Morgunblaðið - 10.07.1957, Side 1
44. árgangur
151. tbl. — Miðvikudagur 10. júlí 1957.
Prentsmiðja Morgunblaðsini
Mikilvægasta raðsfefnan
Krúsjeff bregður
um vanjjækklæti
lancT*
í fjölda ára
Ungverjum
verjum ykkur sem eigið
„Við
Gromyko er ekki með — Rétiarhöld
í aðsigi f Kreml ?
London, 9. júlí.
FUNDUR ÞEIRRA KRÚSJEFFS og Búlganins í Prag með
kommúnistaforingjunum í Xékkóslóvakíu er talinn hinn ör-
lagaríkasti í A-Evrópu, síðan ákveðið var að reka Júgóslavíu úr
Kominform. Áhrifa þessa fundar er beðið með mikilli eftirvænt-
ingu, því að búast má við miklum hreinsunum í forystuliði lepp-
ríkjanna í beinu áframhaldi af hreinsununum í Kreml.
Það var
í gær.
gaman að vaða og synda í
Nauthólsvíkinni í
—Ljósm. Mbl.:
sólskininu
Ól. K. M.
í dag óku þeir Búlganin og
Krúsjeff ásamt yfirmanni leyni-
lögreglunnar, Serov, í einkalest
um Tékkóslóvakíu á leið til Prag.
Móttökuathafnir og fagnaðarlæti
hafa verið skipulögð víðs vegar
á leið foringjanna — og hvar-
vetna meðfram leið þeirra blakta
rauðir fánar og borðar, sem á
eru letruð ýmis slagorð um frið-
arvilja Ráðstjórnarríkjanna og
vináttu Krúsjeffs í garð Tékka.
f Prag hefur verið unnið að
skreytingum undanfarna daga.
bátt
Malenkov átti stærsfan
Leningradhreinsununum
I //j
Krúsjeff fletti upp á blóðugum
kafla i sögu Rússlands
Moskva og London, 8. júlí.
ALAUGARDAGINN hélt Krúsjeff mjög eftirtektarverða ræðu
í Leningrad og lýsti því þar yfir, að þeir Molotov, Malenkov
og Kaganovitj hefðu haft valdarán á prjónunum. Þeir hefðu ætlað
að láta til skarar skríða i lok síðasta mánaðar, um það leyti, er
Leningrad-hátíðin var haldin í tilefni 250 ára afmælis borgarinnar.
Gat Krúsjeff þess, að hann hefði ekki getað verið viðstaddur aðal-
bátíðahöldin vegna fyrirætlana þrímenninganna.
44
Þetta var fyrsta ræðan, sem
Krúsjeff hélt eftir nýafstaðnar
hreinsanir í Kreml — og þess
vegna eins konar yfirlýsing
hans um tilefni hreinsananna.
Tvö aðalatriðin í ræðu hans voru:
1) Ásökun hans á hendur Malenkov um að hafa skipulagt „Lenin-
grad-málið“ svonefnda, sem er eitt af mörgum blóðugum köflum
í sögu Rússlands. Þessi ákæra bendir mjög til þess, að sýndarréttar-
höld verði viðhöfð í máli Malenkovs.
2) Krúsjeff hét Rússum gulli og grænum skógum. Hann lofaði
þeim meiri mat og auknum þægindum — auðsjáanlega til þess að
uuka á vinsældir sinar meðal þjóðarinnar.
Krúsjeff kom til Leningrad í
fylgd með Bulganin og Voroshi-
lov auk hinna þriggja nýju með-
lima miðstjórnarinnar, Kuusinen,
Furtzevu og Shverniks. Ræðuna
flutti hann í „Elektrokraft" véla-
verksmiðjunum eftir að hann
hafði útbýtt heiðursmerkjum til
vina og stuðningsmanna í Lenin-
grad.
Byrjaði hann á að afsaka fjar-
veru sína frá aðalhátíðahöldun-
um. En hann kvaðst seinna
mundu skýra frá ástæðunni.
Lýsti hann því síðan yfir, að
kommúnistaflokkurinn óskaði
einskis fremur en að þjóðir Ráð-
Btjórnarríkjanna hefðu nóg að
bíta og brenna, nóg af kjöti,
smjöri og ávöxtum — og að verzl
anahillurnar svignuðu af þunga
fagurra klæða og annarra hluta,
sem veita birtu inn í lífið, eins
og hann orðaði það.
