Morgunblaðið - 22.08.1957, Page 10
M
MORCUNBLAÐ1Ð
Hmmtudagur 22. ágúst 1957
Frá heimsmófi Ijósmœðra í Stokkhólmi:
Haldið var með heimafœðingum og
brjóstagjöfinni
Samtal við frk. Jóhönnu Friðriksdóttur
formann Ljósmæðrafélags Islands
EXNN er sá félagsskapur hér á
landi sem ekki lætur mikið yfir
*ér en gegnir þó sínu þarfa hlut-
verki, en það er Ljósmæðraféiag
fsiands. í félaginu eru nú um 200
ljósmæður eða nær allar sem
starfandi eru á landinu.
Félagið var stofnað 2. maí 1919
og fyrstu stjóm þess skipuðu
Þuríður Bárðardóttir, sem var
einn af aðalbrautryðjendum að
stofnun félagsins, I>órdís Carl-
quist og Þórunn A. Björnsdóttir,
en þær voru þá allar lögskipaðar
ljósmæður í Reykjavík.
Margir af stofnendum félags-
ins eru enn á lífi og hafa ailtaf
verið í félaginu, en meðal þeirra
eru Sigríður Sigfúsdóttir, sem
léngst af hefur verið gjaldkeri
félagsins og Asa Asmundsdóttir
meðstjórnandi. — Frk. Jóhanna
Friðriksdóttir, núverandi formað
ur félagsins, var ritari þess frá
1925 og til ársins 1949 er hún
varð formaður. Fréttamaður Mbl.
hrtti hana að máli nýlega er hún
var nýkomin heim af alþjóða
ljósmæðraþingi er haldið var í
Svíþjóð í júní sl. og ræddi nokk-
uð við hana um félagið, þingið og
hlutverk Ijósunnar í þjóðféiag-
inu í dag.
Hluíverk Ljósmæðrafélagsins
— Hvert er aðalhlutverk Ljós-
mæðrafélags fslands, Jóhanna.
— Ljósmæðrafélagið hefur lát-
ið launamál og menntun ljós-
mæðra mjög til sín taka. Þá hef-
ur félagið greitt götu þeirra ljós-
mæðra sem hafa vilj.að fara utan
til framhaldsnáms. Utanfarasjóð-
ur ljósmæðra var stofnaður í
þessu skyni og hefur hann fé sitt
af frjálsum framlögum og öðrum
gjöfum. Félagið hefur látið sig
varða lengingu námstímans í
Ljósmæðraskólanum. ■— Er fé-
lagið var stofnað, var námstím-
inn ekki nema 6 mánuðir, en þá
var hann lengdur í 9 mánuði.
Síðar, 193Q, er fæðingardeildin
var stofnuð, var námstíminn
lengdur í 1 ár, sem hann er nú.
En Ijóðmæðurnar teljast ekki
fullgildar fyrr en þær hafa að
námstima loknum unnið sem að-
stoðarljósmæður í eitt ár.
Þá hóf félagið, 1922, útgáfu
Ljósmæðrablaðsins, sem flytur
bæði frumsamdar greinar og
þýddar og ýmsan fróðleik fyrir
ljósmæður og er ef svo mætti að
®rði komast eini tengiliðurinn
milli ijósmæðra á landinu. Eng-
ia sérstök blaðanefnd sér um
blaðið heldur er formanni félags-
ins og ritara falið að sjá um út-
gáfuna, en á hverju ári koma út
t blöð.
— Hafa ljósmæður á Norður-
löndum gott samstarf sín í milli?
— Jú, við höfum leitazt við að
koma ljósmæðrum okkar, sem
þess hafa óskað, til framhalds-
náms á hinum Norðurlöndunum,
en þar sem námstími ljósmæðra
á Norðurlöndunum er mjög mis-
munandi hefur stundinn ekki
verið svo gott að koma þvi við.
Árið 1950 var stofnað samband
norrænna ljósmæðra í Lundi og
*ótti ég, sem formaður félagsins,
mótið fyrir okkar hönd, og var
síðan haldinn annar fundur í
Kaupmannahöfn, 1952. Vill sam-
bandið vinna að samræmingu
Ijósmæðranáms á Norðurlöndun-
utn og að velferðarmálum ljós-
mæðrastéttarinnar yfirleitt.
