Morgunblaðið - 16.06.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.06.1957, Blaðsíða 12
n Monntnsnr. amð Sunnudagur T6. Jfiní 1957 „Oftast verið sem óbreyttur dáti í liðinu og þótzt þar af fuilsæmdur'' AHEIÐRÍKUM sumardegi beini ég íör minni inn dalinn bað- aðan sólu. Dalurinn heitir Syðri- dalur, og skerst inn úr Bolungar- vík í suðvesturátt. Fremst í hon- um er Vatnsnes, þar sem sagnir berma, að Þuríður sundafyllir hafi numið land, sem óðum er að gróa upp. Á vinstri hönd ligg- ur Syðridalsvatn, eins og skyggð- ur spegill alla leiðina inn í dal- botn. Þar synda svanir og sil- ungur vakir í vatnsborði. Beggja vegna dalsins eru há fjöll, Ós- hyina og Heiðnafjall að austan, «n Ernir, Geirastaðahorn og Mið- dalsfjall að vestan. A vatnsbakkanum haegra meg- jr*n stendur reisulegur bær. Það eru Geirastaðir, en þar búa hjón- in Kristján Ólafsson og Ingveldur Guðmundsdóttir, og þangað er för minni heitið að sinni. Hjarta- hlýja húsbænda vermir, enda gestrisni með ágætum. Áfmælisviðfal v/ð Kristján Ólafsson á Geirastöðum, sjötugan FORVlGISMAÐUR t FÉLAGSMÁLUM Kristján Ólafsson á Geirastöð- um hefur komið mikið við sögu Bolungarvíkur á undanförnum ár um. Hann hefur stundað hér sjó, allt frá tímum áraskipanna, ver- ið formaður á bátum, stundað verzlunarstörf og rekið búskap, og síðast en ekki sízt haft heppi- leg og góð áhrif á félagsmál og önnur opinber mál byggðariags- ins, og einlægt verið fús til að leggja fram krafta sína, hverju góðu máli til styrktar. 1 hreppsnefnd Hólshrepps hef- ur Kristján átt sæti í nærfellt 30 ár. Varð hreppstjóri á árun- um 1924—28. Mörgum sinnum eftir að lögreglustjóraembættið í Bolungarvík var stofnað, hefur hann gengt því í forföllum, jafn- vel heilt ár í senn. Jafnframt hefur hann þá verið hreppsnefd- aroddviti. í skattanefnd Hóls- hrepps hefur hann átt sæti í mjög langan tíma, verið úttektar- og virðingarmaður og jafnan ver- ið í kjörstjórn og oft formaður hennar. Hann hefur tek-ið þátt í félags- lífi hér, bæði innan sinnar stétt- ar, bændastéttarinnar, svo og í öðrum félögum, t. d. hefir hann leikið, m. a. sýslumanninn í Skuggasveini, fjölmörgum sinn- um. Hann hefur verið í fylk- ingarbrjósti Sjálfstæðismanna í langan tíma og þau hjónin bæði. Þessi mæti maður á sjötugsaf- mæli 17. júní og tilefni heim- sóknar minnar að þessu sinni, er einmit það, að freista þess að ná ins’ á pappírinn nokkrum endurminn- ingum Kristjáns Ólafssonar frá langri og viðburðaríkri ævi. En Kristjáni er lítið um það gefið að trana sér fram. Þess vegna býst ég við, að honum sé ekki kær upptalning mín hér að framan á afskiptum hans af íélagsmálum Bolvíkingá, en við srvo búið verður að standa, enda •r ekkert ofsagt, en þegar ég spurði hann, hvort hann vildi segja okkur eitthvað frá afskipt- um sínum af framangreindum málum, var svar hans á þessa leið: „Mín saga í þeim efnum er hvorki mikil né merkileg. Eg hef oftast verið sem óbreyttur dáti í liðinu, og þótzt þar af full- saemdur." Ég ólst upp með foreldrum mínum á Hanhóli, og fluttist með þeim þaðan 11 ára gamall að Minni Hlíð, þar sem foreldrar mínir reistu bú. Vann ég auðvit- að mikið við búskap í æsku, en byrjaði að stunda sjómennsku 16 ára gamall. Fyrsti formaður minn var Kristján Halldórsson frá Tröð og reri hann þá 5 manna fari.