Morgunblaðið - 05.07.1957, Blaðsíða 11
Föstudagur 5. júlí 1957
MORKvivnr/ATnn
11
Cengið um Mýravarpið:
Dúninn
smátt —
þarf að taka smátt og
tvisvar til fprisvar á vori
í Mýravarpinu eru á fimmta
þúsund æðarkolIur
Það er elzta heimasælan á Mýrilm, Þuríður Gísladóttir, sem
þarna er að athuga hvort hreiðurbotninn sé þurr. Æðarkollan
hreyfir sig ekki af eggjunum á meðan, heldur leyfir stúlkunni að
fara með hendina inn undir sig og þreifa í hreiðrið.
ÞESSX DÚNN er úr Mýravarp-
inu, ágætis vara, þaðan kemur
ævinlega góður dúnn. Það var
verzlunarstj óri nokkur í Reykja-
vík sem þessi orð mælti fyrir
nokkrum árum er ég kom inn í
verzlun hans og hafði hug á að
koma mér upp hlýlegri yfirsæng.
Úr Mýravarpinu, já, gaman væri
að fá einhvern tíma að skoða
það. Og tækifærið gafst í vor, að
kvöldi annars hvítasunnudag.
Bóndinn að Mýrum, Gísli Vagns-
son átti erindi út að Núpi þar sem
ég var stödd og það varð að ráði
að ég fylgdist með honum inn
að Mýrum og skoðaði varpið.
KIRKJUSTABUR FRÁ
ÖNDVERÐRI 12. ÖLD
Mýrar liggja í um það bil miðj-
um Dýrafirði norðanverðum,
undir Mýrafelli sem áður var
nefnt Sauðólfsfell. Býlið er
kirkjustaður allt frá öndverðri 12.
öld. Þar hafa verið ýmsir merk-
ir búendur. Þar bjó um hríð Þór-
dís dóttir Snorra Sturlusonar, og
var þá ekkja eftir Þorvald Vatns
firðing. Mýrar eru eftir gömlu
mati 56 hundraða jörð og miklir
eru þar landkostir. Mýra er
nokkrum sinnum getið í fornsög-
um og í Flateyjarbók er sagt frá
viðskiptum Núpverja og bóndans
á Mýrum á samkomu undir Gnúpi
1393. En slíkar erjur tilheyra öld-
unum. Vinátta ríkir á milli bæj-
anna og það var einmitt annar
bóndinn að Núpi Valdemar Krist-
insson, sem ók okkur Gísla inn
að Mýrum. Valdemar er refa-
skytta sveitarinnar og var ein-
mitt á leið á greni í Hvallátur-
dal, innarlega í Dýrafirði. Ætl-
aði hann að freista þess þessa
nótt, að vinna á rebba og öllu
hans hyski, en mikið hafði borið
á dýrbít undanfarið.
GENGIÐ UM MÝRAVARPIÐ
Húsmóðirin á Mýrum, kona
Gísla Vagnssonar, Guðrún Jóns-
dóttir, tók gestunum eins og hús-
móðir á íslenzku sveitaheimili
getur bezt gert. Og þótt klukkan
væri farin að ganga 12 um kvöld-
ið og stanzlaus gestastraumur
yfir allan daginn, taldi hin önn-
um kafna húsmóðir ekki eftir
sér að ganga niður í æðarvarpið
og segja mér frá hvernig lífinu
þar væri háttað. Veðrið var
dásamlegt. Kvöldsólarbjarminn
speglaðist á tjörnum og pollum.
Æðarfuglinn kúrði værðarlega á
hreiðrunum, nema einstöku geld-
fugl, sem enn var á kreiki. „Rabb-
andi“, stuttstigir og fjaðurprúðir,
vöguðu þeir um milli þúfnanna.
Æðarkollurnar voru svo spakar,
að þær hreyfðu sig ekki einu
sinni þótt við gengjum framhjá
þeim. Það lá við einum fimm
sinnum, að ég stigi ofan á þær
á hreiðrunum. Varplandið er á
svonefndum Mýramel, en hann
er að mestu gamlir sjávarkamb-
ar, sem myndazt hafa af fram-
burði lækja. Víða eru tjarnir og
flóar enda eru áveitur þarna.
