Morgunblaðið - 22.08.1957, Side 16
187. tbl. — Fimmtudag'ur 22. ágúst 1957-
2-24-80
2-24-80
Asíuinflúenzan í Rússneska skipinu:
Sóttkví óframkvæmanleg
segja heilbrigðisyfirvöldin
HEILBRIGÐISSTJÓRNIN tók þá ákvörðun síðdegis í gær, að lok-
inni ýtarlegri athugun, að setja ekki í sóttkví neinn hinna rúmlega
100 Moskvufara, sem hingað eru væntanlegir í dag með rússneska
íkipinu Kooperatzia. — Sama máli gegnir um Gullfoss, en með
honum eru 15 Moskvufarar, þar af hafa 4 tekið Asíu-inflúensuna.
Heilbrigðisstjórnin gaf út fréttatilk. um þessa ákvörðun sína.
Rússneska skipið kemur á ytri^
höfnina í Reykjavík um kl. 10,30.
Gullfoss kemur snemma í dag. I
gærkvöldi var það vitað mál að
engir aðrir farþegar með skipinu
voru veikir en fyrrnefndir
Moskvufarar, en í gærdag veikt-
ist fyrsti maðurinn þar um borð,
sem ekki er í tölu Moskvufar-
anna, og er það einn skipverj-
anna.
í fréttatilk. heilbrigðisstjórn-
arinnar segir svo á þessa leið:
Telja má víst, að inflúenza sú,
sem orðið hefur vart meðal ís-
lenzkra Moskvufara í skipunum
Kooperatzia og Gullfossi, hafi
þegar borizt til flestra Vestur-
landa og þar á meðal til allra
Norðurlanda.
Við Norðurlönd og Bretland
eru svo til daglegar flugsam-
göngur, og meðan svo er, verður
ekki girt fyrir, að inflúenza ber-
ist hvenær sem er inn í landið
að þeim leiðum.
Á Norðurlöndum hafa ekki
verið gerðar og eru ekki fyrir-
hugaðar sóttvarnaráðstafanir
gegn þe..sum faraldri.
Veikin hefur hingað til reynzt
mjög væg og fylgikvillalaus.
Fjöldi þess fólks, sem til greina
kæmi að sóttkvía nú og fram-
vegis, er svo mikill, að virk sótt-
kvíun verður að teljast ófram-
kvæmanleg með þeim ráðstöfun-
um, sem heimilt er að gera sam-
kvæmt hinum alþjóðlega sótt-
varnarsamningi.
Heilbrigðisstjórnin mun því nú
ekki mæla fyrir um aðrar sótt-
varnaráðstafanir en þær, að fyr-
ir aðkomufólkið verði lagt að
halda fyrst í stað kyrru fyrir á
heimilum sínum og hafa sem
minnst samneyti við utanheimil-
isfólk, en kalla til lækni þegar í
stað, ef það kennir lasleika.
Unnið án hvíldar
í sementsverk-
smiðjunni
AKRANESI, 21. ág.: í sements-
verksmiðjunni er nú um 10 daga
bil unnið allan sólarhringinn og
þrískiptar vaktir. Á að byggja
þar 4 sívala turna um 17 m háa
og 7 metra í þvermál. Turnarnir
eiga að verða hráefnageymslur.
Tveir eru steyptir samtímis og
er nú verið að steypa tvo hina
fyrri. Eru þeir steyptir í skrið-
mótum og því má ekki staðar
nema meðan verkið stendur yfir.
Þess vegna er unnið dag og nótt.
Bílslys á Reykja-
nesbraut
í GÆRKVÖLDI klukkan 9, varð
8 ára gömul telpa, Erna Gunnars-
dóttir, Norðurmýrarbletti 33,
fyrir bifreið á Reykjanesbraut
við Þóroddsstaði.
Ekki er fullkunnugt um tildrög
slyssins, en bifreiðin sem telpan
varð fyrir var station-bifreið, af
caravan gerð.
Telpan var flutt í slysavarð-
stofuna. Ekki voru meiðsli henn-
ar alvarleg; aðallega skrámur á
andliti.
Albert vel fagnað
á Siglufirði í gær
SIGLUFIRÐI, 21. ágúst. — Björg
unar- og varðskipið Albert kom
hingað til Siglufjarðar, fyrstu
hafnar á Norðurlandi kl. 5 í dag.
Á hafnarbryggjunni hafði fjöldi
bæjarbúa safnazt ásamt skips-
mönnum á síldveiðiflotanum.
Bryggjan var fánum prýdd og
-um allan bæ voru fánar við hún.
