Morgunblaðið - 09.08.1957, Page 12

Morgunblaðið - 09.08.1957, Page 12
 12 MORCVTSBLÁÐIB Föatudagur 9. ágúst 1957 » I I I A i ustan Edens eítir John Steinbeck 100 Samúel svaraði ekki. Doxology otóö hinn þolinmóð- asti í hesthúsir.u, með lafandi höf uð og starði tómlátlega á hálm- stráin á gólfinu. „Þér hafið alltaf átt þennan hest", sagði Adam. „Hann er nú orðinn þrjátíu og þr'gffja ára garnall", sagði Samú- el. — „Tennurnar eru alveg út- slitnar. Ég verð að gefa honum volga soppu cg það með fingrun- um. Og hann dreymir illa. Stund- um skelfur hann og kjökrar í svefninum". „Hann er sá Ijótasti gamli jálkur, sem ég hef nokkru sinni séð“, sagði Adam. „Hann hefur alltaf Ijótur ver- ið. Það var víst þess vegna sem ég kaus mér hann, þegar hann var ungur foii. Vitið þið það, að ég gaf aðeins tvo dollara fyrir hann_ fyrir þrjátíu og tveimur árum? Allt var gallað á honum, hófarnir eins og pönnukökur, ökla liðirnir allt of gildir og stuttir. Hann var brattnefjaður og söðul- bakaður, bringumjór og lendadig- nr. Og þegar maður situr á hon- um, er eins og maður hossist í sleða yfir malarhauga. Hann kann ekki að brokka og hnýtur í □-------------------□ Þýðing Sverrii Haraldsson □-------------------□ öðru hverju spori. 1 öll þessi brjá- tíu og tvö ár hef ég ekki orðið var við einn einasta góðan eigin- leika í fari hans. Hann hefur auk’ þessa marga hvimleiða galla. — Hann er þver og þrjózkur, illkvitt inn og óhlýðinn. Til þessa dags er ég hræddur við að koma á bak honum, því að hann á það til að slá. Hann reynir að bíta í hendina á mér, þegar ég er að gefa hon- um mat. En mér þykir og mun þykja vaent um hann“. „Og svo nefnduð þér hann Doxology, sem þýðir „lofsöngur", sagði Lee. , Já, skepna sem var svo fáum kostum búin, varð að hafa eitt- hvað til að prýða sig með“, sagði Samúel. — „Nú á hann ekki langt eftir“. „Þér ættuð kannske að binda endi á eymd hans“, sagði Adam. „Hvaða eymd?“ spurði Samúel. „Hann er ein af þeim fáu ham- ingjusömu og ánægðu skepnum, sem ég hef þekkt". „Hann hlýtur þó að vera bæði stirður og gigtveikur“. „Ekki álítur hann það sjálfur. Doxology heldur sig vera hrein- asta úrvalsgæðing. Mynduð þér vilja skjóta hann, Adam, ef til þess kæmi?“ „Já, það held ég. Já, það skyldi ég' gera“. „Mynduð þér vilja taka þá á- byrgð á yður?“ „Já, það held ég. Hann er þrjá- tíu og þriggja ára gamall. Hann hefur þegar lifað sitt fegursta“. Lee hafði sett ljóskerið frá sér á jörðina. Samúel settist hjá því og rétti ósjálfrátt fram hendurn- ar til þess að oma þeim við litla, flöktandi logann.. „Það er dálítið sem hefur geif mig áhyggjufullan, Adam“, sagðí hann. „Hvað er það?“ „Vilduð þér raunverulega skjóta hestinn minn, vegna þess að dauð mn væri betri fyrir hann?“ „Tja, ég áleit------“ Samúel greip fram í fyrir hon- um: — „Metið þér lífið mikils, Aclam?“ „Nei, þér megið trúa því, að það geri ég ekki“. „Éf ég ætti lyf, sem annað hvort læknaði yður eða dræpi yð- ur, ætti ég þá að gefa yður það? Hugsið yður nú vel um, niaður". „Hvaða lyf er það?“ „Ekki að spyrja", sagði Samúel. „En yður er alveg óhætt að trúa orðum mínum. Það getur drepið yður“. „Gætið yðar, hr. Hamilton", sagði Lee. — „Gætið yðar“. „Hvað á þetta að þýða?“ spurði Adam. — , Ég vil fá að vita hvað það er, sem fyrir yður vakir“. „Ég held að ég vilji ekki gæta mín í þetta skiptið", sagði Samú- el lágt. — „Og ef ég breyti rangt, Lee — ef ég geri eitthvað sem ekki er rétt — þá tek ég ábyrgð- ina og sökina á mínar herðar“. „Eruð þér viss um, að þér ger- ið rétt?