu fljótum landsins. Fólk
þetta kom með lítill Austin-bíl með sér og hyggst ferðast með
honum inn í óbyggðir, leysa þar af honum kajakana, sem liggja
samanvafðir á bílþakinu, skilja bílinn eftir og setjast í kajakana
með allt sitt hafurtask og sendast svo niður ána til sjávar. Fá
sér síðan hesta eða bíl og sækja Austin-bílinn þangað sem hann
var eftir skilinn.
Hér er ekki um neina hálfvita
eða viðvaninga að ræða, heldur
þaulvana ræðara, sem hafa farið
í kajökum sínum niður flest stór-
fljót í Evrópu, allt frá Bretlandi
til Þýzkalands, Frakklands, Aust-
urríkis, Póllands og Júgóslavíu.
Árnar í Júgóslavíu voru straum-
harðastar og mest spennandi,
sögðu ferðalangarnir.
STJÓRNARMEÐLIMIR
Þremenningarnir eru meðlim-
ir í stjórn félagsskapar þess, sem
skipuleggur svipaðar ferðir og
I>að eru kajakar af þessari
gerð, sem þremenningarnir
ætla að nota á Þjórsá.
hér um ræðir í Bretlandi og
nefnist „British Canoe Union“.
Konan í hópnum heitir Kathlyn
Tootill og er kennari í Manchest-
er. Hún er jafnframt ritstjóri
mánaðarritsins „The Canoe-
Camper". Félagar hennar eru
Cyril Cooper, verkfræðingur frá
Cambridge og Brian Forsey lög-
fræðingur frá Doncaster.
MARGAR FERÐIR
Kathlyn Tootill tjáði frétta-
manni Morgunblaðsins, að hún
hefði alls ferðazt rúma 4500 km.
í kajaki eftir ýmsum fljótum
Evrópu. Brian Forsey kvaðst hafa
„róið“ 57 fljót í Englandi og eitt
í Þýzkalandi, en Cyril Cooper
hefur róið fleiri fljót utan Eng-
lands. Þau eru öll þaulvön slík-
um ferðalögum, enda æfa þau
allan veturinn bæði á enskum
ám og innan húss. T:1 dæmis er
það þeim leikur einn að velta
kajaki í hring að hætti Eskimóa.
Þau geta vel farið niður fossa,
sem eru 2 til 3 metra háir, en
þegar kemur að hærri fossum
ganga þau einfaldlega á land og
taka kajakinn undir handlegg-
inn.
Þau verða hér aðeins 16 daga
og hafa mestan hug á að reyna
Þjórsá og einhverja ána norð-
anlands. Ætla þau fyrst að aka
að Gullfossi og Geysi, síðan að
Heklu og eftir það að líkind-
Kórar á Akureyri
’ AKUREYRI, 15. júní. — Mikil
sönghátíð verður hér um þessa
helgi. 8 kórar héðan úr bænum,
frá Ólafsfirði, úr Húnvatnssýsiu,
Skagafirði og Þingeyjarsýslu
halda söngskemmtanir á vegum
Sambands norðlenzkra karlakóra.
Þeir syngja tvísvar á Akureyri í
kvöld og austur í Mývatnssveit á
morgun. — Job.
Sfúdenfablaðið
STÚDENTABLAÐIÐ, 1957, er
komið út. Er það mjög fjlöbertytt
að efni eins og vanalega og fram-
an á kápusíðu eru litmyndir af
skjaldarmerkjum ísiands frá upp
hafi. —
um upp að Svartakrók, en það
an hyggjast þau „róa“ niður
að Þjórsárbrú, en sækja síð-
an bílinn og reyna að aka norð
ur Kjöl.
FENGU ENGAR UPPLÝS-
INGAR ÚTI
Hafa þau meðferðis tvær kvik-
myndatökuvélar, sem verða ó-
spart notaðar á ferðalaginu.
Kváðust þau ekki hafa fengið
neinar upplýsingar um ísland í
Hœttulegur
6000 volta
EFTIRLITSMENN frá Rafmagns
eftirliti ríkfeins, sem í gær voru
á ferð meðfram háspennulínu
sem liggur frá aðallínunni
skammt frá Hólmsárbrú og niður
að barnaheimilinu að Silunga-
polli, komu þar að sem -skó
kippa hékk uppi í háspennuvír-
unum, yfir veginum heim að
barnaheimilinu. Spotti lá úr kipp
unni og var hann bundinn í girð
ingu. í kippunni voru eingöngu
kvenskór og kvenbomsur allt
notað. Eftirlitsmennirnir bentu
á, er þeir afhentu rannsóknar-
Verkfall-
ENN er verkfail skollið á. Á mið-
nætti í nótt átti að koma til fram
kvæmda verkiallsboðun sú er
Farmannasambandið hefur boðað
til vegna sambandsfélaga sem
starfa á verzlunarflotanum. Sið-
asta skip úr höfn hér í Reykjavík
var Gullfoss á hádegi í gær lét
úr höfn áleiðis til Leith og Kaup-
mannahafnar. Var Rcykjavíkur-
höfn alveg tóm ; gærdag, að öðru
leyti en því að einn togari var
inni og nokkur erlend skip.
Að því er Mbl. fregnaði í gær
munu samnigaumleitanir hefjast
væntanlega aftur á þriðjudagi-
inn eða miðvikudaginn. Með
sáttasemjara, Torfa Hjartarsyni
eru komnir í sáttanefnd þeir
Gunnlaugur Briem ráðuneytis-
stjóri og Jónatan Hallvarðsson
hæstaréttardómari.