“ „Var ekki erfitt að stunda sjó- inn í þá daga, Kristján?" „Jú, á sinn hátt. En ég kalla það ekki erfiði að róa og setja áraskipin, miðað við það sem varð, þegar mótorbátarnir komu til sögunnar. Mér fannst erfið- asta verkið að ryðja varirnar, oft dögum saman, þegar mikið var að sjó.“ „Hvað voru margar varirnar í Bolungarvík á áraskipaöldinni?" „Ég held að varirnar hafi verið eitthvað um 20, frá Hólsá og út að Gvendarbrunni. En skipin munu hafa verið yfir 80, þegar flest var. Það var oft stórfeng- leg sjón, að sjá mestallan þenn- an skipafjölda leggja frá landi í einu. Á veturna var áfcveðinn i róðrartími, en frjáls á vorin. Var þá bátunum rennt fram, en landi ekki sleppt fyrr en við ákveðið merki. UPPVAXTARÁR Ég sá fljótt, að honum varð ekki þokað á þessum vígstöðvum, svo að ég bað hann segja okkur frá uppvexti sinum. Sagðist hon- um þá svo frá: „Ég er fæddur á Hanhóli hér í Hólshreppi 17. júní 1887. For- eldrar mínir voru Ólafur bóndi Jóhannesson Kjartanssonar frá Minni Hlíð og Margrét Ólafsdótt- ir frá Haukadal í Dýrafirði. Móð- ir Ólafs var Guðrún Bárðardótt- ir, frá Hóli, en móðir Margrét- ar var Guðrún ívarsdóttir, ættúð úr Dýrafirði. MAGNÚS BLÉS / LÚBURINN Þegar allir voru tilbúnir, gekk Magnús Bárðarson frá Kálfsvík fram á Búðanesið, en það var þar sem Brimbrjóturinn er nú, og þeytti lúður af miklum krafti. Það var merkið til bátanna, að nú mætti róa. Var þá sleppt í skyndingu og róinn kappróður á miðið.“ Og Kristján talaði um gömlu miðin jafn kunnuglega og hús- gögnin í stofu sinni: „Hamar, Hömlur, Skjannbar, Kjölur, Skarki og Rönd“, og mörg, mörg fleiri. ,Þá held ég, að búðirnar hafi verið nokkuð margar miðað við þennan skipafjölda", segi ég. „Já, víst er um það, því að fyrir utan heimamenn, sem áttu sínar búðir á kambinum, þá áttu aðkomumenn einnig búðir þar. Hér um bil allir stærri bændur við Djúp áttu þar búðir. Munu þær alls hafa verið um 50 tals- Kristján telur þær allar upp fyrir mér með nöfnum, en það yrði of langt mál í þessu blaða- viðtali, þótt fróðlegt sé. FYRSTA SJÓFERÐIN Og Kristján heldur áfram: „En ég hefði máske fyrst átt að minnast á fyrstu sjóferðina höfðum hug á að ráða okkur á stærri skip og afla okkur skip- stjóraréttinda. Bjarni fór á stýrimannaskólann til að verða skipstjóri, sem hann og varð. Ég ætlaði til Englands og vinna mig upp þar. í því skyni lærði eg ensku og stærðfræði hjá börnum Hermanns á Þingeyrum. A ENSKUM TOGURUM Vertíðina 1912—13 kemst ég á enskan togara, Earl Momount frá Grimsby, sem landaði í Hafn- arfirði en með hann var ís- lenzkur skipstjóri, Hrómundur Jósefsson. Um vertíðarlokin er togarinn sendur til Isaf jarðar, og þar fer ég af honum og dvelzt heima um sumarið, en fer