“ sagði Lee áhyggjufull- ur. — „Nei, alls ekki viss. Jæja, og viljið þér svo fá lyfið, Adam?“ sagði Samúel. „Ja, ég veit ekki hvað þao er, sem þið eruð að tala un, en ég vil fá að vita það“. „Adam, Cathy er í Salinas. — Hún á þar hóruhús, sem er spillt- ara og lastafyllra en nokkurt ann að í þessum landshlnta. Hið illa og Ijóta, hið afskræmda og saur- uga, það versta sem maðurinn getur hugsað sér, er þar til sölu. Hinir spilltu og lastafullu koma þangað til að öðlast fullnægingu. En þetta er ekki það versta. Cathy — hún kallar sig nú Kate — tekur hina ungu og óreyndu og skaðar þá svo að þeir bera þess merki alla ævi. Jæja þarna hafið þér þá lyfið yðar. Nú er eftir að vita hvaða áhrif það hefur á yður“. „Þér eruð lygari", sagði Adam. „Nei, Adam. Það er hægt að kalla mig margt og það með réttu, en lygari er ég ekki“. Adam sneri sér snöggt að Lee. „Er þetta satt?“ „Ég er ekkert móteitur", sagði Lee. — „Já þetta er satt". Adam stóð og riðaði á fótunum í bjarmanum frá ljóskerinu, en svo sneri hann sér við og hljóp af stað. Þeir heyrðu hann hrasa og detta inni í kjarrinu og klöngrast og klóra sig upp eftir brekkunni. Svo hvarf hann yfir brekkubrúnina og allt varð hljótt. „Lyfið yðar verkar sem eitur", sagði Lee. „Ég ber ábyrgðina", sagði Samúel. „Fyrir löngu lærði ég þetta: Þegar hundur hefur étið stryknin og er að drepast, verður maður að ná sér í öxi og bera hann að höggstokknum. Þvi næst verður maður að bíða eftir næsta krampakasti, en höggva þá af hundinum skottið. Ef eitrið hefur ekki þá þegar farið of langt, get- ur það skeð að hundinum batni. Kvalirnar og áfallið geta eytt á- hrifum eitursins. Annars er úti um hundinn". „En hvernig vitið þér að hér gildi sama máli?“ spurði Lee efa- gjarn. „Ég veit ekki neitt. En án þess var hann bjargarlaust herfang dauðans, svo að tilraun mín gat ekki gert illt verra". „Þér eruð hugaður maður“, sagði Lee. „Nei, ég er gamall maður. Og það sem ég hef á samvizkunni mun ekki þjá mig lengi, úr þessu". „Hvað haldið þér að hann geri?“ spurði Lee. „Ég veit það ekki“_ sagði Samú- el. -— „En hann mun a. m. k. ekki sitja og láta sér leiðast lengur. Viljið þér vera svo góður að halda á Ijóskerinu fyrir mig?“ 1 gulleitum bjarmanum frá ljóskerinu setti Samúel mélin upp í Doxology, mél sem voru svo slit- in og eydd, að þau voru aðeins næfurþunn sem blikk. Hann festi taglbandið og hesturinn þokaði sér í hring og reyndi að slá hann með afturfótunum. Þegar Doxology var koniinn á Dragtin Ný sending kvöldkjóiar Skólavörðustíg 17. Bezt útsalan Kjólar, dragfir, kápur stutfjakkar ÚTSALAN HÆTTIR Á LAUGARDAG. VESTURVERI M A R K U S Eftir Ed Dodd ACTUALLY, MARK, I GOT YOU Y OVER HERE Vll [ to OFFER ] YOU A J . /7 JOB/ / YES__I M GOING TO " RAISE AND TRAIN TRICK HORSES FOR CIRCUSES AND HOLLYWOOD... , BUT LOUISE, I M A PHOTOGRAPHER AVD OUTDOOR M ~7 WRITER/ □ P* INVESTIGATED 1—I YOU. AND EVERY- } / 1 OME TELLS ME \Æ YOU'RE THE BEST ^ TRAINER IN THE STATE... SO I WANT YOU TO TAKE - OVER MY STABLES/ NATURAL WITH ANIMALSj ESPECIALLY HOgSES... AND l'LL PAY YOU OOCmllk WHAT YOU'RE MAKING NOwJ 1) — Ég bauð þér hingað, | Markús, af því að ég ætlaði að cera þér tilboð. Bjóða þér vinnu. 2) — Já, ætlun mín er að temja héma hesta fyrir fjölleika- hús. 3) — Og nú er mér sagt að þú sért snjallasti ,amningamaðurinn. Svo ég ætla að bjóða þér að taka að þér starfið. 