Morgunblaðið - 05.07.1957, Síða 3

Morgunblaðið - 05.07.1957, Síða 3
Föstudagur 5. jálí 1957 MORCVTSBLAÐ1Ð 3 „Bráðuheimilið“ frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í kvöld Leikflokkur frá Riksfeafref sýnir víðs vegar um landið HINGAÐ til Reykjavíkur kom sl. miðvikudagskvöld leikflokkur frá Riksteatret í Noregi. Er hann kominn á vegum Bandalags ísl. leikfélaga, en Alþingi veitti 50 þús. kr. styrk til þess að þetta yrði kleift. Flokkurinn sýnir „Brúðuheimilið“ eftir Ibsen og verður frumsýning í Þjóðleik- húsinu í kvöld. Fararstjóri er Karl Eilert Wiik, leikstjóri er Gerald Knoop, og einnig er með í förinni leikhússtjóri Riksteat- ret Frits von der Lippe og norsk blaðakona frá „Dagbladet“ í Osló. Henrik Ibsen. Ræddu þeir við fréttamenn í gær, ásamt stjórn Bandal. ísl. leikara. Leikflokkurinn sýnir „Brúðu- heimilið“ á 10 stöðum utan Reykjavíkur. ' Á sunnudaginn verður sýning á Akranesi, síðan Ferðafélaj*ið NÆSTKOMANDI helgi verða þrjár ferðir farnar á vegum Feiða félags Islands. Verður lagt af stað í þær á laugardaginn, sama tíma og venjulega, kl. 2 frá Austur velli. Farið verður að Hvítárvatni og í Kerlingarfjöll og að Hveravöll um. Er það fyrsta ferð Ferða- félagsins norður Kjalveg á þessu sumri. Þá verður farið í Þórsmörk og þriðja ferðin í Landmannalaugar. Á sunnudagsmorguninn kl. 9 verð- ur farið í gönguför á Esju. á Sauðárkróki 8. júlí, Siglufirði 10. júlí, Akureyri 11. og 12. júlí, á Húsavík 13. júlí, í Skjólbrekku, Mývatnssveit 14. júlí, á Vopna- firði 16. júlí, Eskifirði 18. og 19. júlí, Reyðarfirði 20. júlí og loks lýkur leikförinni á Seyðisfirði 21. júlí. Hafði Sveinbjörn Jónsson, fram kvæmdastj. Bandalagsins orð á því, að þeim þætti leitt að Vest- firðirnir skyldu verða útundan, en ekki hefði verið hægt að koma því við að sýna þar. Leikararnir sem fara með hlut verkin í Brúðuheimilinu eru 10, en þar af leikur fararstjóri eitt hlutverkið. Nóru, sem er aðal- hlutverkið, ledkur Liv Strömsted, sem er ein af hæfileikaríkustu leikkonunum við norska þjóðleik húsið, Lars Nordum leikur Helm- er, en hann er einnig þekktur leikari. Olafr Havrevold leikur dr. Rank, en hann er einn af mestu „karakterleikurum“ Norð- manna. Önnur hlutverk eru frú Linde, leikin af Gerd Wiik, Krofstad málafærslumaður leikinn af Karl Eiler Wiik, Anne-Marie, barn- fóstra leikin af Helge Backe, þjónustustúlkan er Eva Knoop og sendisveinn Svein Byhring. Riksteatret í Noregi hefur því hlutverki að gegna að fara í sýningarferðir um landið og flytja þannig leiklistina til fólks- ins í sveitunum. Það sýnir yfir- leitt aldrei í bæjum, sem hafa sitt eigið bæjarleikhús. Þá fer leikhúsið í sýningarferðir til Sví þjóðar og sýnir sænska Rikste- atret þá í Noregi í staðinn. Þá sýnir Riksteatret í Kaupmanna- höfn í ágúst og hefir einnig haft leiksýningar fyrir norska sjó- menn bæði í Antwerpen, Rott- erdam og London. Fritz von der Lippe gat þess í viðtalinu í gær, að það væri hinu norska Riksteater sérstök ánægja að koma til íslands • og leikar- arnir hefðu góðfúslega eytt hluta að sumarleyfi sínu í förina. Gat hann þess að í Noregi væri geysi- mikil aðsókn að sýningunum úti á landi, og -vænti hann þess, að svo myndi einnig fara hér. Stjórn Bandalags fsl. leikfé- laga skipa nú: formaður Ævar Kvaran, ritari Lárus Sigurbjörns son, gjaldkeri Sigurður Kristins- son og framkvæmdastjóri Svein- björn Jónsson. Gera verður annað tveggia lagfæra Dragháls eða loka MAÐUR nokkur kom að máli við Morgunblaðið í gær og kvað hann það vera með öllu óforsvaranlegt fyrir vegamála- stjórnina að gera ekki annað tveggja að loka Draghálsleiðinni alveg, eða þá að gera þar við hálf-ófæran veginn. Yfir