strax um haustið aftur til Reykjavíkur og tek þegar aftur við enskunóm- ið Mr. Boocles, sem þá keypti fisk í Hafnarfirði, leigði togarann Herkules frá Rosses Company í Aberdeen, og á þennan togara réð ist ég á vetrarvertíðinni 1913— 14, sem verkstjóri og túlkur. Sambúðin við skipsfélaga mína var með ágætum, og féll mér einstaklega vel við þá, og þóttist nú kominn á rétta leið. I vertíðarlok afréðum við tveir íslendingar, ég og Einar Magnús- son frá Patreksfirði, að sigla með togaranum til Aberdeen. Einar þessi drukknaði, þá er hann var fiskiskipstjóri á togaranum Lord Roberts, sem fórst í mannskaða- veðrinu í janúar 1924 í sama skiptið og Leifur heppni fórst. Ástæðan til þess, að mig fýsti utan, var auðvitað sú, að íslend- ingar áttu þá fá skip, en marga skipstjóra, og því erfitt hér heima að vinna sig upp í þá stöðu. Við komum til Aberdeen um miðjan júlí, og var þaðan búizt á veiðar í Norðursjó. Engin loft- skeytatæki voru um borð í Her- kules, og höfðum við því ekkert samband við land meðan á veiði- túr stóð. ÞEGAR STRÍÐIÐ SKALL Á Þegar komið var aftur til Aberdeen mætti okkur einkenni- leg sjón. Þetta var 5. ágúst 1914. Það fyrsta, sem vakti athygli okkar var að sjá feiknarlega stórt herskip koma siglandi á móti okkur í fylgd með 3 smærri her- skipum, og einu afarstóru spítala- skipi. Og þegar komið var í höfn- ina, þá var landið allt svart af fólki, svo langt sem augað eygði, þegar við sigldum í gegnum fyrstu flóðstífluna, kölluðu slcip- verjar í land: „Hvernig stendur á öllu þessu fólki?“ Og frá landi var svarað sam- stundis: „Það er skollið á stríð. Frakkar og Þjóðverjar eru komnir í stríð, mína, sem ég fór 13 ara gamall 0g vjg erum farnir af stað til að frá Breiðabúð, sem svo var nefnd. Annar drengur 11 ára, Þorgeir að nafni, kom með, en við rer- um með Guðna Jónssyni, þá há- öldruðum og áttum víst að vera hásetar hans. Ég hafði aldrei á sjó komið fyrri. Við höfðum lóð- ir með, sem við höfðum beitt í Iandi, en Guðni, formaðurinn, var svo gamall og hrumur, að hann gat ekkert gert nema að halda í árarnar og mátti ég því, óvaningurinn, bæði leggja og draga. En allt gekk þetta nú vel. Araskipaöldin endaði hér 1905 og fyrstu mennirnir, sem fengu sér mótorbáta voru Kristján Hall dórsson, fyrsti formaðurinn minn, Elías Magnússon og Rósmundur Pálsson. Á sumrum 1911 og 1912 reri ég sem formaður á bát frá Sel- vík á Skaga. En upp frá þessu held ég burt úr Bolungarvík. Við Bjarni Pálmason, síðar skipstjóri, sem nú er nýlátinn, fórum um haustið 1912 til Reykjavíkur, og hjálpa Frökkum". Þar með voru allar fyrirætlanir mínar slegnar niður, og það voru mikil vonbrigði, ef satt skal segja, því að ég hafði eins og áður er sagt, komizt til ágætra manna, sem allt vildu fyrir mig gera. Við fengum þær fyrirskipanir frá herstjórninni, að næstu tvær vikurnar mætti ekkert skip leggja úr höfn. Þá var engin herskylda í Eng- landi, þetta voru allt sjálfboða- liðar, sem í herinn fóru. Eg man t. d. eftir ungum manni, 24 ára