Bretlandi aðrar en þær, sem þau
fundu í tveimur bókum, „Land
of Ice and Fire“ og „Rivers of
Iceland" eftir Stewart. Þau hlökk
uðu mjög til að sjá þetta óvenju-
lega land og lögðu upp þegar í
fyrradag, nokkrum tímum eftir
að þau stigu á land. Voru þau
alveg örugg um að koma til
Reykjavíkur heil á sál og líkama,
en fréttamaðurinn efaðist um að
kajakar þeirra þyldu meðferð ís-
Ienzkra straumfalla. Við höfum
allt sem til þarf, ef þeir rifna,
sagði Cooper. Þeir eru allir stag-
bættir, og við erum engir við-
vaningar. Hittumst heil eftir
tvær vikur.
leíkur með
rafstraum !
lögreglunni skóna, að þetta uppá
tæki gæti verið lífshættulegt. —
41 stúdent frá M.A.
AKUREYRI, 15. júní — Árdegis
á þjóðhátíðardaginn fara fram
skólaslit í Menntaskólanum á Ak-
ureyri. Vegna fjarveru skólameist
ara, Þórarins Björnssonar, mun
Brynjólfur Sveinsson, sem gegnir
störfum hans, afhenda nýbökuð-
um stúdentum prófskírteinin. Að
þessu sinni eru stúdentarnii 41,
27 úr máladeild og 14 úr stærð-.
í vetur voru nemendur skólans
alls 318, sem skiptast þannig, að
í miðskóladeild voru 94, og í
menntadeild 224, utanbæjarmenn
voru 213 og í heimavist voru 154.
Undir landspróf gengu í vor 28
nem. og stóðust það 26, þar af 19
með framhaldseinkunn. — Job.
Jtt0rQuublabi&
kemur næst út n.k. mið-
vikudag 19. júni.
Bakaraverkfallið
ALLT er tíðindalaus frá bakara-
verkfallinu og þar situr allt við
hið sama. Litlar sem engar til-
raunir hafa farið fram til lausnar
verkfallinu. Ráðgert mun vera
að eitthvað verði aðhafzt í þessari
viku.
Léttir til síðderis
, c
REGNSKYIN grúfðu yfir bæn-
um í gær, er Mbl. spurði veður-
stofuna hvernig þjóðhátíðardags-
verðrið myndi verða.
í dag verður sennilega þurrt
veður, en skýjað. — Á morgun
þjóðhátíðardaginn má búasl við
að hér í Reykjavík verði einhver
úrkoma framanaf degi, en með
kvöldinu létti til, svo búast má
við að bezta veður verði á kvöld-
vökunni við Arnarhól og þegar
byrjað verður að dansa á götum
bæjarins.
27 stúdentar frá
Laugarvatni
UM ÞAÐ leyti sem verið var að
ljúka blaðinu í gær, fóru fram
skólaslit Menntaskólans að
Laugarvatni. f vetur hafa verið
107 nemendur við skólann, þar
af sjö í búnaðardeild, sem er
undirbúningsdeild fyrir fram-
haldsdeild bændaskólans á
Hvanneyri.
Undir stúdentspróf gengu nú í
vor 27 og fimm þeirra utanskóla
nemendur. 17 stúdentanna hlutu
1. einkunn, sjö II. og tveir þriðju
einkunn. Einn utanskóla nemend-
anna á ólokið prófi.
Hæsta próf yfir skólann allann
tók Eysteinn Pétursson frá Höfn
í Hornafirði, 9,04.
Hæstir á stúdentsprófi úr mála-
deild voru þeir, Kristinn Krist-
mundsson frá Jaðri í Hruna-
mannahreppi, 8,78 og Hreinn Að-
alsteinsson, Vestmannaeyjum,
8,29. — Úr stærðfræðideild var
með hæsta einkunn Sigurjón
Helgason, Háholti, Gnúpverjahr.
8,88 og næstur Ásgeir Sigurðs-
son frá Reykjum í Lundareykja-
dal, 8,87.
Rigning var í gær sem kunnugt
er og ef spottinn hefði blotnað
mjög, þá hefði hann leitt há-
spennt rafmagn í gegnum sig og í
girðinguna. Hefði það orðið
hverjum að bana samstundis sem
komið hefði við kaðalinn eða girð
inguna. Einkum gat þetta
verið hættulegt fyrir börnin á
barnaheimilinu og einnig fyrir
skepnur.
Eftirlitsmennirnir telja senni-
legt að þessari skókippu hafi ver-
ið kastað þarna upp á háspennu-
vírana í gærmorgun. Vill rann-
sóknarlögreglan eindregið mæl-
ast til þess að þeir sem uppl.
geta gefið um þetta stórhættu-
lega uppátæki, geri aðvart hið
fyrsta.
Somið við
verkfræðinga
t GÆR voru taldar góðar
horfur á því að yfirvofandi
verkfalli verkfræðinga um
land allt, sem starfa hjá því
opinbera og einstaklingum,
yrði afstýrt.
í fyrrinótt náðist samkomu-
lag milli samninganefnda
vinnuveitenda annars vegar
og nefndar frá stéttarfélagi
Verkfræðinga. Samkomulag-
ið var háð því skilyrði, að það
yrði samþykkt á almennum
fundi deiluaðila, þannig að I
gær lágu ekki fyrir upplýsing-
ar um efni þessa nýja sam-
komulags við verkfræðing-
ana. Fyrrnefndir fundir munu
verða haldnir nú um helgina.