Kommúnistaflokkurinn hef-
ur nú gert ráðstafanir til þess
að ósk þessi megi rætast einn
góðan veðurdag — og við ná-
um að framleiða jafnmikið og
Bandaríkjamenn af þessum
varningi. En öllum þessum
áætlunum var stefnt í bráðan
voða með starfsemi flokks-
fjendanna, þeirra Molotovs,
Malenkovs og Kaganovitj. —
Þessir menn höfðu einangrað
sig frá þjóðinni, þeir skildu
hana ekki og þekktu ekki
þarfir hennar. Þeir ætluðu að
ná völdum með ofbeldi — og
þá hefðu allar vonir verið úti.
Þeir stefndu gegn öllum hags-
munum fólksins.
Afstaða þeirra og stefna í ut-
anríkismálum var jafnóheilla-
vænl. Þrímenningarnir, og þá sér
staklega Molotov, unnu gegn
hagsmunum Ráðstjórnarinnar út
í frá. Þeir unnu gegn því að
dregið yrði úr „spennunni“ milli
austurs og vesturs. Afstaða þeirra
til marx-leninismans var líflaus,
þeir voru steinrunnir.
Upp komst um svikarana, þeg-
ar farið var að ráðgera Lenin-
gradför í tilefni hátíðarinnar.
Shepilov gerði bandalag við hina
svikarana og þeir ætluðu að nota
tækifærið, þegar „samvirka for-
ystan“ héldi til Leningrad.
Hvers vegna?
Jú, af því að Malenkov var
beinlínis hræddur að fara
þangað. Hann var hræddur að
koma til ykkar, vegna þess að
hann var aðalskipuleggjandi
„Leningrad-málsins" svo-
néfnda, sagði Krúsjeff. (Hér
átti Krúsjeff við réttarhöldin
miklu í Leningrad árið 1948,
þar sem margir háttsettir rúss
neskóir kommúnistar voru líf-
látnir og þar á meðal einn af
Framh. á bls. 15.
Þar blasa myndir af foringjun-
um hvarvetna við, blóm, rauðir
fánar og áletruð spjöld hanga á
húsveggjum og í búðagluggum.
Strætisvagnar bera og spjöld þar
sem á er letrað: Lengi lifi Ráð-
stjórnarríkin.
Þegar þeir Krúsjeff og Búlgan-
in óku yfir landamærin var
þar mikill mannfjöldi til þess
að taka á móti þeim. Um 50 þús.
tékkneskir verkamenn hrópuðu
margfallt húrra og forystumenn
tékkneskra kommúnista voru
mættir á staðnum og luku þeir
miklu lofsorði á Krúsjeff vegna
þess hve hann hefði losað flokk-
inn við hættulega fjandmenn á
giftusamlegan hátt.
Síðar í dag stanzaði lest þeirra
sem snöggvast í bænum Zilina og
var þar blásið í lúðra og mikið
hrópað til heiðurs ferðalöngun-
um. Hélt Krúsjeff stutta ræðu
Pólskur fréttamaður:
Krúsjeff átti að
vikja fyrir Molotov
VARSJÁ, 9. júlí. — Moskvu-
fréttaritari pólska blaðsins Try-
buna Ludu skýrði svo frá í dag,
að „flokksfjendurnir“ þrír hefðu
ætlað sér að reka Krúsjeff úr
aðalritarastöðunni í kominúnista-
flokknum. Átti Molotov að taka
við. Einnig átti Malenkov að taka
við forsætisráðherraembættinu af
Bulganin. Þá segir, að það hafi
verið Malenkov, sem hafi beitt
sér fyrir því að miðstjórnin kom
saman til þess að ræða Lenin-
grad-hátíðahöldin — og í því
sambandi vildi hann, að afstaða
Krúsjeffs væri rædd sérstaklega.