mömlum vélstjóra, framúrskar- aiidi myndarlegum manni, sem með okkur var. Hann átti konu og 3 lítil börn. Frá skipsfjöl fór hann rakleitt á skráningarstofu hersins til að láta skrá sig í her- inn, áður en hann fór heim til konu sinnar og barna, og sama kvöld um miðnætti, lagði hann af stað í stríðið. UNDIR VERND FLOTANS Að liðnum þessum Vz mánuði fengu fiskiskipin leyfi til að sigla út, og fórum við með báðir ís- lendingarnir. Það átti að heita svo að viss afmörkuð svæði, sem leyfilegt var að fiska á, væru undir vernd brezka flotans. — Fjöldi togara var tekinn frá fisk- veiðunum, einkum frá hinum stærri útgerðarfélögu m, til að slæða tundurdufl meðfram ströndinni og á veiðisvæðunum. Svo var það einn dag, að við komum til Aberdeen upp úr nóni, héldum upp á sjómannaheimilið, þar sem við gistum. Þetta kvöld um miðnætti, var komið þangað með 17 sjóliða, en þeir voru hinir einu, sem bjargast höfðu af 3 skipum, sem sökkt hafði verið af kafbátum á þeirri sömu leið, sem við sigldum til lands fyrr um daginn. Þeirra á meðal var einn, sem áður hafði lent í því sama tvívegis, og fyrir vikið sæmdur háu tignarmerki. Þessir sjóliðar fengu 4 daga leyfi, en síðan voru þeir sendir aftur í stríðið, en þessi timi var nægilega langur til að kynnast þeim áhrifum, sem stríðið hafði haft á mennina, því að væri á stríðið minnzt, sem náttúrlega átti að varast, þá var engu líkara, en þetta væru brjálaðir menn. Seinna um sumarið gafst okk- ur kostur á að sjá menn úr hin- um fríðu Hálendingaherdeildum koma aftur eins og afturgöngur, niðurbrotna á sál og líkama. GEGNDARLAUSÁRÓÐUR Fiskveiðunum var samt haldið áfram um sumarið, þótt slitrótt gengi, en það gerðist hvort tveggja, að sífellt var gengið nær fiskveiðiflotanum til tundur- duflaveiðanna, og áróðurinn fyrir sjálfboðahermennsku var alveg gegndarlaus. Það var sama, hvern menn hittu, og hvar menn voru, alls staðar var reynt að fá menn til að ganga í herinn. Við íslend- ingarnir urðum sérstaklega fyrir barðinu á þessum agentum, þar sem við vorum stórir og stæðileg- ir Okkur var lofað gulli og grænum skógum. Mér var t. d. heitið lögreglupjónsstöðu, að stríðinu loknu, ef ég gengi í her- inn eða flotann, og var mér um leið bent á, hvað ég væri stór og stæðilegur, og spurt, hvort allir íslendingar væru svo stór- ir, og játti ég því. Þá sagði agent- inn: „Þeir hljóta þá að vera stór- ir íslenzku lögregluþjónarnir?" — „Já“, svaraði ég, „en það var auðvitað ekki nema hálfur sann- leikur, því að ég vissi að á þeim tíma voru íslenzkir lögregluþjón- ar fremur smávaxnir. Það var nú sýnt, að úr fyrir- ætlunum mínum gat ekki orðið, annað hvort var að fara í stríðið eða halda heim. Um atvinnu í landi var alls ekki að ræða, því að þar var skilyrðið jafnan, að menn væru kvæntir, en það var ég nú ekki, og hafði ekki ætlað mér að kvænast enskri konu. í lok október átti svo Herkules, togarinn okkar að fara í stríðið til tundurduflaveiða. Kom þá skipstjórinn að máli við okkur, og kvaðst vilja að við færum