— En hvenær var svo heims-
sambandið stofnað?
— Það var árið 1920 að sam-
tökin voru stofnuð. Fundir voru
haldnir á þriggja ára fresti, en
siðasti fundurinn fyrir stríðið var
í Genf 1938 og er hefja átti starf-
ið að nýju eftir stríð fundust ekki
neinir pappírar samtakanna,
höfðu allir glatazt í stríðinu. En
árið 1951 var aftur haldið reglu-
legt þing*í London og hafa mótin
verið haldin síðan reglulega.
Mótið sem haldið var -í Stokk-
hólmi dagana 23.—28. júní sl.,
var hið 11. í röðinni, en mótia
eru haldin þriðja hvert ár. Næsta
mót er ráðgert í Róm 1960.
— Hvenær gekk ísland í sam-
tökin?
— Núna á þessum síðasta fundi
vorum við teknar inn í alþjóða-
félagið. Meðmæli höfðum við frá
frk. Ellen Erup, sem er formaður
norræna ij ósmæðrasambandsins.
Var hún einnig kosinn fovíeti
heimssamtakanna, International
Confederation of Midwifes,
og er það mikill heiður fyrir
Norðurlöndin í heild. Frk. Erup
var einnig sæmd æðsta heiðurs-
merki Svía fyrir frábært starf
sitt í þágu þjóðfélagsins.
— Hvað voru þátttakendurmr
margir?
— Alls sendu 35 lönd fulltrúa
sina, um 850 að tölu, þar af voru
um 300 frá Svíþjóð. Sumar þjóð-
ir sendu fáa fulltrúa, t. d. voru
ekki nema_6 frá Bandaríkjimum
og 5 frá Ástralíu. Við íslenzku
fulltrúarnir vorum 7.
— Hvernig höfðu Svíarnir
undirbúið mótið?
— Alveg skínandi vel. Það var
haldið í Konserthuset í Stokk-
hólmi og var þar mjög til alls
vandað. Drottningin var vernd-
ari mótsins ásamt Sibyllu prins-
essu. Hin viðurkenndu tungumál
íundarins voru enska, spænska
og franska, ásamt sænsku af því
að mótið var haldið í Sviþjóð.
Við áheyrendastólana voru
heyrnartæki og gat maður hlust-
að á ræðumar sem fluttar voru
á hverju þessara tungumála er
maður kaus helzt.
— Hvert var aðalumræðuefni
fundarins?
—- Mikið var fjallað um kjör
og menntun Ijósmæðra og stöðu
þeirra í þjóðfélaginu. Einna mest
var rætt um brjóstgjöfina,
hversu nauðsynleg hún væri fyr-
ir barnið. Kom m. a. fram það
sjónarmið að eins og barnið
nærðist á blóði móðurinnar á
meðan það væri í móðurkviði,
ætlaðist náttúran til þess að það
nærðist á brjóstamjólkinni eftir
að það væri í heiminn fætt. —
En nútímakonan vill helzt ekki
þurfa að vera bundin yfir barni
sinu og þar með taka þessa guðs-
gjöf frá því, en hin frumstæða
kona, t. d. í Indlandi og Afríku,
skilur þessa nauðsyn og hefur
barnið sitt á brjógti.
Þá var rætt um hvort konan
ætti að fæða heima eða á fæð-
ingarstofnun og var haldið með
heimafæðingunum. Og í því sam-
bandi rætt um ljósmóðurina sem
þátttakanda og heimilisvin —
hún hjálpaði til þess að skapa
sanna heimilishamingju og und-
irbyggi jafnt föður og móður
undir væntanlega fæðingu.
— Var ekki rætt um afslöpp-
unarkerfið?
— Jú, sei, sei, jú. Mikið var
rætt um það kerfi og meira að
segja sýndi flokkur tilvonandi
mæðra mæðraleikfimi. Svíþjóð
hefur staðið mjög framarlega í
að kenna tilvonandi mæðrum
sínum þessar afslöppunaræfing-
ar, en þrátt fyrir það þykja þær
ekki gefa góða raun þar. Af til-
raun sem gerð var með 344
mæðrum fannst aðeins 6 að æf-
ingarnar hefðu hjálpað þeim til
að fæða þjáningarlaust.
