Morgunblaðið - 05.07.1957, Síða 10

Morgunblaðið - 05.07.1957, Síða 10
10 M ORGUNBL AÐ1Ð Fostudagur 5. júlí 1957 0?iPí9#MtÍl» Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Ami Óla, sími 3045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Simi 1600. Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Fogurlega mælt — en flútt hugsoð í Rússlundi FORDÆMING sú, sem þeir Molotov, Malenkov, Kaganovitj og Shepilov hafa nú hlotið af valdamönnunum í KremJ, sýnir öngþveitið innan Sovétríkjanna. Allt logar þar í innbyrðis valda- baráttu og ástandið er svo illt, að öðru hverju er öllum syndum stjórnarfarsins velt á þann eða þá, sem undir verða. Stalín lét deyða flesta af frum- kvöðlum byltingarinnar, jafnvel sjálfan Lenin. Sterkur grunur leikur á, að loks hafi „samstarfs- menn“ Stalíns sálgað honum. Fyrst eftir dauða hans, var hann þó áfram dýrkaður sem skurðgoð. Þá var Bería lógað sem synda- selnum. Nokkru síðar ruddist Krúsjeff til valda og bolaði Mal- enkov frá. Sú framför varð þá, að Malenkov var látinn halda lífi og nokkrum vegtyllum. Skömmu þar á eftir var öllum syndabagganum hlaðið á Stalín. Auðveldara þótti að fást við hinn dauða en að hlaða óbærilegri byrði á þá, sem enn voru í fullu fjöri. Um syndamæli Stalíns má segja, að lengi tekur sjórinn við. Marga ásökunina hefur hinn látni einvaldur orðið að þola af hinum fyrri undirlægjum sínum. En nú er mælir hans einnig orð- inn fullur. Afglöpin hafa verið svo mörg og ástandið er orðið svo illt, að nú verður hinum látna ekki leng- ur um kennt. Þess vegna hefur ekki verið hægt að fresta „upp- gjörinu" lengur. Krúsjeff hefur enn orðið ofan á. Að sögn Þjóð- viljans hefur fjórmenningunum, sem áður voru taldir, nú verið „vikið úr flokksforystunni fyrir klíkustarfsemi og andstöðu við stefnu flokksins". Ef þessi ásökun er sönn, hlyti samheldni og stefna flokksins að hafa verið mikil hætta búin af vélráðum svo voldugra manna. En fyrir skemmstu sagði Krúsjeff í sjónvarpssamtali, sem varpað var út um Bandaríkin: „Það að skilja á milli okkar og þjóðarinnar, það er gamalt lag, gamalt lag, gömui plata, gömul brotin plata, og enginn vill lengur hlusta á þá plötu. Við höldum að það hafi og verði aldrei önnur stjórn í þessu landi en Sovét-stjórnin, og enginn ann- ar flokkur en kommúnistaflokk- urinn, sem spegli jafnvel hugs- anir og óskir þjóðarinnar". En hvernig hefði farið, ef Molo tov og kumpánum hefði tekizt áform sín? Ef Stalín hefði lifað ögn lengur? Ef lögregla Berías hefði dugað betur en herskarar Zhukovs? Hefði flokkurinn þá verið jafngóður spegill þjóðar- innar og hann er sagður nú? Hefði Krúsjeff þá fundizt platan um aðskilnað flokks og þjóðar jafngömul og brotin og hann segir hana nú? Blandast nokkr- um hugur um, að forfrömun Zhukovs, valdamesta herforingj- ans, stendur í nánu sambandi við sigur Krúsjeffs nú? Allir þessir atburðir sanna, að kenningin um vísindalega fram- þróun kommúnismans er innan- tómt hjóm. í valdabaráttunni í Rússlandi er það ofbeldið og læ- vísin, sem úrslitum ráða, en hvorki vísindaleg þróun né vilji