heim til okkar lands en ekki í stríðið, og sagðist vilja reyna að koma okkur þangað, og af því að ég átti þá foreldra á lífi, tók ég þann kostinn, en annars óvíst, hvernig farið hefði, — og það gerði gæfumuninn. HEIM TIL ÍSLANDS Þá hittist einmitt svo á að tog- ari frá Hull kom til Aberdeen á leið á íslandsmið, og samdi skip- stjórinn okkar svo um, að hann flytti okkur til ísafjarðar endur- gjaldslaust og reyndist hann í því sami öðlingur og fyrr við okkur. Þar skiljum við, eg ég held heim til Bolungarvíkur. Hóf ég formennsku á „Dúfunni", sem Dúfubúðin var kennd við. Þegar ég hafði róið þeim báti í um það bij 1 ár, veiktist ég svo að ég varð eiginlega óvinnufær í tvö ár Þá kom Englendingur mér aftur til hjálpar. Trúboðslæknir á ísafirði, sem hét James Love Nisbet, sauð ofan í mig einhverja jurt, sem hann ræktaði í garði sínum og síðan hef ég aS mestu verið laus við þann kvilla, en Nisbet réði mér frá því að halda áfram sjómennsku og fór ég að ráðum hans. Árið 1919 ræð ég mig til verzlunarstarfa, fyrst hjá firmanu „Hæðstakaupstaður Nat- han og Olsen", en síðar til „sam- einuðu íslenzku verzlananna“, en verzlunarstörf áttu ekki við mig, og hætti ég eftir átta ára starf. KAUPI GEIRASTAÐI Árið 1924 kaupi ég jörðina Geirastaði, en sama ár varð ég hreppstjóri Mólshrepps. Nytjaði ég jörðina frá Bolungavík, en ég keypti hana af Guðmundi örn- ólfssyni. Jörðin gaf þá af sér að- eins 30 hesta, en þá var að vísu grasleysisár. Á þeim árum, sem ég vann við verzlunina 1920 kvæntist ég Ing- veldi Guðmundsdóttur frá Iðu 1 Biskupstungum, en henni hafði ég kynnzt í Húnavatnssýslu. I 4 ár nytjaði ég Geirastaði á þenn- an hátt, en hóf þá búskap á Gili, fremst í Syðridal, og bjó þar í tvö ár, með það í huga að koma mér upp bústofni og gera mér hægara að byggja upp á Geira- stöðum. 1930 hefst ég svo handa um byggingu íbúðarhúss, fjóss fyrir 10 gripi, áburðargeymslu, fjár- húss fyrir 90 fjár og hlöður fyrir þennan fénað. Byggingarmeistar- inn var Ragnar Þórðarson." „Hvað kostuðu þessar fram- kvæmdir í þá daga, Kristján?“ „Byggingar þessar munu hafa kostað um kr. 40 þús., — ef eigin vinna mín er meðtalin". „Og voru nú ekki erfiðleikar á byggingarframkvæmdum á þessum tíma?“ „Það er óhætt að segja það. í fyrsta lagi var þá skollin á hin mikla viðskiptakreppa, þar sem hvorttveggja fylgdist að, gengisfall íslenzku krónunnar og þverrandi markaður fyrir allar útfluttar afurðir. Ég get t. d. sagt frá því, að 1930 seldi ég dilka á kr. 20,00 stykkið, en árið eftir seldi ég veturgamlar gimbrar sem ég hafði alið, fyrir 20 krón- ur og fékk því ekkert fyrir fóðr- ið. 25 DILKAR í VEXTI Þá skuldaði ég kr. 3500,00 I Sparisjóði Boiungarvíkur, og varð að borga vextina með 25 dilkum, og í öðru lagi, þá þótti þessi framkvæmd slík fjarstæða, að ætla sér að byggja fyrir svona mikið fé á koti, sem ekki gaf nema 30 hesta af töðu, að heyrt hef ég, að einn merkur bóndi hér við Djúp, hafi látið þau orð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.