Morgunblaðið - 29.06.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.06.1957, Blaðsíða 12
12 MORCTJyntAÐlÐ Laugardagur 29. jánl 1951 AÐALATVINNUVEGUR Svfa er iðnaður. Skipar hann svipaðan sess þar í atvinnulífinu og sjávar- útvegurinn gerir hjá okkur. Eft- irfarandi tölur sýna þann hundr- aðshluta þjóðarinnar, sem á hverjum tíma hefur byggt af- komu sína á verksmiðjuiðnaði, handiðnaði og verzlun: Viðskipti Svía og íslendinga 1751 .... .... 9,5% 1870 .... .... 19,8% 1900 .... .... 38,2% 1920 .... .... 50,2% 1950 .... .... 65,3% Þessar tölur sýna, að þróunin hefur verið mjög ör sérstaklega um og upp úr aldamótunum, enda hófst iðnbyltingin seinna á Norð- urlöndum en í Bretlandi og á meginlandinu. Árið 1950 unnu um 41% af öllu starfandi fólki í Svíþjóð við iðnað og námugröft og er hér um mjög háa hlutfalls- tölu að ræða fyrir þéssa tvo at- vinnuvegi. Til fróðleiks má geta þess, að árið 1953 nam söluverðmæti allra iðnaðarvara frá verksmiðju 32,2 milljörðum sænskra króna. Af þessari upphæð voru 13,3 milljarð ar króna bein verðmætisaukning vegna þátttöku iðnaðarins í að skapa hina fullunnu vöru og jafn framt framlag hans til þjóðar- framleiðslunnar. Árið 1953 nam verg (brúttó) þjóðarframleiðsla Svía á kostnaðarverði 39,79 mill- jðrðum sænskra króna og var hlutur iðnaðarins í henni 33,4%. Þess má geta, að áætlað er, að hlutur sjávarútvegs og vinnslu sjávarafurða í vergri þjóðarfram- leiðslu fslendinga á kostnaðar- verði hafi verið um 20% á sama tíma. Aðalatvinnuvegir allra þjóða byggjast að verulegu leyti á þeim náttúruauðæfum, sem fólgin eru í hverju landi. Fiskimiðin við ísland eru okkar aðalnáttúru- auðæfi. Málmar og timbur eru aðalnáttúruauðæfi Svía og grundvöllur iðnaðar þeirra. Trjá- kvoða, pappír og skip eru á meðal þekktustu framleiðsluvaranna, enda hefur framleiðslumagn þeirra verið mikið á heimsmæli- kvarða. Aðrar þekktar vöruteg- undir eru t.d. eldspýtur, vélar, bifreiðir, áhöld o. m. fl. Sænskur iðnaður hefur í mörg- um greinum ekki fengið á sig snið þeirrar fjöldaframleiðslu, sem svo mjög einkennir stóriðn- að hinna stærri iðnaðarlanda. Árangurinn er sá, að vörugæði verða almennt meiri, því manns- hendin hefur komið víðar við en ella. Þegar þjóðir hafa yfirburði í framleiðslu einstakra vöruteg- unda, er ekkert sjálfsagðara, en að þær eigi víðtæk viðskipti sín á milli með þessar vörur og væri það æskilegt, að slík viðskipti væru greiðari en nú er. Sjávarafurðir okkar og véla-, skipa- og trjávöruiðnaður Svía eru góður stofn til að skapa hag- kvæm viðskipti á milli landanna, eins og allar eftirsóknarverðar vörur, hvað verð og gæði snertir, eru góður stofn fyrir víðtæka utanríkisverzlun. Eftirfarandi tafla sýnir inn- flutning okkar frá Svíþjóð og útflutning okkar til Svíþjóðar Jir ii'M'itfrniriiiiirirnii Ó li A F S S Ö~N~j Dýra- og jurtaoliur, feiti o. þ. h.......... 3,4 Trjáviður og kork .... 3,2 Garn, álnavara o. fl.... 2,6 Tilhöggvin hús .......... 