Morgunblaðið - 16.06.1957, Side 9

Morgunblaðið - 16.06.1957, Side 9
Sunnudagur 16. ióní 1957 MOnCVNBT AfílÐ Uús Isaloldarjkrentsiniðju viö Austurstræti. eru yfir 200 myndir) og smá- sagnasafn, sem hefir að geyma þýðingar eftir Björn Jónsson; bók þessi kemur út í vasabóka- íormi. f fréttatitkynningu, sem fsa- foldarprentsmiðja sendi blöðun- um i tilefni af afmælinu í dag segir m.a.: „ísafoldarprentsmiðja hefir frá upphafi verið lánsöm með starfsfólk. Á næsta ári mun Gísli Guðmundsson, sem öllum Reykvíkingum og raunar öllum landsmönnum er kunnur, m.a. fyrir söng í kirkju og þjóðkór, geta haldið upp á sjötíu ára starfs afmæli í ísafold. í apríl sl. héld- um við upp á 60 ára starfsafmæii Þórðar bókbandsmeistara Magn- ússonar. Einfríður Guðjónsdóttir hefir starfað í ísafold í meir en 50 ár og meiri hluti starfsmanna hefir verið í ísafold um eða yfir 20 ár..........Verkstjórar í prentsmiðjunni á þessum tíma- mótum eru allt ungir menn, en hafa þó starfað þar í tæpa tvo áratugi, þeir Árni Valdimarsson, Guðgeír Ólafsson og Guðmundur Gíslason. Auk þeirra starfa með framkvæmdastjóra Viggó H. V. Jónsson og Sigurpáll Jónsson." HLUTAFÉLAG Loks má geta þess, að ísafold- arprentsmiðja var gerð að hluta- félagi eftir lát Ólafs Björnssonar 1919; hann lézt í blóma lífsins, aðeins 35 ára gamall. Stofnendur hlutafélagsins voru ættingjar og vinir Ólafs, en stærsti hluthaf- inn hefir alltaf verið frú Borg- hildur Björnsson, ekkja hans. Fyrsti formaður hlutafélagsins var Sveinn Björnsson forseti ís- lands, en núverandi formaður og framkvæmdastjóri er Pétur Ól- afsson. Aðrir framkvæmdastjór- ar hafa verið Herbert Sigmunds- son og Gunnar Einarsson. Nú- verandi stjórn ísafoldarprent- smiðju h.f. er skipuð Birni Ól- afssyni konsertmeistara, Hendrik og Pétri Ólafssyni frkv.stjóra, en þeir eru sonarsynir Björns Jónssonar. V/ð erum búnir að ná öruggri fótfestu jprátt fynr samkeppnina Stutt samtal v/ð Alfreb Eliasson forstjóra Loftleióa ÞAV hafa ekki verið lengi að líða árin 10, sem nú eru að baki í millilandaflugi Loftleiða, sagði Alfreð Eliasson, fram- kvæmdastjóri þessa umsvifa- mikla félags, sem á síðasta starfs- ári færði hinu gjaldeyrissnauða landssjóði verulegar gjaldeyris- tekjur, því að af um 60 millj. kr. veltu, þá voru sem svarar 80% í erlendum gjaldeyri. TVEIR GAMLIR FLUGKAPPAR Alfreð Elíasson og Kristinn Olsen eru nöfn, sem frá öndverðu hafa verið nátengd félaginu. Þeir komu hingað heim kornungir menn, sem staðráðnir voru í því að hazla sér braut í flugi á fs- landi. Með lítilli Stinson-flugvél, sem hafði bækistöð í hinu gamla flugskýli við Vatnagarðana, var grundvöllurinn lagður að Loft- leiðum. Að öðrum framámönn- um Loftleiða ólöstuðum, þá hafa þessir tveir gömlu flugkappar verið kjarninn í félaginu, sem í dag heldur uppi miklu milhlanda flugi með 4 Skymaster-ílugvél- um, milli Evrópu-landa, íslands og Bandaríkjanna, og hefur nú í þjónustu sinni rúml. 200 manns. Kristinn Olsen flýgur enn og mun hafa fleiri flugtíma en aðrir etarfsbræður hans. Alfreð hætti flugi að mestu fyrir nokkrum ár- um, er hann tókst framkvæmda- gtjórn á hendur. Á skrifborði Alfreðs er líkan af framtíðarflugvélinni, Lock- head Electra-flugvél þeirri, sem Loftleiðir hafa gert pöntun á og hefja á flug sumarið 1960. Reynd- ar verða það tvær flugvélar, sem koma munu með stuttu millibili. FRAMTÉBARFLUGVÉLIN — Hví völduð þið Electra? — Við höfum eins og kunnugt er lagt alla áherzlu á farþega- flugið milli Evrópu og Banda- ríkjanna, og þar höfum við þegar náð svo öruggri fótfestu, að ég er þeirrar skoðunar, að Loftleiðir séu komnar yfir erfiðasta hjall- ann þrátt fyrir hina hörðu sam- keppni. Við teljum Electra-flug- vélina muni henta okkur bezt til þessa flugs. Þær, sem við fáum, verða fyrir 80—90 farþega hvor. Þessar flugvélar eru ekki enn farnar að fljúga, en flugvélasér- fræðingar í Bandaríkjunuin binda miklar vonir við þessar flugvélar, og geta má þess, að bandaríska vikublaðið Newsweek skrifaði mjög ítarlega um þessar flugvélar fyrir stuttu og kemur þar fram hvílíkar vonir barida- rískur flugvélaiðnaður bindur við þessar flugvélar. Fyrsta flugvélin verður tilbúin til flugs i janúar- mánuði næstkomandi. Fáeinum mánuðum síðar munu nin stóru, i víðkunnu félög, K.L.M. í Hollandi og American Airlines, fá