Morgunblaðið - 05.07.1957, Page 6

Morgunblaðið - 05.07.1957, Page 6
6 MORGVNBLAÐIC Föstudagur 5. júlí 1957 IKosningar í Egyptalandi í FYRIR ári siðan eða 23. júní í fyrra, var haldin þjóðarat- kvæðagreiðsla í Egyptalandi, sem átti að samþykkja val Nass- ers til forseta og lýsa yfir sam- þykki þjóðarinnar við nýrri stjórnskipan, sem hafði veiið sett á, nokkrum mánuðum á undan. Engin framboð eða andmæli voru leyfð gegn Nasser og stjórnar- skráin var eins og hann hafði óskað eftir. Karlmenn voru skyld ir til að greiða atkvæði en konur ekki og samkvæmt hinum beztu fyrirmyndum úr austri, fékk Nasser 99,9% af atkvæðunum og stjórnarskrá hans 99,8%. En eftir var að velja þing, sem samkvæmt stjórnarskránni átti að vera liður í stjórn landsins. Vegna þeirra atburða, sem síðar gerðust, hefur kosningum til þingsins verið frestað, þar til þær fóru fram í fyrradag, en úrslit áttu að verða kunn í gær. Talið er að innanlandsmál Egyptalands muni nú verða meira áberandi eftir að utanríkisstefna Nassers meðal Arabaþjóðanna hefur beðið skipbrot. Þeir dagar, þegar Nasser hitti í Kairo hina þrjá arabisku þjóðhöfðingja, Saud frá Arabíu, Hussein úr Jór- danríki og sýrlenzka forsetann Kuwattli, virðast ekki verða löngu liðið, en sýnast samt í mik- illi fjarlægð vegna þeirra at- burða, sem síðan hafa gerzt. Deil- an um Jórdanríki hefir fullkomn að þann ósigur, sem Nasser hefur beðið í viðleitni sinni til að gerast oddviti allra Arabaþjóða. Nokkur arabísk lönd hafa krafizt þess að egyptzkir hernaðarsérfræð- ingar við sendisveitirnar þar verði kallaðir heim og teija má, að stjórnmálasambandið við Jór- danríki sé, að kalla rofið. — Egyptar hafa neitað að greiða þann hluta af fé, sem Jódan- ríki var lofað til bóta fyrir það tjón, sem það beið, þegar ríkið sagði upp samningi sínu mvið England. Gert hafði verið ráð fyr ir sameiginlegri herstjórn Egypta lands, Sýrlands og Jórdanríkis og átti það að vera fyrsta skrefið til ennþá nánari sameiningar ríkjanna, en þessi samstjórn á hernaðarsviðinu er orðin að engu. Hinn síðasti og einasti bandamað- ur meðal Arabaþjóðanna, sem Nasser getur reitt sig á, Sýrland, er nú orðið stjórnmálalega ein- angrað meðal Arabaríkjanna, og hefir orðið það enn meir eftir að Saud konungur gaf sendiherra sínum þar skipun um að flytja sig í bili til Libanon. Saud kon- ungur hefur náð sáttum við kon- ungana í frak og Jórdanríki og heimsótt Bagdad og Amman til að innsigla hina nýju vináttu. Tal ið er að á þeim fundum hafí ekki Kerlingarfjöl! - Þórs- mörk - Byggðir og öræfi Ausfurlands FARFUGLADEILD Reykjavíkur ráðgerir ferð í Kerlingarfjöll um næstu helgi. Lagt verður af stað kl. 2 á laugardaginn og ekið í skála Ferðafélagsins í Árskarði og gist þar um nóttina. Á sunnudag- inn verður gengið á Loðmund og skoðað hverasvæðið í Kerlingar- fjöllum. Farnar verða sumarleyfisferðir í Þórsmörk 13.—21. júlí, í Húsa- fellsskóg 28. júlí til 5. gúst, göngu ferð om Fjallabaksveg nyrðri, 27. júlí til 5. ágúst og hálfsmánaðar- ferð um byggðir og öræfi Austur- lands, sem hefst 4. ágúst. Þátt- taka tilkynnist sem fyrst. Skrif- stofan er á Lindargötu 50, opin á miðvikudags- og fimmtudagskvöld- lun kl. 8,30—10. fallið mörg ijúf orð í garð Nass- ers þó ekki kæmi það mikið fram á yfirborðinu vegna þess að það er óneitanlegt, að enn hefur nafn Nassers haft mikil áhrif meðal óbreyttra Araba í þessum lönd- um. Talið er að Nasser hefði fengið traustsyfirlýsingu Egypta við kosningarnar nú, þó þær hefðu verið frjálsar, en svó var ekki. í maílok stofnsetti Nasser, með til- skipun, einskonar þjóðarflokk, sem gert var ráð fyrir í stjórnar- skrá hans, en flokkur þessi á að vera eins konar þjóðarhreyfing en þó án tiltekinnar stjórnmála- stefnu. Hlutverk þessa flokks á að vera að koma hugsjónum bylt- ingarinnar í framkvæmd og koma til leiðar heilbrigðri þróunistjórn málalífi landsins og efnahagsmál um. Samkvæmt því, sem Nasser hefur lýst yfir, áttu kosningarnar að vera fyrsta skrefið til þess