1,0 Ýmsar unnar vörur .... 1,0 Aðrir vöruflokkar (30 að tölu) ......... 13,6 Eins og hlutfallstölurnar í töflunni sýna, hafa viðskipti okk- ar við Svía á þessum árum aldrei verið mjög stór liður í utanríkis- viðskiptunum í heild, nema inn- flutningurinn árið 1946, en um það leyti keyptum við Svíþjóðar- bátana svonefndu. Meiri hluti ut- anrikisviðskipta okkar hefur beinzt að Bandaríkjunum og Bret landi og nú á seinni árum einnig að Vestur-Þýzkalandi og Sovét- ríkjunum. Þrátt fyrir þetta var Svíþjóð árið 1956 hið níunda í röðinni af um 60 löndum hvað snerti varðmæti innflutnings hingað og hið tíunda í röðinni hvað snerti verðmæti útflutnings héðan. Aðalútflutningsvara okkar til Svíþjóðar hefur jafnan verið saltsíld, enda eru Svíar orðlagð- ar síldarætur og meistarar í gerð síldarrétta. Nú í ár er búið að semja um sölu saltsildar til Sví- þjóðar af væntanlegum vertíðar- afla norðanlands. Kaupa Svíar töluvert minna magn en í fyrra og stafar það af miklum birgð- um, sem þeir eiga nú fyrir. Eftirfarandi tafla sýnir verð- mæti þeirra tveggja aðalvöru- tegunda, sem fluttar hafa verið út til Svíþjóðar á ári hverju síð- an 1945: Salt - Söltuð síld hrogn hagfræðing þangað, enda úr miklu að velja. Eftirfarandi tafla sýnir verðmæti tveggja til þriggja helztu vöru- flokkanna, sem fluttir hafa verið inn þaðan á hverju ári síðan 1945: Svíþjóð, en aðalviðskiptin í þeim vöruflokki hafa þokazt yfir á jafnvirðiskaupalönd og þá eink- um Finnland og Sovétríkin. Eftirfarandi tafla gefur góða Ár Vélar allsk. og bifreiðir . Skip Timbur og trjávörur Síldar- tunnur 1945 — Milljónir króna — 3,3 3,9 1946 .... 8,9 29,1 — — 1947 7,7 11,8 — — 1948 .... 6,0 7,4 — — 1949 .... 3,9 5,6 — — 1950 .... 3,4 — — 4,0 1951 6,6 10,1 9,2 — 1952 7,2 — — 8,5 1953 .... 6,0 — 5,2 — 1954 .... 9,3 23,8 — — 1955 .... 19,1 — — 6,4 1956 .... 21,2 2,2 5,5 — Mest hefur verið keypt af skip- um, vélum og bifreiðum. Einnig höfum við keypt þar mikið af síldartunnum. Síðustu árin fyrir seinni heimsstyrjöldina keyptum við stóran hluta af öllu timbri, sem notað var hér á landi, í Sví- þjóð. Árið 1938 komu þaðan um 56% af öllu innfluttu timbri, miðað við verðmæti. Ennþá kaup- um við lítið eitt af timbri frá 1945 1946 1947 1948 1949 1950 1951 1952 1953 1954 1955 1956 9.5 12,2 3,7 11,2 3,1 25,9 17,5 14.4 14.2 4.6 19.5 21.2 Kinda- Salt - kjöt fiskúr Lýsi Milljónir króna — — — 3,» — 1,5 — 3,0 — — 1,9 — — Fisk- xnjöl 1,6 2,6 2,2 3,8 6,7 6,3 6,1 — 6,3 Hið litla útflutningsverðmæti saltsíldar árin 1947, 1949 og 1954 stafar af lítilli framleiðslu vegna lélegrar veiði. Á milli heimsstyrjaldanna var útflutningur til Svíþjóðar á öðr- um vörum en saltsíld sáralítill. Eftir síðari heimsstyrjöldina hef- ur fjölbreytnin aukizt mjög og gefur eftirfarandi tafla um út- flutning nokkurra afurða til Sví- þjóðar árið 1956 hugmynd um það: hugmynd um hina mismunandi vöruflokka, sem fluttir eru inn hingað frá Svíþjóð. Tölurnar eru frá 1956: Vélar aðrar en Milljónir króna rafmagnsvélar ... ... 