Morgunblaðið - 05.07.1957, Síða 19
Fðstudagur 5. júlí 1957
MQXGI'ISBLAÐIÐ
19
ísland heyr tvo landsleiki
á nýtízku /jbróttaleikvangi
Og tvö erlend landslið
keppa hér
FYRIR MEIRA en tveim árum tók KSÍ að undirbúa hátíðahöld
í tilefni af 10 ára afmæli sambandsins fyrr á þessu ári. í
tilefni afmælisins stendur nú fyrir dyrum stærsti íþróttaviðburður
í knattspyrnusögunni síðan er fsland tók að leika landsleiki 1946.
Landslið Dana og Norðmanna kom hingað og ísland gengur til
landsleika við þau og þau leika hér sín á milli. Keppa landsliðin
um bikar er menntamálaráðherra hefur gefið í tilefni þessa knatt-
spyrnuviðburðar, og afhendir ráðherrann sigurvegurum bikarinn
að mótinu loknu.
Leikirnir fara fram á hinum nýja og glæsilega íþrótta-
leikvangi í Laugardal. íþróttasvæðið er því miður hvergi
nærri fullbúið, en unnið hefur verið af mikilli atorku und-
anfarnar vikur að ganga svo frá því, að mót þetta geti farið
fram þar.
DÝR HEIMSÓKN
Móttökunefnd er KSl skipaði
ræddi við fréttamenn í gær. Form.
nefndarinnar, Ólafur Jónsson,
hafði orð fyrir henni, en auk hans
eru í nefndinni Bragi Kristjáns-
son, Sveinn Zoega, Jón Magnús-
son, Hans Kragh, Sveinn Björns-
son og Jón Guðjónsson.,
Ólafur sagði m. a.:
Þar sem afgreiðsla fyrir sölu að-
göngumiða við svæðið er enn ófull-
komin, verða miðar seldir í miða-
eölu íþróttavallarins við Suður-
götu og úr bílum í Miðbænum.
Viljum vér brýna fyrir fólki að
nota forsölu aðgöngumiða sem
mest, til þess að koma í veg fyrir
þrengsli og önnur óþægindi við
völlinn.
I’ar eð allur kostnaður við mót
þetta er helmingi meiri en við
aðrar heimsóknir erlendra knatt-
spyrnuflokka, (t. d. helmingi
fleiri útlendir gestir en aðeins 3
leikir) hefur móttökunefndin ekki
séð sér fært að framkvæma þetta
hallalaust, án þess að hækka of-
urlitið verð aðgöngumiða frá því
sem áður hefur tíðkazt, og von-
um vér, að áhorfendur skilji ráð-
stöfun þessa, þegar tekið er tillit
til þess, að knattspyrnusamtökin
hafa enga sjóði upp á að hlaupa,
til að greiða halla af slíkum heim-
sóknum.
Verð aðgöngumiða er sem hér
segir: Stúka: Kr. 60,00, stæði:
Kr. 25,00, og barnamiðar: Kr.
5,00.
* TÍMAMÓT
Þessir milliríkjaleikir munu
marka tímamót í sögu íslenzkr
Londsliðið móti Norðmönnum
LANDSLIÐSNEFND hefur valið landslið fslands i 18.
landsleik íslands sem fram fer á leikvanginum í Laugardal,
8. júlí 1957. Liðið er þannig:
Helgi Daníelsson
Jón Leósson Kristinn Gunnlaugsson
Guðjón Finnbogas. Halld. Halldórsson Sveinn Teitsson
Albert Guðmundsson Ríkharður Jónsson
Skúli Nielsen Þórður Þórðarson Halld. Sigurbj.son
©
Varamenn: Björgvin Hermanns
eon, Ólafur Gíslason, Reynir Karls
son, Gunnar Guðmannsson, Helgi
Björgvinsson.
