Morgunblaðið - 16.06.1957, Síða 15
Sunnudaguí1 16. júní 1957
MORGVNBLAÐIÐ
15
Magnús B. Jónsson
bóndi i Brekku 70 ára
HINN 18. júní nk. er einn merk-
asti bóndi í' Húnavatnssýslu 70
ára. Þessi maður er Magnús
Bjarni Jónsson bóndi í Brekku í
Þingi.
Hann er fæddur á Gilsstöðum í
Vatnsdal 18. júní 1887, en þar
bjuggu þá foreldrar hans: merk-
ishjónin Þórkatla Guðmundsdóttir
og Jón Jóhannsson.
Að Brekku flutti þessi fjöl-
skylda árið 1891 og ólst Magnús
þar upp. Hefir þar verið hans
heimili alla ævi, að undanskildum
HÉRAÐSGAGNFRÆÐASKÓL-
ANUM að Skógum var slitið
sunnudaginn 2. júní árdegis að
viðstöddum nemendum, kennur-
um og skólanefnd.
Athöfnin hófst með því að nem
endur sungu skólasönginn.
Sr. Sigurður Einarsson, sem
verið hafði prófdómari við gagn-
fræðapróf og landspróf, flutti
bæn og að hans máli loknu sungu
allir „Á hendur fel þú honum“.
Þá flutti skólastjórinn, Jón R.
Hjálmarsson, skýrslu um skóla-
starfið sl. vetur og afhenti skír-
teini. f skólanum höfðu alls ver-
ið 97 nemendur. í I. bekk voru
28 nemendur og í II. bekk 31
nemandi og einn bættist við ut-
anskóla til prófs, svo að úr yngri
bekkjunum brautskráðust 58
nemendur. Yngri bekkirnir höfðu
brautskráðst 28. apríl. Eftir höfðu
þá orðið í skólanum nemendur
þeir, sem gengust undir gagn-
fræðapróf 25 að tölu og lands-
próf 15 að tölu.
Hæstu einkunn í 1. bekk hlaut
Ingvar Árnasori, Skógum ág. eink.
9.00. Á unglingaprófi var hæst-
ur Arnaldur Árnason, Skógum,
með 8.61.
Á gagnfræðaprófi var hæstur
Gylfi Sigurjónsson, Vestmanna-
eyjum, með 8.87. í landsprófs-
greinum varð hæstur Albert
Valdimarsson, Hreiðri, Holtum,
með 8.38, en úr öllum greinum
þeirrar deildar hlaut Sigurður
Sigurðsson, Hemlu, Landeyjum,
hæstu einkunn, 8,47. Allir þessir
nemendur hlutu bókaverðlaun úr
verðlaunasjóði skólans.
Aðra hæstu einkunn á gagn-
fræðaprófi hlaut Pétur Brynjólfs
son, Bíldudal. Verðlaun fyrir
ágætiseinkunn í íslenzkum stíl
hlutu þau Guðrún Björnsdóttir,
Hvolsvelli og Baldur Óskarsson,
Vík í Mýrdal. Ennfremur hlutu
verðlaun fyrir trausta og ágæta
framkomu i skólanum þau Sig-
urður Eymundsson, Hornafirði,
og Ólöf K. Celín, Táknafirði.
Sérstök verðlaun fyrir hæstu
einkunn í búnaðarfræði hlaut
Lárus Valdimarsson, Kirkjubæj-
arklaustri, bókaverðlaun frá vel-
unnara skólans, sem ekki vildi
láta nafns síns getið.
Að endaðri skýrslu skóla-
stjóra ávarpaði hann hina nýju
gagnfræðinga og landsprófsfólk
og hvatti til trúmennsku í starfi
og jákvæðra lífsviðhorfa. Þakk-
aði samveru og samstarf og árn-
aði öllum heilla og sagði skólan-
um slitið.
Þá var sunginn sálmurinn
„Faðir andanna".
Síðastur tók til máls formað-
wr skólanefndar, Björn Björns-
son sýslumaður í Rangárvalla-
Einar Ásmundsson
liæstaréttarlögmaður.