Ánægjuleg ferð
— Hverjar voru hinar íslenzku
ljósmæður er mótið sóttu?
— Ingibjörg Björnsdóttir, Dýr-
leif Friðriksdóttir, Magnea
Guðnadóttir, Ása Marinósdóttir,
Þórdís Ólafsdóttir og ég, og einn-
ig var á mótinu Anna Guðmunds
dóttir, sem um 11 ára skeið hefur
verið yfirljósmóðir á fæðingar-
spítala í Svíþjóð.
— Voruð þið ekki ánægðar
með förina á mótið?
— Jú, við vorum mjög ánægð-
ar með förina. Á meðan á mótinu
stóð bjuggum við frítt, fulltrú-
arnir bjuggu á sænskum heim-
ilum, en ég bjó í ljósmæðraskóla
við Suður Sjukhuset, sem er 1100
rúma spítali, byggður 1950,
ásamt formönnum hinna ljós-
mæðrafélaganna.
Það var mjög ánægjulegt að
kynnast öllum þessum ljósmæðr-
um frá hinum ýmsu stöðum í
heiminum og kynnast því hvern-
ig Ijósmæðrafræðsla og vinnu-
skilyrði eru. T.d. var mjög gam-
an að hitta Ijósmóðirina sem
kom frá svertingjaríkinu Gana á
Gullströndinni. Þarna voru e:nn-
ig ljósmæður frá Egyptalandi,
Formósu, Nýja-Sjálandi, Mar-
okkó, Indónesíu o. m. fl. stöðum.
Við töldum það mikla hamingju
fyrir Ljósmæðrafélagið að það
skyldi fá inngöngu I þessi
heimssamtök ljósmæðra. Þar
með höfum við hlotið viðurkenn-
ingu á alþjóðavettvangi, sagði
frk. Jóhanna Friðriksdóttir að
lokum.
A. Bj.
fslenzku fulltrúarnir á Ijósmæðraþinginu, talið frá vinstri:
Ingibjörg, Jóhanna, Þórdis, Dýrleif, Anna, sem búsett er í
Sviþjóð, Magnea. — Á myndina vantar Ásu Marinósdóttur.
- SKF
Framh. af bls. 9
tveir fastráðnir læknar og einn
sem vinnur hálfan daginn. Þeim
til hjálpar eru sjö hjúkrunar-
konur.
Eigið lögreglulið, sem hefir
með höndum allar varnir innan
„borgarmúranna". í því er starf-
andi 51 maður og þar af átta
með lögreglumennt.
Eigin tannlækningastofa, þar
sem starfsfólkið fær fría tannvið-
gerð. Þar eru starfandi fimm
tannlæknar, tveir tannsmiðir.
Þeim til aðstoðar eru sjö hjúkr-
unarkonur. Þessi stofa hefir til
umráða sex herbergi sem eru út
búin öllum nýjustu tækjum.
Eigin skóli. SKF hefir sinn eig-
in iðnskóla, þar sem ungir menn
fá fjögurra ára menntun á sviði
kúlulegaframleiðslunnar. Einn-
ig er skóli sem er ætlaður fólki i
sem byrjar vinnu á skrifstofum
fyrirtækisins.
Slökkvilið, lið sem annast allt
hreinlæti innan verksmiðjunnar,
bókasafn fyrir stárfsmenn, banki.
Matsalir eru margir og eru
óspart notaðir, enda kostar mat-
urinn ekki nema sem svarar
2,50 ísl. krónum. Er það smurt
brauð, heitur réttur með kaffi á
eftir.
Fyrir utan múrana eru svo
búðir fyrir starfsfólkið og barna
heimili, þar sem starfsliðið get-
ur skilið eftir börnin sín meðan
á vinnu stendur. Þar að auki
hefir fyrirtækið byggt yfir 2000
íbúðir.
Gautaborg er stundum kölluð
borg gjafanna og er það orð að
sönnu, því fyrirtæki og auðkýf-
ingar gefa ógrynni af peningum
til alls konar góðgerðastofnana.
Þar hefir SKF heldur ekki legið
á liði sínu, því fyrirtækið hefir
gefið 16 milljónir króna til skóla
i og annarra stofnana.