10,8 Flutningatæki ... 8,2 Rafmagnsvélar og áhöld 6,1 Trjá- og korkvörur . ... 5,5 Málmvörur ... 3,6 Alls innflutt: 50,8 Þrátt fyrir það, að viðskipti okkar við Svíþjóð eru hlutfalls- lega ekki stór liður í utanríkis- verzluninni, þá eru þau nokkuð jöfn og traust í gegn um árin. Við höfum varanlegan markað fyrir saltsild þar og okkur er nauðsyn á að geta keypt ýmsar iðnaðarvörur þeirra vegna hinn- ar góðu reynslu, er þær hafa aflað sér hér á landi sem annars staðar. Erfitt hefur verið að full- nægja eftirspurn manna eftir ýmsum iðnaðarvörum frá hinum rótgrónu iðnaðarþjóðum Vestur Evrópu þ. á. m. Svíþjóð, einnig frá Bandaríkjunum og jafnvel Kanada. Viðskipti okkar undan- farin ár hafa beinzt mjög að vöru skiptalöndum, sem sl. ár stóðu að um 40% utanríkisverzlunar okkar. Því ber ekki að neita, að vöruskiptaverzlun er alltaf óhag- kvæm neytendum vegna þess hve vöruúrval er skörðað, verð oit hátt og gæði misjöfn. Það er brýn nauðsyn að gefa þjóðinni betra tækifæri til vöruvals og þegar það tækifæri kemur munu við- skipti við iðnaðarlönd á borð við Svíþjóð aukast að mun. Saltsíld , Milljónir króna 21,2 Söltuð hrogn 6,1 Fiskimjöl 1,3 Kindakjöt .. 1,3 Freðfiskur .. 2,1 Aðrar vörur 3,6 Alls útflutt 35,6 ásamt hlutdeild þeirra í heildar Innflutningur okkar frá Sví- inn- og útflutningi fyrir nokkur Þjóð hefur verið miklum mun ár: fjölbreyttari en útflutningurinn Innflutn. frá Hlutdeild í Útflutn. til Hiutdeild í Ár Svíþjóð heildarinnfl. Svíþjóðar heildarútfl. Millj. kr. % Miilj. kr. % 1920 • • • • 3,3 4,0 3,6 6,0 1928 • • • • 2,9 4,5 5,4 - 6,8 1938 • • • • 4,2 8,3 5,7 9,7 1945 • • • • 17,2 5,4 14,4 5,4 1946 • • • • 56,1 12,5 15,3 5,3 1947 • • • • 34,7 6,7 9,0 3,1 1948 • • • • 22,3 4,9 14,8 3,7 1949 • • • • 19,4 4,6 5,2 1,8 1950 • • • • 16,0 2,9 29,7 5,5 1951 • • • • 44,7 4,8 23,6 3,2 1952 • • • • 36,0 4,0 20,3 3,2 1953 • • • • 28,6 2,6 30,6 4,3 1954 • • • • 58,2 5,1 17,7 2,1 1955 • • • • 56,0 4,4 38,4 4,5 1956 • • • • 50,8 3,5 35,6 3,5 Frá vinstri: Geijersiam, Strindberg og Lagerlöt. Sænsk leikrit á íslenzku F-ftir LÁKU.S SÍfílUKBJftENSSC.N rlthöfund ÞEGAR litið er til hinna auðugu leikbókmennta Svía, gegnir furðu, hve lítill hluti þeirra hef- ur náð út hingað svo mjög sem íslendingar hafa verið upp á það komnir að þýða erlend leikrit til sýninga. í heildarskrá, sem tekur til hér um bil 400 erlendra leikskálda, sem eiga leikrit þýdd á íslenzku, eru aðeins 22 sænsk. Og það sem kemur hér í hlut skáldjöfurins Augusts Strind- bergs er nærri því ótrúlega lítið, miðað við hin geysimiklu áhrif, sem leikrit hans hafa haft um víða veröld. Nýustu leikbók- menntir Svía mega heita allsend- is ókunnar á íslenzku leiksviði, en nokkur leikrit hafa heyrzt í útvarpi og önnur hafa verið þýdd, þó að ekki hafi þau verið leikin. f leikritaskránni skera strax úr nöfn hinna kunnari