Morgunblaðið - 29.06.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.06.1957, Blaðsíða 8
3 116RGVNBLAÐIÐ Laugfcrdagur 29. Jönl 1967 „Det fins ingen frammande litteratur, som utöfvat ett sá stort och máktigt inflytande pá vár egen som dem forn- norsk-islándska“. (Vilhelm Gödel). I. UM Svía og íslendinga mátti það löngum segja, að vík vseri milli vina og fjörður á miili frænda, meðan samgöngur voru með þeim hætti, sem tíðkazt hef- ir um aldir, eða allt fram á síð- ustu áratugi. Samgönguörðug- leikar ollu því, að bein samskipti vor við Svía urðu minni en við hinar nálægari frændþjóðir vorar á Norðurlöndum, enda komu þar og til aldalöng stjórnmálatengsl við þær, en slík tengsl hlutu að hafa áhrif á önnur samskipti vor út á við. En þrátt fyrir það hafa skipti Svía og íslendinga í menn- ingarlegum efnum, og þá fyrst og fremst í bókmenntum, verið mikil og heilladrjúg á báða bóga. íslenzkar bókmenntir hafa orðið auðugri og frjórri af kynnum sín- um við bókmenntir Svía á síð- ari tímum, sænsk ljóð og skáld- rit í snjöllum þýðingum orðið aufúsugestir íslenzkum lesendum og margir íslenzkir æskumenn setið við menntabrunna sænskra háskóla. Á hinn bóginn hafa hin- ar fornu bókmenntir íslendinga haft mjög djúptæk áhrif í Sví- þjóð, einkanlega síðan á 17. öld, er fræðimenn þar í landi tóku að kynnast þeim að ráði og byggðu m.a. á þeim þá skoðun, að Sví- þjóð væri vagga mannkynsins. Eru og á því skeiði þar í landi mörg fornrit vor prentuð í fyrsta sinn. Þó að áðurnefnd skoðun sænskra fræðimanna þeirra tíma ætti sér ekki langan aldur, héldu íslenzku fornritin velli, urðu skáldum yrkisefni og aflgjafi mikilla verka. Til marks um álit Svía sjálfra á þessu efni eru um- mæli prófessors Gödels, sem til- færð eru hér að ofan, þar sem hann segir, að „engar erlendar bókmenntir hafi haft jafnmikil og sterk áhrif á vorar eigin sem hinar fornnorsk-íslenzku". Á síð- ustu árum gætir mjög vaxandi áhrifa eða að minnsta kosti auk- inna kynna af íslenzkum nútíma- bókmenntum í Svíþjóð. í greinarkorni þessu ætla ég að rifja upp nokkur atriði úr menningarskiptum þessara 2ja frændþjóða. Verður því helzt að líkja við nokkrar vörður með vegi fram, enda leyfir rúmið ekki meira. II. FLESTAR heimildir telja, að Garðar Svafarsson hafi fund- ið ísland fyrstur norrænna manna. Hann var sænskur að ætt, en átti jarðir á Sjálandi. Hann sigldi umhverfis landið og fann, að það var eyland. Hér hafði hann vetursetu einn vetur og sat í Húsavík við Skjálfanda. Garðar lofaði mjög landið. Sonur Garðars var Uni inn danski. Hann staðfestist hér á landi um hríð, og fara af honum nokkrar sögur. Hann var faðir Hróars Tungugoða, er átti Arngunni, systur Gunnars á Hlíðarenda. Hróar var frægur maður og var til af honum sérstök saga, sem nú er glötuð. Fáeinir landnámsmenn voru sænskir að ætt að nokkru eða öllu leyti. Meðal þeirra voru Þórður knappur, er nam land norður í Stíflu og bjó á Knapps- stöðum, Friðleifur, er land nam f Sléttahlíð, Þormóður hinn rammi í Siglufirði, Sléttu-Björn landnámsmaður í Skagafirði og Skjalda-Björn landnámsmaður í Bjarnarfirði hinum nyrðra á Ströndum. Ennfremur voru hirfir nafnfrægu landnámsmenn, Ingi- mundur gamli og Helgi magri, kynjaðir af Gautlandi í