að endurskapa stjórnmálalíf lands- ins, en hann vill áfram hafa hönd í bagga með hvernig sú þróun verður. Jafnframt því sem Nasser stofn aði þennan þjóðarflokk, sem hann nefnir svo, skipaði hann eins konar nefnd undir sínu eigin forsæti en í henni voru 3 ráð- herrar, sem allir eru áhangandi þeirri hernaðarklíku sem lyfti Nasser til valda. Þessi nefnd hef- ur yfirfarið listann yfir þá fram- bjóðendur, sem tilkynnt höfðu framboð við kosningarnar. Niður staðan varð sú að 1210 frambjóð- endur eða hér um bil helmingur- inn var strikaður út og eftir urðu 1318 frambjóðendur, en kjósend- ur geta úr þeim hópi valið 350 þingmenn. Þó eru 65 frambjóð- endur, sem eru sjálfkjörnir en meðal þeirra eru 16 ráðherrar. Kosningarnar eru því engar raun verulegar kosningar frekar held- ur en þjóðaratkvæðagreiðsla sú, sem getið var hér í upphafi. Talið er að kosningarnar veiti Nasser engan nýjan bakhjarl til að styðjast við, heldur muni hann eftir sem áður byggja vald sitt á hernum. Fólk flýr heimili sín undan flóðunum. 100 þús. heimílislausir Hvirfilvindarnir ollu geysimiklu tjóni ' New York, 3. júlí: GEYSIMIKIÐ tjón hefur orðið af völdum hvirfilvindanna, sem undanfarna daga hafa gengið yfir nokkur af suðurríkjum Bandaríkjanna. Harðast hefur bærinn Cameron í Louisiana orðið úti, því að um 90% af öllum byggingum hrundu til grunna í storm- inum og heilbrigðismálaráðherra fylkisins hefur lýst bæinn óbyggi- Iegan. Fréttamenn segja, að engu sélgerð á bæinn. Vart standi þar líkara en að loftárás hafi verið j steinn yfir steini. Vatnsveitan shrifar ur daglega lífinu BÓNDI skrifar dálkunum: Mikið hefir nú verið ritað og i rætt um minkapláguna hérlendis. Minkaplágan OG sjálfur jafna ég henni saman við þá handvömm forfeðra okkar að rýja landið skógi, höggva þann skóg sem fyrir hendi var í eldivið, en eins og við vit- um herma fornar heimildir að þegar landnámsmenn komu hingað hafi landið verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Ég er bóndi á góðri jörð í einni af meiri hlunnindasveitum lands- ins. Við höfum hvorttveggja bændurnir, varp í löndum okkar og einnig þó nokkra silungsveiði. Af þessu höfum við haft' allmiklar nytjar og þó nokkurn gróða og hefir það haft það í för með sér að miklum mun byggilegra hefir ver ið í þessari sveit en mörgum öðr- um enda hefir fólksfækkun verið svo til engin og skýtur þar skökku við margar aðrar sveitir. En nú hefur bliku dregið á loft og svart er fram undan. Fyrir fjór um árum kom minkurinn í mína sveit og það er eins óg dregið hafi fyrir sólu síðan. Hann hefir þegar gert mikil spjöll. Varpið hefir hann nær því eyðilagt með öllu og silungsveiðin hefir stór- minnkað. Það er von að okkur bændunum gremjist þetta óféti og allt framferði þess. Manni verður óneitanlega hugsað til Móðuharðindanna og annarra pesta sem yfir landið gengu hér á miðöldum þegar um minkinn er að ráeða. Og ef til vill er það enn sorglégra að hér eiga máttar völdin enga sök heldur aðeins við dauðlegir mennirnir. Öll þessi óáran er runnin undan rifjum okkar og engra annarra. Hvað er hægt að gera? Og þá er ekki nema von að sú spurning vakni I hugum manna hvað unnt sé að gera til þess að koma í veg fyrir minka- pláguna. Það er auðvitað erfitt að koma með ákveðin úrræði en ég held að öllum heilvita mönn- um sé Ijóst að eitthvað þarf að gera og það þegar í stað. Karlsen er okkur öllum kunnur og flest- um að góðu einu. Hann hefir unnið mikið og óeigingjarnt starf við minkaeyðinguna, því verð- launin fyrir minkadrápið hafa verið hlægilega lítil. En það er alveg sama hvað Karlsen er dug- legur, hann má ekki við ofurefl- inu og við þyrftum að eiga marga Karlssena ef högg ætti að sjást á vatni. Ég hefi heyrt getið um eitur- kenninguna. Hún kvað hafa gef- izt allsæmilega erlendis, og ég hefi eftir föngum kynnt mér það sem um hana hefir verið ritað hér á landi. Og meðan ekki hefir alveg verið afsannað að hún geti komið til greina þá finnst mér að við ættum skilyrðislaust að gera