Morgunblaðið - 29.06.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.06.1957, Blaðsíða 1
Laugardagur 29. jémí 1957 PRÓFESSORINN með kórón- una er hann oft nefndur, konungur Svíþjóðar, sem kemur í opinbera heimsókn til íslands í dag. Gústav VI Adolf er hámennt aður maður og virðist það »1- mennt mál manna, að hefði hann ekki verið ættborinn til há- sætis, þá hefði hann hlotið að verða mikilsvirtur vís- indamaður. I hópi fornleifafræð- inga er hann þekktur um heim allan og sem jurtafræðingur hef- ur hann einnig getið sér góðan orðstír. En sem krónprins og konungur hefur hann ekkert mannlegt lát- ið sér óviðkomandi. Gústav Adolf Svíakonungur er í öllum lífshátt- um sínum eitt hið ágætasta dæmi og fyrirmynd um þjóðhöfðingja háþroskaðs lýðræðisríkis. Það er *var konungsættanna við lýð- veldishreyfingum síðari tíma og fyrirbæri 20. aldarinnar. Þjóðleg- ur konungur, sem ávinnur krún- unni vinsældir og hollustu þegn- anna, svo þeir geta ekki hugsað sér að skipta til og fara að ó- helga þjóðhöfðingjatáknið eins og oft vill verða þar . sem forsetar eru kjörnir í kappsömum kosn- ingum. Rétt er það að vísu, að þessir vinsælu konungar nútímans eru ekki eins voldugir og einvalds- konungar liðinna alda. En skyldi það hlutskipti þeirra þó ekki fullt svo laðandi, að mega njóta þess að vera menn og geta eignazt þjóðir sínar heilar fyrir vini. Það sést bezt, hvernig núver andi Svíakonungur skildi hlut- verk sitt af þeim einkunnarorð- um, er hann valdi sér, þegar hann var krýndur 1950. Þau voru: Skyldan framar öllu. — w — GÚSTAV ADOLF fæddist 11. nóvember 1882 og er því 74 ára. Hann er sonur Gústavs V og drottningar hans Viktoríu er var að uppruna þýzk prinsessa. Hann gekk á menntaskóla í Stokkhólmi og að því búnu lærði hann við háskólana í Uppsölum og Osló. Einnig gengdi hann her- þjónustu, hlaut þjálfun og var liðsforingi í lífverði konungsins. Faðir hans kom til ríkis 1907 og er það víðþekkt, hve lengi Gustav Adolf var krónprins. Þóttu það eindæmi að hann skyldi vera krónprins og hertogi af Skáni í 43 ár, þessi maður sem sakir ágætra mannkosta hefði átt að stjórna þjóð sinni vel og lengi. En í fjarveru og veikindum föð- ur síns sat hann oftsinnis sem ríkisstjóri og hlaut við það víð- tæka þekkingu og reynslu af stjórnarathöfnum. Óþarfi er að vorkenna Gústav Adolf hin löngu krónprinsár. Honum var það sjálfum sízt á móti skapi, að geta í þeirri stöðu um frjálst höfuð strokið og sinnt hugðarefnum sínum, sem voru mörg en sum lagði hann þó sér- staka stund á, svo að hann varð með færustu mönnum í þeim fræðigreinum. — m — ASKÓLAÁRUNUM tók hann að stunda íþróttir af kappi. Hafði hann sérstakan áhuga á fimleikum og frjálsum íþróttum og var í fjölda mörg ór forseti sænska íþróttasambandsins. Er honum þakkað það ekki með litl- um rétti, hve mikil íþróttaþjóð Svíar eru. Er talið að hlutdeild hans hafi einkum vakið áhuga þjóðarinnar í frjálsum íþróttum, en í þeim skara Svíar fram úr, sem kunnugt er. — m — ÞÁ var það á námsárum við Uppsala-háskóla, sem hinn wngi prins Gústav Adolf, ákvað 1901, að hlýða á fyrirlestra um egypzka og norræna fornleifa- GustavVI. Adolfogdrottning hans KftirjOESTElN Ó. THORAEEN&EN J blaðamann viS Morgunblaðið Gustav VI Adolf Svíakonungur við einn af fornnnnja- skápum sinum fræði. Við þessa fræðigrein, forn- leifafræðina tók hann slíku ást- fóstri, að það hefur enzt honum alla ævi. Næsta sumar vann hann við fornleifagröft við Hága hjá Uppsölum og jókst áhugi hans stöðugt. Eftir því sem árin liðu tók hann þátt í æ fleiri forn- leifarannsóknum út um alla Suð- ur-Svíþjóð