Varpið nær yfir um það bii 2ja
til 3ja ferkílómetra svæði og er
þéttast á gröndum milli tjarn-
anna. Þarna kúrðu á fimmta þús.
æðarkollur, eins og flauelspúðar
til að sjá á snoturlega gerðum
hreiðrum.
ÞARP MIKLA UMHIRDU
— Það hlýtur að vera geysi-
lega mikið verk að sinna varpinu,
Guðrún?
— Ójá, það er það nú. Ég hefi
nú mest sinnt því með ungling-
um og það kemur fyrir að við
erum að rölta í kringum það
allan daginn.
•— Gefur það ekki mikinn dún
af sér?
— Það fer nú mikið eftir hve
vel því er sinnt og hvernig veðr-
átta er, en það má venjulega
reikna með 75 kg. af dún eftir
vorið.
— Og hvað þarf dún úr mörg-
um hreiðrum í eitt kg.?
— Það er misjafnt, ætli meðal-
talið sé ekki oftast um 60
í kílóið.
—Hvenær byrja kollurnar að
verpa?
— Þegar tíð er góð, byrja þær
oft fyrstu dagana í maí en það
getur dregizt allan mánuðinn allt
fram undir mánaðamótin maí og
júní. Þær byrjuðu heldur seint
í vor. Þær eru kenjóttar eins og
mannfólkið.
— Hvað er meðaltala eggja í
hreiðri?
— Það er algengast að séu 4—5
egg í hreiðri, en stundum sér
maður allt að 9 eggjum í hreiðr-
inu en þá hafa oftast nær tvær
gert sambú.
— Er ekki mikið verk að koma
slíku varpi og þessu upp?
— Jú, það er það víst. Eins og
þú sérð er hér ágætt land fyrir
fuglinn að hreiðra sig, en það
var samt ekki byrjað að hlynna
neitt að varpinu hér fyrr en 1903.
Þegar við Gísli fórum að búa á
Mýrum 1936 voru 1350 æðarkoll-
ur hér í varpinu. Nú erum við
búin að vera hér, í 21 ár, og
kollugreyin orðnar á fimmta
þúsund.
— Varst þú kunnug æðarvarpi,
áður en þú komst hingað?
— Ætli það ekki, ég er nú
ættuð úr Sauðeyjum á Breiða-
firði og flestir Breiðfirðingar,
eða minnsta kosti eyjafólk, kann-
ast við æðarvarp og kann þar til
verka. Annars erum við hjónin
bæði Breiðfirðingar, maðurinn
minn er frá Hallsteinsnesi í Gufu
dalssveit.
„ÞAÐ ER ÆÐARKÓNGUR
f VARPINU"
— Viltu segja mér hvernig
vinnu í æðarvarpi er háttað,
Guðrún?
— Það er nú svo sem ekki
miklu frá að greina, en það get-
ur verið nógu tafsamt, en ....
hvað ert þú að vitleysast asninn
þinn, hypjaðu þig bara á þinn
stað, já, hlýddu ....
Það var ekki til mín, sem Guð-
rún talaði, heldur til æðarkollu,
sem þaut upp af hreiðri sínu
með gargi og látum þegar við
nálguðumst hana. Þetta var fugl
sem orpið hafði í fyrsta skipti,
og var ekki búinn að átta sig á
því ennþá, að engin hætta staf-
aði af mönnunum. En það sem
verra var, kollurnar á næstu
hreiðrum ókyrrðust einnig af
þessum ólátum, því kollan hljóp
hring eftir hring umhverfis
hreiðrið og lét sér hvergi segj-
ast, þótt húsmóðirin snupraði
hana.
— Já, þar hafði hún.það af
að hrekja þessa af hreiðrinu,
sagði Guðrún, og sérðu bara, hún
hleypur af stað með tvo unga og
skilur einn eftir blautan í hreiðr-
inu. Við verðum að ná honum,
því hann drepst ef hann fer blaut
ur í vatnið á eftir þeim. Og þar
með tók hún á sprett, náði blauta
unganum og stakk honum undir
hlýjan dúninn í hreiðrinu.