hásumarið er Dragháls mikið farinn, sem kunnugt er. Snemma í vor var meá naum- indum fært á jeppabíl um veg- inn og urðu bílstjórar þá að fara úr bílum sínum og kanna leiðina, því á alllöngum kafla var vegur- inn undir svo djúpu vatni. Núna er vatnið sigið mikið á veginum. En þar sem það var dýpzt, hafa bílarnir farið niður úr, svo þar er nú bráðófært svað. Hafa bílar, sem þarna hafa farið því orðið að fara út af veginum, út í móana. Það er að sjá sem margir hafi orðið fastir þar í bleytu, því mörg hjólförin enda í feni. — Einhver hefur fundið færa leið um móana, og á henni mæðir nú allur umferð- arþunginn. Má nærri geta hve lengi hún mun að haldi koma ef rigningu gerði. Ég fullyrði það, sagði maður- inn að með því að senda nokkra menn úr vinnuflokknum við Fossá í Hvalfirði dagstund upp á Draghálsleiðina með bíla og ofaníburð, þá væri hægt að lag- færa veginn svo að hann yfir hásumarið væri fær öllum venju- legum bílum og tilkostnaður yrði ekki mikill. Eins og nú er, þá er Dragháls- leiðin svo illfær, að enginn ætti að hætta sér á fólksbílnum sínum út í slíkt fen, sagði bílstjórinn að lokum. Æflar að gefa barna- skólanum útvarp GJÖGRI, Strandasýslu, 4. júlí — Aðalfundur Verkalýðsfélags Ár- neshrepps var haldinn s. 1. sunnu- dag. Stjórnin var öll endurkosin, en hana sltipa: Sörli Hjálmarsson formaður, Helgi Jónsson ritari, og Siggeir Jónsson gjaldkeri. Samþykkt var einróma tillaga formanns,að gefa barnaskóla Ár- neshrepps vandað útvarpstæki áð- ur en skólinn hefst á næsta hausti. —Regína. HAFNARFIRÐI — Þennan bikar gefur Hafnarfjarðarkaupstaður til keppni milli Reykvíkinga, Akur eyringa og Hafnfirðinga innan norrænu sundkeppninnar 1957. Hlýtur það hæjarfélag bikarinn til eignar, sem mestri þátttökú- aukningu nær í 200 metra sund- keppninni frá því 1954 miðað við höfðatölu, en þá urðu úrslit þessi: Hafnarf jörður 1541 þátttakandi eða 28,1%. Reykjavík 16478 þátttakendur eða 27,6%. Akureyri 1958 þátttakendur eða 25,0%. Nú hafa þegar synt: í Hafnarfirði 760 eða 10,6%. í Reykjavík 6630 eða 10,2%. Á Akureyri 816 eða 10,0%. Vilja sundnefndirnar hvetja alla, sem ekki hafa enn synt, að hefja nú þegar undirbúning til æfinga með það fyrir augum að synda 200 metrana. Hafnfirðingar: Sundhöll ykkar er opin alla virka daga frá kl. 8—12 og 14—21,15, nema á laug- ardögum, þá frá kl. 8—12 og 13—19. — Sunnudögum frá kl. 10—12; — Sértímar karla á mið- vikudögum frá kl. 20—22. — Sér- tímar lcvenna á fimmtud. frá kl. 20—22. Reykvíkingar: Sundhöllin er opin alla virka daga frá kl. 7,30— 21,15. — Sunnudögum frá kl. 8—14,15. — Sértímar kvenna á mánud., þriðjud., miðvikud. og fimmtud. frá kl. 21—21,45. — Sundlaugarnar eru opnar alla virka daga frá kl. 7,30—-20, nema á föstudögum frá kl. 7,30—9. — Sunnudögum frá kl. 8—15. — Sér tímar kvenna alla virka daga frá kl. 9—10. Akureyringar: Sundhöllin ér op- in alla virka daga frá kl. 8—21,15 Sunnudaga frá kl. 9—12 og 14— 16,30. — Sértímar kvenna eru á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 21—22. Miðsumarmót ÁrnesÍBgaiélugsius œ Þingvöllum nm næstu helgi NÆSTKOMANDI laugardag og sunnudag heldur Árnesingafélagið í Reykjavík hið árlega miðsumarmót sitt á Þingvöllum. Há- tíðahöldin hefjast kl. 7 í Valhöll með borðhaldi. Síðar um kvöldið setur formaður félagsins, Hróbjartur Bjarnason mótið á sama stað. SKEMMTIATRIÐI Á laugardagskvöldið verður ýmislegt til skemmtunar í Val- höll. Séra Sigurður Pálsson að Selfossi flytur ræðu, kvartett Árnesingafélagsins í Keflavík syngur og síðan verður dansað til kl. 2 eftir miðnætti. SUNNUDAGUR Á sunnudagsmorguninn verður gengið til Lögbergs kl. 11, Leið- sögumaður verður dr. Guðni