Morgunblaðið - 22.08.1957, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 22.08.1957, Qupperneq 12
MORGVNBLAÐ1Ð Flmmtudagur 22. ágúst 1957 • A i i ustan Edens eftir John Steinbeck 111 I „Vandi er vel boðnu að neita", Sagði frú Baco.., en beindi svo orð um sínum til barnanna: „Krakk ar, nú er alveg hætt að rigna. — Farið þið út og leikið ykkur“. — Rödd hennar var svo valdsmanns- leg, að börnin flýttu sér út úr stof unni — Aroi. fyrstur, því næst Cal og Abra síðust. 3. Inni í stofunni sat hr. Bacon í mestu makindum og krosslagði fæturna fram á gólfið: — „Þetta er góð jarðeign, sem þér eigið hér“, sagði hann. — „Hvað er hún víðlend?" „O, hún er talsvert stór“, sagði Adam. — „Ég á líka landið hinum megin við ána. Þetta er mesta kostaland". „Eigið þér bá allt landið hérna megin við þjóðveginn?" spurði hr. Bacon. „Já, ég á það. Það liggur við að ég skammist mín fyrir að játa það. Ég hef vanrækt það meira en skyldi. Ég hef látið það falla í órækt". Bæði hr. og frú Bacon horfðu á Adam og hann fann að hann varð að gefa þeim einhverja full- nægjandi skýringu á því, hvers vegna hann hafði látið svo gott land falla í órækt. „Ég er víst fremur latur mað- ur“, sagði hann. — „Og faðir minn hefur sennilega gert mér bjarnargreiða, þegar hann lét eft ir sig svo miklar eignir, að ég gat lifað góðu lífi án þess að gera handarvik". Hann leit niður fyr- ir sig en fann það jafnframt greinilega að hann hafði vaxið í áliti hr. Bacons við þessi síðustu orð. Það var ekki leti ef hann var ríkur maður. Einungis hinir fá- w — Fram til þessa hef ég aetíð verið félagi þinn, Markús. Sa nú er nóg komið. □_--------------------□ Þýðing Sverrn Haraldsson □---------------------□ tæku voru latir Einungis hinir fátæku voru fávísir. Ríkur mað- ur, sem ekkert vissi og ekkert kunni var annað hvort skemmdur eða sjálfstæður. „Hver annast um drer.gina?" spurði frú Bacon. Adam hló: — „Þá umönnun sem þeir hljóta og hún er nú ekki neitt sérlega mikil, eiga þeir Lee að þakka". „Lee?“ Adam var farið að leiðast all- ar þessar spurningar: — „Ég hef aðeins einn mann í þjónustu minni", sagði hann þurrlega. „Er það Kínverjinn, sem við sáum áðan?“ Frú Bacon virtist bæði hneyksluð og forviða. Adam brosti. Hún hafði gert hann dálítið órólegan í fyrstu, en nú færðist notaleg ró yfir hann aftur. — „Lee ól drengina upp, '. fæðingu þeirra og til þessa dags og hann hefur annazt mig“, sagði hann. „En hafa þeir aldrei haft af neinni móðurumhyggju að segja", spurði frú Bacon. „Nei, það hafa þeir ekki haft“. „Aumingjarnir litlu", sagði hún með hluttekningu. „Þeir eru kannske dálítið í- tamdir", sagði Adam — „en ég held að þeir séu hraustir og það er fyrir mestu. En nú er Lee að fara frá okkur og þá veit ég ekki hvað við eigum að gera“. Hr. Bacon ræskti sig digur- barkalega, áður en hann sagði: — 2) — Ég skil ekki, hvað hef- ur komið fyrir þig. Að þú skulir aetla að fara að vinna fyrir þessa leiðinlegu Lovísu. „Hafið þér nokkuð hugsað um uppfræðslu son yðar?“ „Nei — ég hef nú ekki ákveðið neitt um það, enn sem komið er“, sagði Adam. „Maðurinn minn telur menntun mjög nauðsy.ilega", sagði frú Bacon. „Menntunin er lykillinn að fram tíðinni", sagði hr. Bacon. „Hvers konar menntun?" spurði Adam. Hr. Bacon hélt áfram: — „Menntun er vald. Um það getur engum blandazt hugur“. Hann hallaði sér áfram í áttina til Adams og sagði I lágum trúnaðar- róm: — „Úr því að þér yrkið ekki jörðina sem skyldi, hvers vegna leigið þér hana þá ekki og flytjið til borgarinnar — þar sem mikið er af góðum skólum fyrir dreng- ina yðar?“ „Adam var að því kominn að svara: — „Hvers vegna nægir yður ekki að hugsa um það sem yður kemur við?