Hafi Malenkov i upphafi ráðizt
harkalega á stefnu flokksins og
gagnrýnt mjög orðagjálfrið um
að reynt yrði að ná Bandaríkj-
unum í framleiðslu nauðsynja-
varnings. „Marxistar eru vanir
að einbeita sér að iðnaðinum",
sagði hann.
við það tækifæri. — og lét hann
svo ummælt, að búskapurinn í
Ráðstjórnarríkjunum gengi ágæt-
lega. Nokkrir svartir sauðir hefðu
samt verið á flækingi innan um
úrvalsféð, en fyrir nokkrum dög-
um hefði verið kippt í dindilinn á
svörtu sauðunum og þeim varp-
að út úr hjörðinni — „einmitt
þegar þeir (svörtu) héldu að
þeir væru að ná völdum" — sagði
hann.
o—O—o
Kvað Krúsjeff tilganginn með
för þeirra félaga vera þann aS
styrkja vináttuböndin milli Rúss-
lands og Tékkóslóvakíu, styrkja
vináttuböndin milli friðelskandi
þjóða, eins og hann komst að
orði. Og slagorðin duga ekki
einsömul. Nei, allt veltur á mönn-
unum, sem með forystuna fara.
Við reynum að sporna við því
að styrjöld brjótist út. En það
er ekki einungis komið undir
okkur, því að hvernig fór ekki
með Ungverjaland? Við gerðum
allt til þess að hjálpa því, iðn-
væddum landið. Ráðstjórnarrík-
in eiga góðan her — og þau
munu verja landamæri annarra
sósíalistiskra ríkja, sem væru
það eigin landamæri. „Við verj-
um ykkur eins og eigið land“.
Það vekur mikla athygli, að
rússneski utanríkisráðherrann,
Gromyko, er ekki í för með
þeim félögum til Tékkó-
slóvakíu. Endurtekur sig þar
sama sagan og áður, er Molo-
tov var utanríkisráðherra og
fall hans var skammt undan.
Þá fóru Krúsjeff og Bulganin
allar meiri háttar ferðir án
hans. Gromyko hefur einnig
verið einn af nánustu sam-
starfsmönnum Molotovs og
ekki er talið ólíklegt, að
Framh. á bls. 15.
Forsetahjónin heimsækja þrjór
sýslur í þessora raónuði
FORSETI ÍSLANDS, herra Ás-
geir Ásgeirsson, og forsetafrú
Dóra Þórhallsdóttir fara í opin-
bera heimsókn vestur í Snæfells-
og Hnappadalssýslu nú um helg-
ina. Verða þau í Stykkishólmi á
laugardag, 13. júli, en munu síð-
an ferðast víðar um héraðið á
sunnudag og mánudag.
Um helgina 20. og 21. júlf
munu forsetahjónin fara í heim-
sókn í Dalasýslu og Barða-
strandasýslu. Verða þau í Búðar-
dal á laugardag og í Bjarkar-
lundi í Þorskafirði á sunnudag,
og munu síðan koma víðar við
í þessum sýslum á heimleiðinni.
(Frá skrifstofu Forseta fslands)
Nýtt frumefni
STOKKHÓLMI, 9. júlí. — í dag
var tilkynnt, að nýtt frumefni
hefði fundizt. Er það hið 102. í
röðinni og hefur hlotið nafnið
Nobelium. Það eru vísindamenn
frá Bandaríkjunum, Bretlandi og
Svíþjóð, sem unnið hafa í sam-
einingu að rannsóknunum, með
framangreindum árangrt Fannst
nýja frumefnið með tilverkan
annars frumefnis, Curium, sem
er hið 96. í röðinni.
Hreinsað til
LONDON, 9. júlí. — Miðstjórn
rúmenska kommúnistaflokksins
hefur birt tilkynningu þess efn-
is, að tveir af meðlimum stjórn-
málanefndar flokksins hafi nú
verið gerðir brottrækir úr nefnd
inni vegna þess, að þeir hefðu ætl
að að notfæra sér atburðina í
Ungverjalandi til þess að grafa
undan öryggiskerfi landsins. Þeir
hefðu setið á svikráðum við
tlokkinn í samráði við Önnu
Pauker, sem áður var utanrikis-
•áðherra landsins og nánasti vin
ur Stalins af forystumönnum
leppríkjanna.
STOKKHÓLMUR, 9. júlí. —
Tveir pólskir sjómenn hafa leit-
að hælis í Svíþjóð sem pólitískir
flóttamenn. Voru þeir á pólskum
tundurspilli, sem var í kurteis-
isheimsókn í StokkhólmL