aðra ætt- ina. Vafalaust hafa ýmsir fleiri átt ættir og kynni að rekja til Svíþjóðar, þótt þess sé ekki getið í heimildum. Hafa sænskir menn því átt þátt í byggingu landsins, og þess má geta, að íslendingar nú á dögum geta rakið ættir sín- Menningarviðskipti Svía og íslendinga ar til flestra þeirra landnáms- manna, er nú.voru nefndir. í íslendinga sögum er oft getið um samskipti Svía og íslendinga. Sænskir menn munu oft hafa komið hingað í verzlunarerind- um. Fræga sögu á sér sænsk kona, er giftist hingað til lands. Það var Helga jarlsdóttir af Gautlandi, kona Harðar Grím- kelssonar ,en hann hafði dvalizt um hríð með jarlinum, föður hennar. Oftar er þó getið um ferðir íslendinga til Svíþjóðar. Allir kannast við hina frægu ferð Egils Skalla-Grimssonar til Vermalands, ýmsir komu og við í Svíþjóð á víkingaferðum í Aust- urveg, og þá eigi ávallt sem frið- menn, og íslenzk skáld gerðust handgengin Svíakonungum og ortu um þá kvæði, sem síðar verður á minnzt. Eins og kunnugt er, stofnaði Jón Ögmundsson hinn helgi skóla á biskupssetri sínu að Hólurn. Sem forstöðumann eða skóla- meistara fékk hann í vígsluför sinni ungan mann og lærðan vel, Gísla Finnason að nafni. Hann var ættaður af Gautlandi. Segir svo meðal annars frá honum í Jóns sögu helga eftir Gunnlaug munk Leifsson: „En til þess að stýra skólanum og kenna þeim mönnum, er þar settist í, þá valdi hann einn inn bezta klerk og inn snjallasta, af Gautlandi. Hann hét Gísli og var Finnason. Hann reiddi honum mikið kaup til hvorstveggja, að kenna prestling- um og að veita slíkt upphald heilagri kristni með sjálfum biskupi, sem hann mátti sér við koma, í kenningum sínum og formælum. Og ávallt er hann prédikaði fyrir fólkinu, þá lét hann liggja bók fyrir sér og tók þar af slíkt er hann talaði fyrir fólkinu, og gerði hann þetta mest af forsjá og lítillæti, að þar hann var ungur að aldri, þótti þeim meira um vert, er til hlýddu, að þeir sæi það, að hann tók sínar kenningar af helgum bókum, en eigi af einu saman brjóstviti. En svo mikil gift fylgdi þó hans kenningum, að mennirnir, þeir er til hlýddu, komust við mjög og tóku mikla skipan og góða um sitt ráð. En það er hann kenndi í orðunum, þá sýndi hann það í verkunum. Kenningar hans voru linar og léttbærar öllum góðum mönnum, en vitrum mönnum þóttu vera skaplegar og skemmti legar; en vondum mönnum varð ótti að mikill og sönn hirting". Geta má nærri, að þessi sið- vandi og lærði klerkur hefir haft mikil áhrif á nemendur sina og íslenzk kirkja lengi búið að starfi hans. Þegar Jón biskup Arason réðst I að hefja prentverk hér á landi urh 1530, réðst hingað til lands frá Svíþjóð fyrsti prentarinn hér á landi, Jón Matthíasson, síðar prestur á Breiðabólstað*í Vestur- hópi (d. 1567). Jón Matthíasson var lærður vel, m.a. á latneska tungu, og er talið, að Jón biskup hafi látið hann semja þau latínu- bréf, er mest þurfti til að vanda. Þótti séra Jón hinn mætasti mað- ur og var talinn með merkustu prestum norðanlands um sína daga. Sonur hans var Jón prent- ari í Núpufelli, sem prentaði Guðbrandsbiblíu, eitt glæsileg- asta verk íslenzkrar prentlistar fyrr og síðar, og margar aðrar bækur að forlagi Guðbrands biskups. Frá séra Jóni Matthías- syni