Morgunblaðið - 09.08.1957, Page 6
m
6
MORCVNTtr4Ð1Ð
Fðstudagur 9. ágúst 195?
HVAÐ ER ORÐIÐ
BULGANIN?
UM
UNDANFARNA daga hefur
miklum getum verið að
því leitt hvernig á því
standi að Bulganin forsætisráð-
herra Rússa hefur nú ekki verið
nefndur á nafn í nokkurn tíma
og að hann tók ekki þátt í ferð-
um Krúsjeffs hvorki til Rúmeníu
fundarins við Titó ellegar til
Austur-Þýzkalands. Hafa sumir
talið að hér væri um það að
ræða, að búið væri að „hreinsa"
Bulganin út úr stjórninni og i
'þessu sambandi á það minnt að
um það var getið, þegar stjórn-
arumbyltingin varð í Rússlandi
fyrir stuttu síðan, að Bulganin
hefði í fyrstu verið andvígur
Krúsjeff en snúizt á sveif hans
síðar. Hafa fréttaritarar skýrt
svo frá, að í Moskvu hafi geng-
ið orðrómur um, að Bulganin
hafi aðeins á síðustu stundu
gengið í lið með Krúsjeff þegar
Ijóst varð, að hann mundi verða
ofan á í deilunum innan stjórn-
arinnar. Hefur verið bent á að
Krúsjeff væri ekki sá maður,
sem auðveldlega gleymdi mót-
gerðum og hann mundi hafa talið
sér Bulganin ótryggan og þar af
leiðandi væri nú svo komið, að
Bulganin mundi víkja úr stjórn-
inni fyrir öðrum manni, sem
stæði enn nær Krúsjeff.
★
Aðrir hafa talið, að ekki væri
svo langt komið enn. Hefur ver-
ið stungið upp á því, að Bulganin
væri í fríi, að hann væri lasinn
eða að hann hafi ekki getað farið
frá Moskvu vegna þess að hann
hafi þurft að vera viðstddur upp-
sögn æskulýðsmótsins, sem þar
hefur staðið.
Hvað sem rétt er í þessu þá
er það þýðingarmikil staðreynd,
að Bulganin skyldi ekki fara til
fundarins, við Titó, sem talið
hefur verið að hafi verið sér-
staklega mikilvægur, heldur
skyldi Mikoyan fara í hans stað
og ennfremur til Austur-Þýzka
lands. Þegar menn hafa verið
þessa síðustu daga að ræða um
hver myndi vera líklegur eftir
maður Bulganins, þá hefur yfir-
leitt verið stungið upp á Mikoy-
an og í því sambandi bent á, að
hann hafi ætíð verið tryggur
stuðningsmaður Krúsjeffs. Sumir
hafa talið að Zhukov marskálk-
ur mundi verða eftirmaður Bul-
ganins og þar með yrði það stað-
fest óumdeilanlega, að Rauði her
inn hafi fengið úrslitaáhrif í
stjórn Sovjet-Rússlands. Aden-
auer kanslari V-Þýzkalands gat
þess í ræðu um daginn, að svo
mundi fara.
Bulganin er nú maður nokkuð
við aldur. Hann var á unga aldri
starfandi í leynilögreglu komm-
únistaflokksins, Tjekunni, sem
kölluð var, en síðar gaf hann sig
að ýmsum embættisstörfum og
það er á því sviði, sem hann hef-
ur unnið sér álit og stöðu. í styrj
öldinni var það hann, sem stóð
fyrir vopnun borgaranna í
Moskvu og að nokkru leyti vörn
borgarinnar þar til Zhukov mar-
skálkur kom með liðsafla til
hjálpar borginni en sá liðsafli var
að verulegu leyti fluttur frá
Siberíu, en unnt var að losa hann
þaðan, þegar ljóst var að Japanir
mundu ekki ráðast á Rússa að
austan. Þegar styrjöldinni var
lokið varð Bulganin eins konar
tengiliður á milli stjórnarinnar
í Kreml og yfirstjórnar hersins
og fékk hann þá marskálkstign.
