Morgunblaðið - 05.07.1957, Page 13

Morgunblaðið - 05.07.1957, Page 13
Föstudagur 5. júlí 1957 MORGUNBLAÐ1Ð 13 veiki og einkason sinn Sigurð, mjög sviplega, af slysförum, 9 ára gamlan. Þrjár dætur þeirra eru nú á lífi. Guðný, gift Jónasi H. Traustasyni, sem tekið hefur við skipaafgreiðslu Jakobs, Berg- Ijót, sem staðið hefur fyrir búi foreldra sinna nú seinni árin og stundað þau í heilsuleysi þeirra með þeirri fórnfýsi og kærleika, sem fátítt mun vera nú á dögum, og Kristbjörg, sem er gift Jóni Finnssyni lögfræðing í Hafnar- firði. Eina fósturdóttir, Margréti Jónsdóttur, gifta Ágústi Jónssyni á Blönduósi, ólu þau upp frá fæð- ingu, sem sitt eigið barn. Jakob Karlsson andaðist á heimili sinu 22. júní s.l., eftir tæpl. 5 ára erfið veikindi, sem höfðu svipt han starfshæfni. Eins og sést af framanskráðu var Jakob óvenjufjölhæfur at- hafnamaður, sem tók þátt í fjöl- mörgum framfaramálum Akur- eyrar. Jakob var skarpgáfaður maður, sem þrátt fyrir það, að hann hafði ekki hlotið skólamenntun, var víðlesinn og fjölfróður, enda átti hann mikið og gott bókasafn. Jakob var maður háttvis, lát- laus og prúður í framgöngu, en gat verið gamansamur, en græsku laus. Hann var skapfestumaður í mesta máta og skaphreinn, en þó framúrskarandi sanngjarn og mildur. Hann var tillögu- og ráðagóður stuðningsmaður allra góðra málefna. Hann var afkasta maður hinn mesti til allra starfa og ritaði svo góða hönd, að af bar. Ekkert var fjær skapi hans, en prjál og hégómi. Hann var i eðli sínu hlédrægur og vildi mjög ógjarnan hafa afskipti af opinberum málum og kom sér hjá þvi, ef hann gat, en taliö var að enginn þyrfti að hugsa til að etja kappi við hann í þing- mennskuframboði, hefði hann fengizt til þess, svo var hann vin- isæll af öllum almenningi og sterkt álit á heiðarieika hans og réttsýni. J'akob var hinn mesti höfðingi heim að sækja, enda ætíð ge.it- kvæmt á heimili þeirra hjóna. Öllum þótti gott með honum að vera og til hans sótti fjöldi manna traust og hjálp, en því flíkaði hann lítt. Hann var virtur og dáður af öllum þeim skara verka- manna, sem hann hafði í þjón- ustu sinni hin mörgu starfsár og í augum nánustu samverkamanna hans, skrifstofu- og verzlunar- fólks, var hann hínn bezti hús- bóndi, er hugsanlegur var. Akureyringar munu ætíð minn ast Jakobs Karlssonar sem eins síns nýtasta og bezta sonar, sem var fyrirmynd annarra um alla starfshætti, dugnað, hagsýni, góð leik, réttlæti og tryggð við allt, sem fagurt er og gott og mætti verða bæjarfélagi þessu og þjóð- inni allri til heilla og farsældar. Hann mun ætíð bera einna hæst sinna. samtíðarmanna, er beztan settu svip á Akureyrar- bæ. Hann er nú farin til æðii heima, „meira að starfa guðs um geim“ og við samferðamenn hans kveðjum hann með miklu þakk- læti og virðingu. Akureyri, 29. júní 1957. Tómas Björnsson. Góð Zja herb. kjallaraíbúð með sér inngangi og sér hitaveitu við Freyjugötu til sölu strax. IMýja fasleignasalan Bankastræti 7, sími 1518 og kl. 7,30—8,30 81546. SÍMAVARZLA Vér óskum eftir að ráða stúlku til símavörzlu nú þegar. Skriflegar umsóknir, er greini aldur, mennt- un og fyrri störf, skulu sendar skrifstofu vorri í Lækjargötu 4 eigi síðar en 8. þ.m. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. — Bezf að auglýsa í Morgunblaðinu — FiSHING NET Hinri langþráði draumur fiski- mannsins hefir nú loksins rœtst cfhúkai FISHING NET að þakka Þvi: 1. Þau eru veiðnari en venjulegar gerðir neta. 2. Þau eru sterk og endingargóð og lækka þvi við- haldskosinað. Þau eru öllum netum léitari. Þau ganga seint úr sér, eru afar endingargóð. Þurrkun eða sérstök meðferð óþörf. Spara þvt alla vinnu þar að lútandi. Varanet næstum óþörf. Stöðugar veiðar eru möguleg^p netanna vegna. Heimsins bezta vinna svo og áSurnefndir kostir þessarra heimsþekklu „Amilan Fishing Net". Þau bera ávallt merkið, sem sýnt er að ofan. „Amil- an“ er vörumerki okkar nælons. Toyo fíayon Co., Ltd., du Ponl's einkaleyfi í Japan á nælon fram- leiSslu. Bæklingur um „Amalian Fishing Net“ er fóanleg- ur og verður sendurvæntanlegum viðskiptavinum. 3. 4. 5. 6. ASalframleiSendur neelons í Japan Toyo Royon C«», IHL No. 5, 3-chome, Nakanoshima, Kita-ku, Osaka, Japan tiA^is Cable Address : “TOYORAYON DSAKA” Vegna mikilla anna hefur orðið að fresta lokun vegna sumarleyfa. — Lokað verður frá 15. júlí til 6. ágúst. Sími 5913. BIEREIÐASTÖÐ STEIISiBÓRS Nýju símanúmerin verða: Sérleyfisbifreiðir: 24110 — 11585 Leigubifreiðir: 24100 — 11580 Steindór Aríðandi tilkynning til símanotenda Nóttina milli laugardagsins 6- júlí og sunnudagsins 7. júlí, breytast öll nú- verandi símanúmér í Reykjavík, Hafn- arfirði og Kópavogskaupstað, svo og sjálfvirk símanúmer eftirfarandi síma- stöðva: Akranes, Borgarnes, Brúarland, Hveragerði, Keflavík og Selfoss. Sam- tímis mun mikill hluti hinna nýju síma- notenda fá samband. Aðalbreytingin fer fram milli kl. 12 og 1 um nóttina, og eftir þann tíma gengur hin nýja símaskrá í gildi, en nú- verandi símaskrá 1954 verður ónothæf. Númerabreyting- uni verður haldið áfram alla nóttina og fram eftir sunnu- deginum 7. júlí, og eru símanotendur þess vegna vinsam- legast beðnir um að nota símann sem allra minnst á þess- um tíma. Að lokinni aðalbreytingunni mega nýir símanotendur leysa öryggissnúruna af símatækjunum. Bilanatilkynningum og umkvörtunum veitt móttaka í síma 03. Bæjarsími Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Símaskráin 1957 Til hagræðis fyrir þá símanotendur, sem ekki hafa enn sótt hina nýju símaskrá, í stað hinnar eldri, afhendir skrifstofa hæjarsímans hana laugardaginn 6. júlí kl. 1—5 og sunnudaginn 7. júlí kl. 9—12 og 1—5 í herbergi nr. 201 á 2. hæð í landssímahúsinu, Thorvaldssensstræti 4 Bæjarsími Reykjavikur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.