Morgunblaðið - 16.06.1957, Blaðsíða 13
Sunnudagur 16. júní 1957
MORCVTSUL Afíir
13
Erfitt að dæma
hver er fegurst
Örstutt samtöl v/ð fegurðar-
dísirnar úr Tivolí
þar um falla, að fyrr mætti nú
vera dauðans heimskan, að
byggja svona dýrt á þessu koti,
þar sem aldrei væri hægt annað
en svelta!
Ég get sagt frá því líka, að
einn mætur og merkur maður,
sem Jóhann Jensson hét,-sagði við
mig, að það væri leiðinlegt, að
ég. svona góður maður, eins og
hann orðaði það, skyldi verða
til þess að ráðast í þessa vitleysu
og fara svo á hausinn með allt
saman. Ég spurði hann hvprt
þetta væri svo alvarlegt. Ég yrði
áreiðanlega ekki fyrir þeim, sem
farið hefðu á hausinn á undan
rr ér, enda væri alls ekki víst að
svo færi, en þá sagði hann: „Farir
þú ekki á hausinn með þetta
„Christian", þá ertu göldróttur."
En þegar ég leit við og ætlaði
að svara, þá var hann horfinn.
Hefur víst ekki búizt við, að á
svarinu væri mikið að græða.
1 þriðja lagi var það ákvæði
í lögunum um byggingar, en
hann hafði lánað fé til bygging-
arinnar, að eignir þær, serp sjóð-
urinn lánaði út á, mætti ekki
selja, leigja eða framvísa til erfða
nema með leyfi sjóðsstjórnarinn-
ai, og verðið mætti aldrei vera
hærra en fasteignamatsverð. Þeg-
ar stjórn Sparisjóðs Bolungarvík-
ur varð kunnugt um þetta á-
kvæði, þá kippti hún algerlega
að sér hendinni með 1 án til
framkvæmda, enda þótt hún
hefði áður lofað, að verkið yrði
ekki stöðvað af fjárhagsástæðum,
og hefði hún vitað um þetta á-
kvæði áður, þá hefði hún aldrei
lánað í það eina krónu, og bygg-
ingin þá sennilega aldrei orðið,
er.da gerði ákvæðið eignina al-
gerlega óveðhæfa.
Samhliða þessu kipptu allir að
sér hendinni, bæði hvað vinnu
snerti og efnissölu, nema greitt
væri eftir hendinni, sem ekki var
hægt.
Eg get bent á sem dæmi, að
um áramótin 1930 og ’31, þá var
verkið eiginlega stöðvað af fjár-
hagsörðugleikum. Þá var ekki
hægt að borga smiðunum og öðr-
um, sem við bygginguna unnu,
og lánstraust til efniskaupa virt-
ist vera þrotið.
SYNJAÐ DM 150 KRÓNA
VÍXIL,
Nú var lángreiðslum frá bygg-
ingar- og landnámssjóði þannig
háttað, að fyrsti hlutinn er greidd
ur: þegar efni var komið á bygg-
ingarstað, annar, þegar húsin
voru komin undir þök, og hinn
þíáðji, þegar byggingarmeistari
hafði tekið bygginguna út. Nú
stóð þannig á, að járnið, sem átti
að fara í þökin var innifrosið á
afgreiðslu Djúpbátsins. Honum
skuldaði ég 150 krónur fyrir
flutninga, og afgreiðslumaður
Djúpbátsins á ísafirði hafði fyrir-
skipað afgreiðslumanni hér í
Bolungarvík að láta selja járnið
ti) greiðslu á flutningsgjöldum.
Þá fór ég til Sparisjóðsstjórans í
Bolungarvík og bað hann lána
mér 150 króna víxil, mætti vera
til eins mánaðar, og hann mætti
nefna hvaða ábyrgðarmenn, sem
hann vildi, svo hægt væri að
leysa út járnið, koma þökum á
húsið og fá greiddan annan hlut-
ann úr bygigngar- og landnáms-
sjóði. En hann sagði nei. Þá stakk
ég upp á eitt hundrað krónum,
og bað hann leggja þá beiðni fyr-
ir stjórn Sparisjóðsins, en þá
sagði hann: „Með mínu samþykki
færð þú enga krónu, meir en
þú hefur fengið út á þessa bygg-
ingu. Og ég get sagt þér, að í
gærkvöld kom hingað maður,
sem þig getur líklega grunað
hver var, sat yfir mér fram á
rótt. Hann lamdi hér allt fast
og laust og sjálfan sig líka og
sagði, að ef ég lánaði eina krónu
meira í þessa vitleysu, þá myndi
hann og öll sín fjölskylda, taka
út hverja krónu, sem það ætti
inni í sjóðnum". Þetta voru nátt-
úrlega engin gleðitíðindi, en þó
fannst mér, að það væri eitthvað
hressandi við þessa yfirlýsingu.