Það var fyrst 1948, að hann kofn
inn í flokksstjórnina og varð
hann landvarnarráðherra eftir
dauða Stalíns og var Zhukov
varamaður hans þar til Krúsjeff
gerði hann að forsætisráðherra
árið 1955 og Zhukov að landvarn-
arráðherra.
Hvenær verður étið næst?
SKÁK
Ingi R. Jóhannsson:
Norðurlandamótið
5. umferð
Ingvar tefldi Sikileyjarvörn
gegn kóngspeðsbyrjun hjá Sköld.
Og í þriðja skiptið slapp Sköld
fyrir horn, eins og Stáhlberg
orðaði það. Ingvar hafði byggt
upp vinningsstöðu og átti að-
~r"v
ur
shrifar
daglega lifinu
EIN N af stjórnarmeðlimum
Fáks skrifar svo:
„Mikill hestamaður" hefur
komið að máli við Velvakanda
og gert. það að umtalseíni, að
hann ætti mikinn „gæðing“,
sannkallaðan „kjörgrip". Væri
hann í hirðu hjá Fák, en þar
væri líðan hans slæm. Væri hann
látinn standa inni, sem belja
væri, á bás allan veturinn og
lengur (!!!) án þess að vera svo
mikið sem hleypt út undir bert
loft einu sinni hvað þá meir —
Slíkt væri þó alveg lífsskilyrði
fyrir hesta og afbrot gagnvart
hestinum að gera það ekki.
Þess er fyrst að geta að enginn
hestur hefur verið í hirðu hjá
Fák síðan 7. júní, svo að pynd-
ing sú, sem hér er gerð að um-
talsefni, stendur þó a.m.k. ekki
enn yfir, til mikils hugarléttis
fyrir lesendur Velvakanda, sem
vel gátu skilið, að ófrémdar-
ástand þetta væri aðkailandi tii
úrlausnar hið bráðasta, jafnvel
í sambandi við væntanleg ferða-
lög um verzlunarmannahelgina.
Hestar, sem voru í hirðu hjá
Fák í vetur, voru látnir út þá
daga sem ekki eru venjuiegir
notkunardagar, og þá undan-
tekningarlaust einu siuni á dag,
þegar veður ekki algjörlega
hamlaði. Er sérstök girðing á
hlaðinu að Laugalandi aðeins til
þessa ætluð og hestarnir látnir
í hana til skiptis. Þegar ljósmynd
ari Morgunblaðsins heimsótti
Laugaland í vetur í tilefni af 35
ára afmæli Fáks, tók hann ein-
mitt mynd af hestum að leik í
slíku útfararleyfi. Hefði blaða-
maður Morgunblaðsins vel get-
að munað það og bent hesta-
manni á, að hér gæti ekki verið
rétt með farið, því myndir Morg-
unblaðsins ljúga ekki eins og
menn vita. Meðan hestar eru í
hirðu hjá Fák koma eigendur
þeirra auk þess á laugardögum
eða sunnudögum eða hvort
tveggja. Fá sér sprett, stuttan
eða langan eftir atvikum og öðr-
um ástæðum, og þeir, sem eiga
gæðinga eða jafnvel „kjörgripi"
koma oft í miðri viku, dútla við
kjörgripinn sinn, snurfusa hann
og bursta og geta þá brugðið
honum undir bert loft, ef það
þykir mjög á skorta.
Verðlag Fáks fyrir hirðinguna
getur ekki orðið við það miðuð,
að taka þetta verk af eigendun-
um, enda er gæðingurinn þeim
mun meiri gæðingur, fyrir eig-
andann, þeim mun meira og ein-
lægara sem sambandið er þeirra
í milli.