Var skipinu heilsað með leik
Lúðrasveitar Siglufjarðar og
söng kirkjukórsins undir stjórn
Páls Erlendssonar. Þá sté séra
Sigurður Stefánsson prófastur á
Möðruvöllum á skipsfjöl og vígði
skipið til hins þríþætta starfs:
landhelgisgæzlu, fiskrannsókna
og björgunarstarfa við Norður-
land. Frú Eiríksína Ásgrímsdótt-
ir, formaður slysavarnadeildar
kvenna, og Þórarinn Dúason hafn
arstjóri buðu skipið velkomið af
hálfu heimamanna. Pétur Sig-
urðsson forstjóri Landhelgis-
gæzlunnar talaði síðan af skips-
fjöl.
Með skipinu komu eftirtaldir
forvígismenn slysavarnamála:
Guðbjartur Ólafsson, Júlíus Hav-
steen og Steindór Hjaltalín.
I kvöld situr skipshöfn Alberts
og bæjarstjórnin kvöldverðar-
boð slysavarnadeildar kvenna í
tilefni af komu skipsins.
Bíll stórskemmist
- Ok á ljósastaur
BENZÍNBRÚSI varð valdur að
mjög hörðum árekstri í gær. —
Gerðist þetta skammt vestan við
hringtorgið við íþróttavöllinn
laust fyrir hádegið. Ungur mað-
ur, Bjarni Ásgeirsson, Marbakka
á Seltjarnarnesi, ók bíl föður síns
austur Hringbrautina. Á gólfinu
til hægri við Bjarna stóð benzín-
brúsi. Á beygjunni á hringtorg-
inu valt brúsinn um. Bjarni
teygði sig niður að brúsanum til
aS rétta hann við, en gleymdi að
„rétta bílinn af“, með þeim af-
leiðingum að hann rann með
hægra framhorn vélarhússins
beint á stóran steinsteyptan ljósa
staur. Höggið varð mikið. Bjarni
rak höfuðið af miklu afli í
framrúðuna, en hann mun hafa
litið upp um leið og áreksturinn
varð. Var Bjarni fluttur í slysa-
varðstofuna, þar sem hann var
fram á kvöld í gær. Hann var
ekki talinn alvarlega meiddur.
Bíllinn stórskemmdist að fram-
an. Var hann allur skakkur eftir
áreksturinn og var hægra fram-
hjólið bögglað inn undir miðjum
bíl.
Miimi síldveiði
í FYRRINÓTT var minni afli
hjá reknetjabátunum hér úr Faxa
flóaverstöðvum, og telja sjómenn
að norðvestan strekkingur hafi
spillt veiðinni. Það voru bátarn-
ir sem voru á „milli slóða“ sem
komu með 20—60 tunnur. Miklu
minni afli var í Miðnessjónum
og síldin þar ekki eins stór.
Um þessar mundir er unniff aff lagfæringu Tjarnarbakkans viff Tjarnarbrúna. Er nú annaff aff sjá
bakkann á þessum slóðum en verið hefir. Þar sem áður var stórgrýti er nú komin brasbrekka sem
nær ofan frá gangstéttinni niður aff vatnsborffinu. Er þetta til mikillar prýði á þessum fagra staff.
(Ljósm. Mbl.: Gunnar Rúnar)
Islendingar á Evrópu-
móti í bridge í Vín
svo að Norðmenn unnu með 74
gegn 29.
Önnur úrslit í fyrstu umferð
urðu: Ítalía vann Þýzkaland
60:23; Líbanon — Sviss 85:60;
Frakkland — írland 58:49; Aust-
urríki — Finnland 52:29; Eng-
land — Danmörk 51:25 og Hol-
land — Spánn 64:46 og Pólland
og Svíþjóð jafntefli 48:47.
— Vilhjálmur.
v ★
í fréttum NTB í gærkvöldi,
segir að Norðmenn hafi unnið
Frakka í annari umferð, með
miklum stigamun. Frakkar sigr-
uðu í Evrópu-mótinu 1955 og
voru nú taldir vænlegir til sig-
urs.
Misjafn afli
Akranessbáta
AKRANESI, 21. ágúst: — Rek-
netjabátarnir eru komnir og er
aflinn mjög misjafn. Aflahæstur
var Svanur með 50 tunnur. Næst-
ur Ólafur Magnússon með 30
tunnur og aðrir með minna allt
niður í 7 tunnur. Síldin er mis-
jöfn. —Oddur.
Erlend skip
á Akranesi
AKRANESI, 21. ág.: — Hingað
komu tvö útlend skip í dag. —
Annað var rneð tómar tunnur
undir síld, en hitt, sem var
norskt, Sigvald að nafni, kom
með sement frá Keflavík til sem-
entsverksmiðjunnar, og liggur nú
við bryggju. Við þá bryggju var
og Akraborg afgreidd í morgun.
—Oddur.