það sem í okkar valdi stend- ur til þess að reyna hana hér á landi. En allt of lítið hefir verið aðhafzt í þessum málum. Ennþá hefir ekki einu sinni verið fram- kvæmd nauðsynleg athugun á lifnaðarháttum minksins úti í mörkinni hér á landi, en slík at- hugun er þó óneitanlega undir- staðan undir allar aðgjörðir gegn honum. Hvar eru dýrafræðing- ar okkar? Hvar eru íslenzk nátt- úruverndaryfirvöld? * Hefjumst handa MINKAMÁLIÐ var til umræðu í þinginu í vetur en engar aðgjörðir hafa sézt. Umræður eru gagnslausar nema þeim fylgi framkvæmdir. Og heldur þykir mér Búnaðarfélagið og Landbún- aðarmálaráðuneytið sofa djúpum svefni en það eru þeir aðilar sem hafa bæði lagalega og siðferði- lega skyldu til þess að hefjast hér handa. Og hví ekki að leita ráða erlendra dýrafræðinga sem hafa reynslu á þessu sviði, hví ekki að gera eitthvað til þess að vernda náttúru þessa landa.? Ef okkur er algjörlega sama um fuglalífið í Mývatnssveit og fegurð Arnarvatnsheiðar, varp um land allt og silung í ám og vötnum, þá er rétt að halda að sér höndum. Ef ekki, hvar eru þá framkvæmdirnar? og skolpleiðslur eru með öllu ónýtar, mikil flóð fylgdu hvirf- ilvindinum, allt er morandi af eitursnákum og moskitóflugum, svo að langt er frá því, að líf- vænlegt sé í Cameron. Nærliggjandi héruð hafa einnig orðið hart úti. Enn er ekki ljóst hve margir hafi lát- ið lífið í náttúruhamförum þessum, en tala þeirra líka, sem þegar eru fundin, er um 600. Á mánudaginn voru lík 65 negra, sem látizt höfðu í veð- urofsanum í Cameron, jarð- sett í fjöldagrafir, þar eð líkia voru það illa farin, að þau þekktust ekki. ★ Flóðanna gætti víða meira en í Cameron. í Lake Charles í Lou- isiana óx vatnshæðin um tvo metra á hálfri klukkustund, þegar vöxturinn var hvað ör- astur. Einnar hæðar hús fóru víða í kaf, en fólk, sem bjó í tveggja hæða húsum hafðist við á þökum uppi. Gizkað er á, að um 100 þús. manns í Louisiana og Texas hafi misst heimili sín og býr mikill hluti þessa fólks í tjöld um á víðavangi. Bamaspífalasjóður Hringsins MERKJASALA Hringsins til ágóða fyrir Barnaspítalasjóð 21. júní s. 1., gekk með afbrigðum vel og má efalaust þakka það hinum góða hug, sem allur almenning- ur ber til þessa málefnis. Alls söfnuðust kr. 68.000,00. Með þessu ávarpi vill Kvenfél. Hringurinn þakka öllum þeim, sem lögðu fé af mörkum og keyptu merki, einnig þeim félagskonum er störfuðu að merkjasölunni og börnum þeim og unglingum, -er lögðu hönd að verki, enda gáfu mörg þeirra sölulaun sín. Með kærri kveðju. Soffía Haraldsdóttir, form. Kvenfél. Hringurinn. Keyskapur gengur rel í DýraférSi ÞINGEYRI, 1. júlí. — Veðurfar’ hefur verið með eindæmum gott undanfarið. Stöðugar blíður hafa verið dag eftir dag. Bændur eru farnir að slá fyrir nokkru og er spretta mjög sæmileg. Heyið hef- ur þornað vel, enda stöðugir hitar. Fyrir helgina var víða hirt og talsvert á sumum bæjum. — Fréttaritari. Ársnámskeið á vegum SÞ. NÆSTA ársnámskeið Sameinuðu þjóðanna hefst í New York 13. september n.k. og stendur til 12. september 1958. Tilgangur þess er að örva áhuga þátttakenda á alþjóðasamstarfi og gefa þeim tækifæri til náinna kynna af starfsemi Sameinuðu þjóðanna og sérstofnana þeirra. Kennslan verður fólgin í fyrir- lestrum, umræðufundum og því að þátttakendur verða látnir starfa í hinum ýmsu deildum stofnunarinnar. M. a. er ætlazt til að þeir starfi í um 4 mánuði sem fyrirlesarar og leiðsögu- menn ferðamannahópa, sem vilja kynna sér starfsemi S.Þ. Skilyrði til þátttöku eru að umsækjandi sé á aldrinum 20—30 ára, hafi a. m. k. lokið stúdentsprófi og tali vel ensku. Ferðakostnaður frá heimalandi til New York og til baka verður greiddur af S.Þ. og hver þátttak- andi fær $ 240 í laun á mánuði, enda hlíti hann öllum reglum venjulegra starfsmanna S.Þ. Utanríkisráðuneytið gefur all- ar nánari upplýsingar og skulu umsóknir sendar því í síðasta lagi mánudaginn 15. þ. m. (Frá utanríkisráðuneytinu).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.