Morgunblaðið - 29.06.1957, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.06.1957, Blaðsíða 10
10 MORCVHBLA91Ð Laugardagur 29. júni 1957 SAMKVÆMT gömlum söguum var fyrsti íbúi Stokkhólms fiskimaður nokkur, sem flúði undan reiði biskupsins í Strang- nás, en hann hafði stolizt til að // veiða í landi biskupsins. Þetta gerðist á 12. öld. Áður hafði hins vegar annar maður „setzt að“ í Stokkhólmi nauðugur, nefnilega Agni nokkur konungur, sem var skilinn eftir dinglandi i trjá- grein af hefnigjarnri konu sinni, sem hann hafði rænt í föðurhús- um skömmu áður. Hinir eiginlegu „landnemar" Stokkhólms voru í rauninni íbú- ar kastalans, sem byggður var um miðja 13. öld á hólmanum Stokkhólmur — Feneyjar Norðurlanda // | Eftir SIGURÐ A. MÁGNCSSON þar sem Málaren og Eystrasaltið arlega andrúmslofti fortíðarinn- veggina og á fornminjarnar, sem ungum elskendum en Den Gyll- ene Freden. Kungsgatan, ein helzta gata Stokkhólms koma saman. Kastalinn var byggður af Birgi jarli til varnar gegn sjóræningjum eða víking- um. Hólminn var nefndur Stokk- hólmur, líklega eftir fljótandi „girðingu“ af samanhlekkjuð- um trjábolum eða „stokkum", umkringdu hóimann. GAMl.A BORGIN Þessi litli hólmi er nú hjarta Stokkhólmsborgar og nefnist „Gamla Staden“ eða „Stadsholm- eu". Þar eru ýmsar af merkustu byggingum borgarinnar: konungs hðliin, Stórkirkjan, Riddarahús- ið, gamla ráðhúsið, Kanslihúsið, kauphollin, þýzka kirkjan og fleiri fræg hús. Göturnar í þess- um borgarhluta eru flestar ör- mjóar, sumar ófærar bílum, hús- in fornleg og skemmtilega ósam- stæð. Andi fortíðarinnar hvilir næstum áþreifanlega yfir þessum borgarhluta; saga genginna alda er skrifuð á steinlögð strætin, sprungna og úr sér gengna hús- veggina og á fornminjarnar, sem eru á boðstólum við hvert fót- máL KJALLARI BKI.I.MANS Ferðamaðurinn bregður sér að sjálfsögðu fyrst í „Den Gyllene Freden“, þar sem Bellman söng forðum og skemmti gestum. Hér er allt með svipuðum hætti og fyrrum; við förum niður í „graf- hveifingu“ eftir örmjóum dimm- um tröppum, sem eru höggnar i bergið. Yfir hvelfist lág svört steinhvelfing, kerti eru á borð- um, týrur hanga úr lofti. Bekk- irnir eru baklausir og óþægileg- ir, en það gleymist í þessu und- TILRAUN ALEIK Htí S Vilji ferðamaðurinn kynnast nýjustu straumum í sænsku leikhúslífi, er tilraunaleikhús Stokkhólms á næstu grösum. Það er Munkbroteatern við Málartorget, örlítið leikhús þar sem áhugasamir leikarar sýna stórverk leikbókmennt- anna sem og nýjustu verk ungra höfunda, oft við fátæk- legustu aðstæðm', en jafnan af ríkri listrænni tilfinningu. Norðurlöndin eiga bara tvö slík tilraunaleikhús. Hitt er í Gautaborg og er kannski enn athyglisverðara en Munk- broteatern. blaðamann viö Morgunblaöiö ; MENNINGARLÍF Annars er mikil grózka i menningarlifi Stokkhólms. Mörg leikhús, svo sem Dramaten með tveimur sýningarsölum, Vasan, Blanche, Intiman og Folkan, ráða yfir góðum leikkröftum og sýna yfirleitt hið bezta úr leikbók- menntum samtímans, en leggja þó meginrækt við innlenda höf- unda, eins og hvert það leikhús hlýtur að gera, sem vill vera menningarhlutverki sínu trútt. í glæsilegri Óperubyggingunni fara fram óperusýningar og balletsýningar jöfnum höndum, en í báðum greinum eiga Svíar afburðameistara, svo sem kunn- ugt er. í Konserthuset, þar sem Nóbelsverðlaunin eru afhent, eru haldnir hljómleikar alls kon- ar og viðhafnarsýningar af ýmsu tæL Fyrir framan þessa bygg- ingu stendur hið fræga listaverk sænska myndhöggvarans Carls Milles, „Orfeus“, sem var kom- ið þar fyrir árið 1936. Málverka- sýningar eru margar og tíðar í Stokkhólmi, enda eru þar fjöl- margir sýningarsalir, bæði stór- ir og smáir. HÖFUDBORG GAMALS STÓRVELDIS Söfnin í Stokkhólmi eru legíó. Listasafnið er merkilegt og auð- ugt, en auk þess eru þar norrænt safn, náttúrugripasafn, þjóðminja safn, vopnasafn o. s. frv. Bóka- söfn eru þar stór og háskólar af ýmsum gerðum. Já, það gæti ært óstöðugan að telja upp allt það, sem Stokkhóimur hefur að geyma í menningarlegu tilliti. Hér er jú um að ræða höfuðborg fyrrverandi stórveldis, svo eng- an þarf að undra þótt þar sé sitt hvað að sjá. Bæði Kaupmanna- höfn og Stokkhólmur bera þess greinileg merki, að þar voru eitt sinn miðstöðvar víðlendra rikja og aðsetur voidugra kónga. BORG BRÚANNA En Stokkhólmur er fyrst og fremst fögur borg, líklega hin fegursta á