Hafsteinn Sigurðsson
liéraðsdóinslögniaður.
Skrifstofa Hafnarstræú 5.
Sími 5407.
S árum 1914—’17 er hann bjó á
Arnþórsholti í Lundareykjadal.
Árið 1914 kvongaðist Magnús,
Sigrúnu Sigurðardóttur, prests,
Jónssonar á Lundi í Lundareykja-
dal. Er það ágæt kona. Fyrir-
myndar húsfreyja, prúð og
skemmtileg. Gæfan hefir líka allt-
af fylgt þeirra heimili, og gert
þar garðinn frægan.
Fimm sonu eiga þau hjón. Eru
þeir allir fullt'ða menn og kvænt-
ir. Fer það saman um þá alla,
að þeir eru efnismenn miklir, vel
gefnir og vinsælir.
sýslu. Þakkaði öllum, sem eitt-
hvað höfðu lagt af mörkum til
eflingar Skógaskóla og árnaði
brautskráðum nemendum heilla
og hamingju.
Heilsufar í Skógaskóla hefur
verið mjög gott sl. vetur, félags-
líf nemenda hefur verið með
ágætum og skólastarf allt með
blóma.
í skólalok gróðursettu nemend-
ur með aðstoð kennara 1200 trjá-
plöntur í skógrækt skólans.
Magnús Jónsson í Bakka vakti
strax á æskuárum mikla athygli,
sem gáfaður maður og frábær af-
kastamaður til verka, ósérhlífinn
og kappsfullur. Hann hefir líka
alla ævi verið mikill framtaks-
maður og mörgu góðu til leiðar
komið. Hefir hvert það mál er
hann hefir beitt sér að, átt í hon-
um liðsmann sem mikið munar um.
Frá honum er aldrei að vænta tví-
veðxangs eða hálfvelgju, hroki í
felagslífi, eða persónulegum skipt-
um. Hann er með eða móti heil-
steyptur, stefnufastur og mark-
viss. Hann er sá maður, sem hugs-
ar sjálfur hvert mál er hann læt-
ur til sín taka, enda er maðurinn
skarpgreindur og rökvís. Annara
sjónarmið tekur hann því aðeins
til greina, að óyggjandi rök sanni,
að þeir hafi á réttu að standa.
Hreinskilni og drengskapur eru
hans einkenni.
Hann er öruggur og traustur
vinur vina sinna, en getur verið
þykkjuþungur ef honum finnst sér
misboðið. Hræsni, blekkingar og
fláttskapur eru honum andstyggð.
1 búskap sínum hefir Magnús
verið mikill umbótamaður í rækt-
un og húsabyggingum. Byrjaði
hann á að slétta túnið og tók síð-
an til við, að rækta stór flæmi
utan túns, bæði heima við og við
beitarhús er hann byggði upp í
nokkurri f jarlægð í svonefndu
Geitabóli. Jörðin Brekka er orðin
stórbýli. Mun þar vera orðin um
100 dagslátta tún alls. Stórt íbúð-
arhús úr steinsteypu byggði Magn
ús 1923 og 1924 og nú hefir hann
reist stórt fjós steinsteypt með
hlöðu og áburðargeymslu. Hann
var meðal þeirra fyrstu er hóf
stórstígar framkvæmdir nér um
sveitir og átti þeirra hlut" vegna
stundum örðugt þegar fjárkrepp-
an var mest. En vel hefir hann
hreinsað sig, af því öllu.
í félagslífi sveitar og héraðs
hefir þessi bóndi tekið verulegan
þátt, en þó minni en skyldi eftir
því sem efni standa til. Koma þar
einkum til sveitarmál, samvinnu-
mál og búnaðarfélagsmál. Hann
var um 6 ára skeið í hreppsnefnd
Sveinsstaðahrepps-, þar af 3 ár
oddviti. Fórst honum það starf
mjög vel úr hendi en losaði sig frá
því við fyrstu hentugleika. Taldi
það eigi samrýmanlegt sínum
miklu heimilisönnum.