hinum sænska er fjöldi fólks kominn hér á landi, m.a. var Jón Indíafari fjórði maður frá hon- um. dr. phu. , Á síðari öldum hafa nokkrir sænskir fræðimenn komið til ís- lands til rannsókna. Er þar fyrst að nefna Uno von Troil, síðar erkibiskup í Uppsölum. Var hann í leiðangri Sir Josephs Banks árið 1772. Gaf hann út bók um för sína ,er kom út í Uppsölum 1777 og nefndist Bref rörande en resa til Island á áðurnefndu ári. Bók þessi er að mörgu leyti merk, og hefir höfundur viljað vanda verk sitt sem,bezt. Lýsir hann ítarleg- ast þjóðlífi íslendinga og fornum bókmenntum, ritar yfirlit um sögu landsins, um mólið, forn- minjar o. fl. Einnig er þar margt um náttúru landsins, athuganir á hverum og eldfjöllum. Hann hefir t.d. gert hinn fyrsta landsupp- drátt af Geysi og hverasvæðinu þar í kring. Bókin var þýdd á ensku og þýzku og barst því víða, og varð hún þannig til að auka rétta þekkingu um ísland víða erlendis. Árið 1857 kom hingað til lands hinn frægi sænski jarðfræðingur Otto Torell og ferðaðist allmikið um landið. Meðal annars athug- aði hann jökla í Skaftafellssýslu og framkvæmdi fyrstu mælingu á hreyfingu skriðjökla, sem gerð hefir verið hér á landi. Nokkrum árum síðar, 1865, ferðaðist sænski náttúrufræðingurinn Carl Wil- .helm Paijkull hér um land og gerði ýmsar jarðfræðilegar at- huganir. Skrifaði hann bók um ferð sína En Sommer pá Island og aðra um vísindalegan árang- ur af ferðinni Bidrag til kánne- domen om Islands bergsbyggnad, og fylgir henni m. a. fyrsta jarð- fræðikort af íslandi. Þess skal getið, að árið 1919 gengu tveir Svíar á Vatnajökul og fundu aftur Grímsvötn og prófessor Ahlman frá Stokkhólmi gekkst fyrir sænsk-íslenzkum leiðangri á Vatnajökul 1936 og kom hingað aftur 1948 með hóp land- og jarðfræðinga frá Stokkhólmi og Uppsölum. Á þessari öld hafa verið ritað- ar á sænsku nokkrar bækur um ísland. Ég nefni hér aðeins tvær þeirra: Frán sagnornas ö eftir Oskar Lidén og Át Hácklefjáll eftir Albert Engström. Sænskar bókmenntir hafa átt miklum vinsældum að fagna hér á landi, að svo miklu leyti sem almenningur hefir átt kost á að kynnast þeim í þýðingum. Slík kynning er auðvitað háð þeirri tilviljun, hvað þýtt er á íslenzku, og þannig geta stórskáld eins og August Strindberg orðið útund- an, þar eð fátt eitt hefir birzt eftir hann hérlendis. Mestar vin- sældir hafa skapað sænskum bók- menntum hér á landi hinar ágætu þýðingar Matthíasar Jochums- sonar á Friðþjófssögu Tegnérs, kvæðum sænsk-finnska skálds- ins Runebergs og fleiri, og eigi síður hinar frábæru þýðingar Magnúsar Ásgeirssonar á ljóðum Frödings og margra annarra sænskra skálda. Ljóð og söngva Bellmans og Wennerbergs (Glunt ana) þekkja allir. Sögur Selmu Lagerlöf hafa átt miklum vin- sældum að fagna og hafa margar þeirra verið þýddar á íslenzku. Þannig hefir sænsk menning og bókmenntir miðlað oss íslending- um af auði sínum og endurgoldið svo sem auðið er skuld sína við hinar fornu bókmenntir vorar. III. ELZTU íslenzku menningar- áhrifin í Svíþjóð má rekja til hirðskálda 11. aldar. Það er kunnugt af Skáldatali og öðrum söguritum, að islenzk skáld dvöld ust tíðum við hirð Svíakonunga, ortu um þá kvæði og gerðust stundum hirðmenn þeirra. Hall- freður vandræðaskáld