“ en hann sá sig um hönd og sagð: aðeins: „Fynd- ist yður það góð hugmynd?" „É" held að ég myndi geta út- vegað yður góðan landsseta", sagði hr. Bacon. — „Þá hafið þér tekjur af eigninni, jafnvel þótt þér væruð búsettur annars stað- ar“. — Þegar hér var komið samræð- unum, truflaði Lee þær með því að koma inn og bera te á borðið með óþarflega miklum fyrirgangi. Hann hafði heyrt nægilega mikið b -ot af samræðunum, til að vita að Adam leiddist þær. Hann var næstum viss um það, að þessum gestum geð.iaðist ekki að te, en ef svo væri ekki, þá myndi þeim á- reiðanlega ekki smakkast það te vel, sem Lee hafði búið þeim til. Og þegar Bacon-hjónin drukku það og luku r'iklu lofsorði á til- búning þess, vissi Lee að þau myndu hafa eitthvað sérstakt í hyggju. Hann reyndi að mæta til- liti Adams, en tókst það ekki. Adam sat og starði niður á gólf- teppið. „Maðurinn minn hefur setið í skólanefnd í fjöldamörg ár“, sagði frú Bacon — en Adam heyrði ekki orð hennar né það sem á eftir var sagt. Hann sá fyrir sér stóran hnött, sem hékk og sveiflaðist í grein á einu eikartrénu hans. Og án nokk urrar skiljanlegrar ástæðu minnt ist hann skyndilega föður síns, þar sem hann haltraði um á tréfætin- um og barði í- hann með göngu- stafnum. Hann sá fyrir sér harð- leitt, hermannlegt andlit föðurins, þegar hann kallaði synina til æf- inga og neyddi þá til að bera þung ar byrðar, til bess að stæla herð- arnar og bakið. Adam fannst hann finna til bakpokans með þungu steinunum. Hann sá hæðn- islega glottið á Charles — Char- 3) — En Markús ríður þög- ull úr hlaði. 4) — Af hverju skyldi hann Markús hegða sér svona. Hann les — með köldu, hættulegu aug- un og ofsafengna skapið. Skyndi- lega ' langaði Adam til að sjá Charles. Hann ætlaði að fara og heimsækja hann, einhvern tíma bráðlega — og oaka drengina með sér. Þessi hugsun fyllti hann svo miklum ákafa, að hann sló á lærið. Hr. Bacon þagnaði í miðri setn ingu og leit spyrjandi á Adam. „O, afsakið", sagði Adam vand- ræðalega. — „Ég mundi bara skyndilega eftir dálitlu, sem ég hef vanrækt að gera“. Bæði hr. og frú Bacon biðu þol- inmóð og hæversk eftir nánari út- skýringu frá hans hendi og Adam hugsaði með sér: „Hvers vegna ekki? Ekki ætla ég að sækja um starf sem fátækrastjóri. Ekki er éf í neinni skólanefnd. Hvers vegna ekki?“ Hann sagði við gesti sína: — „Ég minntist bara þess að ég hef gleymt að skrifa bróður mínum í meira en tíu ár“. Þau undruðust bersýnilega þessa játningu hans og litu hvort á annað, svo að lítið bar á. Lee hafði aftur hellt í bollana. Adam sá að hann blés út kinnarn- ar og heyrði hann skríkja lágt af ánægju, þegar hann var kominn í öruggt Skjól frammi á ganginum. Bacon-hjónin kærðu sig ekkert um að ræða nánar við Adam um samband þeirra bræðranna. Þau vildu vera tvö ein sem fyrst og tak? það þá til rækilegrar athug- unar. Lee sá það af hyggjuviti sínu að svo myndi vera. Hann flýtti sér að leggja aktygi á hestinn og aka litla vagninum að húsdyrun- um. 4. Þegar Abra, Cal og Aron fóru t, staðdæmdust þau í litla, yfir- byggða forskyggninu og horfðu á regndropana, sem féllu og fossuðu niður úr krónubreiðu eikartrján- um. Skýfallið var liðið hjá og þrumuhljóðið heyrðist úr fjarska, e- rigningin virtist ætla að halda áfram. „Konan sagði okkur, að það væri hætt að rigna", sagði Aron. „Hún leit ekki út“, svaraði Abra skynsamlega. — „Þegar hún tal- ar, gáir hún ekki að neinu". „Hvað ertu gömul?" spurði Cal. „Tíu ára“, sagði Abra. — „Næst um ellefu". „Ha“, sagði Cal borginmann- lega. — „Við erum orðnir ellefu ára. — Bráðum verðum við tólf ára“. Abra ýtti hattinum aftur á hnakka. Hann var eins og geisla- baugur um höfuð hennar. Hún var falleg, með dökkt hár í tveimur, þykkum fléttum. Hún hafði hátt og hvelft enni og augabrýnnar voru jafnar. Með tlmanum myndi hún fá snoturt söðulnef, enda þótt það líktist nú lítilli kartöflu. En tvennt myndi alltaf haldast ó- breytt í svipmóti hennar og ein- kenna hana: Hakan var festuleg og munnurinn fallegur með þykk- um, ljósrauðum vörum. Brúnu augun voru hvöss og greindarleg og laus við allan ótta. Hún horfði beint framan í drengina, beint í augu þeirra og nú gætti ekki leng- ur þeirrar feimni