— Þetta er svoddan óræktir
stundum, þær hlaupa af stað með
fyrstu ungana og skilja hina
vesalingana eftir. Annars var það
nú hin kolluskömmin, sem fældi
hana upp. Já, þú varst að spyrja
hvernig æðarvarpið gengi fyrir
sig. Það skal ég segja þér, en
við skulum koma þangað sem
æðarkóngurinn er, þú mátt til að
sjá hann, og svo skal ég segja
þér frá varpinu á leiðinni.
Við gengum áleiðis til æðar-
kóngsins.
DÚNNINN ER TEKINN
SMÁTT OG SMATT
— Starfið við varpið er í því
fólgið, sagði Guðrún, að taka
dún og skipta um í hreiðrunum
ef blautt er í þeim. Þá er það
blauta tekið en þurrt hey látið
í hreiðurbotninn og þurr dúnn
ofan á. Þetta þarf að gera minnst
einu sinni í viku því annars fún-
ar dúnninn.
Svo þarf að skyggna eggin.
Taka ófrjó egg, (kaldegg). Þau
má maður taka til matar og eru
þau ágæt ef þau liggja ekki lengi
í hreiðrinu. Aðal verkið er þó að
taka dúninn, en hann er tekinn
smátt og smátt, tvisvar til þrisv-
ar á vori úr hverju hreiðri.
— En hvernig er svo farið með
dúninn, þegar búið er að safna
honum saman og hann kominn
heim?
— Þá er hann fyrst þurrkaður
úti, síðan er hann hitaður mjög
vel, eða þar til öll óhreinindi
molna úr honum þegar hann er
látinn í dúnhreinsunarvélina,
sem gengur fyrir rafmagni. Dúnn
inn er hitaður í rafmagnsofni í
sérstökum kassa, svo hitinn not-
ist sem bezt. Svo er náttúrlega
undir þeim komið sem undirbýr
dúninn í vélina og stjórnar henni
hvort varan verður góð eða ekki.
Til þess að framleiða góðan dún,
þarf dúnninn fyrst og fremst að
vera góður í eðli sínu, sem sagt,
ekki tekinn úr ruslinu eða út-
leiðslunni. Það er kölluð útleiðsla
þegar ungarnir koma úr eggjun-
um, og allt fer úr hreiðrinu, þá
er ævinlega eitthvað eftir að dún
í því. í öðru lagi þarf að
þurrka hann sérstaklega vel, til
þess að óhreinindin molni úr hon-
um. í þriðja lagi má ekki hita
of mikið í vélina. Sé það gert,
þófnar hver hnoðri, hver dún-
fjöður út af fyrir sig og sam-
loðun dúnsins minnkar. Ekki má
heldur hafa dúninn lengur í vél-
inni en það að óhreinindin fari úr
honum. í þessum efnum verður
fólk að þreifa sig áfrapi, hver
með sína vél og sinn dún, sem
auðvitað er ákaflega misjafn
upprunalega. Maður kappkostar
vitanlega að fá dúninn sem bezt-
an. Og þarna sérðu æðarkónginn.
Þegar hér var komið vorum
við staddir í þúfnamóa. Og mik-
ið rétt, þarna var hann, stolt
varpsins, grænlenzkur að ætt,
með mikið fjaðraskraut, gulur,
hvítur, grænn og blár. Hann rigs-
aði drembilega umhverfis hreiðr-
ið og leit með greinilegri fyrir-
litningu til hinna blikanna, sem
urðu sannarlega tilkomulitlir í
nærveru hans. Æðarkollan hans
var þó ekkert frábrugðin hinum
kollunum, þarna í nágrenninu,
meira að segja frekar rytjuleg
og lítil. Já, það velst ekki alltaf
saman sem er glæsilegast. Jæja,
ég var sem sagt búin að fá að
sjá einn hinna margumtöluðu
æðarkónga.
HÁLFS MÁNAÐAR VINNA
FYRIR EINU DÚNKÍLÓI
Klukkan var að verða tvö um
Talið er, að við yfirstjórn
gæzluliðsins taki bandaríski her-
foringinn Leary, en sænskur her
foringi muni taka við formennsku
vopnahlésnefndarinpar. Hamm-
arskjöld mun sjálfur hafa lagt
svo fyrir, að formaðurinn yrði
Svíi.