Mér fannst þarna vera óafvit-
andi einhver ógnandi storkun til
þess að gefast aldrei upp við
þetta verk, enda hafði mér aldrei
dottið það í hug.
Byggingunni varð þó haldið
áfram og í marzmánuði 1931 vár
flutt í húsið með fólk og búfén-
að að nokkru leyti og þá um
haustið eru öll húsin tekin í notk-
un og fullgerð að heita mátti og
tekin út af byggingarmeistara,
sem lauk lofsyrði á styrkleika
þeirra og frágang. Þá er jörðin
virt til fasteignamats á kr. 30.000
1940 á svo að gera nýtt fasteigna-
mat. Þá höfðu matsmenn fengið
þau fyrirmæli frá yfirfasteiga-
matsnefnd að byggingar skyldu
aldrei metnar á hærra verði en
landið.
Þegar þeir komu til mín að
segja mér frá þessu, þá mátti
á þeim skilja, að erfitt væri að
framfylgja þessum fyrirmælum
hér.
Ég sagði við þá: „Nú gerið þið
annað hvort að meta þessar eign-
ir eins og þið teljið réttmætt eða
fylgið algerlega fyrirmælum
nefndarinnar11. En þeir gerðu
hvorugt. Þeir mátu eignina á kr.
13.000.00.
ÁTXI AÐ SELJA JÖRÐINA
Þetta líkaði yfirfasteignamats-
nefnd ekki. Hún lækkaði matið
niður í kr. 8.000.— og þá fór nú
fyrir alvöru að syrta í álinn.
Ég skrifaði Bjarna heitnum Ás-
geirssyni bréf, en hann var for-
maður nefndarinnar. Ákaflega
hógvært bréf að ég taldi, og ósk-
aði leiðréttingar eða skýringar á
slíkri matsgerð. Þessu bréfi svar
aði Bjarni aldrei. Ári síðar fæ
ég svo bréf frá bankastjóranum,
þar sem hann skýrir mér frá því,
að hann hafi beðið sýslumann á
Isafirði að selja eign mína vegna
vanskila við bankann. Til þeirrar
sölu kom ekki, þar eð hagur minn
hafði þá batnað það, að mér var
unnt að gera bankanum full skil.
1942 kom svo út nýtt fasteigna-
mat og þá hafði matið hækkað í
rúm 20.000.—.
„Hvað er þá töðufallið orðið
núna af jörðinni, Kristján?"
„Ég taldi mig hafa fengið árið
1955 um 900 hesta af henni, en
1956 var það mun minna, enda
var þá lVz hektari í flögun og
lélegasta grasár“.
„Hvað hyggur þú um framtíð
landbúnaðarins almennt?“
MISKUNARLAUS
SAMKEPPNI
„Því er ekki að neita, að við
heyjum harða og jafnvel misk-
unnarlausa baráttu í samkeppni
við aðra atvinnuvegi, svo sem
fiskveiðar, iðnað og siglingar. Þar
er landbúnaðurinn einlægt í
vörn, aðstöðu sinnar vegna. Ég
vildi samt sem áður vona, að það
verði alltaf einhver hluti hinnar
íslenzku þjóðar, sem landbúnað-
urinn laðar að sér, þótt hann sé
sá atvinnuvegur, sem er skuld-
binding um að þola þrautir, en
þrátt fyrir það, felur hann líka í
sér loforð um lífshamingju, því
að fleira er nú gott en gull, og
fleiri sjónarmið eiga rétt á sér,
en þau stærðfræðilegu, og ein-
lægt er það einhvers virði, að
standa fótum í frjálsri jörð, en
það vona ég að íslenzkum bænd-
um auðnist meðan landið bygg-
ist“.
