Morgunblaðið - 29.06.1957, Blaðsíða 4
4
MORCVNBLAÐIÐ
Laugardagur 29. júní 1957
Konungshöllin í Stokkhólmi
★ Höll Svíakonungs stendur í
elzta hluta Stokkhólms, „Gamla
Staden“, sem er lítill hólmi í
miðri borginni. Höllin er byggð
á þeim stað þar sem áður stóð
kastah Birgis jaris, „Tre Kron-
or“, en hann brann árið 1697.
★ Konungshöllin var byggð af
hinum konunglega húsameistara,
Nicodemus Tessin, en hann lézt
meðan á byggingunni stóð. Við
verkinu tók sonur hans, Nico-
demus yngri, og var því lokið
eftir rúmlega 50 ára vinnu. Bygg-
ingin var og er enn viðamesta og
ekki einungis verið aðsetur kon-
ungsfjölskyldunnar, heldur hafa
margar opinberar stofnanir einn-
ig átt þar fyrstu heimkynni. Fram
að síðustu aldamótum höfðu t.d.
aðsetur þar utanríkisráðuneytið,
sænska akademían og sænska
hergagnasafnið. Hæstiréttur var
þar fram til ársins 1952.
★ í konungshöllinni er einnig
konunglega kapellan, sem er
fegursta barok-kirkja Stokk-
hólms, listasafn, loftvarnabyrgi
og „Rikssalen“ eða hásætissal-
urinn, sem var byggður 1755 og
Konungshöllin
tlgnarlegasta hús Stokkhólms.
Hún var svo dýr, að árið 1727
lagði sænska þingið sérstakan
skatt á þjóðina til að ljúka bygg-
ingunni.
★ Konungsfjölskyldan flutti í
höllina árið 1745 og hefur hún
verið opinber heimkynni sænsku
kónganna siðan. í höllinni eru
719 herbergi, og er haft fyrir satt,
að um enga konungshöll í heimi
fái almenningur að gánga með
jafnmiklu frjálsræði. Mönnum er
jafnvel leyft að leggja bílum sín-
um í hallargarðinum, þegar þeir
eiga erindi við einhvern starfs-
mann hirðarinnar. Stór hluti hall
arinnar er opinn almenningi og
vekur það athygli útlendinga,
hve lítið er þar um lögreglumenn
eða aðra varðmenn. Þá má og
oft sjá einhvern meðlim konungs-
fjölskyldunnar taka sér göngu út
í borgina, og hafa Bretar mjög
furðað sig á slíkri frjálsmennsku.
Gústav V. konungur var eitt sinn
spurður, hvar lífvörður hans
vseri:„Lítið í kringum yður“,
svaraði hann. „Ég hef sjö milljón
ir lífvarða“.
jlf Sænska konungshöllin hefur
er ein tilkomumesta barok-bygg-
ing borgarinnar. í þessum sal er
sænska þingið sett árlega, og er
það mikil hátíðastund. Silfurbúið
hásætið, sem prýðir þennan sal,
var notað fyrst af Kristínu drottn
ingu við krýningu hennar árið
1650. Við hásætið standa tvær
styttur, sin til hvorrar handar,
önnur af Gústav Adolf, hinum
ástsæla herkonungi Svía úr 30
ára stríðinu ,hin af Karli XIV
Jóhanni, fyrsta konungi núver-
andi konungsættar og fyrrver-
andi hershöfðingja Napóleons,
sem þá nefndist Jean Baptiste
Bernadotte marskálkur.
★ í sænsku konungshöllinni
hafa oft búið menn, sem ekki
voru af aðalsættum eða opinber-
ir embættismenn, heldur einka-
gestir konungsfjölskyldunnar.
Frægastur slíkra var sænski
læknirinn Axel Munthe, sem var
foringi brezkrar sjúkrasveitar á
vígstöðvunum í fyrri heimsstyrj-
öld, en hefur einkum unnið sér
frægð fyrir hæli fugla og lista á
Capri og bókina, sem hann skrif-
aði um það, „Sagan af San Mich-
ele“. Þegar hann komst ekki til
Capri í síðari heimsstyrjöld, bauð
Gústav V. honum að búa hjá
sér í konungshöllinni, en þeir
voru miklir vinir. Munthe bjó
þar frá 1942 til dauðadags 1949.
★ Þegar þjóðhöfðingjar sækja
sænska konunginn heim, eru
þeim haldnar veizlur í „Hvíta
hafinu", salnum sem dregur nafn
sitt af marmaranum, er forðum
þakti veggi hans. Við hliðina á
honum er salurinn, sem kennd-
ur er við Karl XI., en þar eru
aðrar opinberar veizlur haldnar.
Frægust þeirra er veizlan fyrir
Nóbelsverðlaunahafana í desem-
ber ár hvert. Þar sat Halldór
Laxness í góðu yfirlæti í desem-
ber 1955.
Konunglega óperan í Sfokkhólmi
þar sem óperu- og balletsýningar fara fram jöfnum höndum.
Karl Gustav króuprins við landabréfid
Sænski krónprinsinn
m Elzti sonur Gustavs VI.
Adolfs, Gustav Adolf krónprins
kvæntist árið 1932 þýzkri prins-
essu, Sibyllu af Sachsen-Koburg-
Gotha, sem var fædd árið 1908.
Þau eignuðust 5 börn, og verður
hið elzta þeirra, Margaretha
prinsessa, 23 ára í haust. Hin eru
Birgitta 20 ára, Désirée 19 ára,
Christina 14 ára og Karl Gustav
11 ára.
* Ari eftir að Karl Gustav
fæddist, fórst faðir hans í flug-
slysi á Kastrup-flugvellinum í
Kaupmannahöfn, og varð hann
þá krónprins aðeins rúmlega árs-
gamall. Sibylla prinsessa hefur
alið börn sín upp af stökum dugn-
aði og unnið sér hylli sænsku
þjóðarinnar. Kjörorð hennar í
barnauppeldi er „agi og ást“.
® Karl Gustav krónprins er
eftirlæti blaðamanna og þó eink-
um ljósmyndara, því hann er
óvenju geðþekkt barn. Mesta
vandamál móður hans er sagt
vera það að koma í veg fyrir, að
hann verði of mikið dekurbarn.
Hann gengur í einkaskóla I
Stokkhólmi ásamt „venjulegum
drengjum“ eins og sagt er. Hann
er ekkert undrabarn, en kenn-
arar hans segja, að hann sé metn-
aðargjarn, reglusamur, námfús
og vakandi. Hann er mjög vin-
fastur og viljasterkur, að sögn.
Krónprinsinn hefur mikinn á-
huga á tréskurði, og dálæti á
skepnum. Hann kom fyrst á hest-
bak 4 ára gamall og hefur stund-
að „útreiðar“ síðan á smáhesti,
sem hann kallar Malou. I hesthúsi
konungshallarinnar bíður hans
fullvaxinn hestur, Arabella, og
mun þess vart langt að bíða, að
vinátta takist með þeim.
TVÆR VIKULEGAR
FLUGFERÐIR MILLI
GAUTABORGAR
OG REYKJAVfKUR
TRYGGJA AUKIN
KYNNI OG VAXANDI
VIÐSKIPTI SVÍA
OG ÍSLENDINGA