4) — En Lovísa, ég er fyrst og fremst myndalökumaður og rithöf undur. — Þú kannt líka að meðhöndla dýrin, sérstaklega hestana. Ég skal borga þér tvöfaldar þær tekj- ur. sem þú hefur nú. sinn stað, á milli vagnkjálkanna, sagði Lee: — „Væri yður það no’.kuð á móti skapi þótt ég riði með yður eitthvað áleiðis? Ég get gengið heim aftur?“ „Nei, komið þér bara“, sagði Samúel. — Og hann reyndi að taka ekki eftir þvi. þegar Lee hjálpaði honum upp í vagninn. Nóttin var mjög dimm og Doxo- logy sýndi andúð.sína á nætur- ferðum, með því að hnjóta í öðru hverju spori. „Jæja, leysið nú frá skjóðunni, Lee“, sagði Samúel. — „Hvað er það sem yður langar til að segja?" Lee virtist alls ekki verða neitt hissa: — „Kannske er ég forvit- inn, eins og þér segizt sjálfur vera. Ég hafði hugsað mér marga möguleika, en í kvöld kollvörpuð- uð þér ölhim mínum útreiknina> um. Þér voruð sá maðurinn, sena ég bjóst sízt við að myndi segja Adam frá þessu“. „Vissuð þér um hana?“ „Ég hef vitað það í langan tíma“, sagði Lee. „Vita drengirnir það?“ „Ekki held ég það. En það er nú bara tímaatriði. Þér vitið hversu börn eru grimm og misk- unnarlaus. Einhvern góðan veð- urdag verður það æpt að þeim í skól agarðinum". „Hann ætti e. t. v. að flytja með þá til einhvers annars stað- ar“, sagði Samúel. —• „Þér skuluð hugsa um það. Lee“. „Ég hef ekki fengið neitt svar við spurningu minni, hr. Hamil- ton. Hvernig gátuð þér gert það, sem þér gerðuð?" „Haldið þér að ég hafi gert rangt?" „Nei, það sagði ég alls ekki. En ég hefði aldrei trúað því að þér rr.ynduð stíga svo áhrifamikið spor. Það samræmist ekki þeirri skoðun, sem ég hef gert mér um yður. En þetta vekur sennilega ekki áhuga yðar?“ „Sýnið mér þann mann, sem ekki fyllist áhuga. þegar um hann sjálfan er rætt“, sagði Samúel. „Haldið áfram". „Þér eruð góður maður, hr. Hamilton. Og ég hef alltaf hald- ið að góðmennska yðar stafaði af því, að þér eruð friðsamur mað- ur, sem ekki viljið stofna til árekstra við nokkurn nann. Og hugur yðar er eins hvikull og fjör ugur og ungt, fótfrátt lamb á blómabala. Ég veit ekki til þess að þér hafið nokkru sinni beitt nokkurn mann hörðum tökum. Og svo, i kvöld, gerið þér skyndilega það, sem tætir í sundur og ónýtir með öllu þá mynd, sem ég hafði gert mér af yðui-“. Samúel vafði aktaumunum um prik sem var stungið inn í svipu- hólkinn og Doxology hnaut áfram eftir ósléttum veginum. Gamli maðurinn strauk á sér skeggið og það virtist glansandi hvítt í stjörnuskininu. Hann tók af sér svarta hattinn og lét hann í kjöltu sína. — „Ég held að ég hafi sjálf ur orðið jafnhissa og þér“, sagði hann. — „En ef þér viljið fá að aHÍItvarpiö Fiistuclagur 9. ágúst: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 19,30 Létt lög (plötur). 20,30 — „Um víða veröld". — Ævar Kvar an leikari Gytur þáttinn. — 20,55 Islenzk tónlist: Lög eftir Þóraria Jónsson (plötur). 21,20 Upplest- ur: Jónatan Jónsson les frumort ljóð. 21,35 Tónleikar (plötur). — 22,10 Kvöldsagan: „ívar hlújárn** eftir Walter Scott; XX (Þorsteinn Hannesson flytur). 22,30 Harmon ikulög (plötur). 23,00 Dagskrárl. Laugardagur 10. ágúst: Fastir liðir eins og venjulega. 12.50 Óskalög sjúklinga (Bryndíg Sigurjónsdóttir). 14 00 „Laugar- dagslögin". 19,30 Tónleikar, vín- arvalsar. 20,30 Upplestur: — Smá saga (Ingibjörg Stephensen). —- 20.50 Tónleikar (plötur). 21,25 Leikrit: „Afi er dáinn" eftir Stanley Houghton; Andrés Björng son þýddi. Leikstjóri: Haraldur Björnsson. 22,10 Danslög (plötur). 24,00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.