„Og svo að lokum, Kristján,
hvað hyggur þú um framtíð Bol-
ungarvíkur?“
„Um framtíð Bolungarvíkur
hef ég aldrei efast, enda hefur
hún frá náttúrunnar hendi þau
skilyrði, sem til þurfa að lifa
menningarlífi á við önnur byggð
arlög, og vil ég þá fyrst og fremst
minna á hið mikla uppland
hennar, sem hentað getur til ým-
issa framkvæmda auk ræktunar.
10 bændur í Bolungarvík eiga nú
ræktuð tún og í ræktun um 150
hektara, eða 15 hektara á býli.
Auk þess eigum við 100 hektara
sandgræðslusvæði, og næstum
því jafnstórt land undir grunnu
vatni, sem hægt er að ræsa fram,
fyrir mjög ltíið verð.
Auk þess er nægilegt athafna-
svæði í kauptúninu til allra nauð-
synlegra byggingaframkvæmda,
bæði til íbúðar- og atvinnurekst-
ur. Ekki þarf að benda á hin
auðugu fiskimið, sem hún hefur
greiðari aðgang að, en nokkur
UM fátt var meira rætt í bænum
í gær en úrslitin í fegurðarsam-
keppninni. Flestum fannst þau
réttlát, Bryndís Schram er gull-
falleg stúlka, sem býr yfir mikl-
um yndisþokka. En þar með er
ekki sagt að hinar stúlkurnar
fjórar séu ekki einnig gullfal-
legar og elskulegar stúlkur. Mbl.
annar staður á Vesturlandi, og
myndi fyrir löngu hafa tekið
forystuna í fiskveiðum eins og
hún áður hafði, ef hafnarleysi
ekki bagaði, en þar sem nú eru
sífellt að opnast leiðir til skjótra
og mikilla átaka við hafnargerð-
ir, þá er hægt að vona, að þeir
tímar séu ekki langt framundan,
að hún hafi í þeim efnum náð
sömu aðstöðu til fiskveiða og
siglinga og aðrir staðir, þar sem
skilyrðin eru bezt.
BJARTARI DAGUR
Reynslan hefur og sýnt það og
sýnir, að hér býr dugmikið fólk,
sem aldrei horfir í að beita hörð-
um átökum í harðri baráttu við
alla erfiðleika og fólk, sem hef-
ur í þeirri baráttu náð góðum
árangri miðað við aðstöður, enda
sýnir það bezt, að menn hafa trú
á framtíð byggðarlagsins, að
fólkinu fer fjölgandi hér, og ég
vona, að sú lægð, sem myndast
á athafnaloft Bolungarvíkur, sem
hinn mikli stormsveipur vélaork-
unnar olli, ef ég má tala á máli
veðurfræðinnar, þegar hann gekk
hér yfir, sé nú farinn að grynn-
ast, og við eigum í því efni von
á bjartari og betri dögum“.
----o----
Með þessum orðum lauk sam-
tali mínu við hinn aldna, en sí-
unga heiðursmann. Þegar ég ók
frá Geirastöðum sendi sólin
geisla sína heim að bænum og
ég veit, að það er bjart yfir heim-
ili ICristjáns þessa dagana, bæði
í tilefni afmælisins, og þá ekki
síður vegna þess, að sonarsonur
þeirra Geirastaðarhjóna, sonur
séra Þorbergs Kristjánssonar
sóknarprests í Bolungarvík, og
konu hans frú Elínar Þorgilsdótt-
ur, hefur hlotið nafn afa síns, og
heitir Kristján Ásgeir.
Eg vil að lokum persónulega
þakka Kristjáni Ólafssyni gott
samstarf á undanförnum árum að
margskonar störfum og ekki síð-
ur fyrir góð ráð, og færa honum
innilegustu heillaóskir okkar
hjónanna, og veit ég með vissu,
að ég mæli þar fyrir munn allra
Bolvíkinga, ungra sem gamalla,
og ekki sizt fyrir þá ungu, því að
einlægari barnavin en Kristján
hef ég sjaldan fyrir hitt.
Lifðu heill, góði vinur.
Bolungarvík, 11. júní 1957,
Friðrik Sigurbjörnsson.
hitti þær stuttlega að máli og fara
samtölin hér á eftir.