dvaldist mörg ár í Svíþjóð og kvæntist sænskri konu. Þeir Hrafn Önund- arson og Gunnlaugur ormstunga voru báðir við hirð Ólafs kon- ungs sænska, og er alkunn sag- an af því, er báðir vildu fyrr flytja konungi kvæði, og varð sá metingur undirrót fjandskapar þeirra. Einnig voru með Ólafi konungi skáldin Gizur svarti og Óttar svarti. Segir Snorri svo um þá í Heimskringlu: „Skáldin voru oft fyrir konungi, því að þeir voru máldjarfir. Sátu þeir oft um daga frammi fyrir hásæti konungs". Um þær mundir hefir Óttar ort kvæði það um Ástríði konungsdóttur, sem Ólafur helgi, þá er hann var orðinn maður hennar, reiddist Óttari svo fyrir, að hann hótaði honum lífláti. Sighvatur skáld Þórðarson er tal- inn hirðskáld önundar konungs Ólafssonar. Eftir hann er enn til kvæði það, er hann orti í sendi- för til Svíþjóðar og nefndist Austurfararvísur. Kvæðið er ort í léttum og gamansömum anda og segir frá ýmsum atvikum úr ferða laginu og bregður upp myndum úr daglegu lífi austur þar á þeim tíma. í því kvæði kemur fyrst fyrir orðið „íslenzkur“, svo að heimildir greini frá: Oss hafa augu þessi, íslenzk, kona, vísat brattan stíg að baugi björtum langt in svörtu, o. s. frv. Meðal síðari hirðskálda hjá Svíakonungum má nefna íslend- ingana Markús Skeggjason lög- sögumann (d. 1107), Einar prest Skúlason, er flutti hið fræga kvæði sitt Geisla við vígslu dóm- kirkjunnar í Niðarósi 1153, og Ólaf Þórðarson hvítaskáld (d. 1259), bróður Sturlu sagnaritara. Um hálfrar þriðju aldar skeið hafa íslenzk skáld því verið tíð- ir og velkomnir gestir við sænsku konungshirðina. Þau menningar- áhrif, sem þeir hafa flutt með sér, hafa án efa verið mikil og marg- vísleg. Skáldin voru víðförulir og menntaðir menn að þeirrar tíðar hætti. Þeir hafa ekki aðeins skemmt með kvæðum sínum, heldur einnig með fornum sög- um og frásögnum af samtíma- viðburðum í öðrum löndum. Með skáldunum hafa borizt til Sví- þjóðar m.a. sögur frá íslandi, goða- og hetjusögur og ævintýri. Frá konungshirðinni hefir þessi bókmenntaarfur runnið til al- mennings og borið þar ávöxt í skemmtun og fróðleiksfýsn fólks- ins. Á 12. og 13. öld er blóma- tími íslenzkrar sagnaritunar, eins og kunnugt er. Þá verða til ís- lendinga sögur og fjöldi sagna- rita um innlend efni. En fslend- ingar láta ekki þar við sitja, held- ur semja þeir sögu nágranna- þjóða sinna, Norðmanna, Dana, Færeyinga og Orkneyinga. Vegna hinna nánu samskipta Norð- manna og Dana við Svía allt frá ómunatíð varð ekki hjá því kom- izt að segja einnig þeirra sögu að meira eða minna leyti. Verða sögurit íslendinga því aðalheim- ildir um sögu Svíþjóðar í fornöld. Þarf ekki annað en minna á Ynglinga sögu Snorra, sem segir frá hinum fornu Uppsalakonung- um, forfeðrum Haralds hárfagra í þrjátíu ættliði. Hér koma einn- ig til hinar svonefndu fornald- arsögur Norðurlanda, sem gerast á víkingaöld og þaðan af fyrt, Margar þeirra gerast að nokkru leyti eða öllu í Svíþjóð eða sænsk ir menn eru söguhetjur, svo sem Gautreks saga, Hervarar saga og Heiðreks, Bósa saga, Yngvars saga víðförla og margar fleiri, en slíkar sögur voru fyrr á öldum taldar góð og gild sagnfræði. All- ur sá mikli fróðleikur um forna tíma, sem fslendingar höfðu fært í letur, var um