og fékk víðtæka þekk ingu á fornleifum járn og bronz- aldar. Hann lagði einnig stund á forn- aldarsögu mannkynsins, einkum gríska og rómverska listsögu. Þannig víkkaði hann smómsam- an svið sitt. 1905 heimsótti hann Egyptaland í fyrsta skipti og eignaðist þá allmerka egypzka forngripi. Til Grikklands kom hann fyrst 1920 og fáum árum síðar ferðaðist hann alla leið til Kína í þeim tilgangi aðallega að kynna sér kínverska fornleifa- fræði og sjá m.a. merkilegar leif- ar af frummanni, sem þar fund- ust, Peking-manninn. Hann beitti sér fyrir því, að Svíar gerðu út leiðangur til forn- leifarannsókna við Asine í Grikk landi 1922 og vann sjálfur við uppgröftinn fyrsta árið. Við rann sóknir þær kom ýmislegt merki- legt fram um menningu forn Grikkja. Hann átti frumkvæð- ið að öðrum sænskum fornleifa- leiðangri til Kýpur og hann var forgöngumaður að stofnun „Hú- manísku stofnunarinnar“ í Stokk hólmi, sem hefur unnið að marg- háttuðum fræðistörfum á sviði sögu og þjóðfræði. Sjálfur hefur hann ritað fjölda greina í sænsk og erlend tímarit um sögu og fornleifafræði. — ts — GÚSTAV ADOLF hefur verið mjög víðförull maður. Hann ann mjög Grikklandi og Ítalíu eftir margendurteknar heimsókn ir til þessara sólríku landa. Hann hefur komið til flestra Evrópu- landa. Til fslands kom hann á Alþingishátíðina 1930 sem full- trúi Svíþjóðar. Til Englands ferð aðist hann stundum á hverju ári, enda í margföldum mægðum og skyldleika við ensku konungsfjöl skylduna. Hann hefur ferðast um öll Arabalöndin fyrir botni Mið- jarðarhafs, til Egyptalands og Abyssininu. Og eins og áður er sagt ferðaðist hann eitt sinn alla leið til Kína. I leiðinni kom hann tegundar í Evrópu. Áhugi hans fyrir leirmunum vaknaði, er hann gróf eigin hendi úr sænskri mold stílfögur leirker þúsunda óra gömul, frá steinöld og bronz- öld. Fyrst safnaði hann norræn- um og öðrum evrópskum leir- munum frá öllum tímum. En eft- ir að hann eignaðist nokkra kín- verska postulíns- og leirmuni ár- ið 1907 sem voru frábærir að gerð og listgildi hefur hann ekki lagt minni áherzlu á söfnun fornra austrænna listmuna, bæði úr postulíni, leir, jade og kopar. Konungurinn er máske talinn fremsti leirkerafræðingur Sví- þjóðar og meðal þeirra fremstu í heiminum. Oft hefur leiðbein- inga hans verið leitað við að skipuleggja sýningar á fornum listmunum, ekki aðeins í Svíþjóð, heldur og í stærri Evrópulöndum. Hallir hans geyma mörg óvið- jafnanleg listaverk á sviði leir- kerasmíði, en auk þess hefur hann miðlað sænskum söfnum og verið með þeim í ráðum við kaup á listmunum. — m — AHUGI Gústavs Adolfs á blóm- um og jurtafræði kom fram þegar í æsku. Hann lærði þá að safna jurtum og fergja þær og fylgdi það í kjölfarið að hann las Flóru og jurtafræði af áhuga, tegundagreindi plönturnar og rað aði þeim niður. Við fornleifa- rannsóknir rakst hann stundum á steingerðar plöntuleifar. Hann vann að sérstökum rannsóknum á plöntulífi miðaldanna á Skáni og hefur hann gefið steingerf- inga m.a. til náttúrugripasafna í Stokkhólmi, Lundúnum og víð- ar. En úr ferðum sínum erlendis kemur hann oft heim með lif- andi plöntur, græðlinga og fræ, sem hann gróðursetur í skrúð- görðum sínum. Hann vann sjálfur að garð- yrkjustörfum, meðan hann var garður frægur fyrir alparósir sín- ar (rhododendron). Þær þekkj- ast hvergi fallegri í allri Své- þjóð og afbrigðin með mismun- andi litbrigðum eru ótrúlega mörg. Hann hefur lagt gjörva hönd á skipulagningu fjölda ann- arra skrúðgarða m. a. svo aá frægasti sé nefndur, við garðinn í Drottningarhólmi skammt fyrir utan Stokkhólm. — m — GÚSTAV VI