Morgunblaðið - 16.06.1957, Blaðsíða 19
Sunnuðagur 16. júní 1957
MOTt.cvynr.AjnB
19
— Reykjavlkurbréf
Framh. af bls. 11
á m. Hannibal Valdimarsson, og
að í vetur lenti flokkur þeirra í
slíkum raunum, að enzt hefði
honum til aldurtila, ef hann hefði
ekki notið skjóls í Stjórnarráði
Islands. Björgunarstarf Eysteins
Jónssonar á kommúnistum á eftir
að verða honum og þjóðinni dýr-
keypt. í þessu efni talar eng-
inn um Hermann Jónasson. Hann
er skoðanalaus, og til hans eru
engar málefnakröfur gerðar. Til
skamms tíma var til annars ætl-
azt af Eysteini, en vel má vera,
RAÐSKONA
Ungur ekkju maður með tvö
börn, hefur góða íbúð stutt
frá miðbænum, öil heimilis-
tæki. Óskar eftir hreinlegri
og reglusamri stúlku. Sér
herbergi. Kaup eftir sam-
komulagi. Tilboð sendist af-
greiðslu Mbl. fyrir 20 þ. m.
merkt: „2108 — 5519“.
að hann hafi nú brotnað svo,
að eigi megi við miklu af honum
búast.
Lágmarkskröfur
ÞEIR, sem höfðu Eystein Jóns-
son fyrir augunum meðan á Al-
þingi stóð, sáu að vísu, að þar
fór maður mjög miður sín. Sem
betur fer, er það ekki vegna lík-
amlegra veikinda, heldur af því,
að maðurinn veldur ekki þeirri
byrði, sem á hann hefur verið
lögð. Þá lágmarkskröfu verður
þó að gera til svo margreynds
og að ýmsu leyti mikilhæfs stjórn
málamanns sem Eysteins Jóns-
sonar, að hann láti ekki nota sig
tii beinna ósanninda. Það gerði
hann þó, þegar hann fullyrti, að
ekki hafi verið mögulegt að fá
lán til virkjunar Sogsins ffrir
kosningarnar í sumar og ósatt
væri, að tilboð um lán hafi legið
fyrir frá Þýzkalandi. Um hið
Samkomur
Fíladelfía
Bæn og fasta £ dag. Brotning
brauðsins kl. 4. Fórnarsamkoma
kl. 8.30 — vegna hússbyggingar
safnaðarins. Ræðumenn: Þórar-
inn Magnússon og Ásmundur
Eiríksson. Einsöngvari: Hertha
Magnússon.
Allir velkomnir.
Bræðraborgarstigur 34
Almenn samkoma í kvöld kl.
8.30. — Allir velkomnir.
Almennar samkomur
Boðun fagnaðarerindisins
Austurgötu 6, Hafnarfirði, á
Mr. Bolt
flytur erindi í kvöld, sunnu-
dag, í Guðspekifélagshúsinu, kl.
8.30.
Erindið nefnist: Kenningin um
himnesk áhrif.
Öllum heimill aðgangur.
Hjálpræðisherinn
Sunnudag kl. 11: Helgunarsam
koma, kl. 16 útisamkoma, kl.
20.30 kveSjusamkoma fyrir
lautinant Toraiv Kristofferscn.
Velkomin!
17. júní
Kaffisala hefst kl. 15 í sal Hjálp
ræðishersins. Styrkið starfsem-
ina.
Zion
Almenn samkoma í kvöld kl.
8.30.
Hafnarfjörður. — Samkoma í
dag kl. 4 e. h.
Allir velkomnir.
Heimatrúbog leikmanna.
Félagslíf
íþróttabandalag Reykjavíkur
beinir þeirri áskorun til íþrótta
félaganna að vanda til skrúð-
göngunnar á íþróttavellinum 17.
júní.
Þátttakendur mæti kl. 15 á
íþróttavellinum.
Framkvæmdastjórn Í.B.R.
Reykjavíkurmót 3 fl. B
sunnudaginn 16. júni i Vals-
vellinum. Kl. 9.30 Valur—Fram.