allar miðaldir eign þeirra einna, varðveittur í dýrmætum skinnbókum heima á íslandi og lesinn þar. Um miðja 16. öld þýddi norsk- ur lögmaður fyrri hluta Heims- kringlu (aftur í Ólafs sögu Tryggvasonar) og nokkru síðar þýddi annar stéttarbróðir hans Heimskringlu alla á dönsku, og var sú þýðing prentuð í Kaup- mannahöfn árið 1594. Um alda- mótin 1600 þýddi Peder Claussön prestur í Undal Heimskringlu enn á dönsku, og var sú þýðing gefin út af Óla Worm árið 1633. Þessar þýðingar ásamt ritum Arngríms lærða, sem voru að koma út urn þessar mundir, beindu hugum fræðimanna bæði í Danmörku og Svíþjóð til ís- lands og vöktu vonir þeirra um, að þar væri meiri aðfanga að leita um fornsögu þessara þjóða. En á þessum tíma ríkti mikill áhugi í báðum þessum löndum á sögu þjóðanna, einkum öllu því er snerti uppruna þeirra og for- sögu. Var það afleiðing forn- menntastefnunnar, er leitt hafði ýmsa fræðimenn út í hinar fárán- legustu öfgar. Hófst upp úr þessu kapphlaup mikið milli Dana og Svía um hin íslenzku handrit. Á miðöldum höfðu örfá norsk og íslenzk handrit borizt til Svíþjóðar, svo sem Þiðreks saga, Barlaams saga og Ólafs saga helga. En fyrsti verulegi feng- urinn, sem Svíar hlutu af íslenzk- um handritum, var í bókasafni Stefáns Stephaniusar sagnarit- ara, er Magnus Gabriel De la Gardie kanslari Uppsalaháskóla keypti árið 1651 og gaf síðar há- skólanum í Uppsölum. Eru hand- rit þessi, alls 11 bindi, geymd þar í hinu svonefnda Delagard- iska safni. Meðal annarra merkra handrita í safni þessu er Uppsala- bók af Snorra-Eddu. í herferð Svía í Danmörku 1657—58 tóku þeir að herfangi hið mikla og ágæta bókasafn Jörgens Seefeldts landsdómara í Ringsted og fluttu til Svíþjóðar. Þar á meðal voru allmörg íslenzk handrit, m.a. nokkur, sem Brynjólfur biskup hafði fært Seefeldt að gjöf. Það af handritunum, sem glataðist ekki í flutningum eða á annan veg, er nú varðveitt í Konunglega bókasafninu í Stokkhólmi. Munu þetta alls vera um 20 handrit. Árið 1658 fór utan ungur fs- lendingur, Jón Rúgmann að nafni og ætlaði til Danmerkur. En skip það, er hann var á, var hertekið af Svíum og Jón með. Það kom upp, að Jón hafði nokkur íslenzk handrit í fórum sínum, og varð það til þess að honum var boðin sæmileg staða í Svíþjóð. Var hann sendur til háskólans í Upp- sölum til þess konar náms, að hann yrði fær um útlendar þýð- ingar og ritstörf. Árið 1661 var hann sendur til íslands til þess að safna íslenzkum handritum. Aftur var hann gerður út árið 1665, en komst ekki nema til Kaupmannahafnar sökum fjár- skorts. Ekki er nú kunnugt um það, hve mörg handrit Jón hafði alls til Svíþjóðar, en meðal þeirra má nefna Hrólfs sögu Gautreks- sonar, Bósa sögu, Ólafs sögu Tryggvasonar, Tómas sögu erki- biskups og Þorsteinssögu Vík- ingssonar. Jón var í þjónustu Svía til dauðadags. Eftir að þeir settu á stofn fornfræðadeildina árið 1667, var hann fastur starfs- maður þar og vann að þýðingum og skýringum fornrita. Af Jóni tók við Guðmundur Ólafsson og vann einnig hjá fornfræðadeild- inni til æviloka. Hann útvegaði deildinni mörg íslenzk handrit, um 200 bindi, en flest voru þau heldur lítilvæg. Loks safnaði Jóa F*k. á bls. 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.