almennings. Tvöfeldnin í tali Krúsjeffs tek- ur út yfir, þegar hann ásakar sína fyrri félaga fyrir að hafa sýnt „þröngsýni í utanríkismál- um og reynt að bregða fæti fyrir ráðstafanir sovétstjórnarinnar til að draga úr viðsjám og efla frið“ svo að orðalag Þjóðviljans sé notað. Sjálfur lýsir Krúsjeff skilningi sínum á friði og frelsi m.a. með þessum orðum í tilvitnuðu sam- tali: „Þú virðist halda, að hægt sé að halda uppi kommúnista kerfi í öðru landi með herliði okkar. En því líkt kommúnista kerfi mundi ég ekki verja. Kommún- ista kerfið verður að hvíla á vilja þjóðarinnar, og ef þjóðin skyldi ekki vilja það kerfi, þá á sú þjóð að koma á hjá sér öðru kerfi. Og þess vegna óttumst við ekki að taka herlið okkar brott hvaðan sem er úr Austur-Evrópu eða frá Austur-Þýzkalandi, og við erum vissir um, að þjóðirnar muni verja kerfi sitt enn betur án tilstyrks þess“. Fagurlega er nú mælt. Ætla mætti samkvæmt þessu, að Krús- jeff mundi, þegar hann er laus við óþokkann Molotov, láta það verða sitt fyrsta verk, að kalla herskara sína burt úr Ungverja- landi. Jú, hann sagði í sjón- varpstalinu sæla: „Af hverju takið þið ekki lið ykkar úr Þýzkalandi og Frakk- landi, og við tökum okkar úr Þýzkalandi, Póllandi og Ungverja landi, og þið munuð sjá, að Kadar stjórnin, sem er stjórn þjóðarinn- ar í Ungverjalandi, mun vara um ókomnar aldir. Þar sem verka- lýðurinn hefur náð völdum, slepp ir hann þeim ekki við arðræn- ingjana, heldur bætir efnahag sinn og menningu. Það er það, sem Kadar-stjórnin er. Hún er í raun og veru ekki Kadar-stjórn, vegna þess að Kadar er þjónn ungversku þjóðarinnar." Só, sem hefur brjóstheilindi til að mæla slíkt, þarf að ganga undir strangt próf, áður en orð- um hans um frið og samvinnu sé trúandi. Því að aldrei hefur augljósari leppstjórn verið til né blóði drifnir harðstjórar bersýni- legar ríkt í andstöðu við vilja þjóðarinnar en nú í Ungverja- Fyrirsjáanlegt er, að sumir verða nú til þess að segja, að í Rússlandi hafi með þessum at- burðum komizt til valda þeir menn, sem treystandi sé til að efla frið og farsæld. Óskandi er, að bjartsýnismennirnir hafi rétt fyrir sér. En sporin hræða. Menn irnir, sem dönsuðu eftir pípu Stalins á meðan hann var á lífi, en reyna nú að gera sig stóra með því að hlaða eigin syndum á kuml síns gamla foringja, eru ekki í eðli sínu verðir óvenju- legs trausts. Þvílíks trausts er þó þörf, ef menn eiga að taka trú- anleg þau faguryrði, sem lýð- ræðisþjóðirnar fá næstu daga að heyra frá Moskvu. Fögnum því að fækkar í klíku harðstjóranna, en látum þá, sem eftir eru, sýna yfirbót sína í verk- 1 unum. UTAN UR HEIMI Myndirnar hér að ofan gefa örlitla en raunsanna mynd af muninum á Austur-Berlín og Vestur- Berlín. Það fer varla miili mála, hvor myndin er frá hinni kommúnísku „paradís“. Saga um tvær horgir egar Krúsjeff kom fram í bandaríska sjónvarpinu fyrir skömmu, var hann mælsk- ur um framfarir og velsæld kommúnistaríkjanna. Nú er það alkunna, að sjón er sögu ríkari, og enda þótt Krúsjeff kempan hafi fengið mikla mælgi í vöggu- gjöf, þá er það mikið vafamál, hvort