Formaður búnaðarfélagsins í
sveit sinni var hann lengi og
mætti nokkuð oft sem fulltrúi á
fundum Búnaðarsambands Húna-
vatnssýslu. Fulltrúi á fundum
Kaupfélags Húnvetninga og Slát-
ursfélags Austur-Húnvetninga
hefir hann oft verið og þar sem
annarsstaðar lagt gott til mál-
anna.
Við stofnun og starfsemi „Á-
veitufélags Þingbúa" var Magnús
£ Brek’ u einn af helztu braut-
ryðjendum og mörg eru þau dags-
verkin, sem hann hefir þar unnið.
Hann hafði allra manna mest for-
ystu fyrir því mikla verki að
Iræsa fram hin stóru og votlendu
engjalönd áveitufélagsins. Var og
manna lengst formaður félagsins
og aðal brautryðjandi. Vann hann
þar af miklum áhuga og fórnfýsi,
enda hefir starf hans og þýðing-
armikil forysta á því sviði borið
mikinn árangur.
Margt fleira mætti telja er þessi
ágæti maður hefir að unnið bæði
heima og utan heimilis og allsstað-
ar af miklum dugnaði og áhuga.
Má það helst að finna, aí hann
hefir verið allt of ósérhlífinn við
sjálfan sig og lagt að sér harðara
í mikilli vinnu, en hyggilegt má
telja. Er hann bví meira slitinn
af vinnunni, en ella hefði mátt
vera. En þannig fer fleirun. kapps
fullum framkvæmdamönnum, sem
aldrei unna sjálfum sér nægilegr-
ar hvíldar. Slíkir menn sem Magn-
ús í Brekku vinna líka oft margra
meðalmanna verk.
Á þessum tímamótum ævinnar
þakka ég þessum vini mínum fyr-
ir ágæta samvinnu, margar á-
nægjustundir, langa og trausta
vináttu og þýðingarmikla starf-
semi. Ég þakka honum og hans
prýðilegu konu mikla gestrisni og
margvíslega hjálpsemi mér og
öðrum nágrönnum til handa.
Ég óska konunni, sonunum, tengda
dætrunum, barnarbörnunum og öll
um nágrönnum og vinum þeirrar
hamingju, að fá ennþá lengi að
njóta þessa mikilhæfa manns.
Sjálfum honum óska ég góðrar
heilsu og ánægjulegrar æfi, það
sem fram undan er í félagi og
samvistum við sína f jölskyldu, sem
hann er þegar búinn að greiða vel
fyrir með öllum sínum umbóta-
verkum og manndómi.
Jón Pálmason.
DAGSKRÁ hátíðahaldanna 17. júní 1957
I. Skrúðgöngur:
Kl. 13.15 Skrúðgöngur að Austurvelli hefjast frá þrem
stöðum í bænum.
Frá Melaskólanum, Skólavörvðutorgi og frá
Hlemmi.
Lúðrasveitir og fánaberar ganga inn á Austurvöll kl. 13.50
II. Hátíðahöld við Austurvöll:
Kl. 13.55 Hátíðin sett af formanni Þjóðhátíðarnefndar,
Þór Sandholt.
Kl. 14.00 Guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Prédikun: Sr.
Jón Þorvarðarson. Einsöngur: Guðmundur
Jónsson, óperusöngvari. Organleikari: Dr. Páll
Isólfsson, tónskáld.
Kl. 14.30 Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, legg-
ur blómsveig frá íslenzku þjóðinni að minnis-
varða Jóns Sigurðssonar.
Kl. 14.40 Forsætisráðherra, Hermann Jónasson, flytur
ræðu af svölum Alþingishússins.
Kl. 14.55 Ávarp fjallkonunnar af svölum Alþingishúss-
ins.
Kl. 15.00 Lagt af stað frá Alþingishúsinu suður á
Iþróttavöll. Staðnæmst við leiði Jóns Sigurðs-
sonar. Forseti bæjarstjórnar, frú Auður Auð-
uns, leggur blómsveig frá Reykvíkingum. —•
Karlakór Reykjavíkur og Karlakórinn Fóst-
bræður syngja.