Gerum nú hins vegar ráð fyr-
ir, að greinarhöfundur tali sam-
kvæmt beztu vitund og telji sig
vera að segja satt, en viti bara
ekki betur, hver er þá frammi-
staða hans, hins mikla hesta-
manns, gagnvart kjörgrip sínum?
Hann kemur honum fyrir hjá
Fák, veit hann alltaf bundinn á
bás, sem belju, sjáandi aldiei
heiðan himinn né fáandi ferskt
loft. Og þannig líður allur vetur-
inn „og lengur“ eftir því sem
hann lætur hafa eftir sér. Hann
veit líka, ef fara má eftir grein-
inni, að það er lífsskilyrði fyrir
hestinn að komast undir bert
loft, en það er bara látið ógert
— ekki í eitt skipti allan vetur-
inn. — Myndin í Morgunblaðinu
hefur farið framhjá honum og
hann veit af hestinum sínum
allan veturinn án þessa nauð-
synlega lífsskilyrðis. Hann læt-
ur gæðing sinn eiga sig á góð-
viðrisdögum vorsins og sam-
vizkan sefur, og sefur fast, til
sunnudagsins 4. ágúst, að verzl-
unarmenn fara á stjá.
Er þetta nokkur hestamaður?
Hver á að ríða gæðingnum hans
um helgar? Hver á að sjá um að
hesturinn fái nauðsynlega hreyf-
ingu og notkun við og við, svo
að hann fái notið fóðursins og sé
fær um að verða einhvers megn-
ugur fyrir eigandann? Er nóg að
vita sig eiga gæðing? Á ekki
gæðingurinn að verða var við
eigandann öðru hvoru? Er nokk-
uð óeðlilegt við það, þó Fákur
reikni beinlínis með því, í starfs-
áætlun sinni, að í gegnum sam-
band manns og hests (þó við
sleppum nú hundinum að þessu
sinni) hangi sá leyniþráður. sem
skapi hestinum marga og góða
útivistardaga, vetur jafnt sem
sumar?
Það skal ekki dregið í efa, að
maðurinn eigi kjörgrip, þar sem
hesturinn er. Hitt er jafnaugljóst,
ef greinarhöfundur telur sig
segja sannleikann í greinarkorni
þessu, að hesturinn á engan kjör-
grip, þar sem eigandinn er, og að
um lítinn hestamann mun vera
að ræða en ekki mikinn.
— Jón Brynjólfsson.
eins eftir að láta greipar sópa
um stöðu andstæðingsins, þegar
hann skyndilega fór að leika ó-
nákvæmt og slapp naumlega með
jafntefli. Ég hafði svart gegn
Salo, sem tefldi kóngsindverskt
með skiptum litum. Ég náði frjáls
ara tafli út úr byrjuninni, en
andstæðingurinn hafði engar
veilur í peðastöðunni, og jafnað--
ist staðan því fljótlega og endaði
í jafntefli. Stáhlberg vann Moe.
Sterner vann Korning. Biðskákir
hjá A. Nielsen og P. Möller og
Böök og Rantanin.
Lárus tapaði, Eggert vann, en
Óli á jafnteflisbiðskák.
í landsliðsflokki er staðan eft-
ir 5 umferðir þessi:
1. K. Sköld 4y2. 2. T. Salo 4.
3.—4. Böök 3V2 og biðskák og
Sterner 3%. 5. Rantanin 3. 6.—7
Ingvar og Stáhlberg 2%. 8.—9.
Nielsen biðskák og Ingi R. 1Vz.
10. P. Möller 1 og biðskák. 11.
Korning % vinn. 12. Moe eng-
an vinning.
Hvítt: K. Sköld. — Svar.t: Ingvar.
Sikileyjarl.