hann gæti gefið viðhlít- andi skýringu á því, sem ber fyr- ir augu gestsins, þegar hann i kemur til Berlínar og ber sam- an austur og ve'sturhluta henn- ar. Berlín er eina stórborgin í heiminum, þar sem kommúnismi og lýðræði ríkja hlið við hlið, og hún er því kannski áþreifanleg- asta dæmið um verðleika hvors skipulagsins fyrir sig. B erlín er í rauninni tvær borgir. Fyrir stríð var hún ein af stórborgum heimsins; í stríðslok var hún öskuhaugur. Af þeim haugi risu hinar tvær ólíku borgir, sem eiga ekki ann- að sameiginlegt en það, að þær risu báðar úr rúst hinnar gömlu glæstu borgar. í Vestur-Berlín ríkir ein- staklingsframtak og lýðræði, þar er blómlegt atvinnulíf, þar búa 2,2 milljónir manna. Menjar stríðsins eru að heita horfnar. Nýtízku byggingar um alla borg- ina, iðandi umferð, ljómandi búðargluggar fullir af kræsing- um og allar götur fullar af vel fjáðum kaupendum. egar við göngum yfir markalínuna inn í Austur-Berlín, höfum við fyrir augum dæmi- gerða uppbyggingu kommúnism- ans. Alls staðar verða rústir stríðsins í vegi okkar; neðan- jarðarhýsið þar sem Hitler eyddi síðustu dögum ævinnar er ó- breytt. Göturnar eru ömurlegar og auðar, bílar örfáir og flestir gamlir, hestvagnar algengir, búða gluggarnir hafa fátt að bjóða kaupendum, og matvörur eins og sykur, kjöt og feiti eru skammt- aðar. Aðeins ein gata, „Stalin- breiðgatan", lýsir upp hina ömur- legu borg. Þar hefur verið byggt verzlunarhverfi að fyrirmynd Moskvu. E ngu að síður benda kommúnistar á Austur-Berlín sem bezta dæmið um uppbygg- ingu sína. Kunnugir segja, að lífið í Austur-Berlín sé hrein paradís hjá lífinu annars staðar í austrænu sælunni. Það er til Austur-Berlínar, sem Rússar senda menningarnefndir, þegar þeir vilja sýna afrek kommún- ismans. Þegar Krúsjeff sagði bandarískum hlustendum, að barnabörn þeirra mundu lifa und ir „sósíalisma“ og allt einstakl- ingsframtak þá verða úr sögunni, láðist honum að benda mönnum á að fara til Berlínar og bera saman lífið sitt hvorum megin markalínunnar. E ndurbygging Vestur- Berlínar hófst árið 1950. Áður höfðu Rússar reynt að hefta alla aðflutninga til borgarinnar og kæfa athafnalífið með því að loka henni. En Rússum brást bogalistin. Hin fræga „loftbrú" færði borginni daga og nótt allt, sem hún þarfnaðist: fæði,_klæði, eldsneyti og hráefni til iðnaðar. Þegar Rússar höfðu fengið þess óræka sönnun í heilt ár, að íbúar Vestur-Berlínar ætluðu ekki að ganga í hina rauðu paradís, gáf- ust þeir upp og afléttu flutninga- banninu. Upp frá því vann fólk- ið kappsamlega að endurbygg- ingunni, enda þótt það yrði að byrja með tvær hendur tómar eða því sem næst. F JO ftir heimsstyrjöldina var framleiðslugeta Berlínar að- eins 15% af því, sem hún hafði verið fyrir stríð. Hún var komin upp í 38% áður en Rússar lok- uðu borginni, en fór þá niður í 19%. Meira en þriðjungur allra bygginga í borginni og helming- urinn af brúnum var eyðilagt. — í borginni voru svo miklar rústir, að úr þeim hefði mátt gera 10 metra háan og 10 metra þykk- an vegg frá Þýzkalandi til Ind- lands. Af íbúum