Eins og sjá má eru í liðinu
„gamlir“ landsliðsmenn að ein-
um undanteknum, sem nú leik-
ur í fyrsta sinn með landsliðinu.
Það er Skúli Nielsen Fram, sem
verður vinstri útherji. Skúli er
yngsti maðurinn í liðinu, tvítugur
að aldri. Auk þess sem hann hef-
ur þjálfað með Fram undanfar-
in ár, var hann á knattspyrnu-
námskeiði í Þýzkalandi um tíma. Skúli Nielsen
Innilegt þakklæti til allra, sem glöddu mig á 85
ára afmæli mínu þann 1. júlí með skeytum, blóm-
um, bókagjöfum og á annan hátt.
Ég mun senda einstökum þakklæti síðar.
Matth. Þórðarson.
Innilegustu þakkir færi ég öllum þeim, er sýndu
mér vinarhug með heimsóknum, gjöfum og skeyt-
um á sextugsafmæli mínu.
Árni Sæmundsson, Bala.
ar knaltspyrnu fyrir margra
hluta sakir, og kemur þá eink-
um þrennt til:
ýr Keppt verður í fyrsta skipti á
nýtízku íþróttasvæði, þar sem
fullkomnustu skilyrði eru fyrir
því að áhorfendur geti notið
lcikjarins, livar sem þeir eru á
vellinum.
Þetta verður í fyrsta sinn sem
miliiríkjaleikur fer fram á gras
velli hérlendis.
Aldrei fyrr hafa tvö erlend
landslið keppt saman á is-
lcnzkri grund.
★ SIGUR?
Engu skal hér um það spáð,
hver úrslit þessa móts verða, en
margir munu sjálfsagt óska, ekki
sízt knattspyrnuforustan, að
knattspyrnumenn vorir geti bætt
hinni fjórðu nýjung við: að sigra
frændþjóðir vorar í drengilegum
leik. Skozkur milliríkjadómari,
R. H. Davidson, mun dæma tvo
fyrstu leikina, en hinn vinsæli
milliríkjadómari, Guðjón Einars-
son, mun dæma síðasta leikinn.
★ GÓÐ ADSTOÐ
6 manna fararstjórn frá
hvoru landi mun fylgja landsliðs-
mönnum, þeirra á meðal formenn
knattspyrnusambanda beggja land
anna, Hr. Floer frá Noregi og hr.
Schwartz frá Danmörku.
Móttökunefndin hefir reynt að
skipuleggja heimsókn þessa á
þann hátt, að gestirnir geti notið
dvalarinnar sem bezt og fari heim
með góðar endurminningar um
land vort og þjóð. Stjórnir ríkis
og bæjar hafa veitt oss kærkomna
aðstoð til þess að svo megi verða.
Menntamálaráðherra hefur boðið
gestunum til Gullfoss og Þing-
valla og borgarstjóri hefur boðið
þoim til veizlu í Sjálfstæðishús-
inu, eftir að þeim hefur verið
sýndur bærinn og hitaveitan að
Reykjum.
Auk þess standa knattspyrnu-
menn í mikilli þakkarskuld við
bæjarsjóð fyrir hinar öru fram-
kvæmdir á íþróttasvæðinu í Laug-
ardal.
Vill móttökunefnd færa mennta
málaráðherra, hr. Gylfa Þ. Gísla-
syni og borgarstjóra, hr. Gunnari
Thoroddsen, beztu þalckir fyrir
hinar góðu undirtektir í máli
þessu.
Valbjörn stekkur (t.v.)
og Hilmar sprettir úr spori (t. h.)
Tvö ný íslandsmet:
HiSmar 10,4 sek
Valbjörn 4,37 m
Á „AUKAMÓTI" frjálsíþróttamanna í gær, sem segja má að sé
** síðasta stórmót frjálsíþróttamanna á þessu ári, voru sett tvö
ísl. met í greinum þar sem fyrir voru mjög góð met.