FERÐ TIL MEGINLANDSINS
Anna Þ. Guðmundsdóttir, sem
varð númer tvö, hlýtur að verð-
launum flugferð til meginlands-
ins og heim aftur. Forráðamenn
keppninnar áskilja sér rétt til
þess að bjóða þesari stúlku þátt-
töku í keppninni um titilinn
„Miss Europe“, sem fer fram á
næsta vori.
Anna er elskúleg 17 ára gömul
stúlka, sem vinnur í Sveinsbaka-
rii. ForeTdrar hennar eru þau
hjónin Guðmundur Ágústsson
bakari og Þuríður I. Þórarins-
dóttir, Vesturgötu 46.
— Hvað langar þig nú til þess
að „verða?"
— Mig langar mest af öllu til
þess að verða gluggútstillingar-
dama. Og mig langar til þess að
fara á skóla í Danmörku eða
Englandi.
ER ÁNÆGÐ VIÐ RITVÉLINA
Guðlaug Gunnarsdóttir sem
hlaut þriðju verðlaun, en það er
flugfar til Lundúna og heim aft-
ur. Hún er 19 ára, dóttir Helgu
Einarsdóttur og Gunnars Sigur-
jónssonar, Hringbraut 41.
— Hvar vinnur þú?
— Ég vinn á fjölritunarskrif-
stofu Daníels Halldórssonar við
vélritun og prófarkalestur.
— Hvað langar þig til þess að
gera að framtíðarstarfi þínu?
— Ég kann svo prýðilega við
mig í núverandi starfi mínu. —
Mér finnst gaman að vélrita, svo
ég held, að ég haldi mig við hana
í framtíðinni.
— Varstu taugaóstyrk, er þú
áttir að mæta í sundbolnum?
— Nei, þess gætti furðanlega
lítils, en mér var voða kalt?
Svanhvít Ásmundsdóttir
SELUR SUMARKÁPURNAR
Sú, er hlaut 4. verðlaun, sem
er gullúr frá Kornelíusi Jóns-
syni, heitir Vigdís Aðalsteins-
dóttir, er dóttir Kristínar Gests-
Bryndís Schrarn
dóttur og Aðalsteins Jónssonar
lögregluþjóns, sem nú er látinn,
Bárugötu 37. —, Vigdís er ekki
nema 17 ára gömlu.
— Hvaða atvinnu stundar þú?
— Ég vinn í Kápubúðinni á
Laugavegi og á kvöldin í Þjóð-
leikhúskj allaranum.
— Hvað langar þig til þess að
„verða?“
— Það er svo ótal margt, en til
þess að nefna eitthvað, t. d. flug-
Ireyja.
VILL HALDA ÁFRAM AÐ
VERA SÝNINGARSTÚLKA
Svanhvít Ásmundsdóttir, sem
hlaut 5. verðlaun, er 19 ára göm-
ul, dóttir Guðbjargar Þorbjarn-
ardóttur og Ásmundar Vilhjálm*-
sonar, Holtsgötu 21. Hún vinnur
í skóverzlun Lárusar G. Lúðvígs-
sonar á daginn, en í Þjóðleikhús-
inu á kvöldin.
— Hvað langar þig til þess a6
„verða?“
— Það er svo margt, sem mig
langar til þess að verða. Ég hef
fengið tækifæri til þess að sýna
kjóla á tizkusýningu, og það
finnst mér voða gaman og vildi
gjarnan halda því áfram, ef þess
er nokkur kostur-----“
Verðlaunin, sem Svanhvít hlaut,
Vigdís Aðalsteinsdóttir
eru snyrtivörur frá hinu þekkta
fyrirtæki Max Factor frá verzL
Remediu, Autsurstræti.
★
Það hefur verið erfitt verk,
sem dómnefndin og áhorfendur
höfðu með höndum að dæma,
hver af þessum fimm ungu stúlk-
um væri sú fallegasta. Þær eru
allar með tölu fallegar og elsku-
legar og framkoma þeirra óað-
finnanleg. Það er gaman að vera
á fegurðarsamkeppni með svona
fallegum stúlkum, og áhorfendur
í Tívolí á föstudagskvöldið klöpp-
uðu stúlkunum óspart lof í lófa
þar sem þær stóðu í kalsa-vindi
og rigningu fáklæddar í sviðs-
ljósinu á blómskrýddu sviðinu.
Framköllun
Kopiering
Fljót og góð
vinna. — Afgr. í
Orlof sbúðinni,
Hafnarstræti ZÚ