Mótanefndin.
Reykjavíkurmót 2 fl. B
sunnudaginn 16. júní á Vals-
vellinum. Kl. 10.30 KR—Valur.
Dómari: Arnar Jörgensen
Mótanefndin.
Rcykjavikurmót 3. fl. A
sunnudaginn 16. júnl á Háskóla
vellinum. Kl. 9.30 Fram—KR. Kl.
10.30 Valur—Víkingur.
Mótanefndin.
Vinna
Hreingerningar
Sími 2173. Vanir og liðlegir
menn.
Gomulka
Frh. af bls. 1.
usiunnar rússnesku—og erfitt
verður Rússunum að kalla
hann heim. Ilann er mjög hátt
settur í rússneska kommún-
istaflokknum og er talinn einn
af nánustu vinum og stuðn-
ingsmönnum Krúsjeffs.
— O —
Ponomarenko er meðlimur mið
stjórnar kommúnistaflokksins og
áður en hann gerðist ambassador
í Varsjá fyrir tveim árum var
hann 1. ritari flokksins í Kasak-
stan, þegar Krúsjeff lögleiddi
hina stórfelldu landbúnaðaráætl-
un sína í „nýju héruðunum“.
Síðast á stalinstímabilinu var
hann æðstur embættismanna í
Hvíta-Rússlandi — og um tíma
var hann ráðherra í Moskvu. Það
orkar ekki tvímælis, að Ponom-
arenko var sendur til Póllands
sem „landsstjóri" í „pólsku hjá-
leigunni".
— O —
Nú vill Gomulka losna við
hann og fá í staðinn óbreyttan
starfsmann utanríkisþjónust-
unnar, sem ekki væri líklegur
til þess að vera jafn „fram-
kvæmdasamur" og fyrirrenn-
arinn. Þetta er vafalaust hættu
legur leikur hjá Pólverjum,
en hvernig hann endar veit
enginn.
síðartalda er alveg öruggt, að
Eysteinn Jónsson vissi, að tilboð
lé fyrir, enda eru til um þetta
gögn í Stjórnarráðinu, sem hann
áreiðanlega hefur kynnt sér. —
Varðandi Sogslánið er ekki jafn
víst, að Eysteinn hafi fylgzt með
því. Hann var burtu langan tíma
fyrir kosningar, ferðaðist um
lándið á vegum flokksins og var
í framboði í erfiðu kjördæmi.
Þess vegna er hugsanlegt, að
fram hjá honum færi, þó að í
ljós kæmi, að kostur var á láni,
sem ekki var talið fært að taka
eins og á stóð, aðallega vegna þess
að skuldbinda átti sig um orku-
sölu frá Soginu árum saman. —
Vanþekking á þessu getur verið
fyrirgefanleg, en óskiljanlegt er,
að maður eins og Eysteinn Jóns-
son skuli fá sig til að lýsa þetta
ósannindi og leyfa Tímanum að
hamra á þeirri fjarstæðu æ of-
an í æ. Menn mega aldrei láta
nota sig til að bera rangar sakir
á gamla samstarfsmenn, þó að
ásakanirnar kunni að koma sér
vel í bili.
Heggur nærri
sjálfum sér
EYSTEINN JÓNSSON heggur og
býsna nærri sjálfum sér, þegar
hann fullyrðir, eins og hann gerði
í eldhúsræðu sinni á döguniun, að
hann hafi aldrei unnið með mönn
um, sem hafi verið heimtufrekari
um fjárframlög til sinna ráðu-
neyta en sumir ráðherrar Sjálf-
stæðismanna.
Af hverju segir Eysteinn Jóns-
son ekki í hverju þessar kröfur
voru fólgnar? Framsóknarmenn
hafa stöðugt klifað á því, að
meira hafi verið um framkvæmd-
ir í þeim ráðuneytum, sem þeir
stóðu fyrir en í ráðuneytum
Sjálfstæðismanna. Hvernig kem-
ur þetta heim við frásögn Ey-
steins Jónssonar nú? Notuðu
Sjálfstæðisráðherramir þessar
gífurlegu fjárhæðir handa sjálf-
um sér, sem þeir píndu undan
blóðugum nöglunum á Eysteini,
eða var þeim varið til þess að
gera mögulegan framgang góðra
mála? Ef Eysteinn Jónsson stöðv-
aði eyðslu Sjálfstæðismanna, er
þá „athafnaleysið" í ráðuneytum
þeirra, sem Tíminn talaði svo oft
um, að kenna Sjálfstæðismönn-
um eða Eysteini Jónssyni?