Ástæðan til þess, að Burns læt-
ur nú af störfum er sögð sú, að
Hammarskjöld hafi lagzt gegn
beiðni Burns um að gæzluliðið
yrði styrkt til þess að hægt væri
að herða eftirlitið og koma í veg
fyrir árekstra á Gaza-ræmunni.
Kanadiska stjórnin er sögð hafa
komizt á snoðir um þennan mikla
ágreining og farið þess á leit við
Burns, að hann léti af störfum í
þágu S.Þ.
A
nðttina þegar við snérum heim
úr æðarvarpinu. Húsbóndinn var
samt ekki genginn til náða þeg-
ar við komum heim. Og þar sem
setið var yfir ilmandi hressandi
kaffinu á eftir, vír ennþá haldið
áfram að ræða um æðarvarpið.
Gísli bóndi komst þá svo að
orði:
— Dúnn er hreint ekki svo
dýr miðað við margt annað.
Hugsum okkur til dæmis, að
yfirsæng úr góðum dún endist í
tugi ára. En sé keypt flík, kjóll
eða kápa fyrir sama verð og
sængin, endist flíkin ekki nema
í hæsta lagi í nokkur ár, ef hún
gerir það þá. Sama er að segja
ef gamli tíminn er borinn saman
við þann nýja. Um og eftir alda-
mótin og allt fram til 1914 þurfti
karlmaður að vinna í hálfan
mánuð fyrir einu dúnkílói. Nú
er ég hræddur um að karlmanni
þætti það lítið kaup fyrir sex
daga vinnu að fá ekki nema eitt
kíló af dúni fyrir, hvað þá held-
ur ef hann ætti að vinna fyrir
því í tvær vikur.
★
Klukkan var að verða þrjú,
þegar ég sá sóma minn í því að
halda ekki lengur vöku fyrir
þessum breiðfirzku sæmdarhjón-
um og koma mér af stað. Enda
hafði ég þá einnig níðst á greiða-
semi og bónþægni gamals skóla-
bróður míns, Arngrims Jónsson-
ar, kennara á Núpi og beðið hann
að sækja mig í jeppanum sínum.
Og nú var hann kominn. Það
var samt tekið loförð af mér að
koma aftur, en ég sveik það,
óviljandi þó. — En mig langar
til að koma aftur að Mýrum.
—M. Th.
Undanfarið hefur mjög verið
þjarmað að gæzluiiðinu á landa-
mærum Egyptalands og ísraels.
S.Þ. hafa sífellt látið í minni pok-
ann fyrir Egyptum. Hefur fram-
kvæmdastjóri S.Þ. fallizt á það,
að hermönnum S.Þ. væri óheim-
ilt að skjóta á fólk, sem fer í leyf-
isleysi yfir egypzk-ísraelsku
landamærin. Ætlaði herstjórnin
þá að láta 'krók koma á móti
bragði og girða landamærin, en
það féll Egyptum ekki vel. —
Náðu kröfur þeirra um bann við
uppsetningu girðingarinnar fram
að ganga á æðri stöðum hjá S.
Þ. Hermönnum S.Þ eru því allar
bjargir bannaðar, þvi að þeim er
meinac að hindra tíðai- ferðir
skemmdarverkamanna yfir landa
I mærin
Úr æðarvarpinu á Mýrum. Beint fyrir neðan bæinn, niðri á grönd-
unum er varpið mjög þétt. Mest ber á blikunum í varpinu vegna
þess hve fjaðurskreyttir þeir eru. Þeir yfirgefa ekki æðarkoll-
urnar fyrr en ungarnir eru komnir úr eggjunum, en kúra hjá
hreiðrunum allan þann tíma sem þær liggja á.
Misklíð milli Burns og Hammarskjölds
Lætur Burns af störfum ?
Haifa, 3. júlí:
¥»AÐ ER HAFT eftir áreiðanlegum heimildum, að Burns, yfir-
* foringi gæzluliðs S.Þ. á Sinai-skaga og formaður vopnahlés-
nefndarinnar, muni innan skamms láta af þeim störfum vegna
ágreinings við Hammarskjöld, framkvæmdastjóra S.Þ.