Ofryggur nælur-
sfaður
SÖLUMAÐUR nokkur héðan úr
Reykjavík lenti fyrir nokkrum
dögum í ævintýri, er hann kom
til Patreksfjarðar. Sölumaðurinn
var ferðlúinn er hann kom í
fjörðinn og ætlaði að láta fyrir-
berast í bíl sínum um nóttina,
en í honum hafði hann legubekk
sem hann hugðist sofa á. Sölu-
maðurinn vildi hafa svefnfrið og
ók þess vegna út af veginum
eftir sandfláka, unz honum
fannst hann vera kominn nógu
langt til þess að geta sofið
óáreittur. Segir nú ekki frekar
af sölumanninum, fyrr en hann
hafði sofið værum blundi í
nokkra klukkutíma og vaknaði
upp við vondan draum.
Var þá legubekkurinn á floti,
og er sölumaðurinn leit í kring
um sig, sá hann að hann var
kominn langt út á sjó!! Rann þá
upp ljós fyrir manninum —
hann hafði valið sér náttstað í
fjörunni, en nú var komið há-
flæði. Ekki gat hann ekið bif-
reiðinni til lands og afklæddist
því og lagðist til sunds.
Er til lands kom, hitti hann
brátt menn, sem vísuðu honum
tii bæjar þar sem hann fékk að-
hlynningu eftir volkið. Bíl sölu-
mannsins var síðan náð í land
á fjörunni.
Maðurinn seldi kaffi, sykur og
fl., sem eyðilagðist allt.
Mummi var 5. skip
á síldarvertíðinni
VÉLBÁTURINN Mummi úr
Garði var fimmta aflahæsta skip
síldveiðiflotans, en nafn bátsins
féil niður í blaðinu í fyrradag.
Er Mummi með 7337 mál og
tunnur síldar, og var hann með
allmikið magn af söltunarsíld.
Bátornir bundnir — vantar menn
EVRÓPUMEISTARAMÓT í
bridge hófst á mánudaginn og er
haldið í Vínarborg. Atján þjóð-
ir senda sveitir í opna flokkinn,
og mega sveitirnar vera skipaður
jafnt konum sem körlum, en þar
að auki er líka keppt í kvenna-
flokki. Áætlað er að hver þjóð
sendi sína sterkustu sveit og er
því þetta særsta og sterkasta
keppni í bridge sem háð er ár-
lega.
Fyrir fsland spila að þessu
sinni: Árni M. Jónsson, sem er
fyrirliði sveitarinnar, og með
honum Guðjón Tómasson, Gurm-
ar Pálsson, Sigurhjörtur Péturs-
son, Vilhjálmur Sigurðsson og
Þorsteinn Þorsteinsson.
Auk íslands hafa eftirtalin
lönd sent sveitir í opna flokkinn:
Belgía, Danmörk, Finnlar.d,
Frakkland, England, Holland,
írland, Ítalía, Libanon, Noregur,
Pólland, Spánn, Svíþjóð, Sviss,
Þýzkaland og gestgjafarnir, Aust
urríki og Egyptaland.
í fyrstu umferð mættu íslend-
ingar Norðmönnum. Leikar fóru
Drukkimi og próí-
laus á bíl
í FYRRADAG klukkan um 3
stal drukkinn maður bíl kunn-
ingja og olli árekstri, en ökuför-
inni sem ekki varð löng lauk uppi
á gangstétt, er maðurinn var
nærri því búinn að aka á barn,
sem fór yfir götuna.
Bíleigandinn hafði tekið mann-
inn upp i bílinn til sín, ekið hon-
um upp á Óðinsgötu. Þar átti bíl-
stjórinn erindi í hús og sá
drukkni taldi sig líka eiga er-
indi í annað hús. Þegar hann
kom út á götuna aftur stóð bill-
inn þar enn. Hann steig upp í bíl-
inn, lykillinn var í kveikjulásn-
um, setti í gang og ók af stað.
Hann ók út á Skólavörðustígion,
inn Týsgötu. Þar ók hann á bíl.
Hann héit áfram og niður á Óð-
insgötuna aftur. Þar var barn
nærri orðið undir bílnum, en
maðurinn sveigði frá því, bíllmn
rann upp á gangstétt og þar stað-
næmdist hann. Þar lault ökuför-
inni.
í ljós kom að drukkni maður-
inn hafði ekki bílpróf.
ÞAÐ hafa ekki verið nein meiri-
háttar vandræði við að manna
Akranesbáta til reknetjaveiða, en
í gær lágu þar 11 bátar við fest-
ar og komust ekki á veiðar.
Akranesbátar eru nýlega komn
ir að norðan af síld og nú er
reknetjaveiðin hér í Faxaflóa að
hefjast, svo að vonir stóðu til
að hægt væri að láta bátana við-
stöðulítið hefja veiðar. En svo
mikil atvinna hefur verið í boði
þar í bænum t.d. við byggingu
Sementsverksmiðjunnar, að leið
margra sjómanna hefur legið
beint í þá vinnu er þeir hafa
tekið sjópokann sinn> Er hér um
mikið vandamál að ræða fyrir
útgerðina á Akranesi. Á þessa
11 báta vantar 2—11 menn.