Ingi R. Jóhannsson:
SKÁK
x-ís: xxxvrrvrv.-f\iNJLfi sKaK var tefld
á Norðurlandamótinu í Helsing-
fors í síðustu umferð. Stáhlberg,
sem hefur hvítt, veitist auðveli
að ráða niðurlögum andstæðings
síns, og tryggja sér um leið ann-
að sætið.
Hvítt: G. Stáhlberg
Svart: Rantaninn
Drottningarindversk-vörn.
1. d4
2. c4
3. Rf3
4. Bg5
(Stáhlberg vill vitaskuld forðas
alfaraleiðir).
4......
5. Rc3
6. Bh4
7. e3
(Mun betra var 7. ...
svartur jafnar taflið
lega).
8. cxd5 Rxd5
(Þessi leikur er engan vegin
góður, þar sem hann gefur hvít
miðborðspeðunum frjálsar henc
ur. Nákvæmara er 8.......exdö;
Rf6
b6
Bb7
h6
Be7
d5
Re4! oí
auðveld
0-0
Rxc3?
.. c5).
c5
Dc8
9. Bg3
10. Bc4
(Sjálfsagt var 10.
11. bxc3
12. 0-0
(Svartur á þegar í erfiðleikurr
en e.t.v. var 12......a6 betra)
13. De2 Rc6
(Sjálfsagt var að reyna 13. ...
Ba6).
14. e4 Ra5
15. Bd3 Hd8
16. Ilacl Bf8
17. Bh4! ....
(Þessi biskup á eftir að gegn
mikilvægu hlutverki í sóknar
aðgerðum hvits).
17.....
18. Hfdl
19. Bg3 ....
(19. e5 hefði verið ótímabæi
vegna 19. .... Re7).
19................... g6?
(Eftir þennan leik er allt mikl
auðveldara. Skárra var 19. ..,
Re7).
20. BÍ4! Kh7
21. h4 f5
(Nú er aðeins tímaspursmál h\
nær svarta staðan hrynur í rúst
22. h5! Re7
(Ekki dugar 22........ g5 vegr
23. exf5!, a) exf5. 24. Dc2! 1
gxf4. 24. fxe6t, Kg8. 25. d5 t
svartur á erfitt um vik).
23. Bd6! ....
(Biskupinn hefur ekki sagt si
síðasta orð).
23.................... g5
24. Re5 a6
(Ekki 24 .... Rc6. 25. exfð! i
Bxd6. 26. fxe6f, Kh8. 27. De
b) .... exf5. 26. Dg4).
He8
Rc6
25. Bxe7 Hxe7
26. exf5 exf5
27. Dg4 Be4
28. Rxe4 fxe4
29. Dxe4t Kg8
30. Dd5t Kg7
31. dxc5 bxc5
32. Rd7 Ha7
33. Rxc5 De8
34. Re6t í Kh8
(Ekki 34 Hxe6 vegna
Dd4f).
35. Rxf8 Dxf8
36. Dd4t Kg8
37. Dc4f Kh7
38. Dd3t Kh8
39. Hbl De8
40. Dd8 Gefið.
★
Skókmófið í
Hafnorfirði
Nýhafið er í Hafnarfirði „al-
þjóðlegt" skákmót með stór-
meistaranum H. Pilnik og al-
þjóðlegu meisturunum P. Benkö
og Friðriki Ólafssyni. Eftir 2
umferðir eru Benkö og Ingi R.
efstir með 2 v., en næstir þeim
koma Friðrik og Pilnik með 114
vinning.
í fyrstu umferð kom eftirfar-
andi staða upp í skák Sigurgeir*
sem hafði hvítt og Benkö:
ABCDEFGH
1..... Bxf3!
(Sigurgeir virtist sem Benkö
tapaði manni eftir 2. Rxe6, Bxe2.
3. Rxg5 og lék því):
2. Rxe6? Rxh3 mát.
Óneitanlega undarleg mátstaða.
AKRANESI, 20. ágúst: — Hingað
kom þýzkt skip í kvöld með vél-
ar, sement og annað efni í Sem-
entsverksmiðjuna. Annað skip
erlent kom hér einnig í kvöld og
mun það iesta hvalkjöt. —Oddur.