Jónsson. Kl. 2 e. h. fer fram guðsþjónusta í Þingvallakirkju. Séra Jóhann Hannesson, þjóð- garðsvörður prédikar. FERÐIR Ferðir verða frá BSÍ á laug- ardaginn austur á Þingvöll kl. 4, 6 og 8. Þess er vænzt að Ár- nesingar austan fjalls og vestan fjölmenni á mótið. t fyrrinótt fór fegurðardrottningin ungfrú Bryndís Schram áleiðis til New York með Pan American. Fylgdarmaður hennar er Sigurður A. Magnússon blaðamaður. Á myndinni sést, er fulltrúi Pan Ameri- can í Keflavík afhendir Bryndísi farmiðann en fiugstjórinn og flug- freyjan tóku á móti henni. Bryndís kom til New York kl. 9,30 í gærmorgun. Áður en hún lagði af stað fór Sjóvá þess á Ieit að mega gefa henni ferðatryggingu. Henni barst fjöldi blóma. (Ljósm.: G. Rúnar). TAKSTEIMAB Gengur lítt að leysa vanda“ S.l. þriðjudag birti Tíminn kvæði eitt, sem nefnist „Stjórnar andstaðan“. Það hefst á þessum vísum: „Skipin okkar, góðu og glæstu gjarna nefnd með stolti og hrósi, bíða ég sé við bryggju næstu bundin, eins og naut í fjósi. Gengur lítt að leysa vanda, og líkur til að fleiri strandi, því auðveldlega öllu stranda einnig má á þurru landi“. Mun flestum þykja sannmæli það, sem í vísum þessum segir. Er nú auðsjáanlega farið að grána gamanið á stjórnarheim- ilinu, þegar málgagn forsætis- ráðherrans birtir þvílíka lýsingu á stjórnarfarinu. Virðist svo sem helzta von stjórnarliðsins sé nú sú, að stjórnarandstöðunni takist að leysa þann vanda, sem ríkis- stjórninni er bersýnilega um megn. En víst er það veiga-lítil afeökun fyrir Hermann Jónasson, að minnt skuli á að „auðveldlega öllu stranda einnig má á þurru landi“. Tíminn miður sín Morgunblaðið minnti s.l. sunnu dag á tilvitnun Hermanns Jónas- sonar hinn 17. júní í orð Jóns Sigurðssonar. Um þá tilvitnun sagði blaðið orðrétt: „Þessi orð eru sígild og er sannarlega gleðiefni, að athygli Hermanns Jónassonar skuli nú hafa verið vakin á þeim“. Þessi afdráttarlausu orð skilur Tíminn á þann veg, að hann segir s.l. miðvikudag: „Morgunblaðið heldur áfram að láta í ljós óánægju sína yfir því að vitnað sé í orð Jóns Sigurðs- sonar. Aðstandendum þess fellur sennilega illa að heyra orð Jóns forseta og þarfnast það ekki skýr- inga. Slík er nú iðja þeirra. Sá, sem er orðinn svo ruglaður í ríminu, að hann snýr staðreynd unum jafn-gersamlega við og Tíminn hér, er meira en lítið miður sín. E.tv. er það óttinn við „strand á þurru Iandi“ undir leið sögn Hermanns, sem fátinu veld- ur. Vesalmennska Þjóðviljinn tekur s.l. miðviku- dag til orða á þess leið: „Nú sést í skæru ljósi stað- reyndanna hve vesalmannlegar og hættulegar blekkingar Bjarna Benediktssonar, Ólafs Thors og þeirra manna um „vernd íslend- inga“’ „varnir íslands“ í sam- bandi við Atlantshafsbandalagið og bandarísku herstöðvarnar eru‘.‘. Fáryrði Þjóðviljans um and- stæðinga kommúnista undrar engan. Hitt er furðulegt, að for- ráðamenn blaðsins skuli ekki skilja, að öll svigurmæli þeirra í garð annarra í sambandi við varn armálin hitta þá nú sjálfa fyrir. Dvöl erlends hers í landinu cr nú haldið við með stuðningi og stjórn skipulegri ábyrgð Ieiðtoga komm únista. Ef þeir fara svo að gcgn betri vitund, verður hlutur þeirra að vesalli. ,Ekki erindi til sveita- fólksu t Þjóðviljanum s.l. miðvikudag segir Skúli Guðjónsson: „Hinir hryggilegu atburðir i Ungverjalandi, -frá síðastliðnu hausti, eru ekki þannig vaxnir, að myndir af þeim eigi erindi tii sveitafólks, þegar það kemur saman til að skemmta sér eina kvöldstund.“ Víst væri það gott, ef allir í sveit og við sjó, gætu lokað aug- unum fyrir þessum atburðum. En því miður eru þeir eftirminni- leg sta staðreynd þessa áratugs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.