ADOLF er þjóð- legur konungur, sem hefur eignazt vináttu og traust þegna Sinna. í því er hann fremri föð- ur sínum, sem var stífari ©g öðlaðist aldrei verulegar vin- sældir vegna þess að hann ein- angraði sig frá almenningi. Gústav Adolf álítur sig hafa ríkum skyldum að gegna við þjóð sína. Hann vill kynnast fólkinu af eigin sjón og raun og þekkja vandamál hins daglega lífs þess. Hann er viðstaddur skemmtanir þess, heimsækir það á vinnustað- ina og lætur sér annt um þá sem um sárt eiga að binda. Sérstak- lega er athyglisvert, hve mikla áherzlu hann hefur ætíð lagt ó að kynna sér starf fólksins og atvinnuhætti. Hann getur rætt af þekkingu við sjómann suður í Bóhúsléni um fiskveiðiaðferðir og veiðarfæri, við bændurna um nýjungar í ræktunarmálum, við hermanninn um herþjálfun og landvarnarmálin. Almannarómur í Svíþjóð segir, að í rauninni hafi hann aðeins einu sinni staðið á gati og það var þegar hann ferðaðist um Lappland og höfðingi einn þar í héraði ætlaði að fara að tala lappnesku við hann. En það tungumál hafði hann ekki lært svo reiprennandi áð hann gæti talað það. Louise Svíadrottning við vinnuborð sitt. við m.a. í Japan og Indlandi og fleiri Asíulöndum. Á öllum þessum ferðum hefur honum gefizt tækifæri til að sinna hinum sérstöku hugðarefn- um sínum. Er það einkum tvennt sem hann hefur borið heim með sér úr ferðum sínum til útlanda. í fyrsta lagi leirker og postulin og í öðru lagi lifandi blóm. Leirkerasafn Gústavs Adolf er fyrir löngu orðið eitt stærsta og verðmætasta einkasafn sinnar krónprins og hafði tíma til þess, ráðgaðist við garðyrkjumennina, sáði og gróðursetti blóm, kvist- aði tré og þótti hann hafa gróður- hönd, þannig að blómin hans lifðu. Eftirlætisstaður hans á sumrin er Sofiero höllin skammt frá Helsingborg við Eyrarsund. Þar hefur konungurinn með eigin hendi og hjálp garðyrkjumanna sinna ræktað einn hinn yndis- legasta gróðurblett í norðanverðri Evrópu. Sérstaklega er þessi ÞEGAR Gústav Adolf kom til valda árið 1950, tilkynnti hann, að hann ætlaði nú að taka upp hinn forna sið Svíakonunga að „ríða Eiríksgötu", það er að segja að fara hyllingarferð um öll héruð Svíaríkis. Þetta var siður fornkonuga, þegar só siður tíðk- aðist að konungar voru kjörnir. í þessum ferðum létu þeir vinna sér hollustu eiða og hétu þjóð sinni þess í stað að vernda lög og réttlæti í ríkinu og viðhalda friði. í gamla daga fóru nýkjörnir konungar þessa ferð ríðandi á hestbaki og tók hún langan tíma. En Gústav Adolf notar nýtízku samgöngutæki og tekur þetta í áföngum, — er burtu um viku- tíma hvern áfanga. I Eiríksgötu-reið sinni hefur hann haldið uppteknum hætti, að hefja sig ekki upp yfir þjóð sína, heldur láta líta á sig sem einn af þjóðfélagsborgurunum. Á einum stað varð hann þess t.d. vísari, að barn ettt hafði tapað móður sinni í mannfjöldanum. Hann gekk þá hiklaust að hljóðnem- anum og auglýsti eins og ekkert hefði í skorizt eftir mömmunni, sem þegar kom fram. Á öðrum stað sagði hann í ræðu sinni: — Þegar ég kom hing að síðast fyrir tólf árum, kom lít- il stúlka hingað til mín og sett- ist á hnéð á mér. Nú er þessari sömu stúlku guðvelkomið að koma aftur til mín, — þó hún fái ekki að setjast á hnéð á mér, bætfi hann við. Hvar sem hann fer um ríki sitt skilur hann eftir slíka góð- látlega gamansemi og vinalegar sögur myndast um hann. Eða svo eitt dæmi enn sé nefnt, þegar hann heimsótti eyjuna Got- land fyrir austan Svíþjóð. Þar fór hann að ræða við garðyrkju- mann einn og sagði honum m.a. að hann ræktaði talsvert »f Framh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.