Rétt er, að Eysteinn Jónsson
stóð oft á móti kröfum Sjálfstæð-
ismanna um fjárframlög. Sjálf-
stæðismönnum varð þó furðan-
lega mikið ágengt eins og um
framlög til skólabygginga, sem
núverandi menntamálaráðherra
hefur þolað að væri stórlega
skorlh niður frá því sem áður
hafði áunnizt. Sjálfstæðismenn
urðu stöðugt að sækja á, til að
koma góðum málum fram. Þetta
er eðlilegt, vegna þess, að þeir
eru málsvarar framfara og at-
hafna í landinu, en Framsókn
kyrrstöðu og athafnaleysis, nema
þar sem hún telur sjálfri sér
færi á áð nota einstakar fram-
kvæmdir til pólitísks framdrátt-
Volkswogen 1957
nýrri gerð, til sýnis og sölu oð
Hofteig 21 i dag og á morgun
I Ð N O
Dansleikur
í kvöld kl. 9.
Þar sk»WMHtir í fyrsta sinn á dansleik í Reykjavík
ERLA ÞORSTEINSDÓTTIR
HAUKUR MORTHENS
HLJÓMSVEIT KIDDA VILHELMS
1, 2, 3, 4 allir í pep, 5, 6, 7, 8, rokkum nú pep, fáðu þér
dömu og vöggum og veltum fram á nótt.
Aðgöngumiðar seldir í Iðnó frá kl. 5 — Sími 2350.
Þórscafe
DAINiSLEiaOJR
AÐ ÞÓRSCAFÉ í KVÖLD KL. 9
K.K.-SEXTETTINN LEIKUR
Söngvarar: Sigrún Jónsdóttir og Ragnar Bjamason.
Silfurtunglið
GÖMLU DANSARNIR
í K V Ö L D
Hljómsveit RIBA leikur.
Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 8.
í síðdegiskaffitímanum í dag og á morgun 17. júní
skemmtir hinn bráðsnjalli
Rock ’n' Roll söngvari ÓLI ÁGÚSTSSON, sem gjarnan
maetti nefna hinn íslenzki Presley.
Danssýning: Lóa og Sæmi. — Hljómsveit hússins leikur.
SÍMI 82611. SILFURTUNGLIÐ.
Útvegum skemmtikrafta sími 82611.
82965 og 81457
Móðir okkar
INGUNN ÞORKELSDÓTTIR
frá Skúfslæk í Flóa, lézt 13. júní 1957, verður jarðsungin
frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 18. þ. m. kl. 1.30.
Jónína Steinsdóttir,
Þorkell Steinsson.
JÓN JÓHANNSSON
bóndi í Mýratungu í Reykhólasveit, andaðist í Landspítal-
anum fimmtudaginn 13. júní.
Kveðjuathöfn fer fram í Fossvogskirkju kl. 10 f. h. þriðju-
daginn 18. júní.
Vandameu.
Útför móður minnar og tengdamóður
GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR ÍSFJÖRÐ
fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 18. júní kl. 1,30.
Sturlína Þórarinsdóttir,
Ilaraldur Frímannsson
og barnabörn.
Hjartans þakkir fyrir alla samúð, er okkur var sýnd vi®
andlát og jarðarför
SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR
frá Stykkishólmi.
Halldór Jónsson,
Þórunn Jónsdóttir,
Jóhanna Halldórsdóttir.
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð Við andlát og
jarðarför móður minnar, tengdamóður og ömmu okkar
SIGRÉÐAR GUBMUNDSDÓTTUR
Guðrún Eggertsdóttir,
Sigurðnr Guðmundsson
og synir.