sínar fyrstu Electra-vélar, en í verk- smiðjunum liggja nú fyrir pant- anir á um 130 slíkum flugvélum, sagði Alfreð. REYNUM A® AUKA JAFNT OG ÞÉTT — Þegar þið fáið þessar nýju vélar aukast möguleikarnir til enn frekari aukningu millilanda- flugsins, er ekki það? — Jú, en við munum reyna að auka flugið jafnt og þétt fram að þeim tíma, því það eru þó 3 ár til stefnu og enn miklir möguleikar. Lönd eins og Kanada t.d. og jafn- vel hér í Evrópu, því liggur t.d. ekki mikill straumur manna að vestan og til Parísar. Norður- rútan, eins og flugmenn ka’la leiðina hér um norðurslóðir, veit- ir mikla möguleika, og þetta munum við hjá Loftleiðum allt hafa í huga þegar möguleikar eru á því að auka enn við fiugnetið okkar um Evrópu-lönd, um Is- land til Bandar. og þeir verða at- hugaðir. Electraflugvélarnar sem eru háloftflugvélar munu fljúga milli íslands og Evrópulanda og Bandaríkjanna í 30000 feta hæð. Flutímann héðan til New York áætlum við 8 klst. — f þeirri hæð eru háloftsvind- arnir á móti þegar flogið er aust- ur, vindurinn fer með um 100 km hraða á klst. Að vestan áætlum við flugtímann um 6 klst. Heðan til Kaupmannahafnar á flugtím- inn að vera um 3.20 klst. SAMKEPPNISFÆRIR AOALATRIOIÐ Allt eru þetta athyglisverðar tölum, segir Alfreð, en aðalatriðið er að sjálfsögðu fyrir félagið, sem heldur uppi slíku farþegaflugi, að vera samkeppnisfært við hin stærri félögin með þessum flug vélakaupum. Og flugmönnum okkar treysti ég fyllilega, svo að ég myndi á þessum tímamótum í sögu Loftleiða, telja það í alla staði rétt og hvergi ofmælt, að framtíðin virðist björt fýrir fé- lagið og það mun kappkosta að gera strangar kröfur tií sjálf síns um allt, er lítur að flugþjónust- unni við farþega sína, hvort held ur þeir fljúga frá íslandi, ■ Dan- mörku, Hamborg eða New York, sagði Alfreð Eliasson að lokum. — Sv.Þ. Á þessari mynd er forstjóri ísafoldarprentsmiðju, Pétur Ólafsson, með Guðmundi Gíslasyni verkstjóra. Eru þeir að skoða hina nýju útgáfu af „gulu bókunum" svonefndu. Ein þeirra er metsöiubókin „Fórnarlambið“ eftir Daphne du Maurier, en hún kemur nú út í ísienzkri þýðingu Hersteins Pálssonar, aðeins fimm mánuðum eftir að hún kom fyrst á markaö í Bandaríkjunum. Sýning Brngn Ásgeirssonnr BRAGI ÁSGEIRSSON heldur um þessar mundir sýningu á verkum sínum í Sýningarsalnum í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. ' Bragi er einn af yngstu mál- urum okkar, og er þetta önnur sjálfstæði sýning hans hér í Reykjavík, en nýverið sýndi hann verk sín í Kaupmanna- höfn. Fyrsta sýning Braga hér heima lofaði góðu, og miklar vonir voru tengdar við þennan unga lista- mann. Munu því margir hafa fylgzt af áhuga með öllu því, er komið hefur frá hendi Braga siðan. Um það verður ekki deilt, að Bragi Ásgeirsson er hæfileika- maður og vís til átaka í myndlist. Hitt er svo annað mál, hvort hann hefur enn náð þeim árangri, sem af honum var vænzt. Það skal ekki lagður dómur á það hér, enda væri það ekki sanngjarnt að svo stöddu, þar sem um tíma- spursmál getur verið að ræða eingöngu. Ég hlýt þó að játa, að ég bjóst við sterkari sýningu frá Braga en þeirri, sem nú er í Sýn- ingarsalnum. Samt er þar margt 'lectraflugvél Loftleiöa — ieikning ágætra verka; einkum eru það þó litlu olíumálverkin, sem mér finnst bera af. Þar hefur lista- maðurinn komizt inn á braut, sem virðist hæfa honum hið bezta — í þeim finnur maður alvöru og þrek, sem gerir verk- in persónuleg. Stærri olíumál- verkin eru yfirleitt ekki eins vel heppnuð listaverk. 1 mörgum verkum Braga bregð ur fyrir áhrifum frá „skreyting- arlist“ (Dekoration), en þar er oft siglt nærri hættulegum boð- um. Heildarsvipur verksins get- ur mistekizt gersamlega, ef ekki er höfð fyllsta aðgát. Þetta er kannske erfiðasti farartálmi Braga sem stendur. En ekkert er skiljanlegra en einmitt það, að ungur og dugmikill listamað- ur lendi í glímu við þetta vanda- mól. Það kemur í ljós síðar, hvernig Braga tekst að notfæra sér þá reynslu, er hann hlýtur að fá á þessu sviði. Að lokum þe'tta: Sem flestir ættu að venja komur sínar í Sýn- ingarsalinn, þar er alltaf eitthvað nýtt og hressandi að sjá. Ég þakka svo Braga Ásgeirssyni fyrir þessa sýningu og Sýningar- salnum fyrir starfsemina. Valtýr Pétursson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.