borgarinnar voru 60% konur, og þær lögðu eins hart að sér og karlmenn- irnir. Konurnar voru flestar á aldrinum 40 til 60 ára, en karl- mennirnir á aldrinum 45 til 60 ára. Það var tiltölulega lítið af ungu fólki í borginni. Með fjár- hagsaðstoð frá Bandaríkjunum og Vestur-Þýzkalandi var Vestur Berlín byggð upp, ekki sízt með lánum til einkafyrirtækja. Ein- staklingsframtakið var örvað, og þeim einum veitt nauðhjálp, sem raunverulega þörfnuðust hennar. Afleiðingin varð sú, að fimm ár- um síðar hafði borgin verið énd- urbyggð. Vestur-Berlín iðar nú af athafnalífi, rústirnar eru horfnar og skýjakljúfar þjóta upp. Árið 1955 var meiri gróska í borginni en nokkurn tíma fyrir stríð. Atvinnuleysið hefur minnk að um tvo þriðju hluta, þrátt fyrir það að yfir milljón flótta- menn hafa komið frá Austur- Þýzkalandi til Vestur-Berlínar. Uppbyggingin kostaði mikið erfiði, oft var unnið nótt og dag í vaktaskiptum, og konur tóku upp störf karlmanna, hvenær sem nauðsyn krafði. Nú hefur hægzt um, og má búast við að 5 daga eða 45 tíma vinnuvika verði tekin upp. okkrum metrum aust- ar liggur borgin, sem kommún- istar eru að reyna að reisa úr rúst. Þar er athafnalífið lamað. Nokkrar nýjar byggingar sjást í Austur-Berlín, en þær eru svo sjaldgæfar, að þær hljóta að vekja athygli. Borgin er litlaus og lífvana. Klæðnaður kven- fólksins lítur út fyrir að vera 20 ára gamall, fólkið er gleði- snautt og niðurlútt, illa klætt, illa hýst og illa launað. Græn- klædd lögreglan er á hverju götu horni og ekur um í stórum bíl- um. Það er lífshættulegt að taka myndir af henni. Á veggjunum blasa við stór spjöld með skrípa- myndum af „óvinum“ kommún- ismans: Eisenhower, Dulles, Adenauer. Allt er undir ná- kvæmu eftirliti og harðri stjórn, þess vegna er allt lamað. S íðustu mánuðina hafa Rússar aukið aðstoð sína við Austur-Berlín til að koma í veg fyrir uppþot svipuð þeim, sem urðu þar árið 1953 og í Póllandi og Ungverjalandi í fyrra. En merki þessarar aðstoðar sjást hvergi í lífi fólksins. Hinar svo nefndu H.O.-búðir, sem selja vör- ur án skömmtunarmiða, hafa lít- ið sem ekkert á boðstólum. Ull- arföt eru svo til ófáanleg, bús- áhöld sjást varla, hótelin eru þjóðnýtt og frumstæð. Bezta veit- ingahús Austur-Berlínar væri þriðja flokks veitingahús í Vest- ur-Berlín. Drungaleg er Austur- Berlín á daginn, en hún verður beinlínis draugaleg á kvöldin og næturnar. Rafmagn er mjög lítið í borginni, hvergi nærri nægi- legt til götulýsinga, hvað þá til gluggasýninga. Unter den Lind- en, hin glæsilega breiðgata ár- anna fyrir stríð, er nú ekki ann- að en eyðileg og rústum jöðruð smágata. Helzta verzlunargata A.-Berlínar, Leipziger Strasse, er þakin rústum. Yfirleitt eru stjórnarbyggingar einu bygging- arnar, sem haldið er við. E n munurinn á þess- um tveimur borgum er miklu djúpstæðari en svo, að menn sjái hann allan með berum augum. Vestur-þýzka markið er opinber- lega jafnverðmætt og austur- þýzka markið, en á hinum frjálsa markaði er vestur-markið fjórum Framh. á bls. 15

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.