1. e4 c5
2. Rf3 Rc6
3. d4 cxd4
4. Rxd4 g6
5. c4 Bg7
6. Rc2 Rli6
14 0-0
15. h6 Bf6
16. Dd5 Re5
17. Rd4 Rg4
18. Dxf5 Rxf2!
(Við þessum leik finnst ekki
nema eitt svar).
19. Dxf2 Bxd4
20. Dg3t Kh8
21. Bf3 Dc5
(Betra var hér 21 Hg8, t.d.
22. Dh4, Haf8 og vinnur).
22. Hh4 Hg8?
(Sjálfsagt var 22 Dxc4t).
23. Df4 Bf6
24. Hh5 Re5
25. Hf5 Haf8
26. Be3 Dxc4t
27. Dxc4 Rxc4
28. Bxa7 b6?
(Hér fór síðasta vonin um vinn- ing. Rétt var 28 Bxb2. 29. Hxf8, Hxf8. 30. Hdl, Re5 með vinningsmöguleikum).
29. Ke2 Bxb2
30. Hxf8 HxfS
31. Hbl! e6
32. Bxb6 Kg8
(Hvítur hótaði Hxb2 og Bd4t).
33. Bc7 d5
34. Bg4 Hf6
35. a4 e5
36. Bd7 e4
37. Bb5 Bd4
38. Hfl Heli6
39. Hdl Bb6
40. Hxd5 Bxc7
41. Bxc4 Kf8
42. Ke3 Hg6
Samið jafntefli.
(Þessi leikur er kenndur við
Simagin. Markmið leiksins er að
splundra hinu sterka miðborði
hvíts með því að leika f5).
d6
7. Be2
8. Rc3
9. h4(?)
(Eðlilegra og
Rxf5. 10. Re3,
9.....
10. h5
11. Rxe4
12. Rg3
(Ingvar hefur
f5
betra
O-O.
er
11.
9. eXf5,
0-0).
Rf7
fxe4
Bf5
Db6!
notfært sér mjög
vel hina fálmkenndu sókn hvíts
á h-línunni. Hann hefur lokið
við að koma mönnum sínum á
framfæri, en hvítur á í erfiðleik-
um með Bcl, sem kemur einnig
í veg fyrir að Hal komist í leik-
inn. Við komumst því að niður-
stöðu um að svartur stendur bet-
ur eftir aðeins 12 leiki!).
13. Rxf5 gxf5
14. Kfl? ....
(Sjálfsagt var að hrókfæra).
Ingi R. Jóh.
Dauðaslys á 13.
hverri mínútu
WASHINGTON. — Yfirmaður
FBI í Bandaríkjunum, J. Edgar
Hoover, skýrir frá því í grein,
sem hann skrifar í málgagn
bandarísku lögreglunnar, Bulle-
tin, að dauðaslys hafi orðið á þjóð
vegum Bandaríkjanna á 13.
hverri mínútu allt sl. ár. — Hoov
er segir ennfremur, að óvarkárni
og kæruleysi hafi átt sökina á
langflestum þeirra 40 þús. dauða
slysa, sem urðu fyrir vestan sl.
ár. Hefir hann hvatt menn til að
aka varlegar.
Kveðja til Jóns
Ingvars Arnasonar
Fæddur 27. júlí 1924
Dáinn 31. júlí 1957
VINUM og ættingjum Jóns Ingv-
ars kom fregnin um andlát hans
mjög á óvart. Ungur og hraustur
var hann fallinn í valinn. Þeir
sem þekktu hann, áttu bágt með
að trúa því að hann væri horfinn
að fullu — en það er harmþung-
ur sannleikur.
En við minnumst góðs vinar,
sem aldrei vildi styggja aðra.
Nonni, eins og hann var oft kall-
aður, var aðeins 33 ára gamall,
er hann svo skyndilega var kall-
aður til þess æðra. En enginn
þekkir daginn frá morgni til
kvölds. Góði Guð, legðu hönd
þína yfir konu hans og litlu
börnin og alla sem kveðja hann
í dag. — G.