III. Á íþróttavellinum:
Kl. 15.30 Ávarp: Gísli Halldórsson, form. Í.B.R. —
Skrúðganga íþróttamanna. — Stúlkur úr Ár-
manni sýna fimleika með gjörðum. Stjórnandi
frú Guðrún Nielsen. Undirleikari: Carl Billich.
— Sýningar- og bændaglíma. Glímumenn úr Ármanni og
U. M. F. R. — Sjtórnandi: Guðmundur
Ágústsson. — Fimleikasýning. Kvennaflokkur
úr ÍR undir stjórn frú Sigríðar Valgeirsdóttur.
— Frjálsar íþróttir. Keppt verður um bikar
þann ,sem forseti fslands gaf 17. júní 1954. —
Keppni og sýningar fara fram samtímis. Leik-
stjóri: Jens Guðbjörnsson.
IV. Barnaskemmtun á Arnarhóli:
Stjórnandi og kynnir: Ævar Kvaran.
Kl. 16.00 Lúðrasveitir barnaskólanna leika. Stjórnend-
ur: Karl O. Runólfsson og Paul Pampichler.
— Ávarp: Séra Bragi Friðriksson. — Ballett
úr óperettunni „Sumar í Tyrol“. Anna Guðný
Brandsdóttir og Helgi Tómasson. Undirleikari:
Ragnar Björnsson. — Skemmtiþáttur: Árni
Tryggvason og Bessi Bjarnason. — Fimleikar.
Telpur úr Ármanni sýna undir stjórn frú Guð-
rúnar Nielsen. Undirl.: Carl Billich. — „Leik-
ur dýranna“. Nemendur úr leiklistarskóla
Ævars Kvarans.
V. Tónleikar við Austurvöll:
Kl. 17.00 Sinfóníuhljómsveit íslands leikur. Stjórnandi:
Páll ísólfsson. Einsöngvarar: Kristinn Halls-
son og Þorsteinn Hannesson. — Karlakórinn
Fóstbræður syngur. Stjórnandi: Ragnar
Björnsson.
VI. í TÍVOLÍ:
Kl. 15.00 Skemmtigarðurinn opnaður. Aðgangur ókeyp
is. — Lúðrasveit Barnaskóla Austurbæjar.-
Stjórnandi: Karl O. Runólfsson. — Skemmti-
þáttur: Árni Tryggvason og Bessi Bjarnason.
VII. Kvöldvaka á Arnarhóli:
Kl. 20.00 Lúðrasveit Reykjavíkur. Stj.:. P. Pampichler.
Kl. 20.20 Kvöldvakan sett: Ólafur Jónsson, ritari Þjóð-
hátíðarnefndar. — Lúðrasveitin leikur: „Hvað
er svo glatt“.
Kl. 20.25 Karlakór Reykjavikur. Stj.: Dr. Páll ísólfsson
Kl. 20.40 Borgarstjórinn í Reykjavík, Gunnar Thorodd-
sen, flytur ræðu. — Lúðrasveit Reykjavíkur
leikur Reykjavíkurmarz eftir Karl O. Run-
ólfsson. Höfundurinn stjórnar.
Kl. 21.00 Áhaldaleikfimi: Piltar úr fimleikaflokki KR.
Kl. 21.15 Einsöngur og tvísöngur Evy Tibell og Guð-
mundur Jónsson. Undirl.: F. WeisshappeL
Kl. 21.40 Gamanþáttur: Helgi Skúlasor
Kl. 21.40 Þjóðkórinn syngur. Stj. Dr 5áll ísólfsson.
VIII. Dans til kl. 2 eftir miðn^ti: ,
Erlendur Ó. Pétursson stjórnar dansinum.
Að kvöldvökunni lokinni varður dansað á
eftirtöldum stöðum:
Á Lækjartorgi: Hljómsv,-Kr. Kristjánssonar.
í Aðalstræti: Hljómsv. Björns R. Einarssonar.
I Lækjargötu: Hljómsv. Óskars Cortes.
Hljómsveit Aage Lorange Isi .ur til skiptis á
öllum dansstöðunum.
Kl. 02.00 Dagskrárlok. Hátíðahöldunum slitið frá Lækj-
artorgi.
Skógarskóla slitið