Hilmar Þorbjörnsson hljóp (og sigraði) í 100 m hlanpi
á 10,4 sek. Gamla metið var 10,5 og áttu það fjórir, þeir
Finnbjörn Þorvaldsson, Haukur Clausen, Ásmundur Bjarna-
son og Hilmar. Valbjörn stökk (og sigraði) í stangarstökki
4,37 m 2 sm hærra en met Torfa Bryngeirssonar frá 1952.
Mótið var mjög gott. Danski kringlukastarinn Munk Plum setti
danskt met (og sigraði) í kringlukasti, kastaði 49,94. Thögersen
setti vallarmet í 3000 m hlaupi, hljóp á 8:23,6 og næstu 4 menn
voru danskir. Pétur vann 110 m grindahlaup á 14,9 og Mildh hafði
sama tíma. Mildh vann 400 m grindahlaup á 53,0 en Guðjón annar
á 55,6. Skúli vann kúluvarp, 15,72 m og Vilhjálmur langstökk 7,16 m,
Frederiksen sleggjukast 55,72 m.
En skemmtilegust var keppnin í stangarstökki. Larsen og Heiðar
féllu úr eftir 4.00 m stökk. Piironen stökk 4,15 og Valbjörn fór
4,25 í annarri og var þá orðinn fyrstur. Hækkað var í 4,37 og Val-
björn fór yfir, en stöng hans féll á rána og felldi.
En hann flaug yfir í næstu tilraun og kom stönginni frá sér.
Hækkað var í 4,45 m. Valbjörn fór yfir — en stöngin féll á rána
og felldi. Nú var hann sýnilega þreyttur og var fjær því en áður
að fara yfir. En hið nýja met er einnig vallarmet og 7 sm hærra en
Torfi stökk heima, en met Torfa var sett í Svíþjóð 1952.
Nafn þess góða drengs og mikla íþróttamanns Torfa Bryngeirs-
sonar hefur því á þessum þremur síðustu dögum þurrkazt út úr
metaskránni íslenzku.
Félogslíl
f.R. Skíðadeild.
I.R.-ingar fjölmennum um
helgina í Hamragili og vinnum
að krafti, við byggingu hins nýja
skála. Farið verður frá Varðar-
húsinu kl, 2 e.h. á laugardag.
Reykjavikurmót II. fl. B.
á Háskólavellinum í kvöld kl.
20,30 Valur—Fram.
Mótanefndin.
Skátar:
Piltar og stúlkur. Farið verður
á laugóirdag á skátamótið í Botns
dal. Farseðlar á föstudagskvöld
kl 8%—9 Vá í Skátaheimilinu.
Skátafélögin.
Farfuglar, ferðamenn:
Um næstu helgi verður farið
í Kerlingafjöll. Gist verður í
skála Ferðafélagsins. Skrifstofan
er opin í kvöld kl. 8,30—10 að
Lindargötu 50. Áskriítarlisti
í sumleyfisferðirnar liggur
frammi á skrifstofunni.
Farfuglar — Ferðamenn
Farið verður í Kerlingarfjöll
um helgina. — Uppl. í skrifstof-
unni, Lindargötu 50, föstudag kl.
8,30—10,00.
Litli drengurinn okkar andaðist 3. júli
Eyrún Snót Eggertsdóttir,
Anton Arnfinnsson.
Móðir okkar
GUÐRÚN BRYNJÓLFSDÓTTIR BECH
lézt í gær 4. júlí að heimili sínu Vesturgötu 40.
Böm hinnar látnu.
Móðir okkar
GUBRÚN EINARSDÓTTIR,
andaðist 3. júli.
F. h. aðstandenda
Ólöf Sigurðardóttir.
Faðir minn
LÁRUS VIGFÚSSON,
Skúlaskeiði 4, Hafnarfirði,
sem lézt 28. júní sl., verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni
í Hafnarfirði laugardaginn 6. júlí klukkan 1,30 e. h.
Jón Lárusson.