Norðurlöndum. Borg- arstæðið á stærstan þátt í þvi. Borgin stendur á nokkrum ávöl- um ásum og hólmum, umleikin og sundurskorin af ám og vötn- um. Hún er stundum nefnd „borg brúanna", enda eru brýmar eitt af höfuðeinkennum Stokkhólms. Það er reynsla, sem enginn ferða langur skyldi sleppa, að „sigla imdir brýrnar", eins og það er kallað, þ. e. a. s. taka sér far með báti umhverfis borgina. SKANSEN Stokkhólmur skartar sinu fegursta á sumrin. Það eru margir og vel hirtir garðar víðs vegar um borgina. Fyrir sunnan Djargárdsbrunsviken, nokkurra mínútna siglingu frá hjarta borgarinnar, liggja helztu sumarskemmtistaðir Stokkhólms; Skansen sem er sambland af byggðasafni, skemmtigarði, dýragarði og þjóðgarði. Þar er mikið um dýrðir allt sumarið og útsýni yfir borgina óviðjafnanlegt. Skammt þar frá er Tivoli- garðurinn, sem svipar fremur til íslenzkrar ea danskrar samstæðu sinnar. FYRIR MATMENN Þeir sem lifa fyrir góðan mat fara líklega fyrst í Berns, sem er helzta veitingahús borgarinn- ar. Þar er frægast „Röda Rummet“, sem Strindberg skrif- aði um, en auk þess er þar kín- verskur salur, franskur salur, áþeglasalur og fjöllistasvið. Annars eru litlu, „intímu“ veit- ingahúsin í Stokkhólmi langhug- þekkust. „FENEYJAR NORÐURLANDA" Stokkhólmur er miklu víð- lendari borg en Höfn þótt hún hafi færri íbúa. Þar býr nú alla um milljón manns, séu útborgir taldar með. Þar eru óteljandi möguleikar til dægradvalar, og einn hinn ánægjulegasti er áa efa að sigla út í skerjagarðinn, sem kvað eiga fáa sína líka. Siglingin frá Stokkhólmi til Finnlands er reynsla, sem situr í manni árum saman og gleym- ist líklega aldrei. Stokkhólmur er „Feneyjar Norðurlanda": Á bliðviðrisdögum sér maður hana spegla sig I vötnunum, og sú spegilmynd líður manni ekki úr minni. Ævagamalt þorp, sem varðveitt er í þjóðminjagarðinum á Skansen. - Menningarviðskipti Framh. af bls. 8 Eggertsson frá Ökrum handritum fyrir Svia á íslandi sumarið 1682 og kom þeim árið eftir til Sví- þjóðar. Urðu það alls 51 bindi. Var þar með lokið handritasöfn- un Svía á íslandi. Hin íslenzku handrit í Svíþjóð eru langflest í Konungsbókhlöðunni í Stokk- hólmi, enda er það stærsta ís- lenzka handritasafn erlendis ann- að en Árnasafn, allmörg í Há- skólabókasafninu í Uppsölum og fáein á öðrum stöðum. Það má segja Svíum til hróss, að þeir létu sér ekki nægja að safna handritum, heldur hófust þeir kappsamlega handa um að gefa þau út. Fyrsta íslenzka forn- ritið, sem komið hefir á prent var Gautreks saga og Hrólfs saga Gautrekssonar, er prentuð var í Uppsölum 1664. Síðan rak hver sagan aðra, og á tæpri öld komu út í Svíþjóð 26 fornaldarsögur, allar í frumútgáfu. Fyrsta útgáfa Heimskringlu á frummálinu kom (ráðhúsK) í Stokkhólmi. einnig út í Stokkhóimi árið 1697. Á seinni hluta 18. aldar dofnar yfir fornritaáhuga Svia, en með tilkomu rómantísku stefnunnar í byrjun síðustu aldar vaknar á- huginn á ný. Afzelius þýðir Eddu kvæðin 1818 og um miðja öldina er tekið að þýða íslendinga sögur á sænska tungu. Skáldin sækja sér oft yrkisefni í sögurnar, og áhrifa íslenzku sagnanna gætir að einhverju leyti hjá mörgum höfuðskáldum Svía, og má þar nefna Geijer, Tegnér, Rydberg, Heidenstam og Selmu Lagerlöf. Flestar, ef ekki allar, íslendinga sögurnar eru nú til í góðum sænskum þýðingum. Síðasta og bezta þýðingin á þeim mun vera þýðing Hjalmars Alving. IV. VÉR höfum séð af því, sem hér hefir stuttlega verið rakið, að áhrif íslenzkra fornbókmennta á bókmenntir og menningu Svía á síðari öldum hafa verið næsta mikil og viðtæk, eins og getið var í upphafi þessa máls. Hinar nýrri bókmenntir vorrar hafa hins vegar verið lítt kunnar í Svíþjóð, þar til nú á síðustu ár- um. Vaxandi áhuga Svía fyrir nútímahöfundum vorum ber fyrst og fremst að þakka einum manni, afburða rithöfundinum Halldóri Kiljan Laxness, sem hefir hlotið sérstakar vinsældir þar í landi, enda öll meiri háttar skáldrit hans þýdd á sænska tungu. Til marks um áhuga Svía á íslenzk- um bókmenntum má nefna það, að þeir stofnuðu á síðastliðnu ári nýtt lektorsembætti í nútíðarmáli og bókmenntum íslendinga við háskólann í Uppsölum. Margs konar samskipti eiga sér nú stað með Svíum og íslending- um framar því, sem áður var, bæði í andlegum og veraldlegum efnum. Hefir sambúð þessara frændþjóða jafnan verið góð og farið batnandi með vaxandi kynnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.