er hún hafði gert séi upp inni í stofunni. „Ég trúi því ekki að bið séuð tvíburar", sagði hún. „Þið eruð ekkert líkir". hlýtur að hafa einhverjar leynd- ar ástæður. — Æ, pabbi. Við skulum ekki tala um það, Markús er farinn og hann kemur ekki aftur. „Jú, við erum það“, sagði Cal. „Það erum við“, sagði Aron. „Sumir tvíburar eru ekkert lík- ir“, fullyrti Cal. „Það eru margir tvíburar ólík- ir“, sagði Aron. — „Le» hefur sagt okkur hvernig því er háttað. Ef tvíburamir koma úr einu eggi, eru þeir líkir. En ef eggin eru tvö, þá eru þeir ólíkir". „Við erum tvö egg“, sagði Cal. Abra brosti og hafði gaman að hugarburði þessara sveita- drengja. — „Egg“, sagði hún. — „Ha, ha, egg“. Hún hló ekki hátt, en kenning Lees riðaði til falls og svo kollvarpaði hún henni gersam íega. — „Hvor ykkar er steikt egg?“ spurði hún — „og hvor lin- soðið?" Drengirnir litu vandræðalegir og ráðþrota á hana. Þetta var í fyrsta skiptið sem þeir kynntust h'nni ósveigjanlegu rökfræði kon- unnar, sem er ósigrandi jafnvel, og kannske alveg sérstaklega, þeg- ar hún er röng. Þetta var þeim al- veg ný reynsla, æsandi og hræð- andi. „Lee er Kínverji", sagði Cal. „Nú, svo að skilja", sagði Abra vingjarnlega. — „Hvers vegna sagðirðu það ekki strax? Þið eruð kannske kínversk egg — ég meina, sko, þessi „plategg", sem þeir láta í hreiðrin hjá hænunum, svo að þær fari að verpa". Hún þagnaði til að vita hver áhrif orð hennar hefðu. Hún sá efa og andúð í svip drengjanna, sem snöggvast, en svo hvarf það aftur. Allt sem heitið gat mótmæli og mótþrói, var að engu orðið. — Abra hafði tekið forustuna. „Við skulum fara út í gamla húsið og leika okkur þar“, sagði Aron. — „Þakið lekur ofurlítið, en annars er gaman að vera þar“. Þau hlupu undir regnblautu eikartrjánum, til gamla Sanchez- hússins og skutust inn um opnar dyrnar, sem mörruðu ólundarlega á kolryðguðum hjörunum. Þetta gamla hús var orðið hrörnuninni að bráð í annað skipti. Stóra stofan, sem náði yf- ir alla húslengdina, var að hálfu leyti kölkuð og veggirnir voru hvítir, þar sem smiðirnir höfðu lokið verki sínu fyrir tíu árum. Og gluggarnir með nýju glugga- grindunum voru enn sem fyrr rúðulausir. Nýja gólfið var skell- >. t eftir lekann á þakinu og úti í horninu var stór hrúga af göml- um pappa og svörtum pokum með nöglum sem voru löngu ónýtir af ryði. Þegar börnin stóðu í dyrunum kom leðurblaka flögrandi innan úr húsinu. Hún sveimaði í lcrókum og kimum, eins og grár skuggi og hvarf loks út um einn glugg- ann. SHÍItvarpiö Fimmtudagur 22. ágúst: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „/. frívaktinni", sjó- mannaþáttur (Finnborg Örnólfs- dóttir). 19,30 Harmonikulög (plöt ur). 20,30 Erindi: Hugsað um lít- ið ljóð (Ólafur Haukur Árnason, skólastjóri). 21,00 Tónleikar (pl.). 21.30 Útvarpssagan: „Hetjulund" eftir Láru Goodman Salverson, IX (Sigríður Thorlacius). 22,10 Kvöldsagan: „ívar hlújárn" eftir Walter Scott, XXVI (Þcrsteinn Hannesson flytur). 22,30 Sinfón- ískir tónleikar (plötur). — 22,10 Dagskrárlok. Föstudagur 23. ágúst: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 19.30 Létt lög (plötur). — 20,30 Um víða veröld (Ævar Kvaran). 20,55 íslenzk tónlist: Lög eftir Ás- kel Snorrason og Inga T. Lárus- son. 21,20> Þýtt og endursagt: — „Hvíta hindin", eftir James Thur- ber (Málfríður Einarsdóttir). —- 21,45 Tónleika’ (plötur). — 22,10 Kvöldsagan: „Ivar hlújárn" eftir Walter Scott, XXXVII (Þorsteinn Hannesson flytur). 22,30 Harmon ikulög. a) Die Picos leika. b) Sig- urd Agren og harmonikuhljóm- sveit hans leika. 23,00 Dagskrár- lok. — DURHSCHHRF RAKVÉLABLÖDIN hafa farið sannkallaða sigurför um landið. Reynið fasan durascharf rakvélablöðin og sannfærist um gæði þeirra. Þér getið ekki dæmt um beztu rakvéla- blöðin fyrr en þér hafið reyntfasan durascharf. Einkaumboð: BJÖRN ARNÓRS SON Bankastræti 10, Reykjavik MAKKUS Eítir Ed Dodd

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.