höfunda. Eft- ir August Strindberg hafa verið þýddir 5 leikir, allir stuttir, veiga mestur þeirra er Frk. Júlía, sem Leikfélag Reykjavíkur sýndi 1924 og Leikfélag Akureyrar 1933. Tvö hinna þýddu leikrita, Fað- irinn og Kona Bengts, hafa ekki verið sýnd. Hinir miklu sögulegu leikir Strindbergs hafa enn ekki náð til íslenzkra áhorfenda, þó að þeir séu einmitt vænlegir til flutnings vegna efnis og framsetn ingar og líklegir til að ná hylli. Selma Lagerlöf á slíkum vin- sældum að fagna hjá íslenzkum lesendum, að engan furðar á því, að sjónleikur hennar Dúnunginn, sem Leikfélag Akureyrar sýndi 1941, fékk góða áheyrn. Leikrits- gerð hennar og Paul Knudsens á Keisaranum í Portúgalíu, sem flutt hefur verið í útvarpi, rifjaði upp hlýjar endurminningar frá sögunni, sem dr. Björn Bjarnar- son íslenzkaði með ágætum með heitinu „Föðurást" (1918). Gösta Berlings-saga hefur og verið flutt í útvarpi. Af eldri leikritahöfundum hef- ur Gustaf af Geijerstam tvímæla- laust hlotið mestar vinsældir hér á landi fyrir gamanleikinn Tengdapabba, sem Leikfélag Reykjavíkur sýndi íyrst 1915 en oft síðan og eins hefur hann ver- ið sýndur um lánd allt í ágætri þýðingu Andrésar Björnssonar ritstjóra. Tveir gamanleikir aðr- ir eftir Geijerstam hafa verið sýndir en hafa ekki náð vinsæld- um Tengdapabba. Líka ber hér að nefna Vermlendinga Dahl- grens með breytingum Vilhelms Mobergs. Þessi gamli sðngleikur hefur lifað góðu lífi, hvar á sviði sem sýndur hefur verið, þó að ekki sé bókmenntagildi hans fyr- ir að fara. Annars h'afa hin veiga- meiri verk Vilhelms Mobergs ekki náð fótfestu á íslenzku leik- sviði, en 4 einþáttungar eftir hann hafa verið fluttir í útvarpi. Svipuðu máli gegnir um þrjú jafn ágæt leikritaskáld og Hjalmar Bergman, Tor Hedberg og Ragn- ar Josephsson, eftir þau hafa verið þýdd leikritin Sweden- hielms, Johan Ulfstierna og Kannske skáld?, sem öll myndu sóma sér hið bezta á leiksviði hér, en hafa ekki komizt lengra en í útvarp. Eftir Nóbelsverðlaunaskáldið Pár Lagerkvist höfum við aðeins fengið að sjá Jónsmessudraum á fátækraheimilinu í sýningu Leik- félags Reykjavíkur 1946. Tvö önnur leikrit Lagerkvists hafa verið þýdd, annað þeirra eitt meðal merkari verka hans: Mað- urinn, sem fékk að lifa aftur, þýoing eftir séra Sigurjón Guð- jónsson í Saurbæ, ósýnt enn, hitt flutt í útvarpi. Þegar litið er til vinsælda gam- anleiks eins og Tengdapabba, og þó enn frekar, þegar minnzt er, hve gamansemi Oscars Wenner- steins í Ráðskona Bakkabræðra féll í góðan jarðveg hjá íslenzk- um áhorfendum, þar sem sýning- ar á þessum gamanleik í Hafnar- firði mega sennilega heita heims- met, 86 sýningar í ekki stærri bæ, þá er alveg eins víst, að sænskir gamanleikir eigi eftir að finna hér fyrir þakkláta áhorf- endur í framtíðinni. Hitt er ekki vanzalaust, að hin merkari leik- skáld Svía hafa svo til alveg verið leidd hjá garði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.